Morgunblaðið - 09.09.1990, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1990
LIFRIKI
Tjörnin að taka við sér
Olafur K. Nielsen líffræðingur
var með fingur á púlsi lífríkis
Tjarnarinnar í sumar eins og
síðustu sumur. Að þessu sinni var
Jóhann Óli Hilmarsson með í starf-
inu, en Ólafur þurfti að vera fyrir
norðan á fálkaslóðum við athugan-
ir, en hann hefur auk þessa og sam-
hliða Tjarnargæslunni staðið fyrir
víðtækustu athugunum á íslenska
fálkanum sem gerðar hafa verið.
Ólafur sagði í samtali við Morgun-
blaðið að í sumar hefði fuglavarp
verið yfirleitt í góðu lagi og miklu
betra en en tvö undangengin sumur.
„Eitt mesta kríuvarp á Tjörninni
fyrr og síðar fór fram í sumar, en
alls voru hreiðrin 130. Yfirleitt
hrynja ungagreyin niður og gerðu
svo einnig nú. Það komust ekki
nema 20 til 30 ungar úr öllum þess-
um hreiðrum, en það telst nokkuð
gott. 1988 komust til dæmis ekki
nema 5 ungar á legg úr öllu varp-
inu. í fyrra heppnaðist varpið hins
vegar með eindæmum vel, þá kom-
ust 40 til 50 ungar á legg,“ sagði
Ólafur.
Þá sagði Ólafur að grágæs fjölg-
aði ár frá ári og í haust hefði hann
við fleiri menn smalað saman tæp-
lega 100 gæsum í sárum til merk-
ingar. Þar 'af voru um 50 ungar.
„Þetta byijaði fyrir um tíu árum og
í vor voru 17 til 18 hreiður í Vatns-
mýrinni. Þau eru yfirleitt fyrir innan
Ólafur K. Nielsen hefur einnig stundað rannsóknir á fálkum og
myndin sem hér er, er af honum á fálkaslóðum.
4 >
Fílar
dansa ekki
tangó...
...á árshátíð hjá okkur
- en glæsilegar aðstæður, tónlistin, vel heppnuð
skemmtiatriði, spennan í loftinu og kátir félagar
gera kvöldið ógleymanlegt.
Við leggjum allt til - þú ræður valinu:
.....Veislubúna sali af ýmsum stærðum
.............—...........Frábært starfsfólk
............ .......Hæfustu matreiðslumeistara
.....................Nýja og spennandi rétti
................ Ráðgjöf um val á hljómsveitum
og skemmtikröftum
Allt innifalið í hagstæðu verði.
Hafðu samband við okkur í síma 29900.
-lofargóðu!
flugvallargirðinguna og fá því að
vera í friði," sagði Ólafur. Tjarnar-
gæsimar eru yfirleitt staðfuglar og
eru á Tjöminni á veturnar, en ann-
ars er grágæsin farfugl og því vek-
ur þetta háttarlag athygli.
i
Auk þessa eru fimm andategund-
ir sem verpa við Tjömina. Stokk-
öndin er algengust og sagði Ólafur
að varpið hefði komið vel út hjá
henni og miklu betur en tvö síðustu
sumur sem hefðu verið afleit. Garg-
öndin var liðfá að þessu sinni, að-
eins tvær kollur komu með unga,
en flestir drápust og aðeins tveir
komust á legg. Duggöndin er á
undanhaldi að sögn Ölafs og þar
voru um 10 pör í sumar sem gekk
illa hjá. Skúföndin var miklu al-
gengari, það voru um 25 kollur og
helmingi fleiri steggir og varpið
hefði gengið ágætlega. Loks má
nefna æðarfuglinn, en hjá honum
hefðu um 100 ungar komist á fót
úr 40 hreiðrum. „Æðarfuglinum
hefur fækkað á Tjörninni, hér áður
voru þetta 50 til 60 hreiður," sagði
Ólafur.
Loks var Ólafur spurður út í
sílamávagerið á Tjöminni og hvem-
ig rómantíkin hefði breyst úr því
að reyta gömlu brauði í svangar
endur og í það að varpa brauðinu
í gargandi mávaskolta. Og hvernig
á því hefði staðið, að engin herör
var skorin upp gegn gerinu í sum-
ar. Ólafur svaraði: „Það var mikið
af sílamávi, en ekkert meira en í
fyrra. Sílamávurinn tekur mikið af
andarungunum og einstaka sílamá-
var ganga lengra en aðrir og sækja
grimmt í ungana, sérstaklega þegar
þeir em litlir. Ég efa að ungataka
sílamáfsins hafi úrslitaþýðingu i því
hvernig varp einstakra fugla geng-
ur ár frá ári. í fyrra skutum við
mikið, fómm daglega niður eftir
og skutum og skutum. Við drápum
alls um 120 sílamáva, en það mátti
ekki slá slöku við, þá vom þeir
óðara komnir aftur ef það var ekki
skotið reglulega. Með þessu móti
gátum við haldið fuglinum í skefjum
á Tjörninni. Þetta hafði hins vegar
verri afleiðingar, skothríðin fældi
aðra fugla svo og fólk sem var
komið til að gefa öndunum brauð.
Það var því lítið skotið í sumar,
rétt að meindýraeyðir fargaði
nokkmm fuglum. Þá var gerð til-
raun með búr úti í hólma sem fugl-
inn komst ofan í, en ekki upp úr á
nýjan leik. Slík búr hafa verið notuð
til að fanga silfurmáfa þar sem
þeir hafa verið að ganga af varpl-
öndum dauðum, og gefist vel. Er
fyrsti sílamávurinn var kominn ofan
í og barðist þar um, var hópnum
hins vegar ljóst að hér var hættu-
spil á ferð og lét sflamávurinn ekki
sjá sig í hólmanum aftur!“
IIÝTT SÍbAAvNUNAE^
prentmyndagerðar-.
(IsAYNDAMOT^