Morgunblaðið - 15.09.1990, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1990
21
Hrafnagilsskóli:
Hönnunargalli
á íþróttahúsinu
HONNUNARGALLI á íþrótta-
húsinu við Hrafnagilsskóla hefur
haft í för með sér um hálfrar
milljóna króna endurbætur á
húsinu nú í haust. Klæðning efsta
hluta stafna hússins þoldi ekki
álagið og hefur furuklæðning
verið sett þar upp. Húsið var
tekið í notkun siðasta haust.
Norðanpiltar skemmta
Hríseyingum á sunnudaginn.
Norðanpilt-
aríHrísey
Norðanpiltar skemmta
Hríseyingum næstkomandi
sunnudag kl. 16 í Sæborg.
Hljómsveitina Norðanpilta
skipa þeir Guðbrandur Sig-
laugsson, Jón Laxdal Halldórs-
son og Kristján Pétur Sigurðs-
son. Þeir piltar hafa allir starf-
að í öðrum hljómsveitum áður
og auk þess getið sér gott orð
á sviði bókmennta og lista.
Umboðsmaður Norðanpilta er
Halldór G. Pétursson. Dagskrá-
in er blönduð í tali og tónum,
rytmablús og dans sem flestum
fellur vel í geð, segir í fréttatil-
kynningu.
Úlfar Hreiðarsson húsvörður
íþróttahússins sagði að gallinn hefði
fljótlega komið í ljós, eða skömmu
eftir að húsið var tekið í notkun
fyrir réttu ári. Eftir að nemendur
skólans og aðrir unnendur íþrótta
sem nýta húsið hófu þar að iðka
íþróttir síðastliðið haust fóru ljós
að hrynja úr loftum hússins og einn-
ig kom umræddur hönnunargalli á
stöfnum hússins í ljós.
Stafnarnir voru klæddir fum-
klæðningu, nema hvað efstu tveir
metrarnir voru einungis klæddir
spónaplötum. Þeir sem ábyrgð bera
á hönnun hússins, aðilar úr
Reykjavík hafa komið norður og
litið á aðstæður og að sögn Úlfars
hafa þeir viðurkennt að um styrk-
leikagalla sé að ræða.
Aður en kennsla hófst í húsinu
í haust var furuklæðing sett á allan
stafninn, en Úlfar bjóst við að end-
urbætur á húsinu næmu um hálfri
miljjón króna.
Iþróttahúsið var mikið nýtt
síðasta vetur og útlit fyrir að svo
verði einnig í vetur. Eftir að al-
mennri kennslu lýkur að deginum
geta hópar tekið á leigu tíma i
húsinu og kvaðst Úlfar ekki hafa
áhyggjur af því að tímarnir gengju
ekki út, en þegar hafa íjölmargir
pantað tíma.
Morgunblaðid/Haukur Ingólfsson
Eldur kom upp í húsakynn-
um Pósts og síma á Grenivík
Grenivík.
ELDUR kom upp í íbúð í húsa-
kynnum Pósts og síma á
Grenivík eftir liádegi í gær.
Mikinn reyk lagði út um glugga
þegar slökkvilið kom að. Einn
maður var í íbúðinni auk þess
sem starfsfólk pósthússins var
þar að störfum. Það varð elds-
ins ekki vart. Slökkviliðið á
Grenivík hefur ekki verið kall-
að út í um sex ár.
Slökkviliðið var kallað út kl.
14.30 í gærdag, en þá hafði kom-
ið upp eldur í íbúð sem er í húsi
Pósts og síma á Grenivík. Eldur-
inn kom upp í körfu með óhreinum
þvotti í þvottahúsi. Mikinn reyk
lagði út um glugga er slökkvilið
kom á vettvang. Ibúi í húsinu, sem
fyrstur varð eldsins var, kallaði
út slökkvilið og hafði að mestu
náð að hefta útbreiðslu eldsins er
slökkvilið kom á staðinn, en liðs-
menn þess réðu niðurlögum elds-
ins.
Alls eru 22 menn í Slökkviliði
Grýtubakkahrepps, en 7 þeirra
voru kallaðir út í gær. í sumar
tóku slökkviliðsmenn þátt í reykk-
öfunamámskeiði og nýttist það
þeim vel við slökkvistörfin nú.
Liðið er vel tækjum búið.
Miklar skemmdir eru í þvotta-
húsi og geymslu íbúðarinnar auk
mikilla reykskemmda í allri íbúð-
inni.
Slökkvilið Grýtubakkahrepps
hefur ekki verið kallað út til starfa
vegna eldsvoða um sex ára skeið,
eða frá því kviknaði í sumarbústað
við Lund ofan Grenivíkur.
- Haukur
Fundur Bankaráðs Landsbankans á Akureyri:
Utlán á Akureyri 8,5 millj-
arðar - imilán 3,5 milljarðar
Ný færavinda á
markað frá DNG
FRAMLEIÐSLA er hafin á nýrri
tegund tölvustýrðrar færavindu
hjá rafeindafyrirtækinu DNG.
