Morgunblaðið - 21.10.1990, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 21.10.1990, Qupperneq 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1990 H SVAVAR GUÐNASON Myndlist Eiríkur Þorláksson Yfirlitssýning er engin venju- lega einkasýning, heldur hef ur slík sýning mun þyngra vægi. Orðið „yfírlit" í heitinu gefur til kynna að á slíkri sýningu eigi að vera heildarmynd af öllu því sem viðkomandi listamaður hefur gert, og að henni sé kpmið til skila á þann hátt, að fulikomins heiðar- leika og jafnvægis sé gætt í því vali þeirra listaverka, sem er ætiað að gefa það „yfírlit". Alþjóðaheitið sem notað er yfir sýningar af þessu tagi (retrospective) ber auk þess með sér þá merkingu, að þar sé að finna endurskoðun eða endur- mat á því sem viðkomandi yfírlit nær til. Það eru því miklar væntingar bundnar við slíkar sýningar, og öll listasöfn leggja metnað sinn í að sinna þeim _sem best. Yfírlitssýning Listasafns íslands á verkum Svav- ars Guðnasonar hefur verið í undir- búningi í meira en tvö ár; safnið hefur lagt alla sína sali undir hana, og hefur auk þess gefíð út veglega sýningarskrá, rúmlega tvö hundr- uð blaðsíðna bók, sem mikil vinna hefur verið lögð í, og er hinn eigu- legasti gripur. Hér er því á ferð- inni mikilvæg úttekt á verkum Svavars Guðnasonar og einstakt tækifæri til að setja list hans í sögulegt og listrænt samhengi. Einnig var haldinn fyrirlestur í safninu um listamanninn, og var þar fullt hús - glöggt dæmi þess að fólk þyrstir í fræðslu um íslenska myndlist, þó sjónvarps- stöðvar landsins hafi illu heilli ekki uppgötvað það enn. Sýningin hefur nú staðið í meira en flórar vikur, og viðtökur verið góðar. Hinn almenni listunnandi hefur fengið veislu við fyrir augað, og tækifæri hefur gefíst til upprifj- unar og nýcra kyfínæ Skólar munu hafa fjölmennt með nemendur sína, og sýna þannig íslenskri myndlist meiri ræktarsemi en hægt er að gera einungis innan veggja skólans. En sýningu sem þessa er ekki einungis hægt að meta út frá aðsókn, heldur verður að líta til þess heildarsvips sem hún gefur af listamanninum og ferli hans, og í því mati verður að taka alla þætti með: myndaval, uppsetningu, efni sýningarskrár, framsetningu þess, heimildagildi og fræðimennsku. Hvernig tekst til í heildina? Svarið verður ekki einhlítt, og er best að orða það á þrennan hátt: Mjög vel, vel, og ekki nógu vel. Þessi svör þarf vitanlega öll að rökstyðja eins og kostur er. Það er margt sem tekst mjög vel við þessa sýningu. Þar ber fyrst að telja myndaval, sem er mjög umfangsmikið (rúmlega eitt hundrað og sextíu verk) og spann- ar feril Svavars frá því um 1930 til þess tíma er hann lagði pensl- ana til hliðar nærri hálfri öld síðar. Það hefur tekist að ná saman merkum verkum frá öllum þessum tíma og er það ekki lítið afrek, þar sem meirihluti þeirra er í eigu ein- staklinga hér á landi eða safna erlendis. Þó einhverjir kunni að sakna einstakra mynda, þá gefur þetta val eins gott úrval og hægt er að ætlast til af yfirlitssýningu. Annað mjög gott við þessa sýn- ingu er að í sýningarskránni kem- ur skýrt fram að staða Svavars í hinum evrópska listaheimi var nokkuð önnur en oft er gefið í skyn hér á landi, t.d. varðandi hlut hans í Cobra-hreyfingunni. Svo vitnað sé beint í greinar í skránni: „Svavar var augljóslega áhugalítill um COBRA. Honum var boðið að taka þátt í fyrstu samsýningu COBRA-samtakanna í Amsterdam árið 1949, en lét boðið sem vind um eyrun þjóta.“ (bls. 89). „Þótt Svavar tæki þátt í öllum helstu sýningum á abstraktlist í Dan- mörku á árunum rétt eftir stríð, átti hann ekki verk á sýningum Cobra-hópsins ...