Morgunblaðið - 15.09.1990, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1990
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1990
19
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fuiltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
HaraldurSveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122.
Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Álmálið -
pólitískur veruleiki
Af yfirlýsingum formanna
tveggja ríkisstjórnar-
flokka, Steingríms Hermanns-
sonar í Framsóknarflokknum
og Ólafs Ragnars Grímssonar
í Alþýðubandalaginu, undan-
farna daga má ráða, að þeir
eru að búa sig undir að fallast
á að álver verði reist á Keilis-
nesi á grundvelli þeirra samn-
ingsdraga, sem liggja fyrir. Hér
er greinilega um breytingu á
viðhorfi formannanna að ræða
og verður fróðlegt að fylgjast
með því hvernig þeim tekst að
fá fylgi í þingflokkum sínum
við álver á þessum stað. Tíminn
sem er til stefnu er ekki lang-
ur, því að viðræðuaðilar lýstu
hátíðlega yfír því á sínum tíma,
að þeir stefndu að niðurstöðu
í málinu nú í september.
Altt frá því að ríkisstjórnin
var mynduð hefur verið ljóst,
að álmálið yrði erfitt viðfangs
innan hennar. Viðræðurnar
sem nú eru að komast á loka-
stig hófust á vegum Sjálfstæð-
isflokksins á sínum tíma. í þeim
hafa verið viðurkennd ýmis
meginsjónarmið sem flokkur-
inn hefur jafnan haft varðandi
samvinnu við erlenda aðila um
stóriðju og fjárfestingu í
landinu. Takist samningar við
hina erlendu aðila nú með sam-
þykki ríkisstjórnar með aðild
bæði Framsóknarflokksins og
Alþýðubandalagsins er ljóst að
á þeim aldarfjórðungi sem lið-
inn er frá því að samið var við
Alusuisse um álverið í
Straumsvík hafa þessir flokkar
breytt um stefnu. í pólitísku
ljósi markaði slíkur samningur
álíka mikla stefnubreytingu hjá
Alþýðubandalaginu í stóriðju-
málum og flokkurinn hefur
sýnt í verki með því að taka
ráðherrastóla fram yfir stefn-
una: ísland úr NATÖ — herinn
burt!
Innan allra stjórnmálaflokka
er ágreiningur um staðarval
fyrir nýtt álver. Með hliðsjón
af mikilvægi málsins fyrir þjóð-
ina alla verða menn að ýta
þeim ágreiningi til hliðar, ef
fastheldni í einn landshluta
ræður úrslitum um hvort álve-
rið verður reist eða ekki. Um
raforkuverð og aðra fjárhags-
lega skilmála verður að semja
á þann veg, að ekki sé tekin
of mikil áhætta fyrir framtíðar-
afkomu þjóðarinnar; hið nýja
álver þarf að standa undir öll-
um kostnaði við virkjanir vegna
þess. Umhverfisverndarsjónar-
mið vega þyngra en áður og
taka verður fullt tillit til þeirra.
Þegar litið er fram hjá þess-
um hefðbundnu atriðum, sem
virðist unnt að koihast að sam-
eiginlegri niðurstöðu um í
samningaviðræðunum, stendur
hitt eftir að Alþingi þarf að
samþykkja samninginn.
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra hefur jafnframt
gefið til kynna að innan ríkis-
stjórnarinnar verði að vera
samkomulag um þetta mál,
annars sé stjómarsamstarfið
markleysa.
Þegar alþýðubandalags-
menn voru að laga stefnu sína
að staðreyndum í varnarmálun-
um í vinstri stjóminni frá
1971-74 bókuðu þeir andstöðu
sína við framkvæmdir varnar-
liðsins á Keflavíkurflugvelli, en
sátu sem fastast í ríkisstjórn-
inni. Bókanir kynnu að halda
ríkisstjórninni saman í álmálinu
núna og síðan færu ráðherrar
með tvíræðar. yfirlýsingar um
málið inn á Alþingi í von um
að sjálfstæðismenn kæmu þeim
til hjálpar þar, enda væri ríkis-
stjórnin að framkvæma megin-
stefnu Sjálfstæðisflokksins.
