Morgunblaðið - 09.09.1990, Síða 47

Morgunblaðið - 09.09.1990, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ UTVARP/SJOIMVARP SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1990 47 3.00 í dagsins önn — Útlendingar búsettir á ís- landi. Rætt verður við Peter R. J. Vosicky frá Tékkóslóvakíu. Umsjón: Pétur Eggerz. (Endurtek- inn þáttur frá deginum áður á Rás 1.) 3.30 Glefsur. Úrdægurmálaútvarpimánudagsins. 4.00 Fréttir. 4.03 Vélmennið leikur næturlög. 4.30 Veðurfregnir. Vélmennið heldur áfram leik sínum. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 5.01 Landið og miðin. Sigurður Pétur Harðarson spjallar við hlustendur til sjávar og sveita. (Endur- tekið úrval frá kvöldinu áður.) 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 6.01 Áfram island. íslenskir tónlistarmenn flytja dægurlög. LANDSHLUTAÚTVARP Á RÁS 2 8.10-8.30 og 18.35-19.00 Útvarp Norðurland. AÐALSTÖÐIN FM 90,9/103,2 7.00 í morgunkaffi. Umsjón Steingrimur Ólafsson og Eiríkur Hjálmarsson. Með morgunkaffinu eru viðtöl, kvikmyndayfiriit, teprófun, neytendamál, fjármálahugtök útskýrð, kaffisimtal og viðtöl í hljóðstofu. Kl. 7.00 Morgunandakt. Kl. 7.10 Orð dagsins. Kl. 7.15 Veðrið. Kl. 7.30 Litið yfir morg- unblöðin. Kl. 7.40 Fyrra morgunviðtal. Kl. 8.15 Heiðar, heilsan og hamingjan. Kl. 8.30 Hugleið- ing á mánudegi. Kl. 8.40 Viðtal dagsins. 9.00 Morgunverk Margrétar. Umsjón Margrét Hrafnsdóttir. Kl. 9.30 Húsmæðrahomið. Kl. 10.00 Frúin í Hamborg. Kl 10.30 Hvað er í pottun- um. Kl. 11 Spakmæli dagsins. Kl. 11.30 Slétt og brugðið. 12.00 Hádegisspjall. Umsjón Steingrímur Ólafsson og Eiríkur Hjálmarsson. 13.00 Strætin út að aka. Umsjón Ásgeir Tómas- son. Létt tónlist. 13.30 Gluggað í siðdegisblaðið 14.00 Brugðið á leik i dagsins önn. 14.30 Saga dagsins. 15.00 Leggðu höfuðið i bleyti. 15.30 Efst á baugi vestanhafs. 16.30 Mál til meðferðar. Umsjón Eirikur Hjálmars- son. 16.30 Málið kynnt. 16.50 Málpípan opnuð. Síminn er 626060. 17.30 Heiðar, heilsan og hamingjan (Endurtekið frá morgni). 17.40 Heims- pressan. Hver er (athafna)maðurinn? Rætt við fólk í atvinnulífinu. 18.00 Bör Börson Jr. Pétur Pétursson les. 19.00 Kvöldtónar. Umsjón Halldór Backmann. 22.00 Draumsmiðjan. Umsjón Kristján Frímann. Draumar hlustenda ráðnir. 24.00 Næturtónar Aðalstöðvarinnar. llmsjón Rand- ver Jensson. BYLGJAN FM 98,9 7.00 Eiríkur Jónsson og morgunvakt Bylgjunnar. Nýjustu fréttir og gluggað i morgunblöin. 9.00 Páll Þorsteinsson. Vinir og vandamenn kl. 9.30. Óvæntar uppákomur. 11.00 Valdís Gunnarsdóttir. Afmæliskveðjur og óskalögin. Hádegisfréttir sagðar kl. 12. 14.00 Snorri Sturluson með vinsældapopp i bland við gamla tónlist. Farið i létta sumarieiki. 17.00 Reykjavík síödegis. Haukur Hólm. 18.30 Hafþór Freyr Sigmundsson og kvöldmatar- tónlistin. 22.00 Ágúst Héðinsson. 2.00 Freymóður T. Sigurðsson. Fréttir á klukkutímafresti kl. 10, 12, 14 og 16. EFFEMM FM95.7 7.30 Til í tuskið. Jón Axel Ólafsson og Gunnlaug- ur Helgason. 7.45 Út um gluggan. Farið yfir veðurskeyti veð- urstofunnar. 