Morgunblaðið - 09.09.1990, Síða 2

Morgunblaðið - 09.09.1990, Síða 2
2 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1990 Tónleikar þunga- rokksveitanna: Það var kátt í Reiðhölliiuii Bresku hljómsveitimar White- snake og Quireboys héldu tvenna tónleika hér á landi á föstudags- og laugardagskvöld. Um sex þúsund manns voru samankomin í Reiðhöllinni á föstudagskvöld og segir Ámi Matthíasson, fréttamaður Morg- unblaðsins á tónleikunum, að bresku hljómlistarmennimir hafí leikið á als oddi og greinilega kunnað vel að meta viðtökur áheyrenda, sem skemmtu sér hið besta í miklum hita og troðningi. Þegar blaðið fór í prentun var búið að selja um 4.000 miðá á tónleikana á laugardagsköld og útlit fyrir að nokkuð færri yrðu á þeim tónleikum. Morgunblaðið/Börkur Heimsókn fulltrúa Thyssen: Rætt um kaup á áli ogjárnblendi FULLTRÚAR þýsku fyrirtækja- samsteypunnar Thyssen komu hingað til lands í vikulokin til að kanna möguleika á hráefniskaup- um, áli og járnblendi en einnig hugsanlega framleiðslu. Þama voru á ferð tæknilegur fram- kvæmdastjóri Thyssen-Guss, sem er mál msteypu fyrirtæki innan samsteypunnar, og forsljóri Thyssen-Guss, sem einnig á sæti í stjóm Thyssen-samsteypunnar. Meðan á heimsókninni stóð hittu þeir forsvarsmenn Islenska álfé- lagsins, íslenska járnblendifélags- ins og Alpan á Eyrarbakka. Þá ræddu þeir m.a. við aðila hjá Iðn- tæknistofnun, markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Lands- virlgunar og hittu Jón Sigurðs- son, iðnaðarráðherra, að máli. Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, sagði fulltrúa Thyssen fyrst og fremst hafa haft áhuga á að kynna sér möguleika á kaupum á áli og jámblendi en hugsanlega einnig framleiðslu. „Við höfum mikinn áhuga á að komast í samband við fyrirtæki sem kynnu að vilja hefja úrvinnslu á áli hér,“ sagði Jón Sig- urðsson. „Ég vona að í samningum við álfélögin, sem nú er verið að gera, verði nokkur ráðstöfunarréttur á hluta af framleiðslunni. Að öðru leyti er það athugandi hvort þeir kynnu að hafa áhuga á að taka þátt síðar í álframleiðslu á íslandi í næsta verkefni af því tagi sem ráð- ist verður í.“ „Þessi heimsókn gekk mjög vel. Þeir hittu þá aðila sem þeir óskuðu eftir að hitta og voru mjög ánægðir með viðtölin sem þeir áttu,“ sagði Aðalsteinn Karlsson, forstjóri A. Karlsson hf., sem hafði milligöngu um heimsókn fulltrúa Thyssen til íslands. Sagði hann þá hafa sagt að heimsókn lokinni að þeir teldu hana hafi verið verulega jákvæða. „Svona fyrirtæki hugsa mörg ár fram í tímann, tryggja sér sambönd og gera athuganir fyrir framtíðina," sagði Aðalsteinn. „Þetta er ekkert sem verður hlaupið í á næstunni en áreiðanlega eitthvað sem verður at- hugað vel og gæti hugsanlega leitt til einhvers samstarfs Thyssen við okkur íslendinga." Eftirspurn eftir umhverfishollum vörum eykst: Skrifað á endurunmnn papp- ír með ólökkuðum blýöntum Á SÍÐASTLIÐNUM tveimur árum virðast íslendingar hafa byrjað að tileinka sér áhuga grannþjóðanna á ýmsum neyzluvörum, sem ekki hafa skaðleg áhrif á umhverfið eða stuðla á einhvern hátt að varðveizlu náttúrunnar. Almenningur, einkum yngra fólk, sýnist í talsverðum mæli vera farinn að gera innkaup sín með það markvisst í huga að kaupa umhverfishollar vörur. Áróður umhverfisverndarsamtaka virðist vera að skila sér, þótt sumum þyki ganga hægt að virkja almenning í vemd lífríkisins. Istórmörkuðum hefur það færzt í vöxt að undanfömu að fólk spyiji