Morgunblaðið - 09.09.1990, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1990
33
Aivi N N tMAUGL YSINGAR
Fóstrur
Foreldrarekið dagheimili í Hafnarfirði vantar
fóstru eða starfsstúlku til starfa sem fyrst.
Upplýsingar um uppeldisstefnu og kjör gefur
forstöðukona í símum 53910 og 652677.
Kranamaður
Viljum ráða mann vanan byggingakrönum
og bílkrönum vegna framkvæmda okkar við
Blönduvirkjun.
Upplýsingar í síma 95-30250.
FOSSVIRKI
Hannyrðaverslun
Starfskraftur óskast í hannyrðaverslun.
Umsóknir með upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf sendist auglýsinga-
deild Mbl. fyrir 15. september merktar:
„Sept. - 9314“.
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
Síðumúla 39, 108 Reykjavík, sími 678500
Lausar stöður
Félagsráðgjafi
Laus er 100% staða félagsráðgjafa á hverfa-
skrifstofu fjölskyldudeildar í Alfabakka 12.
Verkefnin eru á sviði barnaverndarmála og
stuðningur við einstaklinga og fjölskyldur.
Til greina kemur ráðning starfsmanna með
aðra háskólamenntun.
Upplýsingar gefur Auður Matthíasdóttir yfir-
félagsráðgjafi í síma 74544.
Umsóknarfrestur er til 20. september rik.
Starfsmenn f útideild
Við í útideild óskum eftir starfsfólki. Æskilegt
er að viðkomandi hafi menntun og/eða
starfsreynslu á sviði félags- og uppeldis-
mála. Markmiðið með starfinu er fyrst og
fremst að hjálpa unglingum til að koma í veg
fyrir að þeir lendi í erfiðleikum og aðstoða
þá ef slíkt kemur fyrir. Lögð er rík áhersla á
fyrirbyggjandi starf, stuðning við einstaklinga
og hópstarf.
Ef þú hefur áhuga á spennandi og skemmti-
legu starfi með fámennum en nánum sam-
starfshóp, leggðu þá inn umsókn. Vinnutími
er sveigjanlegur.
Nánari upplýsingar í símum 621611 og
20365.
Umsóknarfrestur er til 20. september nk.
Starfsfólk f heimilishjálp
Starfsfólk vantar til starfa í heimilishjálp.
Vinnutími er eftir samkomulagi, allt niður í 4
tíma á viku. Þetta eru heppileg störf fyrir
húsmæður og skólafólk, sem hafa hugsan-
lega tíma aflögu.
Nánari upplýsingar gefur Sigríður Guð-
mundsdóttir í síma 678500. v
Tilsjónarmenn
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar óskar
eftir að ráða tilsjónarmenn. Menntun og eða
reynsla á uppeldissviði æskileg.
Nánari upplýsingar veitir Kjell Hymer í síma
74544.
Heimilishjálp
Heimilishjálp óskast í 25% starf fyrir þrjá
einstaklinga, sem búa saman í íbúð í Breið-
holtshverfi. Áhugasamir hafi samband við
Halldóru Gunnarsdóttur, félagsráðgjafa,
Vonarstræti 4, í síma 625500.
Umsóknareyðublöðum skal skila til Félags-
málastofnunar Reykjavíkurborgar, Síðumúlá*
39, á umsóknareyðublöðum sem þar fást.
Skrifstofu- og
sendistarf
Vaxandi verktakafyrirtæki óskar eftir að ráða
röska stúlku til skrifstofu- og sendistarfa.
Ritvinnslukunnátta og eigin bíll áskilin. Góð
starfsaðstaða cg starfsandi.
Upplýsingar leggist inn á auglýsingadeild
Mbl., merktar: „V - 8731“.
Trésmiðir
- verkamenn
Trésmiðir og verkamenn óskast í innivinnu
nú þegar. Mikil vinna.
Sökkull sf,
símar 680030 og 31630.
Apótek
Lyfjatæknir eða starfskraftur, helst vanur
apóteks- og afgreiðslustörfum, óskast sem
fyrst. Um er að ræða fullt starf. Skrifleg
umsókn með upplýsingum um menntun og
fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
miðvikud. 12. september merkt: „A- 9461 “.
Þjónustufólk
óskast til starfa. Reynsla skilyrði.
Upplýsingar á staðnum þriðjudag kl. 13.00-
14.00 og kl. 18.00-19.00.
Skrifstofustarf
Útflutningsfyrirtæki á Stór-Reykjavíkursvæð-
inu óskar eftir að ráða starfskraft til al-
mennra skrifstofustarfa. Um er að ræða
hálft starf.