8.00 Fréttayfirlit. Gluggað í morgunblöðin. 8.15 Stjörnuspá dagsins. 8.45 Lögbrotið. Lagabútar leiknir og kynntir. 9.00 Fréttir. 9.20 Kvikmyndagetraun. 9.40 Lögbrotið. Nú er komið að þvi að svara. 9.50 Stjörnuspá. Spáð í stjömumar. 10.00 Fréttir. Morgunfréttayfiriit. 10.05 Anna Björk Birgisdóttir. Seinni hálfleikur morgunútvarps. 10.30 Kaupmaður á hominu. Skemmtiþættir Gríniðjunnar. 10.45 Óskastundin. 11.00 Leikur dagsins. 11.30 Úrslit. . 12.00 Fréttayfirlit á hádegi. 12.15 Komdu i Ijós. 13.00 Klemens Amarson. 14.00 Fréttir. 14.30 Uppákoma dagsins. 15.30 Spilun eða bilun. 16.00 Fréttir. 16.05 ívar Guðmundsson. 16.45 Gullmoli dagsins. Rykið dustað af gömlu lagi. 17.00 Afmæliskveðjur. 17.30 Kaupmaðurinn á horninu. Hlölli í Hlöllabúð lætur móðan mása. 18.00 Fréttafyrirsagnir dagsins. 18.30 „Kikt i bió" Ivar upplýsir hlustendur um það hvaða myndir eru til sýninga i borginni. 19.00 Kvölddagskrá hefst. Breski og bandariski list- - inn. Valgeir Vilhjálmsson kynnir. 22.00 Páll Sævar Guðjónsson. ÚTVARPRÓT FM 106,8 10.00 Fjör við fóninn með Stjána stuð. 12.00 Tónlist. 13-OOMilli eitt og tvö. Country, bluegras og hillbilly tónlist. Lárus Óskar velur lög. 14.00 Tónlist. 18.00 Gamagaul. Þungarokk með Huldu og Ingi- björgu. 19.00Skeggrót. Umsj.: Bragi & Þorgeir. 21.00 Heimsljós. Kristileg tónlist umsj.: Ágúst Magnusson. 22.00 Kiddi i Geisla. Þungarokk m. fróðlegu ivafi. 24.00 Náttróbót. STJARNAN FM 102/104 7.00 Dýragarðurinn. Sigurður Helgi Hlöðversson er alltaf búinn að opna dýragarðinn kl. 7. Fréttir og leikir, blööin, veðriö, grín og klukkan 9 ötrú- . legt en satt. . „ , A bakinu f dýragarðinum. Bjarm Haukurog Sig- urður Helgi fara með gamanmál, lesa fréttirn- ar öðruvísi. 10.00 Bjarni Haukur Þórsson og felagar. 12 00 Hörður Arnarsson og áhöfn hans. 15.00 Snorri Sturiuson. Slúður og staðreyndir. 18.00 Kristófer Helgason. 21.00 Ólöf Marin Úlfarsdóttir. 1.00 Björn Þórir Sigurðsson. Næturvakt. Sjónvarpið: Ljóðið mitt BBBHB í kvöld birtist Val- qa 30 gerður Benedikts- “ú dóttir á skjánum í 15. sinn ásamt Ijóðelskum gesti, sem að þessu sinni er sjálfur allsheijargoðinn, Sveinbjörn Beinteinsson. Sveinbjörn hefur margsinnis bergt á miði Sutt- ungs og því til sönnunar liggur eftir hann veglegt safn ljóða- bóka. Skáldvinum Valgerðar er lögð sú skylda á herðar að gera stuttlega grein fyrir vali sínu, en í sjálfsvald er þeim sett hvort þeir flytji áheyrendum sjálfir kveðskapinn, ellegar kveðji aðra til þess starfa. Allsherjargoðinn kýs sjálfur að flytja ljóðaperlur sínar og er sköru- legrar framsögu því að vænta í kvöld. Sveinbjöm Beinteinsson. Stjónrmál ásumri ■^■■l Á máli fjölmiðla- O A 00 manna nefnist sum- “vl arið „gúrkutíð“, því það er ekki mikið um að vera í stjórnmálalífinu. Slíkir tímar eru þó kjörnir til hugleiðinga, um stjómmál sem aðra iðju manna. Páll Heiðar Jónsson hefur í sumar stýrt umræðu- þættinum Stjómmál á sumri á Rás 1 á mánudagskvöldum. í þáttinn fær hann til hugleiðinga með sér atvinnustjórnmálamenn og