Morgunblaðið - 15.09.1990, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1990
Morgunblaðið/Kári Jónsson
Mikið tjón varð á Laugarvatni í fyrradag. Þetta var einu sinni hjól-
hýsi.
Hjólhýsin fuku
o g splundruðust
Laugarvatni.
FJÖGUR hjólhýsi gjöreyðilögð-
ust á svæði Tjaldmistöðvarinnar
á Laugarvatni í miklu hvassviðri
í fyrradag. 6 önnur fóru á hliðina
en skemmdust minna.
Mikið norðan áhlaup með hvass-
virði og úrkomu gerði á Laugar-
vatni og brast veðrið á eins og hendi
V etrar dagskrá
Hótel íslands:
Rokksýning
og þijár
hljómsveitir
Stjórnin aftur á
stóra sviðið
Rokksýningin „Rokkað á
himnum“ verður frumsýnd á
Hótel íslandi 29. september
næstkomandi og er hún liður
i vetrardagskrá skemmti-
staðarins. I þessari söng- og
dansskemmtun munu koma
fram nokkrir af þekktustu
söngvurum landsins, íjöldi
dansara, ásamt hljómsveit,
alls um 25 manns. Hljóm-
sveitin Stjórnin hefur verið
ráðin til að leika fyrir dansi
á stóra sviðinu í vetur, eins
og tvö undanfarin ár.
Að sögn forsvarsmanna Hót-
el íslands er „Rokkað á himn-
um“ hressileg skemmtun í anda
rokkáranna, en þó með öðru
yfirbragði en fyrri skemmtanir
af slíku tagi. í þessari sýningu
er söguþráður sem tengir tón-
listina saman á nýstárlegan
hátt. Sagan er um Jón, sem i
upphafí deyr drottni sínum, og
konu hans Píu, sem reynir ák-
aft að koma bónda sínum i
„Gullna liðið“, sem rok'kar á
himnum. A sýningunni verða
leikin sjötíu eftirminnileg rokk-
lög úr gamla djúkboxinu, en
veg og vanda af uppsetningu
sýningarinnar eiga þeir Björn
G. Bjömsson og Björgvin Hall-
dórsson. Danshöfundur er He-
lena Jónsdóttir. Áætlað er að
sýna „Rokkað á himnum“ öll
föstudags- og laugardagskvöld
í vetur og verður kvöldverður
borinn fram og svo dansað á
eftir við undirleik Stjórnarinn-
ar.
í öðrum sölum Hótel íslands
verður einnig boðið upp á lif-
andi tónlist. I Ásbyrgi verður
Anna Vilhjálms og hljómsveit,
í Café íslandi verður Blúsband
Andreu og í Norðursalnum
verður leikin nýjasta tískutón-
listin af diskóteki og telja for-
svarsmenn skemmtistaðarins
að með því eigi allir að geta
fundið tónlist við sitt hæfi á
Hótel íslandi.
væri veifað um hádegi. Upp úr
klukkan fjögur dró úr úrkomu en
bætti þá í vind og fór allt lauslegat
af stað. Tíu hjolhýsi af um 90 sem
staðsett eru við Tjaldmiðstöðina
fuku af stað og splundruðust tvö
þeirra eftir að hafa rúllað tugi
metra.
Stjórnendur Tjaldmiðstöðvarinn-
ar stóðu í ströngu við að binda nið-
ur og bjarga hjólhýsum. Veðrið
gekk niður eins snögglega og það
byijaði og um klukkan sex var kom-
ið besta veður.
Ekkert húsanna sem fuku var
bundið niður. Einn húseigandinn
sem þarna var að rétta af sitt hjól-
hýsi sagði það hinn mesta aulaskap
af sér að hafa ekki sett stag á
húsið því alltaf mætti búast við
slíkum áhlaupum á þessum tíma.
Hjólhýsin sem fuku eru flest nokkuð
skemmd og aðminnsta kosti fjögur
þeirra gjörónýt.
-Kári
Slátrun hafln á Suðurlandi:
Ríflega 150 þúsund fjár
undir hnífínn á þessu hausti
Sex sláturhús starfrækt á Suðurlandi
Selfossi.
