Morgunblaðið - 21.10.1990, Side 20

Morgunblaðið - 21.10.1990, Side 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ MENIMINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1990 Almodovar (tll hægrl) leiðbeinir leikurunum í „Atame!“; ein af Evrópumyndurn Háskólabíós. EVROPSKAR KVIKMYNDIR Háskólabío hefur byrj- að sýningar á-Evrópu myndum í einum af fjór- um sölum sínum og aug- lýsir þær sérstaklega með stimplinum „Evrópsk kvikmynd" til aðgreining- ar frá hinum bandarísku, sem eru allsráðandi á markaðnum. Áhugamenn um bíó- myndír hljóta að fagna þessu framtaki, sérstak- lega þeir sem sakna gömlu „mánudagsmynd- anna“ í Háskólabíói, sem buðu uppá annan og íjöl- breytilegri kost, en hingað til hefur gengið frekar erfíðlega að fá áhorfendur á evrópskar myndir og dræm aðsóknin fælt bíó- stjórana frá að sýna þær þótt alltaf komi ein og ein í bíóhúsin; á síðasta ári voru 22 myndir af þeim 157 sem sýndar voru, annarstaðar frá en Bandaríkjunum. Á næstu mánuðum verða eftirtaldar myndir sýndar undir merkinu „Evrópsk kvikmynd" í Háskólabíói:„Venus Trap“ (þýsk) með Myriem Roussel eftir Robert Van Ackeren, sem m.a. gerði „Die Flambierte Frau“ árið 1982; „Nikita" (frönsk) með Jeanne Moreau, Jean Bouise og Jean Reno eftir Luc Bes- son; Hinrik V (bresk) með Derek Jakobi og Kenneth Branagh eftir Branagh; „Kronvittnet" (sænsk) með Marika Lagercratz og Per Mattsson eftir Jon Lindström og „Atame!“ (spænsk) með Victoria Abrii og Antonio Bander- as eftir Petro Almodovar, The Cook, the Thief, his Wife and her Lover (bresk) eftir Peter Gre- enaway. GLÆPAALDA í HOLLYWOOD Joel Coen leikstýrir „Miller’s Crossing"; mafíu- myndafár. Glæpaalda gengur nú yfir Hollywood og víðar. Við höfum fengið að sjá evr- ópsku útgáfuna af henni í hinni ofbeldisfullu bresku gangstermynd, Kray-bræð- urnir, ■ en vestra kristallast hún í a.m.k. sjö myndum, sem allar snúast um mafíuna á einn eða annan hátt. Sennilega er beðið eftir Guðföðurnum þrjú með mestri eftirvæntingu en hún verður frumsýnd um jólin. Þangað til er af nógu að taka. „GoodFellas" Martin Seorsese er með Robert De Niro í aðalhlutverki og bygg- í BÍÓ Nú standa yfír svokallaðir Dreyer-dagar í Regn- boganum á vegum Kvikmyndaklúbbs íslands þar sem sýndar eru fjórar af bestu myndum danska leik- stjórans Carl Th. Dreyer. í síðustu viku voru sýndar myndimar Jóhanna af Örk, sem hann gerði í Frakklandi árið 1927 og Dagur reiðinnar frá 1944 en í þessari viku, dagana 24. og 25. okt., verða sýndar myndimar Vampíran fíá. 1932, sem var fyrsta hljöðmynd Dreyers, og Örðið frá árinu 1955, næstsíðasta mynd meistarans. Dreyer, sem fæddist árið 1889 og lést 1968, er fremst- ur danskra kvikmyndagerð- armanna á öldinni og eitt af stóm nöfnunum í kvikmjmda- sögunni en myndir hans em ekki oft í umferð og því er akkur að Dreyer-dögum. ir á sögunni Gikkur („Wise- guy“), sem komið hefur út á íslensku, um ungan dreng ónæðissaman leigjanda, sem ómögulegt er að búa með en þekkir vel lagaleg réttindi sín og fer hvergi? Þetta er spurn- ingin sem sett er upp í banda- rísku spennumyndinni „Pac- ific Heights“ eftir breska leikstjórann John Schlesing- er með Matthew Modine og Melanie Griffith í hlutverki íbúðareigendanna og Micha- el Keaton í hlutverki vonda leigjandans. Slæm leigumál geta orðið býsna grimm en hafa ekki áður verið notuð í spennu- mynd með þessum hætti því nú hefur Schlesinger gert það sem „The New York Ti- mes“ kallar fyrsta „út- burðarþrillerinn". Og það var greinilega kominn tími á hann því myndin er á toppn- um vestra þessa dagana, sem ættu að vera gleðitíðindi fyr- ir aðdáendur Schlesingers en hann hefur gert heldur slak- ar myndir undanfarið. sem alinn er upp af mafíunni í New York (sjá neðar). „Mill- er’s Crossing" er eftir þá Hjónin Modine og Griffith kaupa stórt hús og leigja tvær séríbúðir í því, japönsk hjón flytja í aðra en uppinn Keaton í hina. Sá ekur um á Porsche og veifar seðlum og heillar hjónin en fljótlega dregur hann niður glugga- tjöldin, skiptir um læsingar og frá honum koma hávær, ógnandi hljóð um miðjar Ethan .og Joel Coen með Al- bert Finney og Gabriel Byrne og fjallar um írsku mafíuna á kreppuárunum,„State of Grace“ eftir Phil Joanou með Sean Penn í aðalhlutverki er líka um írska mafíu en gerist í nútímanum, „King of New York“ er með Christopher Walken í hlutverki geðveiks Hróa hattar nútímans og á vinnslustigi eru „Billy Bath- gate“ eftir sögu E.L. Doct- orows með Dustin Hoffman í aðalhlutverki og mynd um glæpakónginn Bugsy Siegel með Warren Beatty í aðal- hlutverki. nætur auk þess sem hann borgar ekki krónu. Frægar Hollywood-stjörn- ur hafa tekið það hliðarspor að undanförnu að leika vonda kallinn í bíómyndum og er Keaton nýjasta viðbótin í þann hóp. Hvernig honum tekst til fáum við vonandi að sjá fljótlega í Bíóhöllinni/ Bíóborginni. Martröð leigusalans Modine, Griffith og Keaton í „Pacific Heights"; fyrsti útburðarþrillerinn. KVIKMYNDIR Erpá ekkert rómantískt vió mafiunaf Gódirgæjar Scorsese ÞEGAR Martin Scorsese sendir frá sér nýja mynd telst það til viðburðar í kvikmyndaheiminum, sérstak- lega ef Robert De Niro leikur í henni en samstarf þeirra hefur nú getið af sér sex myndir þ. á m. ógley- manleg verk eins og „Taxi Driver" og „Raging Bull“. ■ Steve Martin mun leika í myndinni „Pinsky" sem er saga um rússneskan túlk sem veit of mikið um gömlu stjómina fyrir glasnost svo skammtímaminni hans er þurrkað út áður en hann er sendur á stórveldafund í Vín- arborg þar sem hann fellur fyrir aðstoðarmanni Banda- ríkjaforseta. Handritshöfund- ur er Lowell Ganz en þýski leikstjórinn Volker Schlönd- orff á að leikstýra. ■ ítalski leikstjórinn Bem- ardo Bertolucci safnaði saman öllum samstarfsmönn- um sínum úr myndinni Síð- asti keisarinn og virkjaði þá í nýju myndina sína, „The Sheltering Sky“, sem frum- sýnd verður vestra næsta nóvember, enda áttu þeir sinn stóra þátt í því að „Keisarinn" hreppti níu Óskarsverðlaun. Myndin er byggð á sögu Pauls Bowles og segir frá þremur Bandaríkjamönnum í N-Afríku eftir seinni heims- styijöldina. Með aðalhlut- verkin fara Debra Winger, John Malkovich og Camp- bell Scott. ■ Anthony Perkins er ennþá að gera Psycho- myndir og nú er númer (jög- ur orðin til en að vísu fyrir sjónvarp og sennilega mynd- bönd eingöngu. Undirtitill myndarinnar er Byrjunin („The Beginning"). Nýja myndin, ofbeldis- fulla mafíusagan „GoodFelIas", sem byggð er á hinni sannsögulegu bók Gikkur („Wiseguy") eftir Nicholas Pileggi, hefur vak- ið mikið umtal vestra og hlotið góða dóma en hún segir frá upp- gangi og falli Henry Hills, írsk-ítalsks drengs sem tek- ur að vinna fyrir mafíuna þegar hann er ennþá í bam- askola. „Þegar ég var 12 ára vildi ég verða gangster." Scorsese ku draga upp óglæsiléga og lítt eftirsókn- arverða mynd af mafíulífinu ólíkt t.d. Francis Coppola í myndunum um Guðföðurinn sem lýsa sterkum fjöl- skylduböndum, þagnar- skyldu og tryggð. „Good Fellas“ er köld vatnsgusa framan í þá sem aldir hafa verið upp á rómantískum goðsögnum um mafíuna. Hún er ekki um tryggð eða réttlæti eða ást, hún er um mjög einfaldan hlut: Hvern- ig græða á pening og um það hvernig fer fyrir þeim sem verða í veginum að því takmarki. Itay Liotta leikur Henry Hill, De Niro er leigumorð- inginn Jimmy Gonway, Joe Pesci 'er Tommy DeVito, æskufélagi Henrys, og Paul Sorvino er glæpaforinginn sem þeir vinna allir fyrir. „Myndin er um peninga,“ segir Scorsese. „Út alla myndina eru þeir alltaf að tala hver skuldar hverjum hve mikið. Það er mjög mik- ilvægt því þeir eru að þessu vegna peninganna. Ofbeldið er ekki aðalmálið heldur aðeins aðferð til að tryggja völd til að eignast pening.“ Handritshöfundurinn Pi- leggi hefur lengi skrifað um glæpi og dróst að sögunni um Henry Hill því hann vildi vita hvernig mafíósar eins og hann og félagar hans lifðu en Hill var kjörinn sjónarvottur því þótt hann væri einn af þeim og ekki minnstur glæpamaðurinn var hann hálfírskur og því utanaðkomandi áhorfandi í ítalaveröldinni. Scorsese fékk áhuga af sömu ástæð- um. „Ég vildi vita um lífsst- íl bófanna, þetta að Iáta sig ekki varða um neitt og lifa eingöngu fyrir efnaleg gæði, og bók Pileggis var besta lýsingin á því.“ Scorsese hafði samband við Pileggi þegar hann vann við myndina „The Color of Money“ og árið 1986 var handritið tilbúið. Myndir Scorsese hafa þótt umdeild- ar samanber Síðustu freist- ingu Krists en hann býst ekki við neinu mögli nú. „Það er kominn tími til að tala opinskátt um hvað í því felst að vera ítalsk-amerísk- ur mafíósi. Ekki að uppheíja það eða sveipa það goðsögn eða gríni heldur sýna það eins og það er með sínum , kostum og hryllingi." Bíóhöllin/Bíóborgin er með sýningaréttinn á „Go- odFellas". eftir Arnald Indriðason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.