Morgunblaðið - 09.09.1990, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1990
■ STJORNENDUR ARNARFLUGS HUGÐUST BYRJA UPP A
NÝTT OG HEFJA SIG TIL LOFTS UNDIR NAFNIÍSFLUGS
STERKIR AÐILAR í VIÐSKIPTALÍFINU VILDU TAKA ÞÁTT, EN
STJÓRNVÖLD HÖFNUÐU ÞEIRRI MÁLALEITAN
■ ARNARFLUGSMENN AFÞÖKKUÐUI
BYRJUN ÁRS KAUPTILBOÐ FRÁ SKÚLA
ÞORVALDSSYNI, ÓMARI
BENEDIKTSSYNI OG
FLEIRUM
eftir Kristjón Þorvaldsson
MARGT bendir til að síðasta björgnnaráætlun stjórnenda Arnarflugs hafi runnið út í sandinn.
í raun voru þeir búnir að gefa upp von um framtíð félagsins, en sáu þann leik á borði að hefja
sig til flugs undir nafninu ísflug. Sterkir aðilar í viðskiptalífinu voru reiðubúnir til samstarfs
á nýjum grunni, en stjórnvöld höfnuðu draumalendingunni. Nú blasir sú staðreynd við Arnar-
flugsmönnum, að keppinauturinn Flugleiðir sér um að halda uppi flugi á áætlunarleiðum félags-
ins samkvæmt tímabundnu ley fi samgönguráðuneytisins og Arnarflugsmenn hafa tveggja
mánaða frest til að finna sér tilverugrunn. Fyrirtækið hefur hvorki fullvissu fyrir því að sam-
gönguráðherra veiti þvi áframhaldandi leyfi á áætlunarleiðum, né að Ijármálaráðherra standi
við fyrirheit ríkisstjórnarinnar frá mars í fyrra um fjárhagsaðstoð. Boltinn er hjá Arnarflugs-
mönnum, sem eina ferðina enn leita að hinu ómögulega; eðlilegum skilyrðum til reksturs í
samkeppni við Flugleiðir og í vaxandi samkeppni við erlend flugfélög.
Kristinn Sigtryggsson. Óvíst
um stöðu hans.
Hörður Einarsson. Vinnur
ötullega á bak við tjöldin.
Víghindur Þorsteinsson.
Stuðningsmaður fsflugs.
Steingrímur Hermannsson. Stcingrímur J. Sigfússon. Sá
Velvildarmaður Arnarflugs scm Arnarflugsmenn óttast
frá upphafi. mest.
aga Amarflugs er ekki
löng, en spennuþrungin
og mögnuð. Fyrirtækið
hóf rekstur á rústum
Air Viking 10. apríl
1976. Guðni Þórðarson,
ferðaskrifstofunni
Sunnu, hafði beitt sér
fyrir stofnun Air Viking og var félag-
ið fyrst um sinn í sólarlandaflugi,
en hóf síðan leiguflug óbeint inn á
áætlunarleið Flugleiða til Kaup-
mannahafnar. Stjómvöld vora þá
nýbúin að beita sér fyrir sameiningu
Flugfélags íslands og Loftleiða og
komu í veg fyrir að þetta framtak
Air Viking gengi eftir, sviptu m.a.
félagið flugleyfi fyrirvaralaust. Þeg-
ar hér var komið sögu var farið að
halla verulega undan fæti hjá fyrir-
tækinu. Það endaði með gjaldþroti í
janúar 1976 og sátu þrír stærstu
kröfuhafar félagsins, Olíufélag is-
lands, Samvinnubankinn og Alþýðu-
bankinn, eftir með vélar þess og
starfsmenn áttu ekki möguleika á
vinnu hjá nýja risanum Flugleiðum.
Því sameinuðust þessir aðilar og
stofnuðu Arnarflug.
Velvild en mikill mótbyr
Forstjóri var ráðinn Magnús
Gunnarsson, núverandi fram-
kvæmdastjóri SÍF. Undir stjórn
Magnúsar náði Arnarflug góðum
árangri og í dag sjá gamlir starfs-
menn félagsins þann tíma fyrir sér
í miklum ljóma. Amarflug naut póli-
tískrar velvildar á þessum áram,
einkum Framsóknarflokksins, m.a.
vegria þátttöku Sambandsfyrirtækj-
anna, Olíufélagsins og Samvinnu-
bankans, í rekstrinum. Þá var ljóst
að félagið naut einnig velvildar sam-
taka launafólks, sem nú vora að fara
í samstarf við SÍS um ferðaskrifstof-
una Samvinnuferðir-Landsýn, sem
var lengst framan af stór viðskipta-
vinur Amarflugs.