Skynsamlegast er að skoða
áherslubreytingarnar í mál-
flutningi þeirrar Steingríms
Hermannssonar og Ólafs
Ragnars Grímssonar í þessu
ljósi. Þeir átta sig á því, að
algjör andstaða flokka þeirra
við samningsdrögin eins og þau
eru núna myndi hafa í för með
sér stjórnarslit og kosningar.
Alþýðuflokksmenn gætu varla
við það unað, að drögin yrðu
rekin ofan í Jón Sigurðsson
iðnaðarráðherra og honum
skipað að skila betri heima-
vinnu.
Niðurstöðurnar í skoðana-
könnun Félagsvísindastofnun-
ar sem birtar voru hér í blaðinu
í vikunni sýna ráðherrunum að
flokkar þeirra eiga ekki upp á
pallborðið hjá kjósendum um
þessar mundir, þeir vita einnig
að almenningur bindur miklar
vonir við skynsamlega samn-
inga um nýtt álver. Þeir
Steingrímur Hermannsson og
Ólafur Ragnar Grímsson eru
aðeins að bregðast við pólitísk-
um veruleika með því að gerast
talsmenn álvers á Keilisnesi.
Y fírlýsingar ríkis-
stj órnar á ári læsis
eftir Þorstein Pálsson
Þetta ár er helgað alþjóðlegri
baráttu fyrir læsi. Lestrarkunnátta
er svo almenn og góð hér á landi
að flestum íslendingum kemur það
nokkuð spánskt fyrir sjónir þegar
birtar eru upplýsingar sem sýna að
víða er við mikinn vanda að etja
vegna þess að fólk kann ekki að
lesa.
Hvað sem því líður hefur það þó
gerst á alþjóðlegu ári læsis að Is-
lendingum gengur æ verr að Iesa
merkingu eða ákvarðanir sem
standa frá einum degi til annars
út úr yfirlýsingum ríkisstjórnarinn-
ar. Vel færi á því að ríkisstjórnin
stofnaði ráðherranefnd um málið
undir forsæti þess ráðherra sem ber
stjórnskipulega ábyrgð á ári læsis
hér á landi.
Það er ekki síst yfirlýsingar ríkis-
stjórnarinnar varðandi samninga
af ýmsu tagi sem er erfitt að lesa
einhverja merkingu úr. Einu gildir
um hvort er að ræða samninga við
íslenska aðila, launþegasamtök, at-
vinnurekendur og bændur eða er-
lenda aðila, fyrirtæki og alþjóðieg
samtök eða stofnanir.
„Tímamótasamningar"
Skemmst er að minnast samn-
inga við bandalag háskólamennt-
aðra ríkisstarfsmanna. Þegar þeir
samingar voru gerðir vorið 1989
lýsti ríkisstjórnin yfir því að gerðir
hefðu verið sérstakir tímamóta-
samningar. Bæði forsætisráðherra
og fjármálaráðherra fluttu þann
boðskap fyrir hönd ríkisstjórnarinn-
ar. Tímamótin voru fólgin í því að
nú hafði ríkisstjórninni loksins gefst
færi á að efna gömul fyrirheit um
að stórhækka laun háskólamennt-
aðra ríkisstarfsmanna. Þetta var
unnt að gera samkvæmt yfirlýsing-
um ráðherranna og engum ráðherra
datt í hug að gefa út yfirlýsingar
um annað en samningarnir væru í
samræmi við þjóðarhag.
