Morgunblaðið - 09.09.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.09.1990, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1990 Kveðjuorð: Friðjón Sveinbjöms son, Borgarnesi Fæddur 11. mars 1933 Dáinn 1. september 1990 Það óraði mann ekki fyrir á árun- um að ég mætti mæla eftir vin minn, Friðjón Sveinbjörnsson. Svo ólíkir menn sem við vorum um flesta hluti og það jafnt við fyrstu kynni sem til hins síðasta. En hvað er um það. Það er nú einu sinni staðreynd að. enginn veit hver verður næstur og þó okkur hrjái að vísu ótal krank- leikar komna á þennan aldur, finnst mér það engan veginn verðskuldað, að hann, sem lifað’hafði hinu ólast- anlega lífi í samanburði við mitt, að Drottni hefði ef til vill átt að finnast minna um vert að kippa mér á burt í staðinn. En svona fór samt og tjáir víst lítið um að fást. A árunum kringum 1960 vorum við samtímis að koma okkur upp þaki yfir höfuðið eins og það er kallað. Ætli okkar aðstaða til þeirra hluta hafi ekki einnig verið talsvert ólík. Það var um hans mál að senni- lega hafa efni verið nokkur skárri en mín en á móti kom nokkuð það, að ég var þó iðnaðarmaður og það hlýtur að hafa að minnsta kosti komið eitthvað á móti þar sem efni mín gátu ekki talist í allra besta lagi. Þessi mál okkar urðu til þess að leiða okkar umræður að hlutum sem mér voru að mörgu leyti geðfelldari en hin sem voru þó oftast ástæða þess að ég átti erindi við sparisjóðs- stjórann. Og það getur verið að ég hafí stöku sinnum getað laumað að hon- um einhveiju sem að liði hafi kom- ið eins kunnugur og ég var öllum málum sem húsbyggingar varðaði þá og í góðum tengslum við flesta sem við það unnu. Kann það og að hafa vegið eitthvað móti þeirri greiðasemi sem hann alltaf sýndi mér í hvívetna. En hvernig svo sem skuldastaða mín var hverju sinni lauk oftast okkar umræðum með sátt, þó oft væru málin næstum jafn óleysanleg hjá mér og að mér síðar fannst alla tíð meðán okkar samskipti stóðu. Þetta er annars löngu liðin tíð og að sjálfsögðu löngu greiddir all- ir þeir víxlar hverja við áttum við á þeim árum. Það var svo nokkuð löngu seinna að okkar leiðir lágu saman á ný og upp kom að við vorum eftir allt saman vinir og öllu var þessu basli löngu gleymt en eftir stóðu minningar er leitt höfðu til vináttu og tryggðar. Annars höfðu við oftast nóg um að tala og þá hluti sem síst varð- aði, nefnilega vísur og kvæði sem beggja hugur hneigðist til, kom jafnvel fyrir að okkar smekkur var nokkuð svipaður og kunnum reynd- ar báðir þónokkuð af slíku. Einu sinni meira að segja tókst mér að launa honum marga greiða með einum, þegar ég tók að mér í ein- Blómastofa Fnðfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. hverju félagi sem hann bar fyrir bijósti, að flytja nokkur kvæði. Svo gat honum tekist að fá mig til að ganga í eitthvað sem heitir Tónlistarfélag Borgarfjarðar, það skildi ég ekkert í að hann hefði tíma til að hugsa líka um þá hluti, en sumir virðast hafa tíma til alls og okkur hinum finnst við alltaf upp- teknir sem aldrei gerum neitt. Mörgum á ég og mín fjölskylda mikið að þakka fyrir árin öll í Borg- arnesi, alla vináttu áður og síðan. Það hafa ekki verið tök á að minn- ast allra sem farnir eru nú þegar, þó held ég að ekki halli á aðra, þó við tökum í einu lagi en sem sam- nefndara yfir þau skipti öll og fær- um að skilnaði Friðjóni þakkir fyrir hans stóra þátt. Björk og börnunum sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Helgi Ormsson. Fyrstu kynni okkar af Friðjóni voru þegar við hjón urðum sam- ferða honum og Björk niður í Borg- ames eftir tónleika í Bifröst. Tón- listarfélag Borgarfjarðar var stofn- að árið 1966 og var Friðjón einn aðalhvatamaður þess. Björk studdi hann vel í því og starfaði jafnan við hlið hans að tónlistarmálum. Við áttum ógleymanlegar stundir með þeim