Morgunblaðið - 21.10.1990, Blaðsíða 2
2 G
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1990
.... —f « ■■■<.—I " ■ ■ j * , tm>i ■ f. i'rrr i»rr
U
Haraldur Blöndal, steig á sviðið á
því sem næst réttum tíma, en hann
hefur stjómað uppboðum Gallerí
Borgar til þessa. „Eg bið menn um
að vera óvenju hljóða í kvöld því
tæknin virðist ætla að bregðast
mér. Ég verð því að nota mína
fögru rödd til hins ýtrasta," sagði
Haraldur þegar ljóst var að hátalar-
akerfið yrði ekki nothæft þetta
kvöld. Hann byijaði á að greina
viðstöddum frá uppboðsskilmálum,
sem eru þessir: „Hinir seldu munir
seljast í því ástandi er þeir kunna
að vera í þegar þeir eru slegnir
hæstbjóðanda. Kaupandi tekur alla
ábyrgð á þeim göllum er kunna að
vera á hinum seldu hlutum, en
hvorki uppboðshaldari né seljandi.
Kaupandi veitir seldum munum við-
töku í lok hvers uppboðs, enda fari
þá fram full greiðsla á hinu selda
svo og 10% gjaldi í höfundasjóð.
Ef uppboðskaupandi vitjar ekki hins
selda né innir af hendi greiðslu inn
an sólarhrings frá uppboðslokum
er uppboðshaldara heimilt að selja
það öðrum án fyrirvara." Að þess-
um orðum mæltum gat sjálft upp-
boðið hafíst og þar með var fyrsta
myndin borin á torg.
Byrjað smátt
„Hér er fyrst mynd eftir Jón
Ágúst, „Hafið“, máluð á þessu ári,
74x54 sm að stærð,“ þrumaði Har-
aldur yfir salinn og fór fram á boð
í myndina. „Menn eignast víst ekki
verkin nema þeir bjóði í,“ bætti
hann við og ekki stóð á mönnum
og konum, sem komið höfðu sér
þægilega fyrir í sætum sínum,
ýmist með kaffibolla eða bjórglas
sér við hlið. Mér fannst ég vera
Uppboóshaldarinn
Haraldur Blöndal.
komin á meðal myndlistar-aðals
höfuðborgarinnar og ákvað því að
vera ekkert að blanda geði við fólk
til að opinbera ekki fávisku mína á
þessu sviði. Fyrsta myndin seldist
á hálfri mínútu, sú næsta var borin
á svið og áfram var boðið í myndirn-
ar eina af annarri. Menn byijuðu
gjarnan í tvö þúsund krónum fram-
an af, stundum fór fyrsta boð upp
í fimm þúsund og svo upp í tíu
þúsund. Myndirnar seldust hinsveg-
ar fýrir mun hærri upphæðir, í
fyrstu á innan við 50 þúsund krón-
ur, en þegar líða tók að síðari hluta
uppboðsins fóru tölurnar að marg-
faldast allverulega.
Ein og hálf milljón
Sverrir Kristinsson fasteignasqli
Skilin eru ekki nógu skörp
milli góóra og meóalverka
Sverrir
Kristinsson
M YNDIR lífga upp á tilveruna og mér er það persón-
ulega mikils virði að hafa fallega myndlist í kring-
um mig. Myndlistin er ákveðinn þáttur í mínu lífi.
Aftur á móti ef málverkasafnarar eru eingöngu í
þessu vegna fjárfestingarinnar, ættu þeir að snúa
sér að öðru, svo sem verðbréfaviðskiptum,“ segir
Sverrir Kristinsson fasteignasali sem safnað hefur
málverkum í aldarfjórðung.
Myndlist getur verið arðbær
fjárfesting ef menn kaupa
„góð“ verk og ætli þeir sér að fjár-
festa í listaverkum peninganna
vegna, þurfa þeir að sérhæfa sig,
þekkja markaðinn og veðja á rétta
listamenn. Uppi eru eins mörg sjón-
armið um myndlist eins og kaupend-
ur eru margir. Vissulega er myndlist-
arheimurinn stór. Menn verða að
vera víðsýnir. Það er hvorki heppi-
legt að lokast inni í öngstræti mynd-
iistar né bókmennta. Þar dafnar
hvorki Iíf né list til langframa.
Kaupendur málverka þurfa að
hafa til að bera dálítið af almennri
skynsemi, ögn af fegurðarskyni og
peningavit sakar ekki. Áhættan er
alltaf nokkuð óþekkt stærð, en þess
má geta að ijárfestingafyrirtæki hef-
ur hrunið á einni nóttu, meira að
segja hér á landi þrátt fyrir opinbert
eftirlit. Það er viðurkennt af verð-
bréfasölum að hlutabréfamarkaður-
inn á eftir að sveifiast eitthvað til
og við vitum líka að fasteignamark-
aðurinn er heldur ekki óbrigðull.
Menn taka jú alltaf einhveija áhættu
í hveiju sem er.“
Við kaup á málverki, segist Sverr-
ir meðal annars skoða uppbyggingu
verksins, liti og form í myndinni og
svo auðvitað listamanninn sjálfan.