í byijun þessa árs tóku launþeg-
ar og atvinnurekendur fram fyrir
hendur á ríkisstjórninni að því er
varðar stjórn efnahagsmála. For-
ystumenn þessara hagsmunasam-
taka lögðu nýjan efnahagsgrund-
völl. Ríkisstjórnin var þá spurð
hvort hún teldi að samningar við
Bandalag háskólamenntaðra ríkis-
starfsmanna stæðust enn. Svarið
var já. Astæðulaust væri með öllu
að breyta þeim lögum og það yrði
ekki gert.
Þegar kom frá á sumar og ríkis-
stjómin horfðist í augu við tíma-
mótasamningana frá árinu áður
fóru að renna á hana tvær grímur.
Enn vora þó gefnar út yfirlýsingar
um að samningamir yrðu ekki afn-
umdir með lögum. Síðan sendi ríkis-
stjórnin málið fyrir Félagsdóm. um
leið og það var gert lýsti starfandi
forsætisráðherra yfir því að lögum
yrði aldrei beitt til þess að breyta
samningum eftir að dómstóll hefði
kveðið upp úrskurð um hvert væri
raunveralegt efni samninganna.
Eftir að ríkisstjómin hafði tapað
málinu fyrir Félagsdómi voru samn-
ingarnir síðan afnumdir með lögum.
Jafnvel háskólamenntaðir menn
„ Almennt ólæsi Islend-
inga á merkingn í yfir-
lýsingum ríkisstjórnar-
innar gerir þær sið-
ferðilegu stoðir sem
íslensk stjórnmál eiga
að standa á að fúaspýt-
um.“
eiga erfitt með að lesa yfirlýsingar
ríkisstjórnarinnar þannig að sam-
ræmi fáist iriilli orða og athafna.
Álver hér og þar
Ríkisstjórnin hefur átt í samn-
ingaviðræðum við þrjú erlend stór-
fyrirtæki um að reisa hér nýtt ál-
ver. Hún tók við þessum samning-
um úr höndum Friðriks Sophusson-
ar, sem lagði grandvöllinn að þeim
í iðnaðarráðheiTatíð sinni. Og eðli-
lega hefur fólk spurt hvar slíkt ál-
ver ætti að rísa. Enginn skortur
hefur verið á yfirlýsingum um það
efni.
Meðan Alusuisse var aðili að
þessum viðræðum af hálfu hinna
erlendu fyrirtækja tengdust þær
eðlilega staðsetningu í Straumsvík.
Astæðan var fyrst og fremst sú að
þar hefur Alusuisse rekið álverk-
smiðju í meira en'tvo áratugi. Sam-
nýting fjárfestingar og aðstöðu
hlaut því að vega þungt. Eftir að
Alusuisse fór út úr þessum viðræð-
um opnuðust möguleikar á að stað-
Þorsteinn Pálsson
setja álver annars staðar. Margir
töldu, og það með réttu, að það
gæti orðið byggðaþróun í landinu
til framdráttar að reisa stórt orku-
ver tii að mynda í Eyjafirði. Svo fór
að ríkisstjórnin taldi sig þurfa að
láta undan þrýstingi í þessa veru
með því að gefa út yfirlýsingar.
í yfirlýsingunum sagði að farið
yrði í eins konar „rallí-ferð“ um-
hverfis landið í þeim tilgangi að
efna sem víðast til uppboða á stað-
setningu álvers. Flestir sem til
þekktu gerðu sér grein fyrir að
líklegast var að yfirlýsingar af
þessu tagi myndu leiða til jjess að
ekkert yrði úr áformunum. Ýmsir
töldu þó rétt að lesa út úr yfirlýsing-
unum samkvæmt góðri og gildri
íslenskri lestrarvenju það sem þar
stóð. Sumir þingmenn stjórnar-
flokkanna virðast jafnvel hafa gert
það einnig með sama hætti og al-
menningur.
Fyrir fáum vikum lýsti forsætis-
ráðherrann því síðan yfir að álver
ætti að staðsetja úti á landsbyggð-
inni enda hefði Morgunblaðið lýst
þeirri skoðun sinni í forystugrein.