Vinda þessi er árangur langrar
þróunarvinnu starfsmanna fyrir-
tækisins, en aðalbreytingarnar frá
gömlu gerðinni eru á innviðum vind-
unnar. Með tilkomu stærri og betri
örtölvu hafa notkunarmöguleikar
hennar aukist til muna.
Starfsmenn fyrirtækisins hafa
einnig þróað línuspil fýrir smábáta,
smíðin hófst síðastliðinn vetur og
hefur það reynst ágætlega. Spilið
er drifið áfram af DNG-tölvuvindu,
þannig að ekki þarf að fjárfesta í
vökvakerfi.
BJÖRGVIN Vilmundarson, einn bankastjóra Landsbankans, verður
fyrsti formaður bankastjórnar og mun hann gegna stöðunni í eitt ár,
þá tekur Sverrir Hermannsson við stöðunni um eins árs skeið og síðan
Valur Arnþórsson, en tekið er mið af starfsaldri bankastjóranna.
Bankaráð Landsbankans hélt sinn fyrsta fund eftir sumarfrí í gær
og var hann haldinn á Akureyri. Bankaráðið mun halda fundi úti um
landið á næstu árum og líklega verður sá næsti á Isafirði að ári.
bankann á Akureyri og var það m.a.
gert í þeim tilgangi að flytja þekk-
ingu og störf út á landsbyggðina.
í tilefni af fundinum á Akureyri
færði bankinn Menntaskólanum á
Akureyri og Verkmenntaskólanum á
Akureyri tíu töfl og skákklukkur
hvorum skóla. Háskólinn á Akureyri
fékk 200 þúsund króna framlag til
rannsókna.
Tillaga um að einn af bankastjór-
um Landsbankans gegni stöðu for-
manns bankastjórnar er í upphafí
komin frá bankastjórunum, en nú
er verið að vinna að heiidarendur-
skipulagningu á starfsemi bankans.
Eyjólfur K. Sigurðsson formaður
bankaráðs Landsbankans sagði að
þetta myndi gera bankann sterkari
en áður. Hann sagði að ýmissa breyt-
inga væri að vænta, þær fyrstu
kæmu til framkvæmda um áramót,
en skipulagsbreytingar innan bank-
ans ættu að fullu að vera komnar
til um mitt næsta ár.
Afgreiðslustaðir Landsbankans
eru 43 víða um land, auk 18 af-
greiðslustaða Samvinnubankans. Á
fundinum kom fram að mikla hag-
ræðingu mætti gera varðandi mál-
efni útibúanna og samkvæmt hug-
myndum sem fram væru komnar þar
um væri gert ráð fyrir að afgreiðslu-
staðir yrðu flokkaðir í fjóra flokka
eftir þjónustustigi. Stærstu útibúin
yrðu svokölluð svæðisútibú og yrði
eitt þeirra á Akureyri, en ef farið
verður eftir hugmyndinni verður
landinu skipt í sjö svæði með jafn-
mörgum svæðisútibúum.
í máli bankastjóra Landsbankans
kom fram að fullur vilji væri fyrir
því innan bankans að styðja við at-
vinnulífíð í bænum sem heldur hefði
átt undir högg að sækja síðustu
misseri. Heildarútlán bankans á
Akureyri voru á síðasta ári 8,5 millj-
arðar en innlánin 3,5 milljarðar.
Nýlega var stofnuð hagdeild við
Húsbyggjendur -
húseigendur
Getum tekið að okkur hvers konar við-
haldsverkefni eða nýsmíði.
Upplýsingar veitir Páll Alfreðsson í síma
96-21603.
Islandsmótið Hörpudeild - Akureyrarvöllur í dag kl 14.
ÞOR—VIKINGUR
Þórsarar, komid og sjáiú síúasta leik sumarsins
é?)— Skálafell sf.
rAL
Fóstrur -fóstrur
Nú er gullið tækifæri að breyta til og reyna eitthvað
nýtt. Staða hverfisfóstru á Akureyri í Glerárhverfi er
laust til umsóknar. Staðan er 100% staða og starfið
er mjög fjölbreytt. Hverfisfóstra sér um dagvistir, leik-
velli og dagmæður í sínu hverfi. Viðkomandi þarf að
geta starfað sjálfstætt, vera skipulagður og hafa
áhuga á því að vinna með fólki.
Starfið veitist frá 1. desember nk. Allar nánari upplýs-
ingar um starfið veitir dagvistarfulltrúi, alla virka daga
frá kl. 10-12 í síma 96-24600. Skriflegar umsóknir
skulu berast dagvistarfulltrúa fyrir 20. október 1990,
á þar til gerðum eyðublöðum sem fást hjá starfs-
mannastjóra og dagvistarfulltrúa.
Dagvistarfulltrúi