Morgunblaðið - 21.10.1990, Page 18
18 C
MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUKNUDAGUR 21. OKTÓBER 1990
róiK
■ TVEIR nýir blaðamenn hafa
verið ráðnirtil starfa við Morgun-
blaðið. Þeir eru Omar Friðriks-
son, sem áður var ritstjóri Press-
unar og Skúli
Sveinsson, mark-|
aðsstjóri íslenskr-
ar getspár. Ómar
mun hefja störf á
blaðinu nú eftir
helgina. Hann
stundaði nárri í
stjórnmálafræði
við Háskóla ís-
lands og hóf störf
sem blaðamaður á
Helgarpóstinum 1984. Síðan
starfaði hann um skeið á Víkur-
ÓMAR
FRIÐRIKSSON
póstinurri á Húsavík, tímaritinu
Þjóðlífi og Alþýðublaðinu, og var
ráðinn ritstjóri Pressunar um ára-
mótin 1988-1989. Ómar sagði að
það legðist vel í sig að hefja störf
á Morgunblaðinu enda góð til-
breyting frá „tilraunafjölmiðlun-
um“, sem hann kallaði fyrri starfs-
vettvang sinn. „Það verður spenn-
andi að fá tækifæri til að taka
þátt í starfí svo rótgróins fjölmið-
ils sem Morgunblaðið er,“ sagði
hann.
Ekki hefur endanlega verið frá
því gengið hvenær Skúli kemur
til starfa við Morgunblaðið, en það
verður ekki síðar
en um næstu ára-
mót. Skúli er
reyndar „heima-
maður“ á blaðinu
þar sem hann
starfaði hér á
árum áður sem
íþróttafréttamað-
ur. Hann stundaði
þá jafnframt nám
í stjórnmálafræð-
um við Háskóla íslands og að lo-
knu_BA-prófi fór hann til starfa
hjá íslenskri getspá. Skúli sagði
það mikið tilhlökkunarefni að
byija aftur á Morgunblaðinu enda
hefði hann aldrei losnað við blaða-
mannsbakteríuna. „Raunar má
segja að ég hafi aldrei losnað al-
veg af Morgunblaðinu, því síðan
ég „hætti“ hef ég skrifað mikið
fyrir blaðið í lausamennsku. Ég
véit því alveg að hveiju ég
geng...“
SKÚLI
SVEINSSON
Opinber
Rifrildi for-
ystumanna
Alþýðu-
flokksins er
mikillálits-
hnekkir fyr-
ir viðkom-
andi, eink-
um vegna
þess að
sjónvarpið
hef ur gert
það eilíft
sem gera sjónvarpið,, líflegt, per-
sónulegt og tafarlaust“ eins og
Macmillan orðaði það og á stund-
um miskunnarlaust er óhætt að
bæta við. Þessir hlutir gerðust í
raun og veru, allir aðilar vissu af
nærveru upptökuvéla og þarna
var ekki að neinu leyti höggvið
nærri friðhelgi einkalífs. Frétta-
stofa er í fullum rétti til að birta
þessar myndir og það teldist frek-
ar óeðlilegt ef hún birti þær ekki.
Stjórnmálamenn geta sjálfum
sér um kennt þegar atburðir ein-
sog þessi komast á upptökuspólur
sjónvarps. Þeir vilja njóta góðs
af sjónvarpinu og því verða þeir
að taka afleiðingum þess þegar
hlutir fara úr böndum.
Fyrir síðustu kosningar gerðust
sögulegir atburðir í beinni útsend-
ingu. Við höfum þegar séð eitt
pólitískt axarskaft í sjónvarpi og
enn er nærri hálft ár til stefnu.
Við skulum spyija að leikslokum.
ENN einu sinni höfum við orðið vitni að því hversu máttugur
pólitískur miðill sjónvarpið er. Sjónvarpsfréttamyndir af
samskiptum þeirra Jóns Baldvins Hannibalssonar og Jó-
hönnu Sigurðardóttur á flokksþingi Aþýðuflokksins fyrir
rúmri viku, skömmu eftir kosningu þeirra í formann-
sembætti flokksins, sýndu betur en nokkur orð heift-
úðugan ágreining þeirra tveggja. Ágreiningurinn
var þess eðlis að hvorki dagblöð né útvarpsstöðv-
ar gátu lýst til fullnustu, — sjón var svo sannar-
lega sögu ríkari. Þó svo forystuparið tali um
fjölskylduerjur og að rifrildið hafi bara
skerpt ástina þá verður það að teljast
alla staði undarlegt að stjórnmálaleiðtog-
ar kjósi að bera slík „einkamál" á torg.