Enn voru býsna margir sem lásu
þessa yfirlýsingu samkvæmt hefð-
bundnum íslenskum lestrarvenjum.
Þingflokkur Aiþýðubandalagsins
gaf einnig út yfirlýsingu þar sem
sagði skýrt og skilmerkilega að
flokkurinn myndi aldrei samþykkja
nýtt álver nema það yrði reist á
landsbyggðinni. Einn af forystu-
mönnum sjálfstæðismanna á Akur-
eyri hringdi til mín af því tilefni.
Hann hafði lesið yfiriýsingu þeirra
alþýðubandalagsmanna svo sem
honum hafði verið kennt í barna-
skóla að skilja íslenskt mál. Ég dró
í efa í því sambandi að unnt væri
að beita barnaskólalærdómi í lestri
á það sem þeir alþýðubandalags-
menn hefðu skrifað á blað.
Nú hafa þingmenn Framsóknar-
flokksins með formanninn í broddi
fylkingar komið fram í fjölmiðlum
og gefið nýjar yfirlýsingar. Aiverið
skal rísa á Keilisnesi og fyrir því
era færð rök sepi eru deginum Ijós-
ari öllum sem til þekkja frá upp-
hafí viðræðnanna. Allar fyrri yfir-
lýsingar era nú skýrðar með því
að þær hefi verið nauðsynleg leik-
flétta til að halda sumum mönnum
rólegum um tíma. Til þess að geta
lesið yfiriýsingar ríkisstjórnarinnar
þurfa menn með öðrum orðum að
vita hverjum þarf að halda rólegum
hveiju sinni.
Mitterrand ólæs?
Fyrir skömmu lýsti forsætisráð-
herra því yfir í.blaðaviðtali að það
versta sem fyrir okkur gæti komið
væri innganga í Evrópubandalagið
og aðild að löggjöf þess. Þegar
ummæli þessi voru borin undir hann
í áheyrn Frakklandsforseta höfðu
þau skyndilega allt aðra merkingu
en þá sem menn gátu lesið með því
að nota einungis gamla barnaskóla-
lærdóminn. Eða ætli það sé svo að
ráðherrarnir í ríkisstjórn Islands
segi eitt um stefnu þjóðarinnar við
forystu menn Evrópubandalagsins
en annað við þjóðina sjálfa?
Fyrir ári lögðum við sjálfstæðis-
menn mikla áherslu á að þegar í
stað yrðu hafnar tvíhliða viðræður
við Evrópubandalagið til þess sér-
staklega að gæta að hagsmunum
íslands að því er várðar sjávarút-
veginn og hindrunarlaus samskipti
með sjávarafurðir. Þessum tillögum
sjálfstæðismanna hafnaði ríkis-
stjórnin m.a. með yfirlýsingum sem
hljóðuðu eitthvað á þá leið að for-
ystumenn Evrópubandalagsins
væru ekki tilbúnir til slíkra við-
ræðna. A undanförnum mánuðum
hafa forystumenn Evrópubanda-
lagsins á hinn bóginn, margir hveij-
ir a.m.k., gefið tij kynna og sagt
berum orðum að íslendingar gætu
best tryggt hagsmuni sína í tvíhliða
viðræðum. Síðast komu yfirlýsingar
af þessu tagi frá ekki minni manni
en forseta Frakklands.
Ríkisstjórnin gaf þá til kynna að
forseti Frakklands kynni ekki að
lesa. Ég er ekki viss um a skýring-
in sé svo einföld og held að álita-
mál geti verið hvar vandi ólæsis
liggur.
