Morgunblaðið - 09.09.1990, Page 4

Morgunblaðið - 09.09.1990, Page 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1990 ERLENT INWLEIMT 900tonnaf ísfíski utan án leyfis Um 900 tonn af ísfíski voru flutt út án leyfis aflamiðlunar í júlí og fyrstu þijár vikurnar í ágúst. Sjávarútvegsráðuneytið hefur farið fram á rannsókn á málinu. Geir Hallgrímsson látínn Geir Hall- grímsson, seðla- bankastjóri og fyrrverandi for- sætisráðherra, lézt í Reykjavík. Útför hans var gerð með við- höfn frá Dómkirkjunni. Flugfargjaldahækkun væntanlegi Flugleiðir hafa boðað að sótt verði um hækkun á fargjöldum félagsins um 5-8% vegna aukins eldsneytis- og tryggingakostnað- ar. Bæði flugfélögin með áætlun í nóvember Óvissa um það, hvort Arnarflug fær aftur flugleyfi sín, sem Flug- leiðir nýta nú, veldur því að bæði flugfélögin verða að hafa áætlun á Amsterdam í nóvember til þess að farþegar geti bókað sig vand- ræðalaust. Tregða í húsbréfaviðskiptum Landsbréf hf., verðbréfafyrir- tæki Landsbankans, á nú óseld húsbréf fyrir 695 milljónir króna. ERLENT Stuðningsmenn Mandela myrtir Blökkumenn af Zúlú-ættbálkn- um í Suður-Afríku myrtu eigi færri en 31 stuðningsmann blökkumannaleiðtogans Nelsons Mandela í Sebokeng-hverfinu skammt suður af Jóhannesarborg á þriðjudag. Að sögn sjónarvotta nutu Zúlú-mennimir aðstoðar ör- yggissveita suður-afrískra stjórn- valda er þeir frömdu illvirkið. Mandela og F.W. de Klerk, for- seti Suður-Afríku, hafa hvatt til friðar. Deilt um brottflutning Ágreiningur um brottflutning sovéskra hermanna frá Austur- Þýskalandi og afnám sérréttinda og skuldbindinga fjórveldanna úr síðari heimsstyrjöldinni í Þýska- landi hefur að sögn embættis- manna í Vestur-Þýskalandi tafíð fyrir svokölluðum „4+2-samn- ingaviðræðum“ um sameiningu Þýskalands. Sumir telja að óger- legt muni reynast að undirrita samninginn fyrir 12. október næstkomandi. Varalið kallað út Saddam Hussein, forseti íraks, lýsti því yfir á miðvikudag að fimm milljónir íraka væru til- búnar að heyja heilagt stríð í nafni Múhameðs spámanns. Ut- anríkisráðherra íraks, Tariq Aziz, átti fund með Míkhafl S. Gorbatsjov, leiðtoga sovéskra kommúnista, í Moskvu sama dag og þótti tilkynning sem Tass-fréttstofan birtí eftir fund- inn gefa til kynna að Sovétleiðtog- inn hefði ítrekað þá afdráttar- lausu kröfu ráðamanna í Kreml Treglega gengur að selja húsbréf, og er þetta slæmt fyir lausafjár- stöðu bankans. íþróttahöllin of lítil? Gunnar I. Birgisson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs, segir að íþróttahúsið, sem búið var að hanna fyrir heimsmeistarakeppn- ina í handbolta, sé vitlaust hann- að, taki of fáa og samræmist ekki kröfum Alþjóða handknattleiks- sambandsins, IHF. Jón Hákon Magnússon, formaður Hand- knattleikssambands Islands, segir að IHF hafí ekki breytt kröfum sínum og ef húsið sé of lítið, sé það vegna þess að Kópavogsbær geri aðrar kröfur til stærðar og gerðar sæta en i upphafi. Vilja selja aröbum íslenzkt kindakjöt Kanadískt fyrirtæki hefur haft samband við Samband íslenzkra samvinnufélaga og óskað eftir að kaupa kindakjöt, sem síðan á að flytja inn til Egyptalands og Líbýu. Sambandið hefur gefið neikvæð svör við þessari málaleit- an, þar sem ekkert kindakjöt sé til og ekki sé hægt að slátra fé hér á landi með aðferðum mú- slima, þ.e. með því að skera það á háls.