sérstaklega um umhverfis- hollar vömr, til dæmis þvottaefni án fosfats. Fosfat gefur rrjýkri og hvítari þvott, en getur til dæmis valdið mengun í fiski, þar sem það rennur til sjávar með skolvatninu. Þá hefur lífrænt ræktað græn- meti, sem komið hefur í litlum mæli á markaðinn, fengið góðar viðtökur, en við ræktun þess er ekki notaður tilbúinn áburður með öllum þeim eiturefnum, sem hon- um fylgja. Mikið er spurt um endumnninn og óbleiktan eldhús- og salemis- pappír í verzlunum. Tilraunasend- ing, sem Hagkaup fékk af endur- unnum salemispappír fyrir stuttu, seldist til að mynda upp á ör- skömmum tíma. Endurvinnsla á einu tonni af pappír er talin bjarga fimm myndarlegum skógartijám frá því að enda í pappírsverk- smiðju. Áætlað er að um ein og hálf milljón tijáa sé felld á hveiju ári til að anna þörf íslendinga BAKSVIÐ eftir Ólaf Þ. Stephensen fyrir heimilispappír og þjóðin ætti því að geta bjargað dálitlum skóg- arlundi árlega með því að kaupa endumnninn pappír, þótt mest af þeim skógi sé reyndar í Skand- inavíu. í Pennan- ■■■■■■■■■I um, sem umsvifamesta verzlunin í sölu ritfanga, feng- ust þær upp- lýsingar að skólafólk, sem er þessa dagana að afla fanga fyrir veturinn, keypti mikið af skrifblokkum og stílabókum úr endumnnum papp- ír. Starfsfólk Pennans segir að í fyrra hafi varla nokkur maður beðið um slíkt, en núna sé endur- unni pappírinn nánast tízkuvara hjá mennta- og háskólafólki. Eldra fólk virðist hins vegar ekki hafa tekið við sér í sama mæli og yngri kynslóðin, enda em ekki nemá tvö ár frá því endurunninn pappír fór að sjást hér í verzlun- um. Mismunandi er hvort endur- unni pappírinn er dýrari eða ódýr- ari en venjulegur. Enn sem komið er eru framleiðslueiningamar minni og pappírinn því dýrari í framleiðslu þótt bleiki- og litar- efnum sé sleppt. Ritfangaverzlanir bjóða líka upp á reglustikur, yddara og blý- anta, sem ekki em lökkuð, en lakkúði hefur slæm áhrif á and- rúmsloftið. Úðabrúsar, sem inni- halda ózoneyðandi efni, vom bannaðir 1. júní síðastliðinn með reglugerð, og eiga að vera horfn- ir úr hillum verzlana. Þeir, sem kaupa blýlaust benzín á bílinn, hlífa andrúmsloftinu umfram þá, sem kaupa kraftbenz- ín. Að minnsta kosti 60% bílaflot- ans geta notað blýlausa benzínið, og notkun þess hefur aukizt hröð- um skrefum frá því það kom fyrst á markað á Islandi fyrir rúmum tveimur ámm. Fyrstu mánuðina keyptu tæplega 40% bfleigenda blýlaust benzín, í ágúst í fyrra vom þeir komnir í 47% og nú er hlutdeild umhverfisholla benzínsins komin í 51%. Umhverf- isvemdaráhugi ræður þó tæplega öllu um vinsældir blýlausa benz- ínsins, heldur er það einfaldlega ódýrara en kraftbenzínið. Vega- gjaldið, sem ríkið leggur á það, er lægra en á kraftbenzíninu - eða öllu heldur ekki jafnhátt. Afslátturinn af vegagjaldinu er líkast til eina ráðstöfun ríkisvalds- ins til að stuðla að því að almenn- ingur kaupi umhverfisholla vöru, í því tilviki benzín, en í grannlönd- um okkar er ýmislegt gert til þess að stuðla að slíku. í Danmörku em toliar til dæmis lægri á inn- fluttum bifreiðum með lofthreinsi- búnaði (katalysator). í Þýzkalandi fá menn bílaskattinn-niðurfelldan í nokkur ár ef þeir kaupa sér bfl með hreinsibúnaði eða setja slíkan búnað í gamla bflinn. Komið hefur til tals hér á landi að lækka tolla á bflum með hreinsibúnaði en ekk- ert hefur verið gert í málinu. Loft- hreinsibúnaður getur kostað rúm- lega 10% af bílverðinu, og hækkar það því