Morgunblaðið - 04.11.1990, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA/VEÐUR sunnúdagur
4. NÓVEMBER 19909
Guð mun þerra hvert tár
eftir sr. HJÁLMAR
JÓNSSON
Guðspjall:
Matt 5: 1-12
Þennan sunnudag minnumst
við látinna. Minningin er einn
þáttur hins daglega lífs. Að minn-
ast og sakna látinna ástvina er
dýrmætur og helgur réttur þeirra
sem eftir lifa. Kona ein hefur sagt:
Ég vil ekki komast yfir sorgina
og söknuðinn. Ég vil ekki hætta
að muna barnið mitt þótt það sé
dáið og ég vona að fólkið í kring-
um mig viðurkenni að það sé eðli-
legt. Þótt mörg ár séu liðin verð
ég stundum að láta sem ég sé
hress og glöð svo að ég missi
ekki sambandið við vini mína.
Kann ekki að vera að samfélag-
ið setji syrgjendum miklu þrengri
skorður en vera þarf? Það þykir
nauðsynlegt að vera alltaf í góðu
skapi. Merki um sorg, söknuð,
reiði eða áhyggjur má ekki sýna
án þess að hið lifandi umhverfi
bregðist ónotalega við. Fóik hefur
rétt til þess að um stundarsakir
eftir ástvinamissi að syrgja og
sakna. Jafnvel svo að syrgjandinn
má ekki sýna brosvipru eða sérs-
takt lífsmark fýrst í stað. Síðan
á allt að verða eins og áður var.
Fyrst eiga dagarnir að vera svart-
ir, en síðan bjartir aftur. Niður-
staða þess sem syrgir er þó oftar
sú, að dagarnir eru gráir. Hvers-
dagsleikinn er grár og stundum
hræðilega blákaldur.
Sjáum nú fyrir okkur hvar Jes-
ús sest niður hjá fjölda fólks og
boðar sælu. Fólki sem leið ekki
vel. Fólki, sem var fátækt í anda,
syrgjandi, hungrað, allslaust.
Hann segir: Sæl eruð þið sem
þannig er ástatt um, því að ég
set guðsríkið mitt á meðal ykkar.
Mitt í, sorgina sái ég fræi, sem
getur vaxið og þroskast og borið
ávöxt. Kristur vissi fullvel sjálfur
hvað það er að syrgja og þjást.
Hann vissi að þá glatast allt það
dýrmætasta, gleðin, friðurinn og
lífskrafturinn. En hann segir: Þú,
sem ert fátækur í anda, ég gef
þér fátæklega von, sem þó getur
gert þig ríkan eða ríka. Samfélag,
sem stendur undir nafni sem kris-
tið samfélag, eflir þá von. Þegar
einhver syrgir skal reynt að opna
leiðir. Þá skal reynt af mann-
legri, veikri en stefnufastri við-
leitni að hjálpa þeim sem syrgir
til þess að bera ekki myrka, inn-
gróna sorg í hjartanu. Þá skal
hjálpað til þess að auðvelda útrás
sorgarinnar og greiða þannig fyr-
ir þeirri huggun sem trúin getur
veitt. Með tíð og tíma má sækja
kraft og lífsfyllingu fyrir komandi
daga.
Líf okkar á að stefna fram á
við. Hversu mjög sem við söknum
er ekki hægt að lifa í fortíðinni
án þess að glata svo miklu af lífi
í nútíð. Sá sem lifir í hinu liðna
hættir að vænta sér nokkurs af
framtíðinni. Okkur er þó ætlað
að stefna fram og það verðum við
að gera þótt margt hafi verið
dýrmætt og dásamlegt á því ævi-
skeiði, sem er að baki. Sæluboðin
segja það svo fallega að allt breyt-
ist í blessun um síðir. Sæl erum
við í dag því að Guð hefur afráð-
ið úrslitin. Þótt margt sé, og geti
verið, mótdrægt í dag þá mun það
snúast til betri vegar. Sælir eruð
þér, því að þér munuð öðlast dýrð
Guðs. Sælir eru látnir því að þeir
munu lifa.
