Morgunblaðið - 15.09.1990, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 15.09.1990, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1990 11 Þagað úr þjóðleikhúsráði eftirJón Viðar Jónsson Þögnin er stundum mælskari en mörg orð. Fyrir rúmri viku skýrði ég frá því hér í blaðinu, að þjóðleik- húsráð hefði komið saman til fund- ar og rætt um væntanlega umsækj- endur um stöðu þjóðleikhússtjóra löngu áður en auglýstur umsóknar- frestur var runninn út. Jafnframt óskaði ég þess, að Þuríður Pálsdótt- ir, formaður ráðsins, skýrði þá ráða- breytni, en þær skýringar láta enn eitthvað standa á sér. Á meðan eftir þeim er beðið má það hins vegar koma hér fram, að sama dag og grein mín birtist (5. sept. sl.) játaði Þuríður í viðtali í Dægurmála- útvarpi rásar 2, að þessi fundur hefði átt sér stað. Tveir aðrir ráðs- menn bafa í samtali staðfest, að þar hafi tvö nöfn verið til umræðu. Hvort komið hefur til formlegrar atkvæðagreiðslu er í þessu sam- bandi hreint aukaatriði. Aðalatriðið er, að ráðsmenn allir komu saman, ræddu væntanlega umsækjendur og tóku afstöðu með og á móti. í viðtalinu á rás 2 kom fram, að formaður þjóðleikhúsráðs virðist einna helst líta á ráðið sem ein- hvers konar kunningjasamkomu þar sem samskipti öll séu svo óform- leg og þægileg, að ekki taki því einu sinni að vera alltaf að halda fundargerðir. Væri raunar forvitni- legt að vita hvort slíkir starfshættir tíðkast hjá fleiri ráðum á vegum hins opinbera. Hún gat að sjálf- sögðu enga skýringu gefið á því, hvers vegna ráðið fann sig knúið til að fjalla um væntanlegan þjóð- leikhússtjóra áður en Ijóst var hveij- ir hefðu áhuga á embættinu. Enda skiptir það í raun minnstu máli: ráðið hefur með þessu móti brotið gróflega á rétti umsækjenda, mis- munað þeim með ámælisverðum hætti og jafnvel haft áhrif á það, hveijir sóttu um stöðuna. Það hefur brugðist þeirri skyldu sinni að tryggja umsækjendum sanngjarna og eðlilega umfjöllun. Umsagnir þess um þær umsóknir, sem að lok- um bárust, eru í Ijósi þessarar vitn- eskju einskis virði, nánast ekki ann- að en marklaus leikaraskapur. Þess er að sjálfsögðu óskandi, að uppákoma þessi spilli ekki fyrir nýráðnum þjóðleikshússtjóra sem fyrir höndum mjög erfitt endur- reisnarverkefni á öllum sviðum starfseminnar. En engum er greiði gerður með því að þegja yfir háttar- lagi af þessu tagi, allra síst Þjóðleik- húsinu. Það er ekki aðeins blettur á stofnuninni sjálfri; það er áfall fyrir lýðræðisleg og heiðvirð vinnu- brögð í þessu landi. A það skal minnt, að lagt hefur verið fram frumvarp til nýrra þjóð- leikhúslaga, þar sem gert er ráð fyrir býsna róttækum breytingum á stjórnsýslu og starfsemi leikhúss- ins. Ýmislegt orkar þar að vísu mjög tvímælis; t.d. er vafasamt, að heillavænlegt sé að þrengja valds- svið þjóðleikhússtjóra - og draga þá væntanlega úr ábyrgð hans - og eins sýnist ekki gæfulegt að fela sérstakri nefnd ráðuneytisfull- trúa að hafa eftirlit með fjármálum hússins. Eitt er þó ljóst: þjóðleik- húsráð í þeirri mynd sem það starf- ar nú er tímaskekkja sem ber að leiðrétta. Ég efast að vísu ekkert um, að þeir einstaklingar sem þar sitja og setið hafa vilja stofnuninni vel. En það sem hér hefur gerst sýnir berlega, að ábyrgð ráðsins og starfssvið eru ekki nógu ljós, a.m.k. í hugum þeirra sem þar ráða nú ferðinni. Og því miður verður það að segjast alveg eins og er, að hag- ur Þjóðleikhússins síðustu árin hef- ur ekki