vemlega. Félag íslenzkra bifreiðaeigenda hefur bent á að tollaívilnanir séu eðlilegar til að létta þessum aukakostnaði af bíl- eigendum. Mörg bifreiðaumboð bjóða nú viðskiptavinum sínum bifreiðar með hreinsibúnaði, enda verður ólöglegt að flytja inn bfla án hans eftir 1992. Að sögn Geirs Gunn- arssonar, forstjóra Honda- umboðsins, em þónokkur dæmi þéss að fólk velji frekar bfl með hreinsibúnaði, þótt því standi ódýrari sambærilegur bfll til boða. Bflainnflytjendur em smám sam- an að laga sig að því, sem verður 1992, og bílar Brimborgar hf. em nú til dæmis hér um bil allir flutt- ir inn með hreinsibúnaði. Dregið hefur úr notkun plast- poka eftir að farið var að taka gjald fyrir þá í verzlunum, en þeir eru skaðvaldur í náttúranni. Mörgum þykir þægilegt að nota burðarpoka úr verzlunum fyrir sorp, en nú em æ fleiri farnir að kaupa ruslapoka úr sérstöku plasti, sem eyðist hraðar í náttúr- unni, og nota innkaupanet eða tösku undir vömrnar. Innkaupa- tuðmr em með öðmm orðum umhverfishollar líka. EFNI Draumalendingin mis- tókst ►Stjórnendur Amarflugs börðust um hæl og hnakka síðustu dagana áður en félagið skilaði inn áætlun- arleyfum sínum. Þeir hugðust hefja sig til lofts á ný í nafni ís- flugs og höfðu tiyggt sér þátttöku sterka aðiia í viðskiptalífinu, en stjómvöld höfnuðu þeim hugmynd- um. Mál kynnu að hafa þróast öðru vísi ef Arnarflugsmenn hefðu fyrr á árinu tekið tilboði frá Skúla Þorvaldssyni í Hótel Holti og fleir- um í stað þess að veðja á Svavar Egilsson/10 í nánd við khakiliðið í Jórdaníu ►Jóhanna Kristjónsdóttir bregður spéspeglinum á alþjóðlegu stór- blaðamennina sem sendir em út af örkinni til að fjalla um þróun mála í púðurtunnunni í Miðausturl- öndum/16 Uppreisn innanfrá ►Guðmundur Jaki ogsamstjórn- armenn hans í Dagsbrún hafa löngum haft orð á sér fyrir að hafa góð tök á sínu liði. Nú er hins vegar kurr í mörgum félags- mönnum og nokkrir þeirra boða mótframboð gegn núverandi stjóm þegar kosið verður á næsta ári. Þótt atlaga hafi áður verið gerð að Dagsbrúnarforystunni og menn ekki haft erindi sem erfíði, tekur hún mótframboðið nú alvarlega og jafnvel svo alvarlega að andófs- menn saka J akann og forystuna um austantjaldsvinnubrögð í því skyni að gera þeim erfítt fyrir/18 Eftiriaunaklerkur á sólarströnd ►Séra Jóhann Hlíðar varKaup- mannahafnarprestur um árabil en þegar hann hugðist snúa heim, reyndist íbúðaverðið hér svo hátt að hann sá sér þann kost vænstan að kaupa hús á Spánarströndum og þar býr hann enn/20 HEIMILI/ FASTEIGNIR ► 1-28 Orlofshús á Spáni ►Viðtal við Guðmund Óskarsson, verkfræðing, sem selur orlofshús áSpáni/16 í orði sem á borði ►Það fer vaxandi hér á Iandi að þekkt fólk sé fengið til að koma frAM í auglýsingum og mæla með vöru eða þjónustu. En skyldi þetta fólk sjálft trúa á það sem það er að mæla með og jafnvel nota vör- una eða þjónustuna dags dag- lega?/l Ég á ekki rætur I íran lengur ►í heimsókn hjá Elinu Esmet Peimani sem gift er íslenskum tannlækni á Sauðárkróki/6 Erlend hringsjá ►Um ævintýralegt lífshlaup Ron- ald Sinclair, öðm nafni Reginald Teague-Jones, sem var njósnari meðan hann gekk undir því nafni og fór huidu höfði í 70 ár af ótta við hefnd bolsévíka/8 Vínútlát í ríkinu ►Gluggað í skýrslur sem Ólafur Sveinsson, sölustjóri í Áfenginu, hélt á árunum kringum heimsstyij- öldina, og gefa skemmtilega mynd af áfengisumræðunni á þessum ' tíma/10

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.