Morgunblaðið - 09.09.1990, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1990
Eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur / Teikning Gísli J. Ástþórsson
ÞAÐ VAR ys og þys í morgunverðarsalnum á Hót-
el Intercontinental í Amman þegar ég kom niður
um sjöleytið lyrsta morguninn. Blaðið Jordan Ti-
mes lá frammi, Reuter-skjárinn var við dyrnar svo
enginn þyrfti að missa af neinu. í salnum voru
blaðamenn heimsins að fá sér máltíð. Þeir borðuðu
hratt og örugglega. Þeir voru ábyrgir og
fjálglegir utan um sig. Við sum borðin var rætt
hástöfum um hvað lægi fyrir að gera. Aðrir stungu
laumulega saman nefjum og hvísluðust á; það voru
blaðamennimir sem töldu sig hafa komist að ein-
hverju bitastæðu og hugðust gæta þeirrar vitn-
eskju eins og sjáaldurs auga síns. Það skrjáfaði í
blöðum, myndavélar, sjónvarpsvélar, segulbands-
tæki.töskur, blokkir og pennar út um allt.
að fór ekki framhjá neinum hveijir
hér voru á ferð. Blómi blaðamanna-
stéttarinnar, sérfræðingar um
heimsmálin. Stællegir og töff, frjáls-
legir í fasi og sjálfsöruggir. Virtust
hafa allt á hreinu. Heimurinn hlaut
að fá sannar og smart fréttir frá
þessu hörkuliði. Mikið fannst mér
ég lítið peð í nánd við þetta fólk sem
lýsti langar leiðir af sjálfsöryggi
og vísdómi.
Eftir morgunmatinn var brunað
burt á bflaleigubílum eða sérpöntuð-
um leigubílum og_ menn voru ábúð-
armiklir á svip. „Ég fæ viðtal í upp-
lýsingaráðuneytinu" heyrði ég
sænskan blaðamann segja við ljós-
myndarann sinn þegar ég rölti fram-
hjá. „Það getur komið mikilvæg
frétt út úr því ef ég geng fast á
þá,“ bætti hann við nokkuð góður
með sig. Hann sagði þetta eins og
hann byggist við að Stórisannleikur
yrði þar á dagskrá. Hann hafði eng-
ar áhyggjur þó ég heyrði hvað hann
sagði. Líklega datt þeim ekki í hug
að ég skildi sænsku og í öðru lagi
var ég áreiðanlega ekki nógu blaða-
mannsleg, ég var hvorki í léttum
khaki-fötum, snjóþvegnum gallabux-
um og stutterma bol né með sólgler-
augu tyllt upp á hárið. Ég hafði
ekkert segulband meðferðis og það
beið enginn bílaleigubíll eftir mér.
Það var ekki af hagsýni eða spam-
aði; þó að ég hefði verið nokkrum
sinnum áður í Jórdaníu hefði ég
áreiðanlega villst til og frá um Am-
man og líklega valdið
umférðaröngþveiti.
Ég settist niður í forsalnum og
velti fyrir mér hvar og hvemig ég
ætti eiginlega að byrja. Morgunblað-
ið hafði kostað töluvert miklu til, ég
þekkti málefni þessa heimshluta,
hafði verið á sumum þessara staða
margsinnis áður, ég hlaut að vita
eitthvað í minn haus eða að minnsta
kosti jafnlangt nefi mínu. En þarna
um morguninn var ég farin að halda
að nefíð á mér hefði dottið af,
þessir sjálfumglöðu eldsnöggu kol-
legar mínir fóru langt með að slá
mig út af laginu með snöfurleika
sínum og takmarkalausu öryggi.
Stefanía Khalifeh, góð kunningja-
kona mín og væntanlegur ræðismað-
ur íslands í Jórdaníu, ætlaði að koma
til skrafs og ráðagerða um kvöldið.
Ég vissi hún var boðin og búin að
snúast með mig út um allt. En mér
LITIL
LÍFSREYNSLUSAGA