Morgunblaðið - 04.11.1990, Side 5

Morgunblaðið - 04.11.1990, Side 5
ÍSIENSKA AUClf SINCASTOfAN Hf. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 19909 5 r 22. nóv. kl. 21.05 - DRAUMALANDIÐ, ný röð ferðaþátta í umsjón Ómars Ragnarssonar sem býður viðmælendum sínum að heimsækja sitt sérstaka draumaland á íslandi. Á dagskrá vikulega í vetur. 24. nóv. kl. 22.10 - í KRÖPPUM LEIK (The Big Easy), spennandi mynd um valdabaráttu tveggja mafíuhópa í New Orleans. Á laugardagskvöldum — TVÍDRAN&Alk, framhaldsþættir sem hafa slegið öll áhorfenda- met í Bandaríkjunum. David Lynch og Mark Frost leikstýra og framleiða þættina ásamt Sigurjóni Sighvatssyni. 7. nóv. kl. 22.30 - SKÖPUN, ný íjö'gurra þátta röð þar sem könnuð eru áhrif kunnra hönnuða á ýmsa þætti í umhverfi nútímamannsins. 23. nóv. kl. 21.35 - BUBBI MORTHENS á Púlsinum. Þáttur í stjórn Egils Eðvarðssonar þar sem við kynnumst Bubba og fáum að heyra lög af væntanlegri hljómplötu hans. 11. og 12. nóv. — AKURELDAR III, dramatísk framhaldsmynd í tveimur hlutum um uppgjör milli vina og ættingja í áströlskum smábæ. 9. nóv. kl. 21.30 - ÖRLÖG í ÓBYGGÐUM. rómantísk gamanmynd frá 1988. Ung kona (Donna Mills) freistar gæfunnar í Ástralíu. 4. nóv. kl. 21.20 - INN VIÐ BEINIÐ, nýr viðtalsþáttur í umsjón Eddu Andrésdóttur; Kristján Jóhannsson óperusöngvari er gestur hennar í þessum fyrsta þætti. Á dagskránni annað hvert sunnudagskvöld í vetur. 8. nóv. kl. 20.00 - UNGFRÚ HEIMUR - BEIN ÚTSENDING frá London Palladium á England þar sem Ásta Einarsdóttir kemur fram fyrir Islands hönd. 24. nóv. kí 00.00 - LÖGGA TIL LEIGU (Rent-A-Cop), þrælgóð spennumynd með Burt Reynolds og Lizu Minelli um samvinnu lögreglumanns og gleðikonu. af fúsum og frjálsum vilja

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.