Morgunblaðið - 21.10.1990, Qupperneq 14
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1990
14 C
Eldri, þroskaðri,
rólegri og ætlar aó
spila þungtmeð Tin
Machine.
eftir Sindra Freysson
Holdsveikir frelsarar: Eða
hvernig á að vinna fleiri sálir
en kirkjan.
Mexíkanska skáldið Octovio
Paz sagði eitt sinn: „Þögnin
er fyrirheit um orð.“ Og með
þessi orð í huga er öruggt að
kliðurinn sem minnir á fugla-
bjarg, gefur fyrirheit um enn
meiri hávaða, takt sem mun
falla eins og hamar á brjóst
fólksins. Við erum dropar í
mannhafinu, stödd við altari
tuttugustu aldarinnar, þar
sem misjafnlega langlíf
skurðgoð blessa fjöldann og
kyija metsölubænir. Með
fullri virðingu fyrir hlutaðeig-
andi, má fullyrða að rokkið
hafi laðað fleiri að sviðsbrún-
inni en kirkjan að altarinu,
sumir ganga svo langt að
kalla nútímann post-kristinn.
Fólkið sem hér hefur safnast
saman í eina iðandi sál, bíður
manns sem skóp kynlausa
rokkstjörnu og líkti henni við
„holdsveikan frelsara". í hug-
takinu kristallast e.t.v. ímynd
rokkstjörnunnar í hugum
flestra; hið veraldlega goð
sem boðar eiturlyf, kynlífsást
jafn innantóma og sápukúlu,
áfengi, nautn hins hverfula
og jafnvel ofbeldi.
Morgnnblaðið/Comelia Nordström
Kærleiksboðskapur fellur ekki ýkja
vel að ærandi trommuslætti og gítar-
sólóum, þeir fáu sem boðuðu ást og
frið urðu annað hvort bráð sjálfs
síns og tímans eða voru drepnir eins
og Lennon. Rokkstjarnan varð guð
almúgans vegna þess hve hentug
hún er fyrir átrúnað, í senn áþreifan-
leg og til að skyggnast inn í hug-
skot hennar er nóg að fletta upp í
síðasta viðtali. Ekki' er verra að boð-
orð hennar fjalli um skemmtun og
boðskapurinn höfði fremur til fóta
en anda, leiðin þangað er áreynslu-
minni á allan hátt. Og mergðin sem
safnast að fótskör stjörnunnar er
sem sköpuð fyrir múgsefjun, lyfti
hún hendi, Iyftast ótal hendur. Mað-
urinn sem við bíðum eftir hefur líkt
tónleikum við fjöldafundi nasista;
ljósadýrð, skipulagðar sýningar,
glæsilegir búningar og leiðtogi sem
marserar inn með auðskilinn boð-
skap. Og sannarlega er boðskapur
tónlistarmannsins auðskilinn nú,
hann ætlar sér að flytja úrval lífs-
starfs síns, ijómann af ijómanum.
Þar verður ekkert að finna sem er
nýtt, tilraunakennt eða óvænt. Við
bíðum David Bowies.
Sól rís, sól sest, sól...
I tvo áratugi hefur hann verið
einn áhrifamesti og umdeildasti tón-
listarmaður rokksögunnar og sól
hans hefur hnigið jafn oft og hún
hefur risið. Öll tilvera hans og ferill
eru uppfull af þversögnum, mynd
hans og athöfn svo samofin blekk-
ingunni að maðurinn David Bowie
er óræð gáta. Hann hefur verið
nefndur kameljón rokksins, næstum
hver plata hefur mótað nýja grímu
á andlit hans, nánast hvert ár orðið
tilefni til umskipta í skoðunum og
látæði. Úr neðanjarðarmenningu og
forvitnilegum nýjungum tókst hon-
um að móta hugmyndir sem gerðu
hann í senn framsækinn og aðgengi-
legan. En nýliðinn áratug hefur ríkt
fimbulvetur í sköpun Bowies, lygin
setur sín spor. Hann náði þó mestum
vinsældum lífs síns 1983 með skíf-
unni Let’s Dance en metnaðarleysi
verksins var áberandi og sorglegt.
Plöturnar Tonight og Never let me
down voru kistulagðar af bæði gagn-
rýnendum og kaupendum, jafnvel
hörðustu aðdáendur yfirgáfu sökk-
vandi skip. En David lét ekki deigan
síga og safnaði saman áhöfn í hljóm-
sveitina Tin Machine og þó tinvélin
malaði ekki gull, urðu gagnrýnendur