Morgunblaðið - 21.10.1990, Page 22

Morgunblaðið - 21.10.1990, Page 22
22 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 1990 IVIyndlxst/Er kirkjan ífararbroddif List í opinberum byggingum í sumar var eitt sinn fjallað um tengsl myndlistar og trúar í einum pistlanna, þar sem bent var á að í upphafi hafi allar listir þróast undir handarjaðri trúarbragða. Þó að það samband hafi gliðnað mikið á síðustu öldum, hefur það aldrei slitnað alveg, og myndlist hefur oftast skipað veglegan sess í húsakynnum kristinnar kirkju. Nýlega hafa þrjú myndlistarverk verið sett upp í kirkjum á höfuðborgarsvæð- inu sem minna á þetta samband, og er full ástæða til að vekja athygli á þeim öllum. Igegnum tíðina hefur það loðað við sóknarnefndir og kirkjuyfirvöld að hafa verið með allra íhaldssöm- ustu kaupendum myndlistar, og hafnað hvetju því listaverki sem ekki samræmdist hug- myndum viðkom- andi um hvað væri tilhlýðilegt að hafa í guðs húsi. Nokkr- ar sögur eru þann- ig til um endur- 'sendar altaristöflur og afþakkaðar gjafir, en sem betur fer er langt síðan slíkar sögur heyrð- ust. Nú virðist meiri framsýni ríkja meðal ráðamanna á þessu sviði, og listamenn eru tæpast lengur múl- bundnir við fyrirfram skorðaðar hug- myndir þegar þeir leggja fram tillög- ur að myndverkum fyrir kirkjur; þeirra eigin listsýn fær að njóta sín. Þetta sést vel í Kópavogskirkju og Fossvogskirkju, þar sem nýlega hafa verið sett upp verk eftir unga listamenn. í Kópavogskirkju er um að ræða altaristöflu eftir Steinunni Þórarinsdóttur, sem hefur getið sér gott orð sem myndhöggvari. Sú tafla á eftir að verða mörgum kirkjugest- inum íhugunarefni, og er gott dæmi um hvernig nýta má rými kirkjunnar á óvæntan hátt. Fossvogskirkja hefur nýiega verið endurbyggð að innan, og fengu arki- tektarnir sem sáu um verkið mynd- höggvarann Helga Gíslason í lið með sér. Helgi hefur unnið nýja altaris- töflu, altari, skírnarfont og útihurð, og á með þessum verkum mikinn þátt í þeim gjörbreytta svip kirkjunn- ar, sem blasir við gestum. Til viðbótar þessum nýju kirkju- verkum má benda á að í Neskirkju hefur staðið yfir nokkur viðgerð og jafnframt því hefur nú loks verið settur upp mikill og fallegur steindur gluggi sem Gerður Helgadóttir hann- aði á sínum tíma fyrir kirkjuna, en hafði ekki verið komið á sinn stað fyrr; nú fær hann loksins að njóta sín í suðurbirtunni. Þessi verk sýna á áþreifanlegan hátt að kirkjan og myndlistin geta átt samleið, eins og þær gerðu um aldir. Kirkjunnar menn virðast vel vakandi fyrir þessari staðreynd, og leitast við að láta myndlistina njóta sín innan ramma trúarinnar. Hins vegar leiðir þessi þróun huga manna að því, hversu lítið er um að aðrar opinberar byggingar nýti sér mynd- listina sem skyldi, og hversu fáar stórbyggingar ýmissa fyrirtækja, sem hafa sprottið upp á síðustu árum, geta státað af viðamiklum listaverkum, sem voru sérstaklega gerð með viðkomandi hús eða bygg- ingu í huga. Hvers vegna er Iistin svo víða útundan — eða einfaldlega notuð sem uppfyllingarefni, sem er lítið betra? í vangaveltum af þessu tagi verð- ur auðvitað að taka fram, að bygg- ingarlistin sem slík er að sjálfsögðu ein grein myndlistanna, og engan veginn sú sísta. Enn fremur er rétt að benda á, að síðustu árin hafa ris- ið hér á landi margar glæsilegar byggingar, sem taka flestu fram sem áður hefur verið gert, einkum hvað varðar samspil húsa og umhverfis. En þar sem byggingar eiga stóran