Lestrarvandinn
Hér hafa aðeins verið færð ófá
dæmi sem sýna við hvern vanda
við íslendingar eigum við etja á
alþjóðlegu baráttuári fyrir læsi. Þar
sem ólæsi er alvarlegt og útbreitt
vandamál leiðir það ekki einasta til
þess að þær þjóðir sem í hlut eiga
dragast aftur úr öðrum heldur gref-
ur það undan þeim siðferðilegu og
menningarlegu stoðum sem sérhver
þjóð verður að byggja á. Almennt
ólæsi íslendinga á merkingu í yfir-
lýsingum ríkisstjórnarinnar gerir
þær siðferðilegu stoðir sem íslensk
stjórnmál eiga að standa á að fúa-
spýtum.
Höfundur er formaður
Sjálfstæðisflokksins.
Barnaheill:
Orðsending til almennings
Morgunblaðið/Þorkell
Félagar í Germaniu með nokkrum þýskum gestum, sem hingað eru komnir vegna afmælisins.
Sjötíu ára afmælishátíð Germ-
aníu í íslensku óperunni
Á ÞESSU ári eru liðin 70 ár frá stofnun íslensk-þýska félagsins
Germaninu, en félagið er stofnað 5. mars árið 1920. Tilgangur þess
hefur frá upphafi verið að stuðla að auknum menningarsamskiptum
íslands og Þýskalands.
Á UNDANFÖRNUM vikum hef-
ur fyrir allra augum verið háð
barátta um unga telpu. Auk for-
eldra telpunnar hefur fjökli aðila
orðið þátttakandi í baráttunni og
hafa fjölmiðlar haft veruleg
áhrif á allt málið.
Því miður hefur í þessari baráttu
á stundum gleymst það sem ætti
að vera aðalatriðið, þ.e. hagsmunir
barnsins sjálfs og réttur þess til
ótruflaðs þroska. Hinir ýmsu þátt-
taker.dur í málinu hafa gjaman
dregið taum annars foreldrisins og
gleymt því að bestu hagsmunir telp-
unnar era ekki síst fólgnir í því að
sátt og samlyndi ríki í umhverfi
hennar.
Af þessu tilefni teljum við, sem
sitjum í stjórn Samtakanna Barna-
heilla, okkur skylt að leggja orð í
belg í þeirri von að þau orð geti
orðið til að hagsmunir ungu telp-
unnar fái að njóta sín betur en nú
horfír. Við hvetjum alla málsaðila,
■ LANDSSAMTÖK hjartasjúkl-
inga voru stofnuð 1983 og voru
stofnfélagar 230. Nú eru félags-
menn orðnir um 1.700 og eru
600-700 þeirra búsettir utan höfuð-
borgarsvæðisins. Verkefnin hafa
vaxið stöðugt og er því fyllilega
orðið tímabært að breyta skipulag-
inu, svo að samtökin geti betur
þjónað félagsmönnum sínum um
land allt. Samkvæmt hinu nýja
skipuiagi munu samtökin skiptast
í deildir eftir landsvæðum. í hverri
deild þurfa að vera a.m.k. 30 félags-
menn. Þessi svæðafélög kjósa síðan
ekki síst fjölmiðla, til að gera allt
sem í þeirra valdi stendur til að
sættir komist á í málinu. Það er
nauðsynlegt til þess að þroski telp-
unnar geti komist í jafnvægi í stað
þess að hugur hennar mótist ein-
lægt af togstreitunni, sem nú ríkir
í kringum hana.
Um leið og stjórn Bamaheilla
vil, með þessum orðum reyna að
hamla gegn frekara uppnámi kring-
um telpuna leyfum við okkur að
vekja athygli almennings á því að
þetta sorglega mál afhjúpar þá
staðreynd að íslensk lög og reglur
um málefni bama era ekki í nógu
góðu horfi. Mál þetta hefur leitt í
ljós fjölmarga annmarka á lögum
og reglum um málefni bama og við
svo búið má ekki standa.