Þegar Jón Baldvin var í námi
á Bretlandseyjum fyrir um
þrem áratugum voru þarlendir
stjórnmálamenn að byija að fikra
sig áfram á hálli braut sjónvarps-
stjórnmála. Þáverandi forsætis-
ráðherra, Haröld Macmillan, var
varfærinn í þessum efnum eins
og flestum öðrum en hann gerði
sér ágæta grein fyrir eðlf miðils-
ins. Hann sagði
að ástæða þess
að stjómmála-
menn hændust
að sjónvarpi væri
sú að það væri
svo bjart, líflegt,
persónulegt og tafarlaust. Mac-
millan slapp því vel frá „pyntinga-
klefa tuttugustu aldarinnar“ ein-
sog sumir samferðamenn hans í
pólitíkinni kölluðu upptökuverið.
Arftaki Macmillans, Alex Dou-
glas-Home, var ekki eins sáttur
við sjónvarpið. Hann sagðist ekki
hafa æft sjónvarpsframkomu.
„Eg hata sjónvarp, það íþyngdi
mér alla tíð,“ — er haft eftir hon-
um.
En þetta er liðin tíð. Nú er Jon
Baldvin hættur að læra og kominn
á fleygiferð í pólitík. Ekki er
hægt með rökum að halda því
fram að sjónvarpið hafi íþyngt
Jóni Baldvini fram til þessa en
ef atburðir einsog þeir sem gerð-
ust á krataþinginu um síðustu
helgi endurtaka sig er óvíst hvað
gerist. Hvernig svo sem menn
reyna að fegra það sem gerðist
þá áttu sér þarna stað mikil
pólitísk mistök, — mistök sem
BAKSVIÐ
eftir Ásgeir Fridgeirsson
líklega hefðu bundið enda á frama
flestra pólitíkusa í öllum aivöru-
flokkum í nærliggjandi lýðræð-
isríkjum. Myndskeiðið, sem sýnt
var í fréttaauka á Stöð 2, þar sem
Jón Baldvin er að reyna að fá
Jóhönnu til að taka í höndina á
sér en hún sinnir því engu og
hvæsir á móti, er sú táknmynd
óeiningar innan Alþýðuflokksins
sem sjónvarpsstöðin getur brugð-
ið upp hvenær sem henni hentar.
Þó svo hjal leiðtoganna í lok
þingsins um ást og trúnaðartraust
hafi hjálpað þingfulltrúum til þess
að gleyma óþægilegum minning-
um þá þurrkaði það ekki út áður-
nefndar upptökur. Þær eru til og
þær munu að líkindum sjást oftar
en einu sinni fram að næstu kosn-
ingum.
- Þó svo sjónvarpið geri mikið
úr efni af þessu tagi þá er alls
ekki hægt að sakfella það. Það
eru einmitt atburðir af þessu tagi
Sjón er sögu
ríkari.
Hvert er raun-
verulegt sam-
band þeirra?
LJÓTBLÓM
þessum pistli ætla ég að
fjalla um alvarlegt mál.
Eg ætla að nefna hér
nokkur dæmi um vitleysur í
málfari í fjöimiðlum. Eg tek
fyrir örfá atriði sem ég hef
skrifað hjá mér af og til þeg-
ar ég hef hlustað á fréttir,
veðurfregnir og auglýsingar
í Sjónvarpinu, Stöð 2 og Rás
1 hjá Ríkisútvarpinu. Vil-
lusafnið væri stórt ef allt
væri tínt til sem hrýtur vit-
laust af vörum fréttamanna
og viðmælenda þeirra, en
þótt hér sé aðeins fátt eitt
nefnt þykir mér það sanna
nægilega að strangt eftirlit
og traust aðhald hæfra mál-
farsráðunauta er nauðsyn-
legt vörpunum öllum.
Oft og iðulega er klifað á
setningum á borð við
„hundruðir tonna af
laxi...“ Hér er orðið hundr-
að vitlaust notað. Það er,
hefur verið og á að vera
hvorugkynsorð en kennsla í
skólum og sífelldar ádrepur
í málvöndunarþáttum hafa
ekki náð að útmá vitleysuna.
Hér á að segja hundruð
tonna og ekkert annað. Orð-
ið þúsund getur hins vegar
staðið í hvorugkyni eða
kvenkyni eftir atvikum:
Mörg þúsund tonn; þúsundir
tonna. Þetta er svo einföld
regla að engum ætti að vera
vorkunn að fara rétt eftir
henni.