“ (bls. 38). Sjálfur tók Svavar af öll tvímæli um áhuga sinn í Cobra-hefti Louisiana Revy 1966: „Nú þegar ég er beðinn að skrifa nokkur orð um Helhesten og Cobra, þá er best að segja það undir eins að Helhelsten, það er klárinn minn. Helhesten - tímarit- ið - rann sitt skeið öllum öðrum fegur, en þá viðurstyggilegu slönguókind, tímaritið Cobra, skorti býsna mikið á að ná þeim færleik á sprettinum." (bls. 133). Því má vera ljóst að hann hafði lítinn áhuga á Cobra og kom þar lítt nærri, enda átti Svavar fyrst verk á Cobra-sýningu 1961, tíu árum'eftir að samtökin voru leyst Svavar Guðnason: íslands lag, 1944. upp. - Þar með er sú þjóðsaga vonandi dauð. Það er vel til fundið að láta úr- klippubækur liggja frammi við sýningarsalina, þar sem gestir geta flett í gegnum ýmislegt sem hefur verið ritað um listamanninn og hans myndlist í íslensk (og jafnvel erlend) blöð; þó er vafasamt hvaða erindi t.d. gömul viðtöl eiga í sýn- ingarskrána sjálfa. Þar er hins vegar vel þegið heimildarefni í rita- skrá, sýningarskrá, æviatriðum listamannsins og loks myndaskrá; ritgerð Peters Shield um samband- ið við Dani er einnig athyglisverð lesning. Það er hægt að setja yfirlitssýn- ingu upp á tvennan hátt. Algeng- ast er að setja listaverkin í tíma- röð, þannig að auðvelt sé að fylgja framþróun listamannsins í gegnum alla starfsævina; þannig var hin mikla yfirlitssýning á verkum Vin- cent van Gogh í Amsterdam fyrr á þessu ári sett upp. Önnur aðferð er að raða upp eftir efnisflokkum, þ.e. að láta viðfangsefnin (eða jafnvel efnin sem unnið er í) ráða hvað er sett saman, burtséð frá því í hvaða tímaröð verkin voru gerð. í Listasafninu hefur þriðja leiðin verið sköpuð: Salir 2, 3 og 4 hafa að geyma verk frá ákveðn- um tímabilum (1935-50, 1950-60 og eftir 1960 í sömu röð), vatns- lita- og litkrítarmyndum er komið fyrir í kjallara, en í stærsta salinn hafa verið valin átján verk frá ár- unum 1941-63. Þetta er misráðið. Uppsetningin virðist að nokkru helgast af tak- mörkuðum möguleikum húsnæðis- ins, þar sem minni salirnir í safn- inu bera illa stór verk, m.a. vegna lítillar lofthæðar. En það eitt skýr- ir ekki þá aðferð, sem hefur verið valin hér. í sýningarskrá er t.d. bent á að „Svavar ... leit ævinlega á vatnslitamyndir sínar sem full- komin listaverk" (bls. 49), en stað- setning þeirra í kjallara slítur þær úr öllu sambandi við olíuverk lista- mannsins og setur þær skör Iægra. Að taka síðan nokkur verk úr tíma- Iegu samhengi og stilla þeim upp saman (og kalla meginverk) slítur sýninguna einfaldlega sundur. Með þessu eru áhorfendur á vissan hátt sviptir þeirri þróun, sem yfirlit ætti að sýna, um leið og gefið er í skyn, að þær ágætu myndir sem prýða efri salina séu ekki í sama gæðaflokki og þetta úrval. í að- faraorðum sínum bendir Bera Nordal réttilega á að verk Svavars eru margbrotin og margræð, og hrökkva undan of nákvæmum skil- greiningum. Því er ályktun af því tagi sem felst í slíku úrvali tæpast vetjandi í myndrænu heildaryfírlit verka listamannsins. Hún á hins vegar heima í þeirri umræðu sem slíkt yfirlit kann að vekja. í sýningarskrá er að finna ágæta grein frá hendi Júlíönu Gottskálksdóttur um listþróun Svavars Guðnasonar. Þar er ferill hans rakinn og því lýst á hvern hátt einkenni verka hans breytast frá einum tíma til annars, án þess að kveðið sé upp úr um hvert þess- ara þrepa í listferlinum sé mikil- vægast í listrænu tilliti. En þar sem yfirlitssýning af þessu tagi er ein- stakt tækifæri til að efla fræðilega umfjöllun um myndlistina, hljóta margir að sakna þess að list Svav- ars eru ekki gerð meiri skil en sem nemur almennum fróðleik. Til við- bótar greinum Júlíönu og Peters Shield vantar rannsóknir, þar sem fjallað hefði verið á fræðilegan hátt um stöðu Svavars