bent til þess, að ráðið sé fært um að rækja þá eftirlitsskyldu sem lög leggja því á herðar. Um þetta er þó að sjálfsögðu erfitt að fullyrða nokkuð mjög ákveðið sök- uin þeirrar leyndar sem yfirleitt virðist hvíla yfir störfum þessarar samkomu. En sé hér á misskilningi byggt og ráðið haft fyrir rangri sök ætti því að vera í lófa lagið að gera hreint fyrir sínum dyrum. Það gæti t.d. gert það með því að senda frá sér gagnort og greinargott yfirlit yfir störf sín að undanförnu. Hafa ber þó í huga, að slík skýrela yrði harla lítiis virði, veitti hún ekki af- dráttar- og undanbragðalaust svör við ýmsum mikilvægum spurning- um. Mætti þar ýmislegt tína til og skulu hér aðeins fáein atriði nefnd. 1. í fyrrasumar var, eins og öllum er kunnugt, lögð fram opinber skýrsla um fjárhag og rekstur Þjóð- leikhússins. í þessri skýrelu kom m.a. fram, að áætlanagerð stofnun- arinnar væri í molum, kostnaður ykist á sama tíma og bæði áhorf- endum og sýningum færi fækk- andi, auk þess sem leikhúsið hefði ítrekað farið fram úr fjárveitingum. Ekki minnist ég þess, að þjóðleik- húsráð hafi fyrir sitt leyti haft mik- ið um þessa skýrslu að segja. Kom því kannski á óvart það sem stóð í henni? Fylgdist það ekki með því hveiju fram vatt um fjármál leik- hússins? Hafði það ekkert gert til þess að rétta við hag þess áður en komið var í hreint óefni og stjórn- völd neyddust til að grípa í taum- ana? Fór það ekki á fund ráða- manna og reyndi að skýra fyrir þeim vandamál leikhússins? Hafi ráðið gert það, var hlustað á þær skýringar? Eða taldi ráðið e.t.v. að gerð fjárhagsáætlana og eftirlit með kostnaði innan húss væri í besta lagi? Er ráðið sammála full- yrðingum þjóðleikhússtjóra, að fjár- hagsvandi leikhússins stafi að veru- legu leyti af því, hvernig staðið er af hálfu stjórnvalda að gerð fjár- laga? Er ráðið þeirrar skoðunar, að þessi mál séu nú komin í svo gott horf, að við verði unað? 2. Þegar Alþingi ákvað að ráðast í endurbyggingu á áhorfendasal Þjóðleikhússins um sl. áramót var fjárveiting til rekstrar leikhússins skert um 60 milljónir frá því sem lagt var til í fjárlagafrumvarpi. Þetta mun hafa verið gert til að vega á móti kostnaði við bygging- una, þó að allir hljóti að sjá, að þar á milli eru engin sjálfsögð tengsl og leikhúsið þarf auðvitað að geta starfað af fullum krafti, þó að tíma- bundið sé leikið í öðrum húsakynn- um. Þarna var m.ö.o. mörkuð sú stefna, að endurbyggingin skyldi verða á kostnað listrænnar starf- semi, sem er ekki síst varhugvert með tilliti til þess, að áætlanir eiga til að fara úr böndum, ekki síst þegar um jafn viðamiklar fram- kvæmdir er að ræða. En dragist endurbygging á langinn og starf leikhússins veikist um leið gæti það haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir allt leikhúslíf okkar. Því er eðlilegt að spyija, hvort ráðið hafi verið sátt við, að þannig skyldi að málum staðið? Hafi svo ekki verið, reyndi það að koma stjórnvöldum í skilning um hversu hættuleg þessi ráðstöfun væri? 3. Verkefnaval leikhússins und- anfarin ár hefur sætt verulegri gagnrýni og mætti um það spyija margi-a spurninga. Mér þætti þó sérstaklega fróðlegt að heyra, hvort það sé almenn skoðun innan þjóð- leikhúsráðs, að sú áhersla á gamla og nýja söngleiki, — aðallega gamla - sem verið hefur áberandi, sé líkleg til þess að bæta smekk áhorf- enda, kenna þeim að meta vandað- ar leikbókmenntir? Einnig má spyija, hvort það telji, að