Morgunblaðið - 04.11.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.11.1990, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 251. tbl. 78. árg. SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 19909 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Morgunblaðið/RAX ÍKERLINGARFJÖLLUM Atökin í Moldovu auka enn á vanda Gorbatsjovs Moskvu. Reuter. ÞJÓÐERNISÁTÖK þau sem blossað Þingmenn Þjóð- arflokks Bhuttos ganga út af þingi BENAZIR Bhutto, fyrrverandi forsætis- ráðherra Pakistans, og aðrir þingmenn Þjóðarflokks hennar (PPP) gengu í gær út af fyrsta þingfundi eftir kosningar, þar sem PPP tapaði um helmingi þing- sæta sinna. Þeir voru að mótmæla því að ríkisstjórnin hefði ekki séð til þess að eiginmaður Bhuttos, Asif Ali Zard- ari, sem situr nú í fangelsi, gæti svarið embættiseið þrátt fyrir dómsúrskurð um það. Þingmenn PPP og samstarfsflokka hans tilkynntu á föstudag að þeir myndu ekki sniðganga þingið þrátt fyrir að þeir teldu að niðurstöður kosninganna hefðu verið.falsaðar. Bhutto sagði frétta- mönnum að þingmenn PPP myndu taka sæti á þinginu þegar Zardari fengi að sveija embættiseið. Að öðrum kosti myndu þeir hundsa þingið. Mánaðarkaup Li Pengs 6.Ö00 ísl. kr. Li Peng forsætisráðherra Kína vinnur frá því á morgnana til miðnættis og hefur aðeins 500 yuan í tekjur á mán- uði eða jafnvirði 6.000 ÍSK, að sögn kínverska mánaðarritsins Bauhinia. Þar segir að Li lifi fábrotnu meinlæta- lífi en njóti þess að dveljast í faðmi fjölskyldunnar, sé í beinu sambandi við alþýðuna og taki sjálfur á móti fólki sem koma vill umkvörtunum á framfæri við stjórnvöld. Li hefur ver- ið harðlega gagnrýndur á Vesturlönd- um fyrir að skipa alþýðuhernum að stöðva mótmæli lýðræðissinnaðra stúdenta á Torgi hins himneska friðar í júní í fyrra. Sovétmenn kaupa kanadískt korn KANADAMENN hafa samið um sölu á fjórum milljónum tonna af hveitiupp- skeru ársins og einni milljón tonna af byggi til Sovétríkjanna og er samning- urinn sagður koma sér einkar vel fyr- ir kanadíska bændur. Vegna veður- sældar varð metuppskera á hveiti, 31 milljón tonna, í ár en bændurnir eru háðir alþjóðamarkaði þar sem fram- boð er nú meira en eftirspurn og tekj- ur þeirra aukast því ekki í beinu hlut- falli við uppskeru. Markaðsverð hveit- isins og kornsins, sem Rússar hafa ákveðið að kaupa af Kanadamönnum, er 600 milljónir Kanadadollara, jafn- virði 28 milljarða ísl. kr. en talið er að Sovétmönnum hafi staðið kornið til boða á lægra verði. hafa upp í Sovétlýðveldinu Moldovu er» mikið áfall fyrir Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseta sem reynir nú hvað hann getur til að hindra að Sovétríkin liðist í sundur. Allt að 10 manns biðu bana og 50 særðust í átökum milli lögreglu og vopnaðra borgara fyrir utan bæinn Dubossarí í Dnestr, héraði rússneska minnihlutans. orbatsjov kennir aðskilnaðarsinnum, sem hann kallar svo, um hvernig kom ið er. Hann segist hafa áhyggjur af ofbeld- isverkunum sem gætu aukist. „Við verðum að berjast af hörku við aðskilnaðarsinna af hvaða uppruna sem er og af þeirri ástæðu verðum við að koma íbúum lýðveld- isins til hjálpar og koma þar á eðlilegu ástandi,“ sagði Gorbatsjov í sjónvarpi á föstudag. Gorbatsjov ætlaði að hitta Mircea Sneg- ur, forseta Moldovu, í gær til að ræða leið- ir til að koma á lögum og reglu í lýðveld- inu á ný. Minnihlutahópar af tyrkneskum og rússneskum uppruna vilja aðskilnað frá meirihlutanum sem er af rúmenskum upp- runa. Átökin á föstudag brutust út eftir að hópur Moldova, sem höfðu haft spurnir af því að verið væri að skipuleggja þing- kosningar til nýs þings í Dnestr-héraði, bar út opinbera starfsmenn úr skrifstofum þeirra í Dubossarí seint á fimmtudag. Átökin mögnuðust þegar lögreglumenn reyndu að komast til borgarinnar og mættu mótstöðu þúsunda vopnaðra borgara. Símasamband rofnaði við borgina seint á föstudag og óljóst var hvað hafði gerst. Blaðamaður í Tiraspol, höfuðborg Dnestr- héraðs, sagði að a.m.k. 10 manns hefðu beðið bana og 50 særst. Frá því var sagt í sovésku sjónvarpi seint á föstudagskvöld að lögreglumenn hefðu brotist í gegnum allar fyrirstöður og væru komnir til Du- bossarí-borgar. Mörg Sovétlýðveldanna 15 hafa ásakað Sovétstjórnina um að gjörnýta auðlindir þeirra og hafa undanfarið lýst yfir fullum yfirráðum yfir þeim. Á föstudag gaf Gorb- atsjov út tilskipun um að Sovétstjórnin en ekki lýðveldin réðu yfir gjaldeyrissjóðum Sovétríkjanna. Tilskipunin er gefin út í skjóli neyðarlaga um efnahagsmál. Hann sagðist ætla að nota 40% af gjaldeyristekj- um til að greiða niður erlendar skuldir, lítill hluti fer til fyrirtækja, 90% af því sem þá er afgangs fer í gjaldeyrisvarasjóð og er þá sama og ekkert eftir handa Sovétlýð- veldunum til ráðstöfunar. 8A1IR 10 MADll VAR ALLTI SÓMANUM í KÚRDÍSTAN Afframförum, náttúrulögmálum ogsamskiptum manna viÖ Mööurjörö 20 QRLAÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.