Morgunblaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 7
7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1990
Marel selur Sovét-
mönnum tölvuvogir
UNDIRRITAÐUR hefur verið
samningur hjá Marel í Reykjavík
við Sakhalinrybprom, útgerðar-
fyrirtæki á Sakhalin-eyju við
austurströnd Sovétríkjanna.
Samningurinn, sem er um af-
hendingu á 27 Marel-tölvuvogum
fyrir skip, er að fjárhæð um 18
miljónir íslenskra króna og verður
Miklaholtshreppur:
Fjárskaðar
vegna
vatnavaxta
Borg.
UNDANFARNA daga hefur
verið hér mikil úrkoma.
Vatnsföll hafa flætt víða upp
úr farvegum.
Hæstu tindar hér, eins og
Ljósufjöll, Elliðahamar og
Skyrtupna, hafa fengið hvítan
fald.
Bændur í Kolbeinsstaða-
hreppi fengu mikið vatnsveður
eftir að þeir fóru að smala fé
af Kaldárdal. Fé er vant að
fara sínar venjulegu götur sem
gengnar hafa verið um langan
tíma. 3 kindur kvöddu í Kaldá
en fleiri voru hætt komnar er
tókst að bjarga þeim.
- Páll
greitt fyrir vogirnar í bandan'kja-
dollurum. Samningurinn var undir-
ritaður af Alexander Folomkin,
tæknilegum framkvæmdastjóra
Sakhalinrybprom, en hann hefur
undanfama 10 daga dvalist hjá
Marel, ásamt tæknimanni frá Sak-
halin, Viktor Kim, þar sem þeir
hafa kynnt sér tæknilegan grunn
Marel-voganna, til að geta sjálfir
séð um þjónustu og uppsetningar á
Marel-skipavogum á Sakhalin.
Shakalinrybprom keypti á síðasta
ári 35 skipavogir frá Marel og hef-
ur reynslan af þeim verið það góð
að þeir vildu festa kaup á fleiri
vogum. Það er e.t.v. tímanna tákn,
að á síðasta ári ger Marel samn-
ing við Sovrybflot ,eild innan sov-
éska sjávarútvegs ðuneytisins, um
afhendingu voganna til Sakhal-
inrybprom, en nú var samið beint
við útgerðaraðilann, sem hefur inn-
kaupaheimild fyrir tæki sem auka-
arðsemi fyrirtækisins.
Alexander Folomkin tæknilegur framkvæmdastjóri Sakhalinrybprom
og Geir A. Gunnlaugsson framkvæmdastjóri Marel undirrita samn-
ing. Á bak við þá standa Viktor Kim tæknimaður frá Sakhalin og
Þórólfur Árnason markaðs- og framleiðslustjóri Marel.
Hluthafafundur
Eimskips:
lllutafjárút-
boð samþykkt
Á HLUTHAFAFUNDI Eimskipa-
félags Islands, sem haldinn var á
fimmtudag, var samþykkt sam-
hljóða að bjóða út 86 milljóna
króna hlutafé í félaginu. Útboðs-
skrá var því lögð fram og rennur
þriggja vikna frestur forkaups-
réttarhafa til að festa sér aukinn
hlut í félaginu út 5. október.
Til þessa hluthafafundar var boðað
vegna þess að fundur hluthafa í fé-
laginu, sem haldinn var fyrir
skömmu, var ekki sóttur af nægilega
stórum hluta eigenda félagsins til
þess að hann væri bær til þess að
samþykkja hlutafjárútboðið. Að sögn
Harðar Sigurgestssonar,- forstjóra
Eimskips, þurftu fulltrúar eigenda
þriðjungs hlutafjár að mæta á þenn-
an fund, og þrír fjórðu hlutar þeirra
að samþykkja hlutafjáraukninguna.
Bæði þau skilyrði voru uppfyllt, eig-
endur 54% hlutafjár voru mættir og
útboðið var samþykkt samhljóða.
Sauðárkrókur:
Annað
gjaldþrotið
á vikutíma
Sauðárkróki.
SKAMMT er nú stórra högga á
milli, varðandi rekstur fyrir-
tækja á Sauðárkróki. Fiskeldis-
fyrirtækið Fornós hf., sem átt
hefur við verulega rekstrarörð-
ugleika að stríða á síðustu 12 til
18 mánuðum, var á fimmtudag
afhent bæjarfógetaembættinu á
Sauðárkróki til gjaldþrotaskipta.
Meðal stærstu kröfuhafa í Fom-
ósi hf. eru Byggðastofnun og fóður-
stöðin ístess á Akureyri, en alls
munu skuldir fyrirtækisins nema
um 30—40 milljónum. Þá átti Forn-
ós við verulega erfiðleika að stríða
þegar kýlaveiki kom upp í stöðinni,
en af þessum sökum drapst þó
nokkuð magn af seiðum og sölu-
hæfum fiski.
Allmikið af lifandi físki er nú í
kerjum Fomóss, og fyrir liggja und-
irskrifaðir samningar milli Fomóss
og íslandsfísks um það að hinir
síðamefndu kaupi allan lax stöðvar-
innar sem tilbúinn var til slátrunar
fyrir nokkru og óveðsettur. Hins-
vegar hefur þessi samningur ekki
komið til framkvæmda, og hefur
ásamt öðrum eignum verið afher^tur
bæjarfógeta.
Þá er ekki ljóst hverjir munu
þurfa að standa við ábyrgðir fyrir-
tækisins, þar sem ekki var gengið
frá nýrri hluthafaskrá fyrr á þessu
ári, en þá yfirtóku Fiskiðjan hf. á
Sauðárkróki og Hólalax nokkuð af
hlutafé fyrri eigenda. _ gg
■ MANUDAGINN 17. SEPT-
EMBER verður haldinn kynningar-
fundur Flugbjörgunarsveitarinn-
ar í Reykjavík. Fundurinn verður
í hinu nýja félagsheimili sveitarinn-
ar v/Flugvallarveg (vegurinn að
Hótel Loftleiðum) klukkan 20.
stundvíslega. Flugbjörgunarsveit-
in er kjörinn vettvangur fyrir hvern
þann sem vill stunda heilbrigða úti-
veru, gott félagsstarf og síðast en
alls ekki síst að vera tilbúinn til
þess að bjarga mannslífum við leit-
ai^tört P& P&B 1)$^* Þ&Mr.; ,
Þakstál með stíl
Plannja UII þakstál
Aðrir helstu sölu- og þjónustuaðilar:
Blikksmiðjan Funi sf, Kópavogi, sími 78733.
Blikkrás hf, Akureyri, sími 96-26524.
Vélaverkstæði Björns og Kristjáns,
Reyðarfirði, sími 97-41271.
Vélaverkstæðið Þór,
Vestmannaeyjum, sími 98-12111
Tígulsteinsrauður litur,
sígildurogfallegur.
Einnig svartur litur. Hert
lakk, mikiðveðrunarþol.
ISVÖR hr
Dalvegur 20 Kópavogur
Fósthólf 435 • 202 Kópavogur
Sími 91-670455 • Fax 670467