Morgunblaðið - 09.09.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.09.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1990 13 Benediktsson, sem rekur ferðaskrif- stofuna Island Tours, til að ganga inn í fyrirtækið. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins hljóðaði tilboðið upp á 100 milljónir króna, fyrir 70-90% af hlutafé. Á svipuðum tíma fengu Arnarflugsmenn tilboð frá Svavari Egilssyni kaupsýslumanni og hópi manna, sem þeir töldu mjög aðgengilegt. Svavar hugðist koma með 200 milljónir króna inn í fyrir- tækið að ákveðnum skilyrðum upp- fylltum. Svavar kom hins vega aldrei með 200 milljónir, heldur einungis 50 milljónir sem hann lagði fram strax m.a. í formi pappíra sem stjóm- armenn í Arnarflugi voru að miklu leyti ábyrgðarmenn fyrir. „Við teljum að þessar 50 milljónir séu ekki komn- ar inn í félagið," segir Geir. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa þegar fallið ábyrgðir á nokkra af stjórnarmönnum Amarflugs. Geir Gunnarsson staðfesti þetta, en vildi ekki ræða upphæðir í því sambandi. Eftir að Svavar gekk til samstarfs við félagið settist hann um skeið sem framkvæmdastjóri við hlið Kristins Sigtryggssonar, var ráðinn til þriggja mánaða samkvæmt yfirlýsingu frá félaginu. Reyndar hefur staða Krist- ins verið óljós allt þetta ár, hefur hann verið settur til hliðar í sérverk- efni öðm hvom, nú síðast til viðræðu um hugsanlegt samstarf við flugfél- ag undir nafninu Emerald Air á Ir- landi, sem ætlað er að hefja rekstur í nóvember. Varðandi stöðu Kristins segja Arnarflugsmenn einungis, að nýir menn hljóti að koma til ef tak- ist að reisa fyrirtækið við. Það sem af er þessu ári hefur orð- ið mikill atgervisflótti frá Amar- flugi. í febrúar/mars var öllum sagt upp vegna endurskipulagningar. Upp úr því yfirgáfu margir af traustustu ■ EIGNARHLUTUR SVAVARS EGILS- SONAR í FÉLAGINU ER MJÖGÁREIKI. STJORNARMENN ERU AÐ VERULEGU LEYTI í ÁBYRGÐUM FYRIR ÞEIM 50 MILLJ- ÓNUM KRÓNA SEM HANN LAGÐITIL FYRIRTÆKISINS. Punktar úr sögu Arnarflugs 1976 Fyrirtækið stofnaó. 1978 Flugleiðir eignast meirihluta, 57%. 1979 Aætlunarflug hefst innanlands 1981 Samhliða fyrirgreiðslu rikisins gagnvart Arnarflugi krefst Alþingi þess aó Flugleiðir selji meirihluta sinn í fyrirtæidnu. Starsfmenn keyptu 17%, en Flugleiðir óttu ófram 40%. 1982 Áætlunarflug heíst til Amsterdam, Zurich og Dusseldorf. 1986 Aætlunarflug hefst til Hamborgor. í maí kaupir Helgi Þór Jónsson 40% hlut Flugleiðo. Þann 12. júlí koma nýjir aðilar koma inn, Hörður Einarsson, DV, verður stjórnarformaður. 1988 Áætlunarflug hefst til Mílanó. 1990 Aætlunarleyfum til allra staða skilað inn, þann 1. september. Tveggja mónaða frestur til að tryggja framtíð félagsins. starfsmönnum fyrirtækið. Magnús Oddsson, markaðsstjóri hætti störf- um, Arngeir Lúðvíksson deildar- stjóri, Þórður Jónsson, deildarstjóri fjármála, yfirmaður fragtskrifstofu, yfirmaður söluskrifstofu, yfirflug- stjórinn og fleiri. Nú var fyrirtækið komið í mikinn vanda stjórnunarlega, til viðbótar þeim rekstrar- og fjár- hagsvanda sem það átti við að glíma. Svo slæmt var ástandið eftir þetta, að illa gekk að innheimta útistand- andi skuldir, svo sem hjá öðrum flug- félögum vegna farmiðasölu, auk þess sem markaðsstarf lá að mestu leyti niðri. Hræddastir við samgöngxiráðherra Framkvæmdastjórarnir Magnús Gunnarsson fró 1976-1981. Gunnar Þorvaldsson fró 1981-1982. Agnar Friðriksson fró 1983-1986. Kristinn Sigtryggsson fró 1987. Hlutafé í fyrirtækinu er nú um 350 milljónir. Því er ljóst að þeir sem hafa barist fyrir tilveru Arnarflugs síðustu árin eru búnir að leggja mik- ið undir og geta ekki meir. Viðbót- arfjármagn verður að koma frá aðil- um sem standa utan við núverandi hóp eigenda. í sumar fóru stjórnar- menn að vinna að því að fá nýja menn inn í félagið. Fyrir ári höfðu þeir stofnað nýtt félag, ísflug og nú voru nýir aðilar til í koma í samstarf með hreint borð. í ágúst var eina leiðin fyrir Amarflugsmenn til að halda áframhaldandi flugrekstri, að fá stjómvöld til að samþykkja að ísflug yfirtæki áætlunarleiðir Arnar- flugs. „Við töldum að með því að ísflug myndi fljúga, yrði lendingin mýkri, höggið minna fyrir þá aðila sem að því standa,“ segir Geir. Víglundur Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri BM Vallá og formaður Félags íslenskra iðnrekenda var í þeim hópi sem var reiðubúinn að koma inn í rekstur ísflugs. Að auki hefur Morgunblaðið heimildir fyrir því að Fóðurblandan, Reykvísk end- urtrygging og ýmis innflutningsfyr- irtæki hafi lýst áhuga á því að taka þátt. Um síðustu mánaðamót tóku Flugleiðir yfir rekstur á áætlunar- leiðum Arnarflugs, til tveggja mán- aða. Amarflug hefur ekkert vilyrði fyrir því að fá leyfin aftur í sínar hendur. Á sama tíma þarf félagið að vera búið að endurskipuleggja sig fjárhagslega og ganga frá málum gagnvart fjármálaráðuneytinu. En hvemig ætla Amarflugsmenn að bregðast við? Geir Gunnarsson segir fyrsta verkefnið að innheimta úti- standandi skuldir, endurskipuleggja bókhaldið og innri stjórn. „Samhliða þarf að vinna að endurfjármögnun. Það er næsti þröskuldurinn. Við emm raunar hræddastir við að samgöngu- ráðherra hafni því að félagið fái flug- leyfið aftur, jafnvel þótt það komist á núllpunktinn. Hins vegar hafa bæði Ólafur Ragnar og Steingrímur Hermannsson lýst því yfir að hér eigi að vera tvö flugfélög og eigi stjórnvöid að stuðla að því.“ Sumarauki á Benidorm 4.október Þriðja vikan ókeypis Þú getur tryggt þér síðustu sætin í sólina í haust og komist til Benidorm á einstökum kjörum þann 4. október þar sem ennþá er hásumar og allt í fullum gangi. Kynntu þér verðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.