SAUÐFJÁRSLÁTRUN hófst í sláturhúsi Hafnar hf. á Selfossi í
gær. Gert er ráð fyrir að slátrað verði þar um 15 þúsund fjár
sem er svipað og í fyrra. í sláturhúsi Sláturfélags Suðurlands á
Selfossi hefst slátrun næstkomandi miðvikudag og þar er gert
ráð fyrir eitthvað minni slátrun en í fyrra en þá var þar slátrað
um 40 þúsund fjár. Slátrun hefst einnig á miðvikudag í slátur-
húsi Þríhyrnings hf. í Þykkvabæ þar sem áformað er að slátra
18 þúsund fjár. Á Hvolsvelli hefst slátrun um miðja næstu viku
og þar er gert ráð fyrir að slátra um 26 þúsund fjár. í Vík í
Mýrdal hefst slátrun 20. september og þar er gert ráð fyrir að
slátra 15 þúsund íjár sem er heldur minna en í fyrra. Á Kirkju-
bæjarklaustri hefst slátrun 19. september og þar er gert ráð
fyrir að slátra um 25 þúsund fjár.
Miklar endurbætur hafa verið á slátursal og öll aðstaða fyrir
gerðar á sláturhúsi Hafnar hf. á innmat hólfuð niður í sérklefa
Selfossi og sláturhúsi Þríhyrnings
hf. í Þykkvabæ og hafa þau bæði
fengið löggildingu sem sláturhús
en störfuðu áður á undanþágu.
Gengið hefur verið frá kjötsal
sláturhúss Hafnar hf. á Selfossi
með kælingu, endurbætur gerðar
fyrir einstaka hluta hans.
Haraldur Gestsson sláturhús-
stjóri Hafnar hf. sagði breyting-
arnar koma vel út og gott yrði
að starfa í húsinu eftir þær. Hann
gerði ráð fyrir að sauðfjárslátrun
lyki í húsinu undir lok október.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Fyrsta sláturpásan í sláturhúsi Hafnar. Menn ræða málin undir
sláturhússvegg.
Alls vinna 43 við slátrun í Höfn
hf. en af þeim eru 6 fastráðnir
starfsmenn sem vinna við slátrun
allt árið.
Hjá Sláturfélagi Suðurlands á
Selfossi munu 90 manns starfa
við sauðfjárslátrun á þessu hausti.
Vel hefur gengið að manna slátur-
húsið en erfitt hefur verið að fá
fláningsmenn. Kjarni þeirra sem
vinna við sauðljárslátrunina er úr
sveitunum en einnig kemur fólk
til starfa frá Selfossi og úr þétt-
býliskjörnunum í kring.
Auk þeirra sem starfa við sauð-
fjársltrun eru fastráðnir starfs-
menn Sláturfélagsins á Selfossi
um 35 sem starfa við aðra slátrun
og vinnslu. í Garnastöð félagsins
vinna auk þess að staðaldri 20
manns.
Frekar vel gengur að ráða fólk
til starfa í sláturhúsin en þau eiga
það þó sammerkt að erfiðast er
að fá fláningsmenn til starfa.
Það var létt hljóð í mönnum
hjá Höfn hf. á Selfossi þennan
fyrsta sláturdag. Það fylgir slát-
urtíðinni alltaf viss stemmning,
hún er hluti af því þegar haustar
að og er vettvangur samskipta
fólks sem hittist aftur við þessi
störf enda er það svo að við hvert
sláturhús starfar ákveðinn kjarni.
fólks. „Það er alltaf gaman að
byija í þessu,“ sagði einn hinna
vösku slátrara Hafnar hf. í fyrstu
sunnlensku sláturpásunni á þessu
hausti.
Og það var að venju létt yfir
Kolbeini Kristinssyni fram-
kvæmdastjóra Hafnar hf. og
Þríhyrnings enda kominn með tvö
löggilt sláturhús og auk þess full-
komna kjötvinnslustöð sem sann-
ar sig æ betur með hveiju árinu.
- Sig. Jóns.
Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum:
Tíðar ferðir almenn-
ingsvagna til umræðu
Vogum.
AÐALFUNDUR Sambands sveit-
arfélaga á Suðurnesjum hófst í
Stóruvogaskóla I Vogum í gær.
Meðal helstu mála sem lágu fyrir
fundinum var skýrsla nefndar um
almenningsvagnakerfi á Suður-
nesjum. Tillögur nefndarinnar
byggja á tíðum ferðum almenn-
ingsvagna til allra byggðarlaga á
Suðurnesjum.