þátt í að skapa manninum sitt dag- lega umhverfi, verður að vera þar rúm fyrir fleira en skrifborð, stóla og rúm. Byggingar eru einnig um- hverfi fyrir aðra myndlist, og ef ekki er tekið tillit til þess, geta listirnar unnið hver gegn annarri. Það er enginn vafi að myndlist bætir allar byggingar. Þannig er íþróttavöllurinn í Laugardal mun líf- legri eftir að listaverk voru fest þar á stúkuna, og eina lífsmark gler- og stálkassa Byggðastofnunar við Rauðarárstíg felst í líflega kvísluðu loftinntaki loftræstikerfisins (sem var hannað af myndhöggvara). En slík dæmi eru því miður of fá. Hvar eru þau listaverk sem eiga að prýða hina miklu verslanasamstæðu í Kringlunni að utan sem innan? Eða Hús verslunarinnar, sem trónir hand- an götunnar? Eða nýbyggingu Sjóvá- Almennra við hliðina? Eða stórbygg- ingu Aðalverktaka við Höfðabakka? Þarna mættu eigendurnir lífga mikið upp á umhverfi bygginganna og afgreiðslusali með því að fá lista- eftir Eirik Þorlóksson ‘ -i <T | ? t»•-' * ; ■ ■■ -yiTjsö' i j» • t » Myndlist — hvert verður hlutverk hennar í ráðhúsinu? menn til að skapa verk sérstaklega fyrir það rými sem þarna er að finna. Á næstu mánuðum og árum eiga vegfarendur raunar eftir að sjá rísa ýmis verk sem þegar hafa verið ákveðin á opnum svæðum (í hveiju tilviki að undangenginni samkeppni meðal listamanna), t.d. við Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Borgarleikhúsið í Kringlunni, Ríkisútvarpshúsið við Efstaleiti og íþróttamiðstöðina í Laugardal; hversu hratt þessi verk rísa er hins vegar ekki Ijóst, og væri áhugavert að frétta af slíku frá við- komandi stofnunum. Ein umdeildasta bygging landsins síðustu árin er án efa ráðhús Reykja- víkurborgar, sem nú er komið undir þak í norðvesturhorni Tjarnarinnar. Fyrir kosningarnar í borginni í vor var sett fram loforð um opnunardag og stund hússins. Gott og vel. En minnist einhver þess að hafa heyrt þess getið á hvern hátt myndlist er ætlað að gegna hlutverki i bygging- unni, utan dyra sem innan? Hefur undirbúningur þess þegar verið hafinn með skipulögðum innkaup- um listaverka - eða verður mynd- listin einungis notuð sem uppfyll- ingarefni á síðasta stigi, eftir að stólar og borð eru komin á sinn stað? Það er ljóst að opinberir aðilar og stórfyrirtæki gleyma oft stöðu myndlistarinnar í byggingum sín- um, eða líta á hana sem eitthvað sem skal nota til að fylla afgangs- rými þegar öllum öðrum kröfum hefur verið fullnægt. Slíkt viðhorf byggir auðvitað á afar þröngum skilningi á þeirri starfsemi sem byggmgin á að hýsa í hveiju til- viki. í kirkjubyggingum þarf ætíð að taka myndlistina með í reikning- inn frá upphafi, ef heildin á að heppnast, og í því felst mikilvæg viðurkenning á gildi myndlistar. Þarna byggir kirkjan á reynslu tímans, sem aðrir aðstandendur stórbygginga ættu að taka sér til fyrirmyndar. Hvaðer Armaflex Það er heimsviðurkennd pípueinangrun í hólkum, plötum og límrúllumfrá (Áfmstrong % Ávallt til á lager. Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29 - Múlatórgi - Sími 38640 JHoroimíiIatiiti, i úrVERIHU f KEMUR UT A MIÐVIKUDOGUM Auglýsingapantanir teknar til kl. 16.00 á mánudögum iii Samkeppni um hús ^ yfir borholur Hitaveitu Reykjavíkur Hitaveita Reykjavíkur efnir tii samkeppni í samvinnu við Borgarskipulag um hönnun húsa yfir borholur Hitaveitunnar, sem eru í borgarlandinu og í Mos- fellsbæ, samkvæmt keppnisgögnum og samkeppnisreglum Arkitektafélags íslands. Markmið keppninnar er að leiða fram hagkvæma lausn hvað varðar notagildi, form og fegurð húsanna. Heimild til þátttöku hafa íslenskir ríkisborgarar og útlendingar með fasta bú- setu á íslandi. Heildarverðlaunafé er kr. 1.000.000,-. Fyrstu verðlaun verða ekki lægri en kr. 500.000,-. Auk þess er dómnefnd heimilt að kaupa tillögur fyrir allt að kr. 300.000,-. Keppnisgögn eru afhent hjá trúnaðarmanni dómnefndar, Ólafi Jens- syni, framkvæmdastjóra Byggingaþjónustunnar, Hallveigarstíg 1, í Reykjavík, sími 91-29266. Tillögur skal afhenda trúnaðarmanni eigi síðar en 31. janúar 1991, kl. 18.00 að íslenskum tíma. BÆKUR/ErSalman Rushdiegódur bamabókahöfundur? ÆVINTÝRILÍKAST ÞAÐ ER næsta fágætt að fullburða rithöfundur, sem aflað hefur sér frægðar um víðan völl með því að túlka og varpa ljósi á sérkenni samtíðar sinnar, uppdikti sögur handa börnum. Löngunin til að auðga huga barna með fjörmiklum og frumlegum frásögnum vaknar vísast þegar rithöfundurinn eignast þakkláta og forvitna áheyrendur í sínum eigin börnum. eftir Guðrúnu Nordal Það sýnir ekkert nema þrekvirki andans þegar skáld, sem hrak ið hefur verið í felur og einveru vegna raunverulegrar ógnar frá æsingar- hljóðum óðra öfgamanna, skuli úr myrkvastofu sinni skrifa ævintýri. Skuli skapa í tæl- andi lygasögum ævintýraheim þar sem hið góða og illa takast endalaust á — og þar sem endir- inn er góður. I þeim heimi eru alls kyns ótrúlegar uppákomur og furðuverur eins raunverulegar og barnið sem hlustar. Og þar geta kraftaverkin gerst. Salman Rushdie hefur skrifað sig út úr þessari þögn og sent frá sér bók sem hann tileinkar ungum syni sínum og kallar. „Haroun og sagna- hafið“ (Haroun and The Sea of Stori- es, Granta Books: 1990, 218 bls.) Sú tileinkun hlýtur að snerta hvern sem hana les og hún hnykkir enn frekar á þéim þrengingum í fjölskyldulífi, sem Rushdie og nánasta fjölskylda hans hef- ur orðið að þola í meira en átján mán- uði. Þó bókin sé ber- sýnilega ætluð bömum þá er senni- legt að vegna þeirra kringumstæðna sem höfundur býr við muni stálpaðir Salman Rushdie — Skapar í bókagrúskarar tælandi Iygasögum ævintýraheim fremur fylla les- þar sem hið góða og illa takast endahópinn, en endalaust á... smábörn. Að minnsta kosti um stund- ar sakir. Og það hefur líka komið á daginn. Bókin hefur sett gagnrýnendur í óvenjulega stöðu. Þó að bókin sé skrif- uð fyrir börn og ætluð þeirra eyrum, hefur hún fengið jafn ítarlega umfjöll- un eins og væri hún ný skáldsaga frá hans hendi. Á hana hefur verið borið einróma lof af ekki ómerkari rithöf- undi en Graham Greene sem líkt hef- ur fantasíunni í ævintýrinu við töfra- heiminn í Lísu í Undralandi. Og flest- ir gagnrýnendur hafa fylgt í kjölfar- ið. Einn hefur þó í það minnsta þóst sjá í þessari barnabók glannalegar einfaldanir og klisjur í frásagnar- hætti og lýsingum, sem fylgja oftast ævintýrum. En af því að Rushdie spinnur söguna er dómurinn þyngri. En það er heillandi að hugsa um þessar furðusögur öðruvísi. Bjartsýn- in og kjarkurinn að baki sköpun bók- arinnar tilheyra heimi ævintýranna. Það er eitthvað ósegjanlega hug- rakkt og einarð- legt við að svara öfgum og bóka- brennum með því að halla undir flatt og ausa af gnægtabrunni „sagnahafsins". Láta söguna skapa börnum og fullorðnum skringilegan og ímyndaðan heim þar sem samvinna og málamiðlun eru möguleg. Heim þar sem vonin lifir og kraftaverkin gerast enn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.