Ný framvörp að barnaverndar-
lögum og bamalögum voru lögð
fram á Alþingi íslendinga á sl.
vetri. I nóvember sl. var á þingi
Sameinuðu þjóðanna samþykktur
nýr alþjóðasamningur um réttindi
fulltrúa á aðlfund landssamtak-
anna, sem haldinn verður annað
hvert ár. Stofnfundir fyrstu félaga
hjartasjúklinga hafa verið ákveðnir.
Laugardaginn 15. september verður
fundur fyrir félagsmenn á
Reykjavíkursvæðinu á Hótel Sögu
kl. li.OO.Sunnudaginn 16. septem-
ber verður fundur fyrir félagsmenn
við Eyjafjörð á Hótel KEA á Akur-
eyri kl. 15.30. Áformað er að stofna
síðan félög hjartasjúklinga í öllum
kjördæmum landsins í október og
nóvember. Aðalfundur landssam-
takanna verður síðan í mars 1991.
barna. Sá samningur hlýtur nú senn
að fá stað í íslenskri löggjöf einkum
þar sem Island var meðflutningsað-
ili að samningnum. í þessum al-
þjóðasamningi er fjöldi ákvæða,
sem mundu hafa komið sér vel við
umfjöllun um ofangreint mál og
hefðu jafnvel getað orðið til að
hindra ófarir þær sem nú blasa við.
Á Alþingi, sem sett verður í
næsta mánuði mun án efa verða
fjallað mikið um málefni bama, ef
til vill að nokkru leyti í ljósi þeirra
hörmulegu atburða, sem gerst hafa
undanfarið. Vonandi auðnast full-
trúum þjóðarinnar á löggjafarsam-
komunni að rísa vel undir þeirri
skyldu að koma lögum og reglum
um málefni bama í nútímalegt horf.
Samtökin Barnaheill minna á það
að leiðarljós allrar slíkrar lagasetn-
ingar verður að vera réttur barnsins
og það sem því er fyrir bestu. Nauð-
synlegt er að um frumvörpin verði
fjallað af yfirvegun og mannúð.
Samtökin Barnaheill munu leggja
sitt að mörkum til að svo megi
verða.
Til þess að hagsmunir barna fái
notið sín sem best, hljóta aðstand-
endur þeirra alltaf að fórna ein-
hveiju af því sem þeir helst gætu
óskað sér til handa. Sátt verður að
ríkja kringum börn, jafnvel þótt
foreldramir geti ekki komið sér
saman um annað. Það er helgur
réttur hvers barns að umgangast
báða foreldra sína og fá að þykja
vænt um þá.
(Frá stjórn samtakanna
Barnaheilla)
í tilefni afmælisins eru þessa
dagana staddir hér á landi 20 Þjóð-
veijar frá 4 þýsk-íslenskum félög-
um, sem starfa í Þýskalandi, þ.e. í
Hamborg, Köln, Bremen og Dort-
mund. Þeir ferðast til Akureyrar
og Mývatns, auk þess sem þeir fara
í skoðunarferðir og heimsóknir í
Reykjavík og nágrenni. Þiggja þeir
boð bæjarstjórnar Akureyrar, ut-
anríkisráðherra og Reykjavíkur-
borgar. Meðal gesta Germaniu eru
formenn þýsk-íslensku félaganna,
sem starfandi eru í Þýskalandi, þ.e.
Oswald Dreyer-Eimbcke frá Ham-
borg, Heinz Böcker frá Köln og
A. Stráter frá Dortmund. Þá eru
meðal gesta Germaniu tveir ráð-
herrar frá fylkinu Bremen, þeir
Uwe Beckmeyer efnahagsráðherra,
sem er formaður íslandsvinafélags-
ins þar og Claus Grobecker, fjár-
málaráðherra.
í dag, laugardaginn 25. septem-
ber kl. 16.00, verður efnt til afmæl-
issamkomu í „íslensku óperunni“.