Friðjóni og Björk á heim- ili Sigrúnar og Ásgeirs Pétursson- ar, fyrrverandi sýslumanns í Borg- arnesi. Eftir tónleika var gjarna boðið upp á kaffí og varð þá oft glatt á hjalla, mikið sungið og spil- að. Auk þess að starfa mikið fyrir Tónlistarfélagið söng Friðjón sjálfur með Kirkjukór Borgamess, og öðr- um kórum. Hann var góður liðs- maður í þeim félagsskap og lagði reyndar víðar hönd á plóginn í menningarlífi síns heimahéraðs. Leiðir okkar hjóna og Friðjóns lágu saman fyrst og fremst á sviði tónlistar og í félagsmálum, og vissulega munum við sakna hans mikið, bæði sem samstarfsmanns og góðs vinar. Friðjón var sparisjóðsstjóri, en andlegur auður var honum meira virði en veraldlegur. Við vottum Björk, dætrum, og öðrum nákomnum dýpstu samúð. Megi Guð styrkja ykkur og leiða. ída Móðurbróðir minn, Friðjón Svein- björnsson, hefur nú verið kallaður til æðri heima. Hann hlýddi því kalli sem enginn getur óhlýðnast, kalli Guðs, og við sem eftir stöndum og þekktum hann reynum að láta minningarnar sefa. sorgina. Þessi frændi minn var afar mörg- um kostum gæddur. Einn af þeim var að liggja aldrei á liði sínu gæti hann.eitthvað hjálpað. Hann sýndi ungri systurdóttur sinni mikla ræktarsemi og var alltaf reiðubúinn að leggja sitt af mörkum ef eitt- hvað bjátaði á. Enginn var gjöfulli en hann á ýmis heilræði og hvatn- ingu þegar mest var þörf á slíku. Hann var kærleiksríkur maður og kærleiksríkur maður gerir ekki einungis sálu sinni gott heldur einn- ig sálum annarra. Eg vil með þess- um orðum þakka þá umhyggju sem Sérfrædingar í blómaskreytingum viö öll tækifæri Bblómaverkstæði INNA^ Skólavörðustíg 12 á horni Bergstaðastrætis sími 19090 hann sýndi mér alla tíð, í orði sem í verki. Elsku Björk, Sigríður, Margrét og Halldóra Björk, margs er að minnast og margt að sakna en góð- ur Guð mun gefa ykkur styrk. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V.Br.) Jóna Björk Grétarsdóttir. Það verður gott að muna hann fyrir mannkosti og dæmalausa mildi. Ég hélt stundum að hann hlyti að meiðast í þessu lífi, sem á það til að vera svo kalt og miskunn- arlaust. Hann var barnslega ein- lægur þegar við sátum saman og ræddum lífið og dauðann, eilífðina og þá víðu og fögru velli sem við tækju þegar þessu lífi lyki. Margar spurningar brunnu í huga hans og svörin sem hann þráði voru yndisleg því hann vildi fagurt mannlíf hér og hann vildi fagra eilífð, þar sem mildin snerti enni manns og barnið í okkur öllum upplifði gleði og sæi tilgang. Friðjón var í vandasömu starfi og líklega vanþakklátu oft. En mik- ið vildi hann öðrum vel en jafnframt hag sparisjóðsins sem hann stjórn- aði. Ég undraðist hvað hann stund- um hvorttveggja vel; sparisjóðinn og hjálpsemina. Kynni okkar Friðjóns hófust fyr- ir margt íöngu. Ég kom þá ókunnur í Borgarnes að vita um plássið og gera nokkra þætti um mannlífið. Friðjón var þá fréttaritari Ríkisút- varpsins í Borgarnesi og tók á móti mér,' fór með mig um plássið að sýna mér og benda mér á við- fangsefni ef ég vildi.'Ég fann að þessum manni var ekki sama um það sem ég var að gera og hann varð brennandi af áhuga um að vel tækist. Mér þótti hann líklegur til að vera svo í öllu lífi, ákafamaður en gætinn, raunsær þrátt fyrir dreymi í sálinni, viljafastur en sveigjanlegur eins og reyrinn. Vinátta varð til þarna á anna- sömum dögum og hús hans æ síðan opið mér og mínum. Oft kom ég þar við og sat stundir hjá honum og Björku. Þær stundir lifa svo sterkt nú þegar þær verða ekki endurteknar nema í draumi, að ég finn til. Það var einkenni Friðjóns að finna til. Ekki svo að særði hann en hann fann lífið svo vel allt um kring, skynjaði það sterkt, vildi vera í návist, hafði gaman af æði- stórum spurningum um eilífðina sjálfa. Nú er hann farinn að leita svara. Það var líkt honum. Jónas Jónasson. Mínir vinir fara