Morgunblaðið - 04.11.1990, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 19909
11
sér til skemmtunar og heimilishund-
urinn, Tryggur, fylgir honum eins
og skugginn.
Biðin er verst
Svala Auðbjörnsdóttir, 51 árs
gömul og móðir fimm barna á aldr-
inum 24-33 ára, er með sjaldgæfan
sjúkdóm, háþrýsting í lungnablóð-
rás. Hún hefur beðið eftir heppilegu
hjarta og lunga frá því í maí á
þessu ári og hefur dvalið á Bromp-
ton -sjúkrahúsinu allan þann tíma.
Eiginmaður hennar, Snorri Ólafs-
son, hefur verið hjá henni síðustu
tvo mánuði. Dóttir þeirra, Anna
Mary, er haldin sama sjúkdóm og
hefur verið til rannsóknar á sjúkra-
húsinu. Anna Mary, sem er þrítug
og býr í Hrunamannahreppi, gengst
undir lungnaígræðslu þegar heppi-
legt líffæri finnst, en hún þarfnast
helming nýrra lungna.
„Ég reyni að hafa nóg að gera,
reyni að dreifa huganum og forðast
að hugsa of mikið um þetta. Við
reynum að fara út á hveijum degi
og Snorri ekur mér í hjólastól á
hveijum degi. Ég hef verið með
súrefnisbeisli frá því í janúar og
einnig hef ég verið með blóðþynn-
ingarlyf í æð frá því í lok maí,“
sagði Svala.
Hún sagði að sjúkdómurinn hefði
ekki verið greindur fýrr en fyrir
tveimur árum en líklegast hefði hún
haft hann í 20 ár. Hún stóð alltaf
í þeirri trú að hún hefði þjáðst af
astma og fékk hún lyf í samræmi
við það. Sjúkdómurinn gerir það
að verkum að hjartavöðvinn þykkn-
ar og sjúklingurinn fær ör hjarta-
köst. Nú fer hún í lungnamyndatök-
ur og hjartalínurit einu sinni í viku
og nýtur bestu aðhlynningar sem
völ er á.
Svala lét vel af starfsfólki á
Brompton -sjúkrahúsinu og öllum
aðbúnaði. „En ég er alltof langt í
burtu frá fólkinu mínu og mér þyk-
ir þetta iangur tími að bíða. Það
er erfiðast að bíða og vita aldrei
hvenær biðin er á enda. Þetta getur
gerst í dag eða á morgun eða hinn
eða. . Biðin er verst, það hafa
allir sagt sem hafa komið fram á
vikulegum lungnafundum sem hér
eru haldnir, en á fundunum talar
fólk sem hefur gengið í gegnum
þessa reynslu," sagði Svala.
Anna Mary, dóttir Svölu, er í
viðbragðsstöðu heima hjá sér að
Syðra-Langholti því kallið getur
komið hvenær sem er. „Ég trúi því
varla enn að þetta eigi að liggja
fyrir mér en ég reyni bara að vera
bjartsýn og trúa því að ég öðlist
betri heilsu þegar þetta er afstaðið.
Biðin er mér því ekkert erfið. Það
er kannski dálítið kaldhæðnislegt
að maður skuli bíða þess að einhver
deyi svo maður geti fengið heilsuna
sjálfur. En þetta er bara gangur
lífsins og engin ástæða til að velta
sér of mikið upp úr því,“ sagði
Anna Mary, en hún og eiginmaður
hennar, Sigmundur Jóhannesson,
bóndi í Syðra-Langholti, eiga tvær
dætur, tíu og tveggja ára.
Hugsa á jákvæðum nótum
Ásdís Stefánsdóttir bíður einnig
eftir kallinu frá London. Hún er 36
ára, er með hjartagalla frá fæð-
ingu, svonefnt op á milli hjartahólfa
og þrengsli í slagæð til iungans.
Prófessor Yacoub skoðaði hana fyr-
ir einu ári og úrskurðaði að græða
yrði í hana annað hjarta og lungu
ætti hún að eiga einhveija lífsvon.
„Það eru lungun sem eru að fara
méð mig. Háræðarnar í lungunum
eru smátt og smátt að deyja og það
endar með því að lungunverða eins
og harður bolti,“ sagði Ásdís.
Hún er sátt við biðina hér heima.