Guð blessi minningar þínar og
líf þitt, lesandi minn, hvar sem
þú ert, hver sem þú ert og hveij-
ar sem aðstæður þínar eru. Guð
gefi þér styrk fyrir heilaga hugg-
un.
Góðar stundir.
VEÐURHORFUR I DAG, 4. NOVEMBER
YFIRLIT í GÆR: Um 600 km suður af landinu er 1026 mb hæð
og 1022ja mb hæð yfír Norðaustur-Grænlandi. Um 400 km suðsuð-
vestur af Hvarfi er 975 mb lægð á leið norðnorðvestur og grunnt
lægðardrag á Grænlandshafí hreyfíst norðaustur.
HORFUR í DAG: Suðvestlæg átt kaldi vestantil, hægari austan-
lands. Hiti 2-4 stig og dálítil súld við suðvestur- og vesturströndina
en ennþá víðast hvar frost og bjart veður á Norður- og Austurlandi.
HORFUR á MÁNUDAG: Fremur hæg suðvestlæg átt og heldur
hlýnandi veður. Skýjað og dálítil súld við suðvesturströndina, en
áfram léttskýjað norðan- og austanlands.
HORFUR Á ÞRIÐJUDAG: Sunnan- og suðvestan átt, strekkingur
og súld eða rigning vestanlands og með norðurströndinni, en þurrt
og víða bjart veður annars staðar. Hiti 4 til 8 stig.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 6:00 í gær að ísl. tíma
Staður hiti veður Staður hiti veður
Akureyri •r4 léttskýjað Glasgow 2 léttskýjað
Reykjavík +2 léttskýjað Hamborg 4 skúr
Bergen 4 heiðskírt London 4 léttskýjað
Helsinki 2 alskýjað Los Angeles 24 heiðskírt
Kaupmannah. 6 skýjað Luxemborg 2 þoka
Narssarssuaq 10 skýjað Madrid 0 heiðskírt
Nuuk 2 alskýjað Malaga 8 léttskýjað
Osló 2 skýjað Mallorca 6 skýjað
Stokkhólmur 0 slydda Montreal vantar
Þórshöfn 2 skýjað NewVork Orlando 24 28 léttskýjað heiðskirt
Algarve 10 heiðskírt
Amsterdam Barcelona 5 9 skýjað léttskýjað París Róm 3 14 þoka í grennd þrumuveður
O "'iA,kin / / / f r r f Rigning / / / V Skúrir
íÍ tétttkýjaé * / * *
' * r * Slydda / * / V Slydduél
* * • * * « • Snjókoma « * * V ÉJ
S^k AlskýjaA ’ , ’ Suld oo Mistur
í
NorAan, 4 vindttig:
Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrimar
vindstyric, hei! fjöður
er tvö vindstig.
10 Hhastig:
10 gráöur á Celsius
= Þoka
= Þokumóöa
Kvöld-, nætur- og helgarþjónusta apótekanna í
Reykjavík, dagana 2.-8. nóvember, að báðum dögum
meðtöldum er í Garðs Apóteki. Auk þess er Lyfjabúðin
Iðunn opið til kl. 22 alla daga vaktvikunnar nema sunnu-
daga.
Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarnarnes og Kópavog
í Heilsuverndarstöö Reykjavíkur við Barónsstíg frá kl. 17
til kl. 08 virka daga. Allan sólarhringinn, laugardaga og
helgidaga. Nánari uppl. í s. 21230.
Læknavakt Þorfinnsgötu 14: Skyndimóttaka rúmhelga
daga 10-16, s. 620064.
Borgarspítalinn: Vakt 8-17 virka daga fyrir fólk sem ekki
hefur heimilislækni eða nær ekki til hans s. 696600).
Slysa- og sjúkravakt allan sólarhringinn sami sími. Uppl.
um lyfjabúðir og læknaþjón. í símsvara 18888.
Ónæmisaðgerðir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara
fram í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur á þriðjudögum kl.