fjöld, kvað Hjálmar á Bólu, er hann horfði á eftir vinum og samferðamönnum yfir móðuna miklu. Eitthvað þessu lík er tilfinningin nú, þegar falla frá á skömmum tíma úrvalsmenn eins og Geir Hallgrímsson í Reykjavík og Björn Viktorsson á Akranesi og nú síðast Friðjón Sveinbjörnsson frá Snorrastöðum, sparisjóðsstjóri í Borgarnesi. Ljúflyndi yðar sé öllum mönnum kunnugt, verið hver öðrum fyrri til að sýna hver öðrum virðingu. Þetta hefði getað verið ritað á skjöld Frið- jóns Sveinbjörnssonar. Það varð hlutskipti hans að stýra sparisjóði Mýrasýslu um æði mörg ár og sem slíkur kom hann við sögu ákaflega víða um Borgarfjarðarhérað. Það er öllum Ijóst sem þekkja, hver máttarstólpi allra framkvæmda í Borgarfirði Sparisjóður Mýrasýslu hefur verið um langa hríð. Málefn- um Sparisjóðsins stýrði Friðjón af festu, en einnig af frábærri ljúf- mennsku. Það eru því æði margir sem sakna vinar í stað nú er hann er allur. Vinsælli og virtari mann átti Borgaríjörður ekki. Við Bryndís þökkum Friðjóni Sveinbjörnssyni samfylgdina að leiðarlokum, þökkum frábæra vin- semd í áratugi og vottum samúð eiginkonu og dætrum og fjölskyld- unni allri. Megi góður guð styrkja þau í sinni miklu sorg. Kalman Stefánsson. I dag verður Friðjón Sveinbjöms- son, mágur minn og vinur, borinn til grafar. Ég kynntist Friðjóni fyrst þegar hann og Björk systir mín trúlofuð- ust og urðum við strax góðir vinir og féll aldrei skuggi á þá vináttu. Vinátta Friðjóns var alltaf eins og ljós sem treysta mátti að ekki brygðist í þessari veröld, sem stund- um er svo reikul og illskiljanleg. Þannig reyndist hann okkur öllum óþreytandi stoð og stytta í veikind- um foreldra minna, en að þeim látn- um gengu Friðjón og Björk mér nánast í foreldrastað. Fyrir það verð ég ævinlega í þakkarskuld við þau. Friðjón var reyndar einhver sá hjálpsamasti og greiðviknasti maður sem ég hef kynnst á ævinni. Þess fengum við Guðrún oft að njóta, ekki síst í veikindum mínum síðar, þó að heilsa Friðjóns sjálfs væri farin að bila. Aldrei brást það, að hann rétti fram hjálpfúsar hend- ur, og styddi okkur með ráðum og dáð. Margs er að minnast, því margra ánægjustunda nutum við hjónin með Björku og Friðjóni, bæði heima hjá þeim og heiman. Til dæmis ferð- uðumst við svolítið saman um Skot- land meðan á dvöl okkar hjóna þar stóð. Þá var oft kátt á hjalla og Friðjón gat þá frætt okkur á ýmsu um Skotland, þótt hann væri þar í fyrsta sinn, og oftar en ekki fylgdu hnyttnar stökur eða jafnvel heilu drápurnar um sögustaði og fræknar kempur. Ein eða tvær um samferða- fólkið líka, því Friðjón var vel hag- mæltur. Gjarnan hefðu þessar ferð- ir mátt verða fleiri, en nú er Friðjón farinn í sína hinstu ferð og við Guðrún biðjum honum allrar bless- unar af þakklátum huga. Guð styrki Björku og dætumar, tengdason, barnabörnin, móður Friðjóns og systkini og aðra ástvini hans, sem nú eiga um sárt að binda. Sigurður Halldórsson. Það hvílir skuggi yfir Borgar- fjarðarhéraði, Friðjón Sveinbjöms- son er farinn úr þessum heimi. Ég ætla ekki að rekja æviferil hans, en langar til að þakka honum fýrir eintök kynni. Þau hófust þegar við fluttum í Borgarnes sumarið 1982. Vegna starfs míns hjá Borgarneshreppi þurfti ég að leita til Friðjóns minn fyrsta starfsdag. Strax og við höfð- um heilsast og kynnt okkur spurði hann með glettni í augum. Ert þú trésmiðurinn? Ég áttaði mig ekki strax hvernig þessu skyldi tekið, þar sem titillinn hafði verið notaður í tengslum við ráðningu mína til hreppsins. Oft barst þetta í tal síðar og höfðum við gaman af. Friðjón reyndist mér alltaf vel og var reiðu- búinn að leiðbeina mér í starfi í Borgarnesi og ekki síður seinna í núverandi starfí. Við skyndilegt og óvænt fráfall Friðjóns hrannast minningarnar upp. Sérstaklega er mér minnisstæður sá tími sem ég vann með honum og fleiri góðum mönnum