Umsóknir óskast sendar til auglýsingadeildar
Mbl. merktar:,, Hg - 13“ fyrir 17.9.1990.
Vana kranamenn
vantar á byggingakrana strax.
Upplýsingar hjá Eyþóri í síma 53999 á virkum
dögum, á kvöldin og um helgar í síma
673008.
HAGVIBKI
Húshjálp íNoregi
Fullorðin stúlka óskast til að sjá um stórt hús
í miðborg Osló. Skilyrði að viðkomandi tali
góða norsku. í heimili eru hjón ásamt 15 ára
ungling. Viðkomandi þarf að vera vön að:
- laga mat
- halda húsinu hreinu
- halda öllu í röð og reglu
Öll nýtískuþægindi eru til staðar á heimilinu.
Ef þú ert rétta stúlkan býðst þér svefnherb.
m/stofu og stóru baði, góð laun og fín vinnuað-
staða. Þarf að geta byrjað ca október nk. Flug-
miði til og frá íslandi verður borgaður.
Vinsamlegast sendið umsóknir til:
Fru Yvonne Stenersen, Guldbergs vei 29,
0375 Oslo 3, Norge.
Umsóknarfrestur er til 15. september.
Nánari upplýsingar í síma: 9047-2-55 40 50
milli kl. 9-16. Spyrjið eftir Katrine Angell Fixdal.
Starfskraftur
Opinber stofnun óskar eftir starfsmanni til
að annast tollskýrslugerð, verðútreikninga
auk almennra skrifstofustarfa. Þarf að geta
hafið störf sem fyrst.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
fimmtudaginn 13. september merktar:
„XY - 3198“.
Félagasamtök
óska eftir starfskrafti í fullt starf við bókhald
og almenn skrifstofustörf. Þekking á tölvum
nauðsynleg. Góð vinnuaðstaða.
Umsóknir skilist á auglýsingadeild Mbl.
merktar: „C - 8397“ fyrir föstudaginn 14.
september nk.
NiB
Norræni fjárfestingarbankinn (NIB)
var stofnaður árið 1976 af Norðurlöndunum
fimm. NIB veitir lán til samnorrænna verk-
efna. Aðalstöðvar bankans eru í miðborg
Helsinki í Finnlandi. Starfsmenn bankans eru
85, starfsemin fer fram á dönsku, norsku
eða sænsku. Velta NIB árið 1989 var 5,6
milljarðar Bandaríkjadollara. Núverandi
svæðisstjóri íslands hjá NIB hverfur til ann-
ars starfs innan NIB og því leitað að nýjum
svæðisstjóra.
Svæðjsstjóri fyrir
ísland
Starfssvið:
- Markaðssetning NIB á íslandi.
- Leggja mat á verkefni og vinna úr lánsum-
sóknum.
- Samingagerð við lántakendur og aðra
banka.
- Tillögugerð varðandi lánveitingar til út-
lánanefndar og stjórnar NIB.
- Fylgjast með verkefnum og afgreiddum
lánum.
Kröfur til umsækjenda:
- Haldgóð þekking á íslensku atvinnulífi.
- Starfsreynsla hjá fjármálastofnun og/eða
reynsla af stjórnun fjármála hjá íslensku
iðnfyrirtæki.
- Góð kunnátta í ensku og Norðurlandamálum.
Starfið felur í sér mikil samskipti, bæði við
einkafyrirtæki, opinberar stofnanir og alþjóð-
legan fjármálamarkað.
Bankinn býður samkeppnishæf kjör, áhuga-
verð verkefni og góð starfsskilyrði. Innflytj-
andi til Finnlands er skattlagður samkvæmt
sérstökum lögum. Bankinn aðstoðar við
útvegun húsnæðis.
Nánari upplýsingar um starfið veita Þorsteinn
Þorsteinsson, aðstoðarbankastjóri hjá NIB, í
síma 90-358-0-18001, og Þórir Þorvarðarson,
hjá Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., í síma
83666.
Farið verður með allar fyrirspurnir og
umsóknir sem algjört trúnaðarmál.
Umsóknum á dönsku, norsku eða sænsku,
ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf, sendist til Þóris Þorvarðarsonar, hjá
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., Grensás-
vegi 13,108 Reykjavík, fyrir23. september nk.
Hasvai neurhf
Grensásvegi 13 Reykjavík 1 Sími 83666 Ráðningarþjónusta Reksfrarráðgjöf Skoðanakannanir