Morgunblaðið - 21.10.1990, Síða 1
MANNSMYND
104 SIÐUR B/C
239. tbl. 78. árg. SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1990 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
:%iv.: m
Morgunblaðið/RAX
ALFTIR VIÐ DYRHOLAEY
Persaflóadeilan:
Bush og Hurd segja mála-
míðlun ekki koma til greina
Nicosíu. Reuter.
Kona frýs í hel
við hugleiðslu
37 ára kona frá París hefur frosið í
hel á Mont Blanc, hæsta tindi Alpa-
fjalla, er hún stundaði þar hugleiðslu
án þess að vera í nokkurri spjör, að
sögn breska blaðsins The Independent.,
Talið er að hún hafi beitt japanskri/
tíbetskri hugleiðsluaðferð, sem felst
einkum í því að vera úti i nákulda,
helst undir helköldum fossum.
Heí-jan á nátt-
úrugripasafn
FORVERA Míkhaíls S. Gorbatsjovs í
embætti forseta Sovétríkjanna, Konst-
antíns Tsjemenkos heitins, hafa flestir
gleymt. Þó ekki íbúar síberísku borgar-
innar Krasnojarsks því þar hefur hann
minnt á sig í líki brjóstmyndar úr bronsi
sem staðið hefur á aðaltorgi borgarinn-
ar síðustu fimm ár. Hún var fjarlægð í
síðustu viku vegna þrýstings frá borg-
arbúum en borgaryfirvöld vissu ekki
hvert átti að selja hana. Tsjernenko var
tvívegis sæmdur heiðursnafnbótinni
„hetja sósíalísks verkalýðs" og þegar
um slíka menn er að ræða er venjan að
koma styttum af þeim fyrir í fæðingar-
bæjum þeirra. Það reyndist þó ógjörlegt
því Tes, fæðingarbær Tsjernenkos, sem
er í nágrenni Krasnojarsks, fór á kaf
undir marga metra af vatni þegar orku-
ver borgarinnar var byggt fyrir nokkr-
um ámm. Af þessum ástæðum varð að
grípa tímabundið til þess ráðs að koma
styttunni fyrir í náttúrugripasafni
Krasnoj arsks-borgar.
Eiturlyfjavand-
inn í Kína vex
Peking. Daily Telegraph.
KÍNVERSKA lögreglan lagði hald á
773 kíló af heróíni og 370 kíló af ópí-
umi á fyrri helmingi ársins, sem er
meira en allt árið í fyrra, að þvi er
fréttastofan Nýja Kína skýrði frá á
föstudag. 2.200 smyglmál komu til
kasta tollgæslunnar, miðað við 563 í
fyrra, og í tengslum við eitt þeirra var
51 smyglari handtekinn fyrir að smygla
221 kílói af heróíni, auk þess sem
nokkrar bifreiðar og fjarskiptatæki
vora gerð upptæk. Ekki var skýrt frá
örlögum smyglaranna en í júní voru
fjórtán manns teknir af Jífi fyrir eitur-
lyfjasölu. Samkvæmt skýrslum yfir-
valda voru 70.000 eiturlyfjasjúklingar
í landinu í fyrra og er líklegt að sú
tala hækki mjög í ár.
STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum og
Bretlandi sögðu á föstudagskvöld að
Saddam Hussein íraksforseti gæti ekki
farið með sigur af hólmi í baráttunni um
Kúvæt. „Ég er jafn staðráðinn nú og ég
var þegar fyrstu bandarísku hermenn-
irnir voru sendir til Persaflóa í að um-
buna ekki Saddam Hussein fyrir innrás-
ina í Kúvæt með einhverjum málamiðlun-
um,“ sagði George Bush, sem sent hefur
meira en 200.000 bandaríska hermenn
til Saudi-Arabíu. Douglas Hurd, utanrík-
isráðherra Bretlands, lagði einnig
áherslu á að Bretar léðu ekki máls á
málamiðlunum og vísaði á bug sögusögn-
um, sem komust á kreik er sovéskur
sendimaður ræddi við Saddam Hussein
fyrir tveimur vikum, um að Bandaríkja-
menn og bandamenn þeirraj Persaflóa-
deilunni gætu fallist á tilslakanir í deil-
unni.
Hann getur ekki farið með sigur af hólmi
. . . við höldum stefnu okkar til
streitu," sagði Bush í ræðu í Washington.
„Það er engin framtíð í málamiðlun sem
felst í því að Saddam Hussein fái hluta af
Kúvæt,“ sagði Douglas Hurd við fréttamenn
í Grikkland eftir ferð um Mið-Austurlönd.
„Ef Saddam Hussein kallar ekki hersveitir
sínar heim með góðu verður honum komið
frá með valdi ... hernaðaraðgerðir koma
enn til greina,“ bætti hann við.
Bandaríska sjónvarpskeðjan CBS skýrði
frá því að Bandaríkjamenn þyrftu áð bæta
við tveimur skriðdrekasveitum í Saudi-
Arabíu, eða alls 100.000 hermönnum, áður
en þeir gætu gert árás til að frelsa Kúvæt.
CBS hafði þetta eftir embættismanni í
bandaríska varnarmálaráðuneytinu, sem
sagði einnig að það tæki allt að tvo mánuði
að senda þennan liðsauka og nauðsynlegan
búnað til Saudi-Arabíu. Embættismaðurinn
lagði áher,slu á að engin ákvörðun hefði enn
verið tekin í máHnu.
Edward Ileath,_ fyrrum forsætisráðherra
Bretlands, fór til íraks í gær frá Ammán í
Jórdaníu til að freista þess að fá Saddam
Hussein til að sleppa veikum og öldruðum
Vesturlandabúum, sem haldið er í gíslingu
í írak og Kúvæt. Hann hefur sætt harðri
gagnrýni nokkurra ráðherra í bresku stjórn-
inni vegna ferðarinnar. Háttsettur sænskur
embættismaður, Peter Osvald, er í Bagdad
í svipuðum erindagerðum en með samþykki
stjórnar sinnar.
Fimm ítalskir gíslar hafa hafið eigin bar-
áttu fyrir frelsi og efnt til mótmælasveltis.
Þeir sögðust í gær hafa hætt að drekka
vatn. Gíslarnir vilja að ítölsk sendinefnd
verði send til að semja um frelsun þeirra.
ISIGURÐUR
HRÓARSSON
ENDURFUNDIR
ÍJEMEN
Jóhanna Krist-
jónsdóttir í
vöggu arab-
ískrar sidtnenn-
ingar
EINS
OG
HVER
ÖNNUR
FÍKN
W
UPPBODIN