að málum Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Friðjóns er víða saknað, og þá ekki síst í röðum sparisjóðsfólks, en skarð það sem hann skilur eftir verður vandfyllt. Ég var farinn að hlakka til heimsóknar Friðjóns í nýja sumarbústaðinn, af henni varð ekki, en við hittumst síðar. Ég og fjölskylda mín vottum öll- um aðstandendum Friðjóns okkar dýpstu samúð. Missir ykkar er mik- ill, en minningin um góðan dreng lifir hjá okkur öllum. Sveinn Árnason. Við viljum, f.h. söngdeildar Tón- listarskóla Borgarfjarðar, þakka Friðjóni Sveinbjömssyni allar ánægjulegar samverustundirnar hérna á Kjartansgötunni. Sú gleði sem fylgir því að hittast aftur að loknu sumarfríi, er að þessu sinni tregablandin, þar sem við njótum ekki lengur nærveru Friðjóns, sem var með okkur í deild- inni frá upphafi. í rökkurró hún sefur með rós að hjarta stað. Sjá haustið andað hefur í hljóði’ á liljublað. Við bólið blómum þakið er blækyrr helgiró. Og lágstillt lóukvakið er liðið burt úr mó. í haustblæ lengi, lengi, um lyngmó titrar kvein. Við sólhvðrf silfrin strengi þar sorgin bærir ein. Með lagi Björgvins Guðmunds- sonar við þessar ljóðlínur Guðm. Guðm. skólaskálds kvaddi Friðjón okkur sl. vor, en minningin um góðan félaga mun lifa. Kæra Björk og dætur, við vottum ykkur okkar innilegustu samúð. Einnig sendum við þér, elsku Helga, fjölskyldu þinni og systkinum, okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Theodóra Þorsteinsdóttir, Ingibjörg Þorsteinsdóttir. I dag er kvaddur frá Borgarnes- kirkju Friðjón Sveinbjörnsson, sparisjóðsstjóri, sem lést laugardag- inn 1. september. Hann varð bráð- kvaddur á æskuheimili sínu á Snorrastöðum í Kolbeinsstaða- hreppi. Var hann alla tíð mjög tryggur æskuheimilinu og oft þar á ferð eða í huganum. í þetta sinn var hann þar vegna þess að föður- bróðir hans, Kristján Jónsson, hafði dáið daginn áður. Friðjón var aðeins 57 ára þegar hann svo skyndilega var burt kall- aður. Hér í Borgarnesi sá ég margt alvörugefið andlit þegar dánar- fregnin barst út. I þessum fáu orðum mun ég ekki rekja æviferil Friðjóns, en hann kom víða við sögu í félagsmálum auk mikilvægs starfs sem sparisjóðs- stjóri í um 30 ár. Einn hópur manna mun sakna hans mjög, en það eru félagarnir í Lionsklúbbi Borgarness. Friðjón gerðist félagi í Lions-klúbbnum 1959, tveimur árum eftir að klúbb- urinn var stofnaður og var síðan virkur og góður félagi. Hann gegndi fjöldamörgum trúnaðarstörfum fýr- ir Lionshreyfinguna, var meðal ann- ars formaður klúbbsins 1964—1965 og hafði áður verið ritari. Við sam- ferðarmenn hans minnumst góðs félaga, hvort heldur sem var á gleði- stundum, í ferðalögum eða í alvar- legri greinum félagsstarfsins. Margs væri hægt að minnast og margt að þakka, en nú er efst í huga sorg og söknuður. Við Lionsmenn sendum Björku og dætrunum samúðarkveðjur og sömuleiðis aldraðri móður og öðrum vandamönnum. Kvaddur er góður drengur. F.h. Lionsklúbbs Borgarness, Jón Einarsson. Friðjón Sveinbjörnsson lést langt um aldur fram laugardaginn 1. september sl. Hann hafði sungið með Kveld- úlfskórnum síðustu árin. Friðjón var söngelskur og söng einnig í kirkju- kórnum í Borgamesi. Auk þess stundaði hann söngnám í Tónlistar- skóla Borgarfjarðar. Hann var leið- andi í sinni rödd, bassa, var sérlega tónviss og snöggur að læra „rödd- ina“. Þar nutum við kórfélagarnir hans góðu tóngáfu. Hann var ætíð boðinn og búinn að starfa fyrir kórinn hvort það var að smyija brauð fyrir kvöldvökur eða safna auglýsingum og styrkt- arlínum í efnisskrár tónleika. Fyrst og fremst var hann okkur kórmeðlimum einstakur félagi. Á æfíngum miðlaði hann af sínu góða skapi og kímni sem aldrei meiddi. Hann var hrókur alls fagnaðar þeg- ar við gerðum okkur dagamun og flutti þá slíkar tækifærisræður að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.