„Ég er búin að bíða eftir að lækn-
ingu allt frá því að þessi læknisað-
ferð kom til sögunnar fyrir um það
bil tíu árum. Eitt ár til eða frá skipt-
ir ekki miklu máli í samanburði við
öll hin 35 árin,“ sagði Ásdís.
Hún hefur haft heilsu til að vinna
úti síðastliðin 18 ár og hefur starf-
að sem bókavörður á skóla- og
hreppsbókasafninu í Garði. Fyrir
tveimur árum fór hún að minnka
við sig vinnu vegna heilsubrests og
fyrir einu ári hætti hún að vinna
úti. Hún stundaði líka nám á við-
skipta- og verslunarbraut Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja en varð að
hætta því. Hún kvaðst ætla að
leggja stund á bókasafnsfræði í
bréfaskóla meðan hún væri að jafna
sig eftir aðgerðina fyrirhuguðu í
London. Ásdís sagði að hún og eig-
inmaður hennar, Sveinbjörn Reyn-
isson, fínndu tilfinnanlega fyrir
skertum tekjum vegna veikinda
hennar, en Sveinbjörn er með sjálf-
stæðan rekstur auk þess sem hann
stundar iðnnám.
„Eflaust er kvíði í mér innst inni
en maður hugsar á jákvæðum nót-
um og vonar að allt gangi að ósk-
Æfleiri
fslendingar
gangasl undir
liffæraigræOsl-
ur og öólast
nýttlíf
um. Ég hef dálítið velt þessu fyrir
mér með hjartaígræðslu og finnst
í raun hörmulegt að einhver þurfi
að deyja til þess að maður sjálfur
fái lifað, en það ræður enginn sínum
næturstað og maður verður að
hugsa rétt í sambandi við þetta.
Ég held að það sé ekki mjög heilla-
vænlegt fyrir sjúklinginn að hugsa
og djúpt um þessi mál,“ sagði Ásdís.
Maður breytist ekki neitt
Elín Birna Harðardóttir er nýj-
asti íslenski hjartaþeginn og kom
hún heim frá London síðastliðinn
mánudag. Hún þjáðist af sömu veik-
indum og Helgi Harðarson, talið er
að vírus hafi lagst á hjarta hennar
og í því hófst vöxtur sem leiddi til
þess að græða varð annað hjarta í
Elínu Birnu. Eiginmaður hennar,
Ársæll Gunnsteinsson, var hjá
Borgir
sem borga r sig
að beimsœkia
Baltimore - Washington
Einstakt tækifæri til að kynnast þessum athyglisverðu stórborgum.
Brottför 9. og 16. nóv. í 3 nætur. -14. og 21. nóv. í 7 nætur.
35.020 kr. Hótel Sheraton, 3 nætur*
41.120 kr. Hótel Sheraton, 7 nætur*
39.120 kr. Hótel Du Pont, 3 nætur*
50.820 kr. Hótel Du Pont, 7 nætur*
íslenskur fararstjóri ef næg þátttaka fæst.
Stuttgart
2.-6. des.
Trier _____ ^
15.-18. nóv. /29. nóv.-2. des.
Verslun, vínsmökkun, Mosel-sigling í elstu borg
Þýskalands. Gist á Europa Parkhotel. Kr. 31.450 á
mann í tvíbýli. Innifalið eru ferðir til og frá flugvelli.
Fararstjóri Friðrik G. Friðriksson.
7Uju) o |o) o
XL--Uu
JO-
jU.
►/>»r*rnChWlíliJji .*.u-
Glasgow
10.-13. nóv. /1.-4. des. '
Verslanir í jólaskrúða, kynnisferð um nágrennið,
skosk kráarstemmning. Gist á Hospitality
Inn. Verð kr. 26.900 á mann í tvíbýli.
Innifalið eru ferðir til og frá flugvelli.
Fararstjóri Lilja Hilmarsdóttir.
Luxemborg
16. nóv. í 2 eða 4 nætur.
Gist á Hotel Pullman. Frá kr. 28.300
á mann í tvíbýli í tvær nætur.
London
22.-25. nóvember.
Gist á Harewood Hotel.
Verð kr. 32.100 á mann í tvíbýli.
Jólaferðir
Thailand, Kanaríeyjar,
Costa Del Sol.
* Pr. mann miöaö viö tvo í herbergi.
URVAL-UTSYN
Álfabakka 16, sfmi 60 30 60
Pósthússtræti 13, sími 26900