16.30-17.30 Fólk hafi með sér ónæmisskírteini.
Alnæmi: Uppl.sími um alnæmi: Símaviötalstími framveg-
is á miðvikud. kl. 18-19, s. 622280. Læknir eða hjúkruna-
rfræðingur munu svara. Uppl. í ráðgjafasíma Samtaka
'78; mánud. og fimmtud. kl. 21-23: 28539. Símsvarar
eru þess á milli tengdir þessum símnúmerum.
Alnæmisvandinn: Samtök áhugafólks um alnæmisvand-
ann vilja styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra,
s. 22400.
Krabbamein. Uppl. og ráögjöf. Krabbameinsfél. Virka
daga 9-11 s. 21122, Félagsmálafulltr. miðviku- og
fimmtud. 11-12 s. 621414.
Ónæmistæring: Upplýsingar veittar varðandi ónæmis-
tæringu (alnæmi) í s. 622280. Milliliðalaust samband við
lækni. Fyrirspyrjendur þurfa ekki að gefa upp nafn. Við-
talstímar miðvikudag kl. 18-19. Þess á milli er símsvari
tengdur við númerið. Upplýsinga- og ráðgjafasími Sam-
taka ’78 mánudags- og fimmtudagskvöld kl. 21-23, S.
91-28539 — símsvari á öðrum tímum.
Samhjálp kvenna: Konur sem fengið hafa brjóstakrabba-
mein, hafa viðtalstíma á þriðjudögum kl. 13-17 í húsi
Krabbameinsfélagsins Skógarhlíð 8, s.621414.
Akureyri: Uppl. um lækna og apótek 22444 og 23718.
Seltjarnarnes: Heilsugæslustöð, s. 612070: Virka daga
8-17 og 20-21. Laugardaga 10-11.
Nesapótek: Virka daga 9-19. Laugard. 10-12.
Apótek Kópavogs: virka daga 9-19 laugard. 9-12.
Garðabær: Heilsugæslustöð: Læknavakt s. 51100. Apó-
tekið: Virka daga kl. 9-18.30. Laugardaga kl. 11-14.
Hafnarfjarðarapótek: Opið virka daga 9-19. Laugardög-
um kl. 10-14. Apótek Norðurbæjar: Opið mánudaga —
fimmtudaga kl. 9-18.30, föstudaga 9-19 laugardögum
10 til 14. Apótekin opin til skiptis sunnudaga 10-14.
Uppl. vaktþjónustu í s. 516p0.
Læknavakt fyrir bæinn og Álftanes s. 51100.
Keflavík: Apótekið er opiö kl. 9-19 mánudag til föstu-
dag. Laugardaga, helgidaga og almenna frídaga kl. 10-12.
Heilsugæslustöö, símþjónusta 4000.
Selfoss: Selfoss Apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á
laugardögum og sunnudögum kl. 10-12. Uppl. um lækna-
vakt fást í símsvara 1300 eftir kl. 17.
Akranes: Uppl. um læknavakt 2358. — Apótekið opiö virka
daga til kl. 18.30. Laugardaga 10-13. Sunnudaga 13-14.
Heimsóknartími Sjúkrahússins 15.30-16 og 19-19.30.
Rauðakrosshúsið, Tjarnarg. 35. Ætlað börnum og ungl-
ingum í vanda t.d. vegna vímuefnaneyslu, erfiðra heimilis-
aðstæöna, samskiptaerfiðleika, einangrunar eöa persón-
ul. vandamála. S. 622266. Barna og unglingasími 622260.
LAUF Landssamtök áhugafólks um flogaveiki. Skrifstofan
Ármúla 5 opin 13—17 miðvikudaga og föstudaga. Sími
82833.
Samb. ísl. berkla- og brjóstholssjúklinga, S.Í.B.S. Suöur-
götu 10.
G-samtökin: Samtök gjaldþrota greiðsluerfiðleikafólks.
Uppl. veittar í Rvík í símum 75659, 31022 og 652715. í
Keflavík 92-15826.