I fréttum kom nýlega
fram: „Ég veit ekki hvort að
það sé hægt að hafa svona
viðbúnað." Hér er fyrst að
nefna smáorðið að sem veður
uppi í frétta- og dægurlaga-
textum síðustu ára. Segja
skal: ... hvort ég kem (ekki
hvort að), svo ég komist
(ekki svo að), ef þú ferð (ekki
ef að), maðurinn sem ég sá
(ekki sem að) og svona
mætti lengi telja. Þetta hefur
um áratuga skeið verið kennt
í barnaskólum. Samt talar
fullorðið fólk svona. Næst
er að nefna orðmyndina sé.
Hér er réttara að segja er:
Veistu hvoit Jón er heima
(ekki sé). í þriðja lagi er
hálfgerður orðhengilsháttur
og slævir merkinguna að
hafa orðið það í svona máls-
grein. Best og einföldust og
skýrust væri hún: Ég veit
ekki hvort hægt er að hafa
svona viðbúnað.
í auglýsingu, sem dunið
hefur í eyrum, segir: „Þér
er treyst af okkur." Þetta er
óttalega vitlaus íslenska,
ekki hótinu skárri en þegar
sagt var: Þijú hundruð kíló
af krækibeijum tínd af gam-
alli konu á Langanesi. Ekki
vissi ég að (svo mikil) ber
yxu á konum þar! Hér hefði
auðvitað átt að segja Við
treystum þér.
Fyrir skemmstu talaði
fréttakona um einhveija
„sem ullu þessu tjóni“. Ein
vitleysan enn! I þetta sinn
er ruglað saman tveimur
sögnum, valda og vella:
Grauturinn vellur út úr pott-
inum. Hann vall niður á hell-
una. Grautartaumarnir ullu
þaðan út um alla eldavél.
Ég veit ekki hversu mikið
hefur ollið út úr pottinum.
Hins vegar: Þú veldur tjóni.
Ég olli jafnmiklum skaða og
þú. Þið olluð því að ég komst
ekki heim. Þið hafið valdið
mér vanda. Svona einfalt er
þetta nú og ekki til of mikils
ætlast að þeir sem hafa at-
vinnu af að tala í fjölmiðlum
kunni þetta.
j sjónvarpinu var maður
um daginn sem vildi gera
skúrk í einhveiju. Skúrkur
er eins konar hrappur. Að
gera skurk í einhveiju er
hins vegar að taka duglega
til hendi og það er allt annað
mál. Þá kom fram að „um-
ferð á olíu í höfnum lands-
ins“ væri mikil. Þetta er
óskiljanlegt eins og það er
sagt og ritað og trúlega hef-
ur maðurinn átt við að mikil
olía færi um hafnirnar eða
farið væri með mikla olíu um
þær. Þá hefði hann átt að
segja það. Hann hefði líka
átt að segja „Við erum ein-
huga um það,“ en ekki „Við
erum einhuga um það sam-
an!“
Sífellt er klifað á því í
fréttum að þurfi eða verið
sé að loka sjúkrarúmum.
Hvers konar rúm eru það
sem hægt er að opna og loka?
Eru þetta einhvers konar
örlitlir rimlaklefar? Varla.
Þetta er auðvitað vitleysa og
átt við að rúm séu tekin úr
notkun eða sjúkradeildum
lokað að hluta eða í heild.
Og þá á líka að segja það
sem við er átt.
Eitt dæmi nefni ég hér um
málvillu í veðurfréttum. Það”
er kolvitlaus framburður á
íslensku máli að segja að sé
„norðaustanátt á Suðvest-
urlandi." Áhersla á að vera
á fyrsta atkvæði í fslenskum
orðum: suðvestur, norðaust-
ur.
Hér verð ég að hætta
rúmsins vegna. ■ Ég gæti
haldið áfram og fyllt heilt
sunnudagsblað af dæmum
um óvandað mál í vörpunum
- og þá væru blöðin og tíma-
ritin öll eftir. Ég vil leyfa
mér að skora á þá sem starfa
við vörpin og hina sem koma
til viðtals að gæta tungu
sinnar, hugsa áður en talað
er. íslensk tunga er í veði,
sérstaklega í þessum nefndu
fjölmiðlum. Áhrif þeirra eru
gífurlega mikil og málfar
þeirra á að vera til fyrir-
myndar. Það er siðferðisleg
skylda þeirra að svo sé. Þess
vegna er sívaxandi þörf á
strangri reglugerð um að
hæfir og málglöggir ráðu-
nautar og tilsagnarmenn
skuli starfa við sérhveija
útvarps- og sjónvarpsstöð á
íslandi.
Sverrir Páll