Þar flytur formaður Germaniu, Þor-
varðar Alfonsson, ávarp en aðal-
ræðumaður verður próf. dr. Otto
Wulff, þingmaður í Bonn, og nefnir
hann ræðu sína:
„Vielfalt der europáischen Kultur
— Bereicherung oder uberlebter
Regionalismus."
Mun hann þar m.a. ræða um
efni sem mjög er til umræðu í dag,
þ.e. framtíð menningar smáþjóða í
aukinni samvinnu Evrópuþjóða.
Á afmælissamkomunni leikur
Kammersveit Reykjavíkur og
Gunnar Guðbjörnsson tenórsöngv-
ari syngur við undirleik Jónasar
Ingimundarsonar. Kynnir á afmæl-
issamkomunni verður Gísli Alfreðs-
son, þjóðleikhússstjóri.
Um kvöldið verður síðan afmæl-
isfagnaður í Lækjarhvammi, Hótel
Sögu. Þar kemur m.a. fram leikkon-
an Liesel Hambach frá Köln og flyt-
ur kafla úr metsölubók Christine
Briickner, „Wenn Du geredet hátt-
est Destemona“. Einnig flytur hún
lög eftir Kreisler.
Ljóðatónleikar í
Norræna húsinu
GUNNAR Guðbjörnsson tenórsöngvari og Jónas Ingimundarson flytja
ljóðaflokkinn „Die Shöne Miillerin" eftir F. Shubert. í Norræna húsinu
á morgun sunnudag klukkan 17 í Norræna húsinu og verða tónleikarn-
ir endurteknir á mánudagskvöld klukkan 20.30.
Ljóðaflokkurinn „Die Shöne Miill-
erin“ eða Malarstúlkan fagra, sam-
astendur af 20 lögum við ljóð Wil-
helms Míillers. Sagan segir af föru-
sveini er ræður sig til starfa við
myllu nokkra en áður en langt um
líður fellir hann hug til dóttur malar-
ans. Fjalla ljóðin svo eitt af öðru um
sársauka þessarar óendurgoidnu ást-
ar. Malarastúlkan fagra hefur löng-
um verið nefnd sem ein af perlum
þýskrar ljóðatónlistar enda ljóðræn
og hrífandi. Þýðingar Þorsteins
Gylfasonar á flokknum munu fylgja
efnisskrá.
Gunnar Guðbjömsson hefur á
síðustu árum komið víða fram sem
einsöngvari hér heima sem erlendis.
Hann hefur sungið í óperum, síðast
hlutverk Ferrando í „Cosí fan tutte“
fyrir velsku þjóðaróperuna. Hann
hefur einnig sungið á tónleikum í
Kaupmannahöfn, Vín, Edinborg og
London, svo eitthvað sé nefnt. Gunn-
ar hefur oft komið fram í útvarpi
og sjónvarpi m.a. í Vikivaka A.H.
Sveinssonar og þætti Granada TV
um ferðaóperur í Englandi. Gunnar
hefur nýlega skrifað undir samning
við National Opera Studio í London
en hann mun samhliða halda áfram
tónleikahaldi.
Jónas Ingimundarson hefur um
árabil verið einn af okkar fremstu
píanóleikurum. Hann hefur starfað
sem einleikari og kórstjóri en einnig
hefur hann átt farsælt samstarf með
fjölda íslenskra söngvara. Jónas hef-
ur komið oft fram erlendis nú síðast
með Kristni Sigmundssyni á tónlista
í Stratford upon Avon í Englandi.
Miðasala hefst á laugardaginn kl,
14,00 en á mánudaginn kl.18.00.
Sýningu Braga lýk
ur 23. september
SÝNINGU Braga Ásgeirssonar
listmálara, „Hlustað með augun-
um - málað með skynfærunum",
lýkur um næstu helgi, suunudag-
inn 23. september. Bragi segist
vera mjög ánægður með viðtök-
urnar, sem sýningin hefur feng-
ið.