aðra þá sem á einn eða ann- an hátt fást við stjómmál og má þar til dæmis nefna Pál Skúlason heimspekiprófessor og Guðmund Olafsson hagfræðing. Páll Heiðar Jónsson. Aðalstöðin: Draum- smiðjan ■■■■ Draumsmiðjan lýkur OO 00 upp dyrum sínum á ““ ný fyrir hlustendum Aðalstöðvarinnar í kvöld. Stefnt verður inn í heim draumsins, til dramalandsins þar sem dulin öfl tilverunnar búa. Það er Kristján Frímanns sem fjallar um draum á Aðalstöðinni. Lokaþáttur Skeggrótar ■■■ Unglingaþátturinn Skeggrót, sem verið hefur á dagskrá 1Q 00 útvarps Rótar undanfarin tvö ár, er að hætta. Meðal efnis í þessum sfðasta þætti eru viðtöl og getraunir, m.a. viðtal við bandaríska leikaran John Voight. Þá kemur leynigestur í heim- sólkn og að sjálfsögðu verður flutt mögnuð tónlist. Umsjónarmenn Skeggrótar í kvöld eru Bragi Þór Hinriksson og Þorgeir Magnússon. Bragi Þór Hinriksson og Þorgeir Magnússon. Útvarp Rót: GARUR eftir Elínu Pálmadóttur Fram til lestrarorustu! Nýtt átak hefur haldið innreið sína. Fram til orustu, ættjarðar- niðjar. Móðurmálsátakið lukku- lega afstaðið og átak gegn ólæsi hefur startað með fítons- krafti. „Mætti ég stinga lappar- skaminu inn fyrir“, sagði Hjálm- ar tuddi, sígild skáldsagnaper- sóna í íslenskum bókmenntum, þegar hann vildi koma máli sínu á framfæri á æðri stað en honum bar. Ekki úr vegi að gera nú tilmæli hans að sínum í tilefni lestrarátaks, þótt það kunni að vera að bera í bakkafullan lækinn í öllu greinaflóðinu um lestur og ólæsi í blöðum nú um stund- ir._ En hvaða gagn er að virðisaukaskatt- lausri „bókinni“, sem við rithöf- undar vorum að fagna nætur- langt, ef læsir eru í útrýmingar- hættu? Gáruhöfundur hefur engin próf upp á þekkingu á lestrar- kennslu. En kynni að vera máls- bót að hafa setið í fræðsluráði Reykjavíkur á áttunda áratugn- um, þegar verið var að innleiða „nýja skólann“ svokallaða með nýjum kennsluháttum. Þar með i lestrarkennslu. Las þá, hlustaði löngum og gleypti í sig rök og útskýringar kennaranna með til- vitnunum í merka erlenda skóla- frömuði um breytingar og nýjar aðferðir. Þar á meðal um hvern- ig ætti að búa börnin ofurvar- lega og faglega undir lestrarná- mið þegar þau væru komin í skólann. Aðeins væri til óþurftar að foreldrar væru að kenna börnunum að lesa fyrr, enda kynnu þeir ekki nýjar aðferðir og rugluðu bara börnin. Kannski er ekkert samhengi þarna á milli og hvað veit ég nema þess- ar skoðanir hafi slípast síðan. En þegar ég hlustaði í viðtali í útvarpinu á sérkennslufulltrúa segja það rétt vera að upp undir helmingur skólabarna ætti í erfiðleikum með að læra að lesa, þyrfti helst að fá sérfræði- hjálp fram eftir öllum skóla, þá dembdist sektarkenndin yfir. Og svo er því haldið fram að hópur unglinga og fullorðinna íslend- inga geti ekki, eftir 9 ára skóla- göngu, lesið einfaldar setningar og skilið þær. Af hveiju sem það kann að stafa er ljóst að ein- hvers staðar hefur eitthvað farið mikið úrskeiðis við kennslu list- arinnar að lesá. Átakið, sem nú er hrint af stað, bendir