Morgunblaðið - 09.09.1990, Síða 6

Morgunblaðið - 09.09.1990, Síða 6
6 FRÉTTIR/INIMLEIUT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1990 Stærsti hjólabrettapallur landsins Hjólabrettapallur, sagður sá stærsti hérlendis, hefur verið reistur á íþróttasvæðinu neðan við nýju Sundmiðstöðina í Keflavík. A litlu myndinni sjást Ingi Þór og Asbjöm, tveir bestu hjólabretta- kapparnir í bænum, sýna listir sínar. BB Lista- og óperuklúbb- urinn lýkur Rómarför Lista- og ópemklúbburinn lauk fyrstu ferð sinni með veislu í Róm á miðvikudagskvöld, en ferðin hefur verið samfelld veisla skilningar- vitanna í tvær vikur. Fólk stóð agndof-a frammi fyrir snilldarverkum eins og fresku mynd Leonardos da Vinci af síðustu kvöldmáltíðinni í Mílanó, málverkum Tizians og Tintorettos í Hertogahöll- inni í Feneyjum, madonnumyndum Filippos Lippi og Rafaels og dýrðar- verkum á borð við Vorið eftir Bottic- elli í Uffizisafnínu í Flórenz, eða mynd Giottos á veggjum kirkju heil- ags Frans í Assisi, svo að fátt eitt sé • talið. Enginn mun gleyma stemmningunni í Arenunni í Verona, meðan 30.000 áhorfendur nutu frá- bærs flutnings á óperunni Tosca, þar sem algjör þögn ríkti í áheyrenda- hringnum milli fagnaðarláta sem minntu á knattspymusigur. Allt þetta með ívafi af tónlist Vivaldis og orðsnilld Dantes og Shakespeares í öndvegisverkum heimsbókmennta. Allt ferðalagið hefur gengið að ósk- um og þátttakendur kynnst Jandi listanna með nýju móti; sjá Ítalíu og listina í 'nýju ljósi og taka sjóð minninga með sér heim. (Fréttatilkynning frá Lista- og óperukiúbbnum) Heimsmeistaramótið í brids: Islendingar eru úr leik í sveitakeppni Genf. Frá Jóni Baldurssyni, fréttaritara Morgunblaðsins á heimsmeistaramótinu í brids. SVEIT Sigurðar Vilhjálmssonar tapaði I 32 liða úrslitum heimsmeist- aramótsins í sveitakeppni sem nú fer fram í Genf. Sveitin spilaði 32 spila Ieik við sveit Mike Moss frá Bandaríkjunum og endaði leikurinn 94-50 Bandarikjamönnum í vil. Moss og félagar hans unnu síðan landa sína í sveit Peter Weic hsels í 16 liða úrslitum og er því núna kominn í fjórðungsúrslit. Þátt- töku íslendinganna í sveitakeppninni er hins vegar Iokið, en á laugardag hófust undanrásir heimsmeistara- mótsins í tvímenningi. Sex íslensk pör taka þátt í opnum flokki og eitt par í kvennaflokki. Nú eru átta sveitir eftir í sveita- keppninni. Tvær eru bandarískar, ein kínversk, ein kanadísk, ein pólsk og ein frá Bretlandi. „Það er lífróður fram- undan í bæjarfélaginu“ - segir Stefán Garðarsson, bæjarstjóri í Ólafsvík, um fjárhagsvanda bæjarins og erfiða stöðu fyrirtækja „ÞAÐ er alveg rétt, að íjárhagur bæjarins er mjög slæmur og það þýðir ekkert að vera að fela það. Það er lífróður framundan í þessu bæjarfélagi, að minnsta kosti næstu fjögur árin,“ segir Stefán Garðarsson, nýráðinn bæjarstjóri í Ólafsvík. Skuldir Ol- afsvíkurkaupstaðar eru eitthvað á þriðja hundrað milljóna króna, bein vanskil umtalsverð og þar að auki er bærinn í miklum ábyrgðum fyrir skuttogarann Má. Á sama tíma bíða ýmis brýn verkefni úrlausnar en Stefán segist ekki sjá hvernig á þeim verði tekið eins og staðan er. Stefán Garðarsson tók við bæj- arstjórastarfi á Ólafsvfk fyrir rúmum mánuði en var áður úti- bússtjóri Iðnaðarbankans á Sel- fossi. I samtali við Morgunblaðið sagði hann, að vistaskiptin legð- ust vel í sig þótt það væri vissu- lega mikil breyting að fara úr bankastarfsemi í