-. að herlið íraka yrði kallað heim frá Kuvæt. Stjómvöid í írak köll- uðu út þúsundir manna í varaliði hersins á fimmtudag og sögðust hvergi mundu hvika í Persaflóa- deilunni. Allir 37 ára gamlir karl- ar fengu þijá daga til að gefa sig fram við herflokka sína og fjöl- margir aðrir á fertugsaldri voru einnig kallaðir út. Kóresku forsætisráðherramir heilsast í upphafi fundalotunnar. Sögulegir fundir í S-Kóreu Sögulegir fundir Kangs Yo- ung-hoon og Yons Hyong-muk, forsætisráðherra Kóreuríkjanna tveggja, hófust í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu á þriðjudag. Það var í fyrsta sinn frá skiptingu KÓreu að jafn háttsettir fulltrúar ríkjanna hittust. Viðræðum ráð- herranna lauk á fimmtudag án þess að nokkuð hefði miðað í sam- komulagsátt í deilumálum ríkjanna. Friðarviðræður hefjast Stjórnvöld í Kína, Bandaríkjun- um og Sovétríkjunum hafa talið tvo af mikilvægustu fulltrúum stríðandi fylkinga í Kambódíu á að taka þátt í friðarviðræðunum sem haldnar verða í Jakarta í Indónesíu á næstu dögum, þá Norodom Sihanouk prins og Hun Sen, forsætisráðherra kommún- istastjórnarinnar í Phnom Penh. Vekur það auknar vonir -um að raunhæfur árangur geti náðst í viðræðunum. Bijóstakrabbi: Meiri batavon með hefð- bundnum lækningum London. Daily Telegraph. KONUR með bijóstakrabbamein sem leita sér óhefðbundinna lækn- inga, sem felast t.d. í snertiheilun, íhugun eða neyslu grænmetisfæð- is, deyja fyrr af völdum sjúkdómsins en þær sem treysta algerlega á hefðbundnar lækningaaðferðir við meðferð hans. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem birtar eru í hinu virta breska læknatímariti, The Lancet. Samkvæmt könnuninni eru þrisvar sinn- um meiri likur á að krabbamein berist úr brjóstum til annarra líkams- hluta og ógni þannig lífi sjúklings hjá konum sem leita lækninga hjá helstu krabbameinsmeðferðarstofnun landsins, sem beitir óhefð- bundnum lækningaaðferðum, en þeim sem fá hefðbundna meðferð. I þeim tilfellum þar sem útbreiðsla er hafín þegar meðferð hefst eru tvöfalt meiri líkur á dauða hjá konum sem hljóta meðferð stofn- unarinnar en þeim sem hljóta meðferð á ríkissjúkrahúsum. Niðurstöðumar þykja meirihátt- ar áfall fyrir þá er aðhyllast óhefðbundnar lækningar. Prófessor Tim McElwain, krabbameinssér- fræðingur og ráðgjafí við Royal Marsden-sjúkrahúsið í London, seg- ist ekki lengur geta ráðlagt sjúkl- ingum sínum að leita til stofnunar- innar, sem staðsett er í borginni Bristol. „Ég verð að segja þeim að af einhveijum ástæðum deyi konur fyrr sem leita til stofnunarinnar í Bristol og að sjúkdómurinn taki sig fyrr upp hjá þeim en öðrum,“ sagði hann. Við rannsóknina vora bomar saman 334 konur, sem vora til meðferðar á stofnuninni í Bristol, og 461 kona sem hlaut meðferð á þremur venjulegum sjúkrahúsum. Allar vora konumar með eitt ill- kynja æxli í bijósti. Niðurstöðumar vora þær að í 21 konu tók sjúkdómurinn sig upp aft- ur og átta konur dóu af 126 konum sem sóttu stofnunina í Bristol eftir meðferð við bijóstakrabbameini. Meðal svipaðs fjölda kvenna, sem hlaut hefðbundna meðferð, tók sjúkdómurinn sig upp hjá aðeins sex þeirra og tvær dóu. Claire Chilvers, prófessor í far- aldursfræði við Nottingham- háskóla, sem stjómaði rannsókn- inni, gat ekki útskýrt hvers vegna óhefðbundin meðferð, til viðbótar við sjúkrahúsmeðferð, leiddi af sér skjótari dauða. „Það gæti verið að konumar, sem leituðu sér meðferð- ar á stofnuninni í Bristol, hafi anri- ars konar sálfræðileg viðbrögð við sjúkdómi sínum. Við vitum það bara ekki,“ sagði hún. „Mataræði gæti einnig verið möguleg ástæða; stofnunin er þekkt fyrir mataræðið sem þar er ráðlagt, þótt ekki sé það nærri eins strangt og áður fyrr.“ Dr. Michael Wetzler, yfirlæknir stofnunarinnar í Bristol, sagðist vera þess fullviss að meðferð stofn- unarinnar hefði ekki skaðleg áhrif á sjúklinga. Þótt grænmetisfæði væri ráðlagt þá væri öllum, sem ættu í vandræðum með að neyta þess, gefinn fiskur, kjúklingur og egg. Það væri hugsanlegt að þeir sjúklingar, sem leituðu til stofnun- arinnar í Bristol, væra veikari en þeir, sem gerðu það ekki. Penny Brohn, einn af stofnendum stofnunarinnar, sagðist eiga erfitt með að ímynda sér að nokkuð sem gert væri á vegum stofnunarinnar gæti mögulega haft slæm áhrif á sjúklingana. „Við eram fræg fyrir hvað við meðhöndlum krabbameins- sjúklinga nærfærnislega. Sjúkling- amir læra að hafa hemil á streitu, að íhuga