Foreldrasamtökin Vímulaus æska Borgartúni 28, s.
622217, veitir foreldrum og foreldrafél. upplýsingar.
Opin mánud. 13-16. Þriðjud., miðvikud. og föstud. 9-12.
Fimmtud. 9-10.
Áfengis- og fíkniefnaneytendur. Göngudeild Landspítal-
ans, s. 601770. Viðtalstími hjá hjúkrunarfræðingi fyrir
aðstandendur þriðjudaga 9—10.
Kvennaathvarf: Allan sólarhringinn, s. 21205. Húsaskjól
og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa veriö ofbeldi í
heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun.
MS-félag íslands: Dagvist og skrifstofa Álandi 13, s.
688620.
Lífsvon — landssamtök til verndar ófæddum börnum.
S. 15111 eða 15111/22723.
Kvennaráðgjöfin: Sími 21500. Opin þriðjud. kl. 20-22.
Fimmtud. 13.30 og 20-22. Vinnuhópur gegn sifjaspell-
um. Tólf spora fundir fyrir þolendur sifjaspella miðviku-
dagskvöld kl. 20-21. Skrifst. Vesturgötu 3. Opið kl. 9-19.
Sími 626868 eða 626878.
SÁÁ Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið, Síðu-
múla 3-5, s. 82399 kl. 9-17.
Skrifstofa AL-ANON, aðstandenda alkohólista, Hafn-
arstr. 5 (Tryggvagötumegin 2. hæð). Opin mánud.—
föstud. kl. 9—12. Símaþjónusta laugardaga kl. 10—12,
s. 19282.
AA-samtökin. Eigir þú við áfengisvandamál að stríða,
þá er s. samtakanna 16373, kl. 17-20 daglega.
FBA-samtökin. Fullorðin börn alkohólista. FundirTjarnar-
götu 20 á fimmtud. kl. 20. í Bústaðakirkju sunnud. kl. 11.
Fréttasendingar Ríkisútvarpsins til útlanda daglega á
stuttbylgju til Norðurlanda, Bretlands og meginlands
Evrópu: Daglega kl. 12.15-12.45 á 17493, 15770, 13830
og 11418 kHz. Kl. 18.55-19.30 á 15770, 13855, 11418
og 3295 kHz.
Hlustendum á Norðurlöndum geta einnig nýtt sér send-
ingar á 17440 kHz kl. 14.10 og 13855 kHz kl. 19.35 og
kl. 23.00.
Kanada og Bandaríkin: Daglega: kl. 14.10-14.40, 19.35-
20.10 og 2300-23.35 á 17440, 15770 og 13855 kHz.
Hlustendur í Kanada og Bandaríkjunum geta einnig oft
nýtt sér sendingar kl. 12.15 og kl. 18.55.
Að loknum lestri hádegisfrétta á laugardögum og sunnu-
dögum er lesið fréttayfirlit liðinnar viku.
ísl. tími, sem er sami og GMT.
SJÚKRAHÚS - Heimsóknartímar
Landspítalinn: alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl.
20.00. Kvennadeildin. kl. 19-20.. Sængurkvennadeild.
Alla daga vikunnar kl. 15-16. Heimsóknartími fyrir feður
kl. 19.30-20.30. Fæðingardeildin Eiríksgötu: Heimsókn-
artímar: Almennur kl. 15-16. Feðra- og systkinatími kl.
20-21. AÖrir eftir samkomulagi.Barnaspítali Hringsins:
Kl. 13-19 alla daga. Öldrunarlækningadeild Landspítal-
ans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. — Geð-
deild Vífilstaðadeild: Laugardaga og sunnudaga kl.
15- 17. Landakotsspftali: Alla daga 15-16 og 18.30-19.
Barnadeild: Heimsóknartími annarra en foreldra er kl.