sveitarstjórnar- málin. Hann er þó ekki ókunnug- ur þeim því að hann var sveitar- stjóri í Þorlákshöfn frá 1981-85 og hafði unnið þar á skrifstofunni frá 1977. Sagði Stefán, að verk- efnin, sem blöstu í Ólafsvík, væru mikil og erfið en vonandi ánægju- leg ef vel tækist til. Sagði hann, að það styrkti sig líka, að honum hefði verið einstaklega vel tekið af Ólafsvíkingum og ekki mætt öðru en hlýju og velvilja. Miklir íjárhagserfiðleikar „Því er hins vegar ekki að leyna,“ segir Stefán, „að ijárhags- 'erfiðleikar bæjarins eru miklir og það þýðir ekkert að vera að fela það. Það er lífróður framundan. Skuldirnar eru á þriðja hundrað milljóna króna og vanskilin veru- leg og þeim verður að koma í lag. Það byggist svo aftur á, að lánar- drottnarnir verði okkur hliðhollir í samningum og ég hef raunar ekki fundið annað en velvild í þeim efnum. Ég trúi því, að þetta takist en það verður erfitt, um annað er ekki að ræða.“ Stefán segir, að orsakirnar fyr- ir erfíðleikunum séu margþættar og vafalaust eigi margumrædd félagsheimilisbygging sinn þátt í þeim en ástæðurnar séu þó fleiri. Meðal annars staða atvinnu- rekstrarins í bænum. „Ég held, að hagur fyrirtækja hér í bæ sé að mörgu leyti erfið- ur. Hér hefur verið minnkandi afii og kvótakerfið hefur komið illa við Ólafsvík. Menn hafa ekk- ert verið að kaupa kvóta út um hvippinn og hvappinn eins og víða hefur verið gert og við höfum misst 2-3.000 tonn út úr sveitarfé- laginu. Það segir auðvitað til sín hjá fyrirtækjunum og í öllu bæjar- félaginu og auk þess eru erfíðleik- ar í rekstri Más, togara Hrað- frystihússins, sem nokkur fyrir- tæki og bæjarfélagið standa að. Fyrir utan heildarskuldirnar stendur bærinn í ábyrgðum fyrir hann upp á 70-80 milljónir. Ég hef að vísu lítið komið inn í þau mál en það hafa átt sér stað við- ræður við Byggðasjóð og Ríkis- ábyrgðasjóð og þarna er róinn lífróður eins og víðar. Nú stendur fyrir dyrum sjö mánaða uppgjör hjá bænum og þá vil ég, að allt komi fram. Menn eiga heimtingu á að vita hvernig málin standa. Þetta er opinbert fyrirtæki." Mikilvæg verkefni bíða Stefán sagði, að í Ólafsvík biðu mörg og mikilvæg verkefni úr- lausnar þótt vandséð væri hvernig við yrði brugðist eins og staðan er. „Það vantar íþróttahús, skólinn er tvísetinn og úrbætur í vatns- málunum eru aðkallandi. Miðað við stærð bæjarins er vatnið hvorki nægilega mikið né nógu gott en uppi í Enni mun vera hægt að fá 20-30 sekúndulítra, Stefán Garðarsson, bæjarstjóri í Ólafsvík. sem leiða má beint inn á aðalæð- ina án mikils kostnaðar. Þetta eru kannski brýnustu verkefni næstu ára en hvort úr rætist með þau eftir þrjú, fjögur eða fimm ár veit ég bara ekki. Það markast af fjárhagsstöðu bæjarins. Sjálfur hef ég mikinn áhuga á, að gerðar verði gangstéttir með öllum göt- um og bærinn fegraður og gerður eins manneskjulegur og unnt er. Ólafsvík er að vísu fallegur bær og snyrtilegur að mörgu leyti en það má alltaf gera betur.