og þeir öðlast lífsbætandi hæfileika. Þeir eru á stórgóðu mat- aræði, tala við ráðgjafa og hug- lækna og taka þátt í hópmeðferð í tjáningu,“ sagði hún. Stofnunin, sem tekur þúsund nýja sjúklinga til meðferðar á ári hveiju, er skrásett sem góðgerða- stofnun og nemur þóknun hennar rúmlega 60.000 ÍSK á viku. Fyrsta stríð Sameinuðu þjóðanna var Kóreustríðið ÞEGAR Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á dögun- um, að krefjast þess, að Irak hætti hernáminu í Kúvæt, og setti bann, með hervaldi, á vöruflutninga til og frá Irak, sögðu ýmsir fjölmiðlar, að þetta væri í fyrsta skipti í sögunni, að Öryggisráðið samþykkti hernaðarlegar aðgerðir gegn árásarþjóð. Þetta er ekki rétt. Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna samþykkti í júní 1950, að stöðva með hervaldi innrás kommúnista í Suður-Kóreu gegn löglegri ríkisstjórn lands- ins. Innrásin í Kúvæt fordæmd í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Sextán aðildarþjóðir SÞ lögðu til herlið undir herstjórn og fána Sameinuðu þjóðanna í Kóreu. Fyrst undir yfirstjórn bandaríska hershöfðingjans Dou- glas McArthurs, og síðar annarra bandarískra hershöfðingja, eftir að Harry Traman Banda- ríkjaforseti hafði vikið McAithur úr herforingjaembættinu vegna ósamkomulags þeirra í milli um hvemig haga skyldi hernaðinum. Hitt er rétt, að það var í fyrsta skipti í Iraksmálinu, að stórveldin fimm, sem hafa neitunarvald í Öryggisráðinu, vora sammála um að nota sameiginlegt hervald gegn hemaðarinnrás. Sovétmenn hefðu vafalaust notað neitunarvald sitt í Kóreu- málinu, ef það hefði ekki viljað svo til, að fulltrúar þeirra í ráðinu ruku af fundi Öryggisráðsins í fússi. Á meðan þeir vora fjarver- andi samþykkti ráðið að senda herlið Sameinuðu þjóðanna til Kóreu til að stöðva innrás komm- únista suður fyrir „miðlínuna", sem svo var kölluð og skipti Kór- euskaganum nokkurnveginn í tvennt við 38. breiddarbaug. Spaugilegt atvik, sem gamlir starfsmenn SÞ, sem viðstaddir vora, hafa gaman af að segja frá, gerðist er Sovétmenn strunsuðu úr samkomusal Öryggisráðsins. Rennilás, eða hnappar, sem áttú að halda saman buxna- klauf eins af fulltrúum Sov- étmanna, höfðu bilað, eða farið úr lagi. Skarpeygður öryggisvörður tók eftir þessu og sá að það gæti valdið óþægindum ef t.d. blaða- ljósmyndarar (sjónvarpsvélar voru ekki á hveiju strái þá) næðu mynd af brók sendiherrans í þessu ástandi. Yfirmaður öryggisvarða SÞ, sem var hár maður og þrek- vaxinn, sá hvað verða vildi og valdi sér strax stað þétt fyrir framan sendiherrann, þar til sov- étnefndin var komin örugglega í horn setustofu öryggisráðsins. Lokaúrslitin í Kóreustríðinu urðu sem kunnugt er þau að tvö ríki hafa síðan verið á Kóreuskag- anum, sem skiptist í suðurríkið, þar sem lýðræði er við lýði, og norðrið, undir harðvítugri stjórn kommúnista. Skaganum er skipt nokkurn veginn jafn stór lönd við 38. breiddarbaug. Nú þegar óvíg- ur her safnast saman með sam- þykkt SÞ við írak era Kóreuríkin að nálgast hvort annað með sögu- legum fundi forsætisráðherra sinna. Meðal þeirra ríkja, sem lögðu til hermenn í lið Sameinuðu þjóð- anna í Kóreu voru Bretland, Kanada, Tyrkland og Thailand, Ástralía, Frakkland, Grikkland og Holland. Norðurlöndin; Danmörk, Nor- egur og Svíþjóð, og Suður-Afríka sendu lækna og sjúkralið. Mannfall var mikið í liði Sam- einuðu þjóðanna í Kóreustríðinu, sem stundum var nefnt „lögreglu- átak Sameinuðu þjóðanna“ og stóð í nærri þrjú ár. Alls féllu 74 þúsund manns af liði SÞ, 250 þúsund særðust og 83 þúsund voru handteknir, eða „týndust“. Bandaríkin báru mest manntjón af liði Sameinuðu þjóðanna í Kóreu, eða alls rúml. 36 þúsund fallnir, 103 þúsund særðir og 4.700 „týndir". Mannfall kommúnistahersins í Kóreu var talið 900 þúsund Kín- veijar og 520 þúsund Norður- Kóreumenn. BAKSVID eflir ívar Gudmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.