En fljótlega kom niðursveifla. Fyr-
irtækið varð fyrir ýmsum óhöppum
og ófyrirséðum kostnaði vegna véla
og á árinu 1978 komu Flugleiðir inn
sem meirihlutaaðili, eignuðust 57%,
en Arnarflug var áfram rekið sem
sjálfstætt fyrirtæki. Bein afskipti
Flugleiða af Amarflugi fengu skjót-
an endi. Á árinu 1981 krafðist Al-
þingi þess að félagið seldi starfs-
mönnum Arnarflugs 17% í félaginu.
Þar með vora Flugleiðir búnar að
missa meirihluta í Amarflugi og árið
1986 seldi fyrirtækið 40% hlut sinn
til Helga Þórs Jónssonar, þess er
reisti Hótel Örk í Hveragerði.
Þrátt fyrir pólitíska velvild ýmissa
aðiia hefur Árnarflug aldrei getað
gengið að neinu vísu hjá ríkisvald-
inu. Við sameiningu Loftleiða og
Flugfélags Islands árið 1973 var sú
stefna stjómvalda ljós að hér yrði
einungis eitt innlent flugfélag sem
stundaði áætlunarflug. Viðbrögð
stjórnvalda gagnvart Air Viking
höfðu sannað þá kenningu svo og
synjun á umsóknum Amarflugs um
áætlunarleiðir. Því kom mörgum í
opna skjöldu þegar Steingrímur Her-
mannsson samgönguráðherra veitti
í fyrsta sinn frá 1973 öðram aðila
en Flugleiðum heimild til áætlunar-
flugs. Um var að ræða flugfélagið
fscargó, í eigu Kristins Finnbogason-
ar, flokksbróðurs Steingríms, sem
um áramót '80/81 fékk úthlutað
áætlunarleiðinni til Amsterdam. Ekki
gekk sem skyldi hjá íscargó og á
endanum keypti Ámarflug eignir
félagsins, að margra mati á of háu
verði, vegna pólitísks þrýstings. Ör-
fáum dögum síðar fékk Amarflug
úthlutað áætlunarleiðinni til Amster-
dam, en auk þess hafði Steingrímur
úthlutað því leyfi til Dússeldorf og
Zúrich: Nokkuð er deilt um pólitísk
afskipti í þessu máli, hvort fingraför
Steingríms Hermanssonar megi
greina í viðskiptum Arnarflugs og
Iscargó. Allt frá þessum tíma hefur
Steingrímur Hermannsson þótt vel-
viljaður fyrirtækinu og sjálfur segir
hann eðlilegt að hér sé samkeppni
milli innlendra aðila í millilandaflugi.
Afdrifaríkt pílagrímaflug
Sú ákvörðun sem að margra mati
hefur haft afdrifaríkastar afleiðingar
í för með sér fyrir Arnarflug, er
pílagrímaflugið árið 1985, Alsírverk-
efnið svokallaða. í harðri samkeppni
við Flugleiðir og fjölda erlendra flug-
félaga náði Arnarflug samningum
og á örskömmum tíma, nokkram vik-
um, var flugfloti félagsins orðinn á
stærð við SAS-flotann. Þegar mest
var vora vélarnar 12. Þetta gat ekki
endað öðravísi en með hvelli lík og
jafnan með ofblásnar blöðrar. Ýmsir
viðmælendur Morgunblaðsins telja
að strax um haustið 1985 hafi fyrir-
tækið í raun verið gjaldþrota. Þetta
vissu ekki hinir nýju aðilar sem komu
inn í fyrirtækið á aðalfundi 12. júlí
1986. Þeir voru í rauninni að kaupa
annað fyrirtækið en það sem þeir
skoðuðu í byijun árs 1986. Allan
tímann sem þeir vora að velta málinu
fyrir sér var félagið rekið með bull-
andi tapi og þegar þeir tóku loks við
var eiginfjárstaðan neikvæð um 300
milljónir króna á þávirði. Þeir lögðu
til við stjórnvöld að þeir fengju að
kaupa áætlunarflugið eingöngu og
stofna um það nýtt félag. Þessu höfn-
uðu stjómvöld af ótta við að Amar-
flug yrði gjaldþrota. Það var talið
mjög óheppilegt strax eftir gjaldþrot
Hafskips. Allar götur síðan hefur
félagið verið að ýta á undan sér
rekstrarhalla og hefur hlutafjáraukn-