Morgunblaðið - 15.09.1990, Page 35
HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD
MORGUNBLAÐIÐ
IÞRQTTIR LAUGARDAGUR
15. SEPTEMBER 1990
FH-ingar hefja titil
vömina gegn KA
ÍSLANDSMÓTIÐ íhandknatt-
leik hefst um helgina. Fjölgað
hefur verið í 1. deild karla
þannig að tólf lið leika í 1.
deild. Islandsmeistarar FH
hefja titilvörn sína í nýja
íþróttahúsinu í Kaplakrika þeg
ar þeir fá KA í heimsókn á
morgun kl. 16.30.
Meistararnir hafa ' misst tvo
lykilmenn frá því sl. keppn-
istímabil. Héðinn Gilsson er farinn
til V-Þýskalands, þar sem hann
leikur með Dusseldorf og Þorgils
Óttar Mathiesen hefur lagt skóna
á hilluna og snúið sér alfarið að
þjálfun FH-liðsins. Stefán Krist-
jánsson, vinstryhandarskytta, hefur
gengið á ný til liðs við FH, eftir
að hafa leikið með KR. .
Tveir leikir verða leiknir í dag í
deildinni. Nýiiðarnir frá Selfossi fá
aðra nýliða í heimsókn - Fram.
Björgvin Björgvinsson, fyrrum
landsliðsmaður úr Fram, þjálfar
Selfyssinga. Leikurinn hefst kl.
16.30 í dag og á sama tíma verða
aðrir nýliðar í sviðsljósinu. Það eru
Haukar sem taka á móti Víkingum
í íþróttaliúsinu við Strandgötu í
Hafnarfirði. Víkingurinn Viggó
Sigurðsson þjálfar Hauka og með
þeim leikur Steinar Birgirsson, sem
' lék á árum áður með Víkingum.
Eyjamemr fá KR-inga í heimsókn
á morgun kl. 16.30 og annað kvöld
leikur Grótta og Valur á Seltjarna-
nesi kl. 20. Leik ÍR og Stjörnunnar
hefur verið frestað vegna Evrópu-
leiks Stjörnunnar.
Þrír leikir verða leiknir í 1. deild
kvenna um helgina. Fram og Valur
leika í Seljarekóla kl. 17 í dag og
Selfoss_ mætir Víkingi kl. 15. A
morgun leikur Stjarnan og FH kl.
15 í Garðabæ.
Morgunblaöið/KGA
Tekið á loft...
Flugturn kallar: „Viðar, flugtaksheimild leyfð!“ Þessi skemmtilega
mynd var tekin í sumar á Valsvellinum - í leik Vals og Fram. Antony Karl
Gragory, sóknarleikmaður Vals og Viðar Þorkelsson, vamarmaður Fram, kljást
um knöttinn. Það er Viðar sem er í loftinu - Flugturninn á Reykjavíkurflugvelli
er í baksýn.
Bandarísk inn-
rásíEvrópu
BANDARÍSKIR knattspyrnu-
menn hafa gert innrás í Evr-
ópu. Eftir að Bandaríkjamenn
léku í HM á Ítalíu hafa margir
af bestu leikmönnum þeirra
gerst leikmenn með félagslið-
um í Evrópu. Tony Meola,
markvörðurinn knái, skrifaði
undir samning við Watford í
Englandi í gær, en Meoia stóð
sig mjög vel á Italíu.
Meola, sem er 21 ára, æfði í
þrjár vikur með Brighton og
stóð sig vel með varaliði félagsins.
En eftir að hann hafði leikið með
Brighton gegn Watford buða for-
ráðamenn Watford honum samn-
ing.
Meola er sjöundi leikmaður
bandaríska landsliðsins sem gerist
leikmaður í Evrópu. Miðvallarleik-
maðurinn Paul Caligiuri gekk til
liðs við a-þýska liðið Hansa Rostock
í sl. viku og annar miðvallarspilari,
Tab Ramos, gerðist þá leikmaður
með spánska 2. deildarliðinu Figu-
eres.
Varnarmaðurinn John Doyle og
miðvallarleikmaðurinn Hugo Perez
leika með Örgryte í Svíþjóð. Sókn-
arleikmaðurinn Chris Sullivan leik-
ur með sænska liðinu Landskrona
varnarmaðurinn Steve Trittschuh
leikur með tékkneska meistaralið-
inu Sparta Prag og hefur hann
skorað tvö mörk fyrir liðið í 1. deild-
arkeppninni.
Tveir aðrir leikmenn bandaríska
liðsins æfa nú með enskum liðum.
Miðvallarspilarinn John Harkes er
hjá Sheffield Wednesday og sóknar-
leikmaðurinn Bruce Murray hjá Ips-
wich.
Það má segja að undirbúningur
Bandaríkjamanna fyrir HM 1994
er hafinn.
Tony Meola, markvörður.
STJARNAN
HELSING0R IF
SUNNUDAGINN 16. SEPT.
KL.20:00
í ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐINNIÁSGARÐI
GARÐABÆ
Forsala aðgöngumiöa í Ásgarði
laugardag kl.14:00-18:00 og
sunnudag frá kl.14:00
KNATTSPYRNA