“ Hingað til hefur samstarf sveit- arfélaganna á norðanverðu Snæ- fellsnesi ekki verið nógu mikið að því er Stefán telur en hann bindur vonir við, að á því verði breyting enda muni nánari samvinna byggðarlaganna, Hellissands, Rifs, Ólafsvíkur, Grundarfjarðar og Stykkishólms, skipta sköpum fyrir viðleitni þeirra við að byggja upp gott mannlíf á Nesinu. Sagði Stefán að lokum, að núverandi bæjarstjórnarmeirihluti í Ólafsvík væri mjög samhentur og raunur einhugur í allri bæjarstjórninni um að takast á við vandamálin og sigrast á þeim. Nýr línubátur sækir í tegundir utan kvótans Norskur fískilóðs og hluti áhafnar hans „leggur línuna“ í fyrstu LÍNUBÁTURINN Ásgeir Frímanns ÓF 21 hefur nú haldið til lúðu- veiða í fyrsta sinn undir islenzku nafni. Báturinn er keyptur notað- ur frá Noregi og kemur í stað Atlanúps ÞH, sem var siglt utan og settur þar í brotajárn. Eigendur Ágeirs Frímanns eru Helgi Már Reynisson, Ásgeir Logi Ásgeirsson og Sæunn hf. á Ólafsfirði, en það er fyrirtæki í útgerð og fiskvinnslu í eigu íjölskyldu Ásgeirs. Asgeir Frímanns er smíðaður í Noregi 1986, er sérhæft línu veiðiskip 299 tonn af stærð og yfir- byggt. Hann er 32,8 metra langur og 8 metra breiður. Hann er búinn sjálfvirkri Mustad línubeitingarvél og getur hún lagt og dregið um 32.000 króka á sólarhring. Þá er Athugasemd * Olafur Dýrmundsson, landnýt- ingar- og sauðfjárráðunautur, vill taka fram vegna fréttar í blað- inu á föstudag um útflutning lif- andi sauðfjár, að hann telji ekki að slíkur útflutningur geti farið fram í stórum stfl. Varla verði um að ræða tekjuöflunarleið fyrir bændur á sama hátt og hrossaútflutningur er. um borð frystitæki, bæði plötufryst- ar og lóðréttir frystar til heilfryst- ingar um borð, tveir blásturfrysti- klefar fyrir stórlúðu svo og frysti- Iest. Aðalvél er 690 hestöfl af gerð- inni Callesen og Ijósavélar eru frá Volvo Penta. Spil eru frá Hydraul- ikk Brattwaag. Skipið er búið full- komnum fiskileitar- og siglingar- tækjum, er með tvær Furuno rat- sjár, „videoplotter", físksjá og dýpt- armæli, sjálfstýringu frá Robertson, tvo Furuno lóranmæla, tjarskipta- tæki frá Skanti, vökustaura og mjög fullkomið brunavarnakerfi. íbúðir eru fyrir 14 manns. Kaup- verð skipsins ásamt öðrum kostnaði við að gera það klárt til Veiða er um 150 milljónir króna. Skipið hefur lítinn aflakvóta, en áherzlan verður lögð á veiðar á teg- Undum utan kvóta, lúðu, löngu og keilu. Mjög gott verð fæst fyrir þessar fisktegundir heilfrystar að sögn Ásgeirs Loga, enda hafa Norð- menn stundað línuveiðar á þessum fisktegundum hér við land með góðum árangri. Skipið hefur þegar haldið til lúðuveiða á Reykjanes- hryggnum og er norskur fískilóðs um borð og fjórir Norðmenn úr fyrri áhöfn hans leiðbeina hinum nýju eigendum. Fiskilóðsinn hefur stundað veiðar sem þessar hér við land í 17 ár en hefur nú hætt út- gerð. Skipstjóri er Jónas Krist- björnsson og stýrimaður verður Ásgeir. Logi Ásgeirsson í þessum fyrsta túr, sem áætlað er að taki mánuð. Ásgeir Logi segist bjartsýnn á árangurinn, enda sé skipið glæsi- legt Og búið fullkomnustu tækjum til veiða af þessu tagi. Mikilvægur og erfíður áfangi sé að baki og nú sé ekkert annað að gera en hefjast handa og sanna það fyrir efasemd- armönnum að útgerðin geti gengið. Nafnið Ásgeir Frímanns er nafn afa Ásgeirs Loga, en Ásgeir Frímanns var þekktur skipstjóri á Ólafsfírði og var meðal annars með Einar Þveræing. Morgunblaðið/Charles Egill Hirt Ásgeir Frímanns við bryggju í Reykjavík. Morgunblaðið/Frímann Ásgeirsson Skipinu var gefið nafn við hátíðlega athöfn. Við það tækifæri færði Sveinbjörn Axelsson skipinu heillaóskakveðju í bundu máli og las systir hans Sæunn Axelsdóttir kveðjuna upp. Sæunn er þekkt að sjósókn og fískverkun í Ólafsfirði, en þar rekur hún fyrirtæki í eigu fjölskyldunnar og er hluthafi í útgerð nýja skipsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.