Morgunblaðið - 21.10.1990, Side 4

Morgunblaðið - 21.10.1990, Side 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2Í. OKTÓBER 1990 EINS OG HVER ÖNNUR Gunnar Kvaran listfræðingur, forstöðumaður Kjarvalsstaða Því miður standa galleríin ekki faglega undir nafni ALMENNT er verð á íslenskri myndlist allt of lágt, sér í lagi eftir okkar eldri meistara. Það verð, sem fæst fyrir myndir eftir topplista- menn í nágrannalöndunum, er margfalt hærra en gengur og gerist hér enda er markaðnum þar sljórnað. Jafnframt er hér lítill verðmun- ur yngstu kynslóðar listamanna og þeirrar eldri. Galleríum og um- boðsmönnum listamanna hefur ekki tekist að stýra markaðnum eins og tíðkast annars staðar. Markaðssetning listaverka er ekki til hér á landi og þar af leiðandi vill verðlagning þeirra einkennast af ein- hvers konar happa- og glappaaðferðum," segir Gunnar Kvaran list- fræðingur og forstoðumaður Kjarvalsstaða. árlega. Listunnendur kaupa ýmist verk sín á uppboðum, á sýningum í hinum ýmsu galleríum sem hér eru starfrækt eða hjá listamönnun- um sjálfum. Auk þess er töluvert um að safnarar hafi bein viðskipti sín á milli. Að sögn Úlfars Þormóðs- sonar, eiganda Gallerís Borgar, koma venjuiega 250 til 300 manns á uppboðin sem teljast má góð aðsókn. „Þetta er býsna mikið sama fólkið - fólk úr öllum geirum þjóð- félagsins sem hefur það sam- merkt að hafa myndlist að áhugamáli. Flestir koma til þess að gera tilraun til að kaupa. Alltaf má þó sjá ný andlit, sem koma yfirleitt í fyrstu til að fylgjast með en lenda svo í því sjálfir að fá þá bakteríu að fara að bjóða í. Þessi árátta manna er einna helst skyldust spila- fíkninni og ást- inni að mínu mati. Upp- boðunum fylg- ir ákveðin spenna og eftir að hafa hreppt mynd á upp- boði, myndar eigandinn inni- legri tengsl við þessa eign sína eftir að hann fer að kynnast verkinu _af eigin 'raun heima fyrir,“ segir Úlfar. Merkileg þjóð Listaverkin á uppboðunum koma flest frá íslendingum. „Einnig sækj- um við svolítið til útlanda, en hing- að berast fímm til tíu bréf mánaðar- lega frá útlendingum sem einhverra hluta vegna eiga íslensk verk sem þeir vilja koma í sölu og óneitanlega er best að selja verk eftir íslenska listamenn á íslandi. Við höfum reynt að bjóða verk eftir erlenda málara, en þjóðin er svo fanatísk að hún vill ekkert nema eftir íslend- inga. Ég hef enga haldbæra skýr- ingu á þessu nema þá skýringu að íslendingar séu bara svona merki- leg þjóð að hún noti sitt lausafé í að styrkja sjálfa sig. Við höfum verið að bjóða hér myndir eftir þekkta erlenda listamenn og það er borgað fyrir þær brotabrot af því sem myndi fást fyrir þær erlend- is. Þess ber þó að gæta að íslending- ar eru ekki vanir því að umgangast erlenda „kúnst“ enda koma málverk ekki til sögunnar í landinu fyrr en á 20. öldinni. Við höfum einfaldlega ekki lifað nógu Iengi innan um málverk. Þó við séum alveg ótrúlega sérstæð þjóð - mögnuð, skemmti- leg og gáfuð - þá held ég að við hljótum að leiðast til þess að teygja anga okkar víðar en í eigin kál- garð.“ Persónuleg viðskipti Málverkaviðskipti eru mjög svo persónuleg, einstaklingsbundin og viðkvæm, að sögn Úlfars, og töluvert er um að menn láti bjóða í verk á uppboðuirr fyrir sig í staðinn fyrir að gera það í eigin nafni. „Jón heitinn Sólnes orðaði það eitt sinn þannig að það væri ómögu- legt að ætla sér að halda uppboð norður á Akur- eyri því menn vildu ekki láta náungann sjá að þeir hefðu efni á að eyða fé sínu í málverkakaup. Að sjálfsögðu skiptir það máli hveijir sækja uppboðin, en það er mesti misskiln- ingur að uppboð- in standi og falli með komu ákveð- inna manna út í bæ. Við gáfum upp matsverð á myndunum fyrir tólf uppboð í röð, en mönnum fannst það bara verra svo við hættum því. Menn bjóða því nú í myndirnar eins og þeim sjálfum þóknast. Það er upp og ofan hvort myndirnar fara nú á hærra eða lægra verði en matsverð segir til um. Það fer gjarnan eftir stemmningunni á uppboðunum," segir Úlfar. „Á síðustu fimm upp- boðum hefur verðið verið á uppleið. Það hefur reyndar hækkað meira en verðbólgan okkar fræga og hrað- ar heldur en prósentustig uppgefin á verðbréfum. Á hitt ber að líta að það er ekki sama hvaða málverk er keypt til að vera viss um að það haldi vel sínu verðgildi. Æskilegt er að listunnendur hafi þrennt í huga við mat á málverkum, það er