leikhúsið hafi sinnt klassískri leikritun með þeim hætti sem því ber ótvríræð skylda til. Þá væri gaman að vita, hvort ráðið er mjög stolt yfir þeim sessi sem erlend leikritun frá þess- ari öld - það sem stundum er kall- að nútímaklassík - hefur skipað í verkefnaskrá leikhússins undanfar- in ár. 4. Öllum, sem lengi hafa fylgst með starfi leikhússins, ætti að vera ljóst, að margir bestu kraftar þess hafa nú um alllangt árabil verði sorglega vannýttir (þegar ég segi margir, þá meina ég margir, en „Nýráðinn þjóðleikhús- stjóri á fyrir höndum mjög erfitt endurreisn- arverkefni á öllum svið- um starfseminnar. ekki sumir, nokkrir eða fáeinir). Hefur ráðið á fundum sínum fjallað um þessa vanhirðu? Hefur það reynst að knýja þjóðleikhússtjóra og aðra listræna forystumenn húss- ins til að bæta úr henni? Telur það sér þá hafa orðið eitthvað ágengt í þeirri viðleitni? 5. Á síðustu árum hafa þær radd- ir orðið æ háværari, að tengsl leik- hússins við skóla landsins séu alger- lega ófullnægjandi. Þannig vaxi nú yngstu kynslóðir landsins úr grasi án þess sambands við leiklistina sem fyrir aðeins einum eða tveimur áratugum þóttu sjálfsagt mál. Hef- ur ráðið tekið þetta mál fyrir og eru innan þess einhveijar hugmynd- ir um úrbætur? 6. Á aðalfundi Leiklistarsam- bands íslands sl. vor skýrði formað- Jón Viðar Jónsson ur Félags íslenskra leikskálda frá því, að samningaviðræður félagsins við Þjóðleikhúsið væru sigldar í strand. Samþykkti fundurinn í framhaldi af því mjög eindregna áskorun til málsaðila um að leita allra leiða til að ná samkomulagi. í Fréttabréfi sambandsins hefur einnig komið fram, að einungis örfáir þeirra höfunda og tónskálda, sem notið hafa fastra starfslauna leikhússins undangenginn áratug, hafi á sama tíma átt verk á ijölum hússins. Þetta hvort tveggja bendir til þess, að eitthvað mjög mikið sé að í skiptum i stofnunarinnar við leikritahöfunda. Hefur þjóðleik- húsráð rætt þennan vanda og kom- ist að einhverri niðurstöðu um hann? Hvað vill það gera til að leysa hann? Þetta eru fáein atriði sem öll varða hag Þjóðleikhússins miklu. Sé það rétt, sem formaður þjóðleik- húsráðs fullyrti í margnefndu við- tali á rás 2, að fundargerðir séu a.m.k. oftast nær haldnar ætti ekki að vefjast fyrir ráðsmönnum, sem allir eru gagnkunnugir málum . stofnunarinnar og hafa sumir setið lengi í þjóðleikhúsráði, að svara þessum spurningum með vísan til þeirra. Það verður kannski ekki gert í einni stuttri blaðagrein, svo að vel sé, en Morgunblaðið er rúm- gott blað og opið fyrir umræðu um íslensk menningarmál. Höfundur er leiklistarsijóri Ríkisútvarpsins. NÁKVÆMNI OG ÖRYGGI HÖGGBORAR - LOFTHÖGGSVÉLAR SKRÚFVÉLAR - TOPPLYKLAVÉLAR BORVÉLAR fyrir allskonar sérsmíði. HLEÐSLUVÉLAR Skrúfa og bora, handhægar og öflugar. Einstök hönnun. SLÍPIVÉLAR til slípunar á járni eða stáii, snúningshraði 800 til 45000 Vmin. Margar stærðir og gerðir. STEINKJARNABORVÉLAR Sterkar handhægar með eða án sogfestingu. Borstandur stillanlegur halli. Borstærð upp í 250 mm. Kjarnaborar frá 18-250 mm. JÁRNJARNABORVÉL með rafsegulfestingu. Borstærð upp í 52 mm. Kjarnaborar í úrvali. Sölu- og þjónustuaðilar Geisli - Vestmannaeyjum, Glitnir - Borgarnesi Póllinn - Isafirði, Rafgas - Akureyri RAFLAGNIR - TÖLVULAGNIR - MÓTORVINDINGAR - VERZLUN - ÞJÓNUSTA RAFVER HF SlMI 91-82415-82117 • TELEFAX 1-680215 • SKEIFAN 3E-F, BOX 8433, 128 REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.