16- 17. — Borgarspítalinn í Fossvogi: Mánudaga til föstu-
daga kl. 18.30 til kl. 19.30 og eftir samkomulagi. á laugar-
dögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúðir: Alla
daga kl. 14-17. — Hvítabandið, hjúkrunardeild og Skjól
hjúkrunarheimili. Heimsóknartími frjáls alla daga. Grens-
ásdeild: Mánudaga til föstudaga kl. 16-19.30 — Laugar-
daga og sunnudaga kl. 14-19.30. — Heilsuverndarstöð-
in: Kl. 14 til kl. 19. Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. -
Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kkl. 15.30-
16.30. — Kleppsspítali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og
kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30
til kl. 17. — Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl.
17 á helgidögum. — Vífilsstaðaspítali: Heimsóknartími
daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. — St. Jósefsspítali
Hafn.: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlíð hjúkr-
unarheimili i Kópavogi: Heimsóknartími kl. 14-20 og eft-
ir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs og
heilsugæslustöðvar: Neyðarþjónusta er allan sólarhring-
inn á Heilsugæslustöð Suðurnesja. S. 14000. Keflavík -
sjúkrahúsið: Heimsóknartími virka daga kl. 18.30—
19.30. Um helgar og á hátíðum: Kl. 15.00—16.00 og
19.00-19.30. Akureyri — sjúkrahúsið: Heimsóknartími
alla daga kl. 15.30 -16.00 og 19.00-20.00. Á barnadeild
og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: kl. 14.00-19.00. Slysa-
varðstofusími frá kl. 22;00-8.00, s. 22209.
BILANAVAKT
Vaktþjónusta. Vegna bilana á veitukerfi vatns og hita-
veitu, s. 27311, kl. 17 til kl. 8. Sami sími á helgidögum.
Rafmagnsveitan bilanavakt 686230.
Rafveita Hafnarfjarðar bilanavakt 652936
SÖFN
Landsbókasafn íslands: Aðallestrarsalur opinn mánud.
— föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 9-12. Handritasalur
mánud.-föstud. kl. 9-17 og útlánssalur (vegna heimlána)
sömu daga kl. 13-16.
Háskólabókasafn: Aðalbyggingu Háskóla íslands. Opið
mánudaga til föstudaga kl. 9-19. Upplýsingar um útibú
veittar í aðalsafni, s. 694326.
Borgarbókasafn Reykjavíkur: Aðalsafn, Þingholtsstræti
29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s.
79122. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheima-
safn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru
opin sem hér segir: mánud. — fimmtud. kl. 9-21, föstud.
kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn — Lestrarsalur,
s. 27029. Opinn mánud. — laugard. kl. 13-19. Granda-
safn, Grandavegi 47, s. 27640. Opiö mánud. kl. 11-19,
þriðjud. — föstud. kl. 15-19. Bókabílar, s. 36270. Við-
komustaðir víðsvegarum borgina. Sögustundir fyrir börn:
Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgarbókasafnið í Gerðu-
bergi fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn miðvikud. kl.
10-11. Sólheimasafn, miðvikud. kl. 11-12.
Þjóðminjasafnið: Opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugar-
daga og sunnudaga frá kl. kl. 11-16.
Árbæjarsafn: Safnið er opið fyrir hópa og skólafólk eftir
samkomulagi frá 1. okt>-31. maí. Uppl. í síma 84412.
Akureyri: Amtsbókasafnið: Mánud.—föstud. kl. 13-19.
Nonnahús alla daga 14-16.30.
Náttúrugripasafnið á Akureyri: Opið sunnudaga kl.
13-15.
Norræna húsið. Bókasafnið. 13-19, sunnud. 14-17. Sýn-
ingarsalir: 14-19 alla daga.
Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi. Opið alla daga nema
mánudaga kl. 12-18. Yfirlitssýning á verkum Svarvars
Guðnasonar 22. sept. til 4. nóv.
Safn Ásgríms Jónssonar: Lokað vegna viögerða.
Höggmyndasafn Ásmundar Sveinssonar við Sigtún er
opið alla daga kl. 10-16.
Húsdýragarðurinn: Opinn virka daga, þó ekki miðviku-
daga, kl. 13-17. Opinn um helgar kl. 10-18.