Á sýningunni sýnir Bragi 36 olíu-
málverk, mest stórar rnyndir.
Nokkrar myndanna hafa selzt og
hafa meðal annarra Reykjavíkur-
borg og- Listasafn Islands fest sér
myndir, að sögn Braga.
Sýning Braga er í Listhúsinu,
nýju galleríi að Vesturgötu 17, og
er hún fyrsta sýningin sem þar er
haldin. Sýningin er opin frá kl. 14
til kl. 18.
Bragi Ásgeirsson listmálari.
Álver og vinnumark-
aður, athugasemd
eftir Sigurð
Guðmundsson
í Morgunblaðinu í gær birtist
grein eftir Þórólf Matthíasson, lekt-
or við Háskóla íslands, sem ber
heitið Álver og vinnumarkaður. í
greininni er fjallað nokkuð um
vinnuaðferðir Byggðastofnunar við
mat á áhrifum álvers á vinnumark-
að og þróun byggðar og þær gagn-
rýndar.
Þórólfur setur fram „hugmynda-
ramma“ í fjórum liðum að því
hvernig hann myndi kanna þessi
áhrif. Vissulega væri afar fróðlegt
að sjá hvernig höfundur hyggst
tengja þau lögmál sem hann ætlar
að uppgötva við hinn þjóðfélagslega
veruleika í líkani sínu. Ég efast um
að sú klassíska jafnvægishugsun
sem gengið er út frá komi að miklu
gagni.
Ein meginforsenda Þórólfs er að
Byggðastofnun hafi ekki tekið tillit
til framboðshliðarinnar í mati sínu
á áhrifum álversins á vinnumarkað-
inn. Þórólfur telur heildarframboð
vinnuafls „fast og gefið“ og því
hafí eftirspurn eftir vinnuafli á ein-
um stað í hagkerfinu þau áhrif að
annars staðar verði samdráttur.
Þetta er rangt. Framboð vinnuafls
hefur vaxið verulega á undanförn-
um árum vegna þess að þjóðinni
fjölgar og vegna þess að atvinnu-
þátttaka hefur vaxið. Þannig hefur
vinnuafl þjóðarinnar vaxið um
2.500 ársverk á ári að meðaltali
undanfarin ár en fóiki á starfsaldri
hefur fjölgað minna. Þegar gerðar
eru forsendur um vöxt mannafla í
framtíðinni höfum við ekki þorað
að reikna með því að atvinnuþátt-
taka vaxi enn, þótt það geti vissu-
lega orðið. Að óbreyttri atvinnu-
þátttöku vex mannafli í landinu um
1.700 ársverk á ári á næstu árum.
Nýtt álver og margfeldisáhrif þess
rúmast vel innan vaxtar vinnu-
markaðarins.
Þegar meta skal áhrif nýs fyrir-
tækis á vinnumarkað þarf að taka
tillit til þessa en það er að sjálf-
sögðu rétt hjá Þórólfi að atvinnrek-
andi sem greiðir há laun getur vald-
ið því að önnur atvinnustarfsemi
missi starfsmenn burt. Þá er eftir
spurning um það hvort einhveijir
eru tilbúnir að taka þau störf sem
losna. I áætlunum okkar er gert ráð
fyrir að svo sé.
Þórólfur gagnrýnir Byggðastöfn-
un fyrir að taka ekki til athugunar
ýmsa aðra mikilvæga þætti. Það
verkefni sem iðnaðarráðherra fól
stofnuninni og er tilefni gagnrýn-
innar er einungis hluti af mun viða-
meiri athugun á áhrifum álversins
á þjóðarhag. Þau atriði sem Þórólf-
ur telur vanta eru öll tekin til athug-
unar í þeim hluta verkefnisins sem
Þjóðhagsstofnun sér um.
Höfundur er forstöðumaður
þróunarsviðs Byggðastofnunar.
V*