í íslensku listalífi: Markaði hann einhver spor í listasögunni? Á hvem hátt? Hvar kemur slíkt fram í verkum annarra listamanna? Hafði Svavar mark- tæk áhrif á listsköpum samtíðar- manna sinna? Eða á þær kynslóðir sem komu á eftir? - Endurmat og endurskoðun af þessu tagi er nauð- synlegur þáttur allra stórsýninga á íslenskri myndlist, sem enn er mjög fátæk af fræðilegri umfjöll- un. Tveggja ára undirbúningstími hefur nýst vel til að draga saman myndefni og heimildir, og hefði verið fyllilega réttlætanlegt ’ að leggja jafnframt meiri vinnu í fræðilegu hliðina. Þó að gölluð uppsetning dragi nokkuð úr mögu- leikum gesta til að mynda sér eig- in skoðanir á ferli listamannsins er hér á ferðinni sýning, sem mik- ill og ótvíræður fengur er að fyrir alla listunnendur. Yfírlitssýning Listasafns íslands á verkum Svav- ars Guðnasonar verður sennilega talin einn merkasti myndlistarvið- burður þessa árs, og þar sem nú er nokkuð langt liðið á sýningart- ímann er rétt að nota tækifærið hér til að hvetja fólk til að sjá hana eigin augum. Þjóðleikhúsið/íslenski dansflokkurinn: Pétur og úlfiirinn og aðrir dansar Pétur og úlfurinn Ballet Ólafur Ólafsson Verkefni: Konsert fyrir sjö, eftir Terence Etheridge. Fjarlægðir, eftir Ed Wubbe. Pétur og úlfurinn, eftir Terence Etheridge. Leikmynd: Gunnar Bjarnason, Armenio og Marcel Alberts. Bún- ingar: Gunnar Bjarnason, Heidi De Raad. Tonlist: Sergei Prokofi- ev og tónlist frá Marokkó. Dans- arar: Ásdís Magnúsdóttir, Einar Sveinn Þórðarson, Flosi Ólafsson, Guðmunda H. Jóhannesdóttir, Guðrún Pálsdóttir, Hanya Hada- ya, Helena Jóhannsdóttir, Helena Jónsdóttir, Helga Bernhard, Ingi- björg Pálsdóttir, Lára Stefáns- dóttir, Ólafía Bjarnleifsdóttir. Fyrsta sýning íslenska dans- flokksins á þessu starfsári hef- ur nú litið dagsins Ijós. Á efnis- skránni eru þrjú mjög ólík verk. Fyrst er Konsert fyrir sjö, klassískur ballett í hefðbundnum stíl. Þá kemur ballettinn Fjarlægðir, sem er í þeim stíl er flestir kalla nútímaballett. Loks er það Pétur og úlfurinn, frá- sagnarballett sem aðallega höfðar til yngstu leikhúsgestanna. Það er ugglaust ekki hlaupið að því að velja saman verkefni fyrir ballettflokk, sem varla hefur svið til að dansa á og fær alltof fáar sýningar. Mörgu þarf að sinna og verkefnavalið ber keim af því. Það minnir nokkuð á sýnishorn af ýmsum blæbrigðum listgreinarinnar. Samt sem áður var kvöldstundin ánægjuleg. Konsert fyrir sjö er snotur ball- ett, sem Terence Etheridge samdi upphaflega fyrir ballettflokk í Japan. Það þarf að leita nokkuð langt aftur í tímann til að fínna verkefni á efnis- skrá íslenska dansflokksins, þar sem hinni klassísku tækni ballettsins er beitt. Má það teljast furðulegt í ljósi þess, að skólun dansaranna og þjálf- un byggist á þeim hefðbundna grunni. Þessir endurfundir voru ánægjulegir og túlkun dansaranna var með ágætum. Það er nú samt eðli hins klassíska balletts, að hann þarf rými, bæði á sviði og í hliðar- vængjum. Sviðið er þröngt og dans- inn naut sín ekki til fulls. Góður dansari getur ekkert frekar sýnt sínar bestu hliðar á þröngu sviði en einleikari getur leikið vel á vanstillt hljóðfæri. Fjarlægðir er ballett eftir Ed Wubbe, sem var áður sýndur í Þjóð- leikhúsinu árið 1986. Verkið lýsir einsemd og óöryggi kvenna í fram- andi þjóðfélagi. Fjarlægðir var einn ballett af þremur í sýningunni Stöð- ugum ferðalögum, en sú sýning hlaut mjög verðskuldað lof og viður- kenningu. Nú sem þá er ballettinn dæmi um verk, þar sem allt gengur upp; góð kóreógrafía, góð leikmynd og búningar, góð lýsing og umfram allt frábær túlkun dansaranna. Mér er til efs að í annan tíma hafi þær

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.