Morgunblaðið - 09.09.1990, Side 1
112 SIÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
204. tbl. 78. árg.
SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1990 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Keppikefli George Bush Bandaríkjaforseta á Helsinki-fundinum:
Saddam verði gert ljóst að
samstaðan sé óijúfanleg
Washington. Reuter.
LEIÐTOGAR risaveldanna, þeir George Bush Bandarílqaforseti og Míkhaíl S. Gorb-
atsjov, ieiðtogi sovéska kommúnistaflokksins, koma í dag, sunnudag, saman til fundar
í Helsinki í Finnlandi. Við komuna til Helsinki í gærmorgun sagðist Bush gera sér
þær vonir að þeir Gorbatsjov myndu treysta samstöðu og samstarf risaveldanna í
Persaflóadeilunni og auka þar með þrýstinginn á Saddam Hussein, forseta íraks.
Sagðist hann þess fullviss að hernaðarofbeldi íraka gegn Kúvæt yrði stöðvað enda
væri mikið í húfí fyrir heimsbyggðina.
Danirtakmarka
auglýsingar um
áfenga drykki
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttarit-
ara Morgunblaðsins.
AUGLÝSINGAR um öl, vín og sterkt
áfengi hverfa að fullu og öllu úr járn-
brautarlestum, járnbrautarstöðvum,
strætisvögnum, leigubílum, skipum og
söfnum í Danmörku frá og með 1.
febrúar nk. Enn fremur verður bannað
að auglýsa áfengi á myndböndum og á
íþróttavörum. Þetta er í samræmi við
reglur sem umboðsmaður neytenda
hefur sett í samráði við fyrirtæki og
stofnanir, svo og áfengis- og fíkniefna-
ráð ásamt neytendaráði. Reglurnar
setja einnig hömlur við að ungmenni
séu notuð í áfengisauglýsingum.
Billy Graham
tapar erfðamáli
Washington. Frá ívari Guðmundssyni, fréttaritara
Morgunblaðsins.
SERA Billy Graham, bandaríski prédik-
arinn víðkunni, tapaði nýlega erfða-
máli, sem hefði getað fært „alþjóðleg-
um“ prédikunarsjóði
hans (BGEA) 60 millj-
ónir króna. Kanadísk
kona á tíræðisaldri,
sem lét eftir sig þriggja
milljóna dollara dán-
arbú, hafði arfleitt sjóð
Grahams að þriðjungi
þess. Ættingjar kon-
unnar fóru í mál fyrir
rétti í Kanada og kröfðust þess, að
erfðaskráin yrði dæmd ógild vegna
þess, að fulltrúi Grahams hefði notað
óheiðarlegar aðferðir til að fá konuna
til að arfleiða sjóð prédikarans að fénu.
Sakharov skildi
eftir sig eignir í
Bandaríkjunum
New York. Reuter.
ANDREJ Sakharov, sovéski andófs-
maðurinn og handhafi friðarverðlauna
Nóbels, skildi eftir sig dánarbú að verð-
mæti um 100.000 dollarar, jafnvirði sex
milljóna ÍSK, í Bandaríkjunum sam-
kvæmt erfðaskrá sem skiptaréttur í
New York hefur staðfest. í henni kem-
ur fram að Sakharov hafi einnig átt
eignir í Sviss. Þær, ásamt eignum í
Bandaríkjunum, vildi hann að rynnu í
styrktarsjóð sem hann stofnaði 1988
og er ætlað að framfleyta ekkju hans,
Jelenu Bonner, og ættingjum.
Er George Bush var spurður hver hann
vonaðist til að niðurstaða Helsinki-
fundarins með Gorbatsjov yrði svaraði hann
að bragði: „Trygging fyrir því að við stöndum
saman í Persaflóadeilunni." Talsmaður for-
setans, Marlin Fitzwater, sagði að ráðamenn
í Bandaríkjunum vonuðust til þess að viðræð-
ur leiðtoganna sýndu að risaveldin tvö hefðu
sameinast um það það markmið að stöðva
Saddam íraksforseta.
Fitzwater bætti við að með fundinum í dag
gæfist leiðtogunum einnig tækifæri til að
meta og skilgreina hagsmuni risaveldanna í
ljósi þess að kalda stríðinu væri nú lokið.
Þykir líklegt að Bush geri það að umtalsefni
hvernig stórveldin geti í sameiningu tryggt
heimsfriðinn með öðrum hætti en þeim sem
fólst í gagnkvæmri hótun um gereyðingu í
anda kalda stríðsins.
Það þykir í sjálfu sér marka þáttaskil í
samskiptum austurs og vesturs að leiðtogar
Sovétríkjanna og Bandaríkjanna skuli koma
saman til fundar til að leita lausna á sameig-
inlegum vanda. Þannig vilja bandarískir
embættismenn a.m.k. að heimsbyggðin líti á
Helsinki-fundinn, sem boðað var til með mjög
skömmum fyrirvara.
Samkvæmt nýlegum skoðanakönnunum
hefur Persaflóadeilan orðið til þess að auka
vinsældir Bush og kveðast sjö af hveijum tíu
Bandaríkjamönnum vera ánægðir með
frammistöðu forsetans. Sérfræðingar benda
hins vegar á að telja megi stuðninginn við
forsetann eðlilegan og að almenningsálitið
kunni að breytast dragist Persaflóadeilan á
langinn eða taki bandarískir hermenn að
falla í eyðimerkurbardögum í Mið-Austur-
löndum. Á Helsinki-fundinum muni George
Bush því jafnframt leitast við að fullvissa
bandarísku þjóðina um að það yfirlýsta mark-
mið stjórnvalda að koma herafla Saddams
Husseins frá Kúvæt njóti stuðnings heims-
byggðarinnar og Míkhafls S. Gorbatsjovs
Sovétleiðtoga.
DRAUMALENDINGIN
MISTOKSí 12
VIRKALÝÐSFÍLAGID DAGSBRÚN
INMAN
fRA
I nmd við KHAKI-
LIÐIÐ i Jórdmtíu
I ORÐI
SEM
Á BORÐI
BLAÐ
c