uppbyggingu verksins, verkið sjálft og höfund þess og í þriðja lagi markaðinn. Þó smekkur manna vilji breytast frá einni kynslóð til annarrar, hafa hinar sígildu landslagsmyndir ávallt haldið / velli. Aftur á móti er það abstrakt-listin sem einna helst sveiflast til í málverkaveröldinni. Nú þessi misserin er til dæmis mik- ið sóst eftir abstraktinni, en sem betur fer eigum við ekki marga markaðsmálara. Þeir eru jú nauð- synlegir að einhverju marki alveg eins og rithöfundar sem semja eftir pöntunum, en þeir listamenn held ég að séu fleiri sem reyna að fara sínar eigin leiðir,“ segir Úlfar. ví miður standa galleríin ekki faglega undir nafni. Þau virka eins og hveijar aðrar verslanir og hafa það eitt að leiðarljósi að selja nógu grimmt. Alvöru gallerí erlend- is taka listamenn upp á sína arma og gera þeim ákveðin og góð skil og þar fá ekki hveijir sem er inni eins og tíðkast hér. Með markaðs- setningu á ég við að galleríin sýni fram á gildi viðkomandi listamanns í listsögulegu samhengi og þannig er hægt að færa rök fyrir verðlagn- ingu verkanna. Markaðurinn ein- kennist hér um of af eftirspurn - það er hvað almenningur vill kaupa. Það hefur hinsvegar sýnt sig í gegnum tíðina að þessir stjörn- usölumálarar, sem upp koma við og við og mála inn í ákveðið lita- og heimilissamhengi, lifa ekki Iengi sem frumlegir og listsögulegir myndlistarmenn. Þeir eru ekki að bæta neinu nýju við listasöguna. Á hinn bóginn höfum við sem betur fer átt listamenn, sem haldið hafa sínum séreinkennum hvað svo sem eftirspurninni líður. Þetta eru menn eins og Svavar Guðnason, Þorvald- ur Skúlason og súmararnir svo ein- hveijir séu nefndir. Það tekur vissu- lega sinn tíma fyrir fólk að aðlaga sig nýjungum og þar komum við aftur að galleríunum, sem eiga að hafa það hlutverk að bijóta þessum mönnum leiðir inn á markaðinn með því að sannfæra fólk um að list þeirra sé einhvers virði. Galleríin hafa lítil sem engin samskipti við gallerí erlendis og þau standa ekki í kynningu á þessum framsæknu listamönnum hvort sem þeir eru af yngri eða eldri kynslóðum. Lista- mennirnir eru sjálfir að reyna að koma sínum nýju hugmyndum á framfæri í Nýlistasafninu. Gallerí eru nauðsynleg myndlist- inni, en þau verða þá að kunna sitt fag, hafa á sínum snærum fagfólk, sem hefur vit á myndlist til að byggja upp markaðinn og gera greinarmun á listinni. Það er ekki nóg að opna sýningarsal, fá ein- hveija málara til að hengja þar upp myndir og taka síðan 30% umboðs- laun fyrir. Fólk þarf að geta treyst galleríunum. Ef listamaður hefur ekki gallerí að baki sér erlendis, er hann ekki til sem slíkur. Hér er þessu aftur á móti öfugt farið þann- ig að ef þekktur listamaður sýnir hjá ákveðnu galleríi, er það viður- kenning fyrir sýningarsalinn. Með öðrum orðum er það listamaðurinn sem er að selja galleríið, en ekki öfugt,“ segir Gunnar. Kaupendur listaverka kaupa auð- vitað myndir, sem þeim finnast fal- legar, að sögn Gunnars, og þeim finnst það fallegt sem rímar við það sem það þekkir fyrir. „Hinsvegar er list í dag ekki eingöngu fiokkuð eftir því hvort hún er falleg eða ljót. Listaverk hafa ákveðinn frum- leika, ákveðna virkni, ákveðnar hugmyndalegar forsendur o.s.frv. Þegar menn eru að kaupa sér lista- verk og vilja gera „góð kaup“ er nauðsynlegt að hafa í huga stöðu listamannsins í listasögunni - hveiju viðkomandi listamaður hefur bætt við listasöguna og á hvaða hátt hann hefur endurnýjað mynd- málið. Að lokum veltir væntanlegur kaupandi fyrir sér fagurfræðilegum forsendum og því hvort viðkomandi verk sé gott inntak í ferli lista- mannsins. Listaverkakaupum er líkt háttað og bílakaupum svo dæmi séu tekin. Það er ekki endilega feg- urðin sem skiptir máli, heldur eigin- leikar bílsins. Og eins og bílakaup- endur þiggja holl ráð hjá þar til gerðum sérfræðingum, þurfa lista- verkakaupendur ráð hjá fagfólki á sviði lista. Listsögulega skipta, þeir listamenn mestu máli sem búa til sinn eigin formheim, koma með ný myndefni, nýjar formrannsóknir, nýtt sjónarhorn á landið eða fígúr- una. Þeir koma með eitthvað, sem gengur á skjön við áður þekkt fyrir- bæri og stuða almenning á sinn hátt. Það er ekki þar með sagt að þjóðin kyngi slíkum nýjungum þegj- Morgunblaðið/Einar Falur Úlfor Þormóósson, eigandi Gallerís Borgor.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.