„Ég hef bæði gaman af raunsæis-
myndum eins og eftir þá Ásgrím
Jónsson og Kjarval og abstrakt-
mönnum á borð við Karl Kvaran og
Svavar Guðnason. Vissulega skiptir
þó listaverkið sjálft mestu máli, en
ekki einungis „signatúrinn". Það er
lítið augnayndi af lélegu listaverki
þótt höfundurinn sé frægur. Ég kann
t.d. vel að meta seinni tíma verk
Jóhanns Briem. Hann stendur traust-
um fótum í gamalli hefð en er jafn-
framt nútímalegur. Hver listamaður
hefur sín séreinkenni svo maður
verður að vera svolítið opinn fyrir-
fram gagnvart listinni. Ég versla
jafnt við galleríin og á uppboðunum
auk þess sem ég á nokkra góða lista-
menn sem kunningja og kaupi þá
beint af þeim. Stundum hafa mér
líka boðist mjög góð verk beint úr
einkasöfnum.
Mér finnst að ungu listamennirnir
leggi stundum fullmikið kapp á
„fullt“ verð á sama tíma og þeir eru
að reyna að bijóta sér leið inn á
markaðinn. Þeir þurfa auðvitað að
lifa eins og aðrir, en ég er á því að
þeir gætu haft meira sér til framfær-
is ef þeir stilltu verðinu í hóf til að
byija með auk þess sem verk þeirra
myndu dreifast víðar. Almenningur
þyrfti að eiga þess kost að eignast
verk eftir þessa ungu menn þegar
þeir eru að stíga sín fyrstu spor á
framabrautinni. Rétt er að geta þess
að hér er hægt að eignast mjög góð
listaverk eftir unga myndlistarmenn
fyrir mjög sanngjamt verð, t.d. graf-
ík- og pastelmyndir. Verk yngri lista-
manna í dag eru býsna fjölbreytileg
og áhugaverð. Við söfnun listaverka
eru það alls ekki peningarnir sem
þurfa að skipa fyrsta sæti. Ég veit
t.d. um venjulegan daglaunamann,
sem safnaði völdum listaverkum um
áratuga skeið og var safn hans bæði
fallegt og verðmætt. Það eru líka til
dæmi um menn, sem hafa rýmri fjár-
ráð en virðast leggja megináherslu
á rusl. Slík söfn eru hvorki falleg
né verðmæt. Mér finnst verð á góðum
myndum hérlendis aftur á móti ekki
of hátt og ég hef þá trú að það eigi
eftir að hækka enn frekar. Menn
draga ekki nógu skörp skil á milli
góðra verka annars vegar og meðal-
verka hinsvegar. Þessar perlur í ís-
lenskri myndlist eftir okkar gömlu
meistara eru að sjálfsögðu ómetan-
legir hlutir og alltaf verður minna
og minna til af þeim á almennum
markaði. Það er alltaf einhver hópur
af listunnendum, sem ekki vill láta
slík verk fram hjá sér fara ef þeir
eiga þess kost að eignast þau.
Á fasteignamarkaðnum eru til
ákveðnir staðlar og opinber möt á
eignum. Sjaldnast er þó farið eftir
slíkum pappírum þegar á reynir.
Markaðurinn ræður ávallt. Eins er
þessu háttað með myndlistina," segir
Sverrir.
Síðast var boðið upp olíumálverk
af Gullfossi eftir Jón Stefánsson og
var þá verulega farið að hitna í
kolunum enda voru greinilega
margir sem höfðu áhuga á að eign-
ast verkið. Sá fyrsti bauð hálfa
milljón, sá næsti sex hundruð þús-
und og sá þriðji sjö hundruð þús-
und. Menn voru ekkert að hækka
sig um nokkra þúsundkalla í einu,
heldur um hundrað þúsund í hvert
skipti. „Ellefu hundruð þúsund,“
heyrðist í einum. „Tólf hundruð
þúsund,“ sagði sá næsti og „þrettán
hundruð þúsund,“ gall í þeim
þriðja. Nú fór þetta að verða svolít-
ið spennandi. Uppboðshaldarinn
gaut augunum í átt til þeirra sem
buðu. Hann kunni greinilega sitt
fag og þeir gáfu honum einn af
öðrum til kynna að þeir ætluðu sér
ekki hærra, ýmist með handahrey
fingum eða með því að hrista höfuð-
ið. „1.350 þúsund,“ heyrðist ein-
hvers staðar og hærra komust menn
ekki. „Fyrsta boð, fyrsta, annað og
þriðja,“ sagði Haraldur um leið og
hann smellti hamrinum í púltið og
þar með var verðið ráðið. Að við-
bættum 10% listaskatti, nemur
heildarverð myndarinnar tæplega
1,5 milljónum króna. Það verk, sem
næst komst í verði, var olíumálverk-
ið „Hrafnagjá" eftir Jóhannes S.
Kjarval. Að viðbættum listaskatti
var það selt á tæpar 700 þúsund
krónur. Annað olíumálverk Kjar-
vals, „Vífilfell", fór á 300 þúsund
krónur. Olíuverkið Abstraktion eftir
Kristján Davíðsson var slegið hæst-
bjóðanda á 290 þúsund krónur og
sama verð fékkst fyrir vatnslita-
mynd eftir Ásgrím Jónsson. Annað
verk eftir Ásgrím var selt á 250
þúsund krónur.
Þetta er baktería
Gallerí Borg hélt sitt fyrsta list-
munauppboð árið 1984 og síðan
hafa verið haldin 28 uppboð til við-
bótar. Listmunauppboð Gallerí
Borgar er haldið í samvinnu við list-
munauppboð Sigurðar Benedikts-
sonar hf., sem í mörg ár stóð fyrir
sjálfstæðum uppboðum. Auk þess
halda Klausturhólar fáein uppboð