Samstarf sveitarfélaganna í nútíð
og framtíð var einn dagskrárliða
fundarins og var málið rætt í nokkr-
um undirflokkum. í erindi Magnúsar
Guðjónssonar, heilbrigðisfulltrúa,
kom fram, að íslendingar hafa ekk-
Dómkirkjan:
Safnaðarheimili tekið í notkun
Dómkirkjusöfnuðurinn tekur í
notkun nýtt safnaðarheimili við
Lækjargötu 14a eftir guðsþjón-
ustugjörð í Dómkirkjunni á
sunnudaginn kl. 14. Þá verður
kirkjugestum boðið að koma og
skoða húsið sem orðið er hið
glæsilegasta eftir miklar endur-
bætur sem staðið hafa í tæpt ár.
Húsið, sem er í eigu Reykjavíkur-
borgar, hefur söfnuðurinn tekið á
leigu og geldur fyrir með kostnaði
við endurbyggingu hússins. Þar
verða framvegis skrifstofur
prestanna sem verða með viðtalstíma
sem hér segir: Sr. Hjalti kl. 11.30—
12.30 og sr. Jakob kl. 11—12 þriðju-
daga til föstudaga.
I húsinu er samkomusalur, vandað
eldhús, kennslustofa, föndursalur og
vinnustofur. Lyfta er í húsinu.
Við guðsþjónustuna, sem hefst kl.
14, þjóna dómkirkjuprestarnir, sr.
Hjalti Guðmundsson og sr. Jakob
Ágúst Hjálmarsson, sem predikar.
Dómkórinn syngur og Marteinn H.
Friðriksson, dómorganisti, stjórnar
söng og leikur á orgelið.
í tilefni opnunar hússins verður
sýning á nýjum kirkjuskrúða eftir
Sigrúnu Jónsdóttur, kirkjulistakonu,
í kennslustofu á fyrstu hæð og verð-
ur hún opin fram á sunnudaginn 23.
september kl. 4—6.
(Frcttatilkynning)
ert gert til að hindra mengun sjávar
frá þéttbýlisstöðum, jafnvel þó mikil-
vægustu hrygningarsvæði okkar
nytjafiska séu á grunnslóð hér
skammt frá. Hann sagði einnig íjör-
ur svo gerlamengaðar að stórvara-
samt væri fyrir fólk, einkum börn,
að ganga þar um.
Magnús sagði að í augum ná-
grannalanda okkar værum við enn á
því stigi að skvetta úr koppunum
okkar út um gluggann. Sú staðreynd
að 80% af mávastofninum við strend-
ur landsins bæri með sér salmonella-
sýkilinn endurspeglaði ástand frá-
rennslismála.
Tillaga var lögð fyrir fundinn frá
bæjarstjórn Njarðvíkur um að sam-
inn yrði atvinnuáætlun á vegum sam-
bandsins og að gjöldum af stórat-
vinnurekstri yrði skipt milli sveitarfé-
laganna fyrirfram.
EG
Heimsmeistaramótið í tvímenning:
Islensku konurnar í 31. sæti
ÞEIM Hjördísi Eyþórsdóttur og
Jacqui McGreal hefur ekki gengið
sem best í úrslitum heimsmeist-
aramótsins í tvímenning. Þær eru
í 31. sæti af 36 pörum í kvenna-
flokki þegar fjórum umferðum er
lokið af fimm.
í opna flokknum voru efstir Gabri-
el Chagas og Marcelo Branco frá
Brasilíu, en þeir eru núverandi
heimsmeistarar í sveitakeppni.
Heimsmeistaramótinu í öldunga-
flokki lauk í gær. Þar urðu sigurveg-
arar Bretarnir Albert Dormer og
Alan Hiron.
Jón G. Briem, hdl., hefur verið
ráðinn forstöðumaður lögfræði-
deildar Islandsbanka hf.
íslandsbanki hf.:
Nýr forstöðu-
maður lög-
fræðideildar
JÓN G. Briem, hdl., hefur verið
ráðinn forstöðumaður lögfræði-
deildar Islandsbanka hf. Jón, sem
er liðlega fertugur, varð stúdent
frá Menntaskólanum í Reykjavík
árið 1968. Hann útskrifaðist sem
lögfræðingur árið 1974 og starf-
aði við Bæjarfógetaembættið í
Keflavík til ársins 1976, er hann
stofnaði eigin lögfræðistofu og
síðan Lögfræðistofu Suðurnesja
sf., sem hann hefur rekið ásamt
Ásbirni Jónssyni, hdl.
Jón hefur verið virkur í félags-
málum og hefur meðal annars verið
formaður Taflfélags Reykjavíkur
frá árinu 1986. Hann er kvæntur
Sigurþóru Stefánsdóttur Briem og
eiga þau þijú börn.