Listasafn Einars Jónssonar: Opið laugardaga og sunnu-
daga kl. 13.30—16. Höggmyndagaröurinn daglega kl.
11—16, alla daga.
Kjarvalsstaðir: Opið alla daga vikunnar kl. 11-18.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnesi: Opið laug-
ardaga og sunnudaga kl. 14-17. Þriðjudaga 20-22. Kaffi-
stofa safnsins opiri. Sýning á andlistsmyndum.
Myntsafn Seðlabanka/Þjóðminjasafns, Einholti 4: Opið
sunnudaga milli kl. 14 og 16. S. 699964.
Náttúrugripasafnið, sýningarsalir Hverfisg. 116: Opnir
sunnud. þriðjud. fimmtud. og laugard. 13.30-16.
Náttúrufræðistofa Kópavogs: Opið á miðvikudögum og
laugardögum kl. 13.30-16.
Bókasafn Kópavogs, Fannborg 3-5: Opið mán.—föst. kl.
10-21. Lesstofan kl. 13-19.
Byggðasafn Hafnarfjarðar: Opið laugardaga og sunnu-
daga kl. 14-18 og eftir samkomulagi. Simi 54700.
Sjóminjasafn íslands Hafnarfirði: Opið laugardaga og
sunnudaga kl. 14-18. Sími 52502.
ORÐ DAGSINS
Akureyri s. 96-21840.
Reykjavík sími 10000.
SUNDSTAÐIR
Sundstaðir í Reykjavík: Sundhöllin: Mánud. — föstud.
kl. 7.00-19.00. Lokað í laug 13.30-16.10. Opið í böð og
potta. Laugard. 7.30-17.30. Sunnud. kl. 8.00-15.00. Laug-
ardalslaug: Mánud. — föstud. frá kl. 7.00-20.30. Laugard.
frá kl. 7.30-17.30. Sunnudaga frá kl. 8.00-17.30. Vestur-
bæjarlaug: Mánud. — föstud. frá kl. 7.00-20.30. Laugard.
frá kl. 7.30-17.30. Sunnud. frá kl. 8.00-17.30. Breiðholts-
laug: Mánud. — föstud. frá kl. 7.00-20.30. Laugard. frá
7.30-17.30. Sunnud. frá kl. 8.00-17.30.
Garðabær: Sundlaugin opin mánud.-föstud.: 7.00-20.30.
Laugard. 8.00-17 og sunnud. 8-17.
Hafnarfjörður. Suðurbæjarlaug: Mánudaga — föstudaga:
7.00-21.00. Laugardaga: 8.00-18.00. Sunnudaga: 8.00-
17.00. Sundlaug Hafnarfjarðar: Máriudaga — föstudaga:
7-21. Laugardaga. 8-16. Sunnudaga: 9-11.30.
Sundlaug Hveragerðis: Mánudaga — fimmtudaga:
7-20.30. Föstudaga: 7-19.30. Helgar: 9-15.30.
Varmárlaug í Mosfellssveit: Opin mánudaga — fimmtud.
kl. 6.30-8 og 16—21.45, (mánud. og miðvikud. lokað
17.45-19.45). Föstudaga kl. 6.30-8 og 16-18.45. Laug-
ardaga kl. 10-17.30. Sunnudaga kl. 10-15.30.
Sundmiðstöð Keflavíkur: Opin mánudaga — föstudaga
7-21, Laugardaga 8-18. Sunnudaga 9-16.
Sundlaug Kópavogs: Opin mánudaga — föstudaga kl.
7-9 og kl. 17.30-19.30. Laugardaga kl. 8-17. Sunnudaga
kl. 9-16. Kvennatimar ern þriðjudaga og miðvikudaga kl.
20-21. Síminn er 41299.
Sundlaug Akureyrar er opin mánudaga — föstudaga kl.
7-21, laugardaga kl. 8-18, sunnudaga 8-16. Sími 23260.
Sundlaug SeKjamamess: Opin mánud. — föstud. kl.
7.10-20.30. Laugard. kl. 7.10-17.30. Sunnud. kl. 8-17.30.