til þess að fólk ætli ekki að sætta sig við þessa út- komu. Hvernig á líka manneskja að komast af í veröldinni, ef hún getur ekki svo mikið sem iesið leiðbeiningar á tækjum eða hættumerkingar á neytendaum- búðum. Að ekki sé talað um aðra nauðsynlega vitneskju. Nútíma þjóðfélag er að þróast í það að fólk sé að læra allt lífið, verði í stöðugri endurmenntun, sama hvaða starfí það gegnir. Svo örar eru breytingarnar í heiminum með nýrri tækni. Og hvernig eiga börnin, sem skyl- duð eru til þess að vera í skóla í 10 ár, að tileinka sér þar ann- að efni fyrir lífið, ef obbinn af þeim er ekki læs strax á fyrstu árunum. í „gamla skólanum" var byggt á gamalli hefð, þar sem foreldrarnir eða afínn og amman kenndu bömunum að lesa og sendu þau síðan læs í skólann, þar sem þau gátu farið að tileinka sér annað efni. Kenndu börnunum þegar þau fóru að sækjast eftir því og nýttu árin meðan þau eru opin fyrir öllu nýju. Merkur kennari í áratugi sagði um daginn að það væri grátlegt hvernig farið væri með næmi bamanna á fyrstu árunum. Ekki hefði ég sjálf viljað verða af öllu því sem ég las framan af æfi. Var orðin læs fimm ára og byijaði að gleypa í mig bæk- ur, sem ég hefí sjálfsagt skilið mátulega framan af. Af svo miklum ákafa að þegar seinna á æfinni þurfti að fara að lesa prófarkir kom í ljós að ég hrein- lega sá ekki stafina eða orðin, bara heilu setningarnar og varð að fara í endurhæfíngu. Er raun- ar enn afleitur prófarkalesari. Sjálfsagt hefur það verið mis- gagnlegt sem maður hefur gleypt í sig. En í síflóknari heimi verður þörfm fyrir að heyja sér forða undirstöðuþekkingar æ brýnni. Eða stefnum við aftur niður á myndastigið? Þróunin að undanförnu hefur verið sú að bjóða börnum upp á allt efni í myndum. Myndmálið er þeim líka tamt af sjón- varpsskjánum. Þannig byijaði frummaðurinn líka að draga á hellisveggi myndir af því sem hann vildi segja, sem smám sam- an þróaðist upp í málið sem nútímafólk notar, skráir og les. í miðaldakirkjunum skoðum við enn í dag myndmálið í steindum gluggum, styttum og lágmynd- um, sem þar varð að nota t.il þess að koma trúarbragðasög- unum til hins ólæsa almúga. En langt er orðið síðan. Og varla verður séð hvernig manneskja getur komist í gegn um lífið í nútímasamfélagi án þess að geta lesið sér til. Upplýsingar um að upp undir helmingur barna geti ekki lært að lesa, sem í umræð- um er kallað að eiga við lestrar- vanda að stríða eða torlæsi, hafa slegið fólk óhug. Þótt aðeins sé hugsað til þess hóps sem þegar hefur haldið torlæs út á lífs- brautina! Hvernig á honum eftir að vegna? Eitthvað hefur farið úrskeiðis — verulega úrskeiðis, ef þetta er rétt. Nýju aðferðirnar hafa einfaldlega ekki dugað. Ætli verði búið að meðtaka það og snúa við eða sveigja á nýja braut þegar „átakið“ hverfur í áranna skaut, eins og hin? Hvað eiga börn að tileinka sér í skólum i 10 ár, ef ekki eru ráð með að gera þau svo stautfær að þau skilji um hvað skólabækurnar fjalla?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.