Morgunblaðið - 04.11.1990, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 19909
Hlustaói á eigin lijarl-
sláll úr öörum líkama
Halldór Halldórsson, fyrsti íslenski hjarta- og lungnaþeginn.
henni mesta hluta dvalarinnar í
London en drengir þeirra tveir, 9
og 16 ára gamlir, voru í vist hjá
vinum og ættingjum fjölskyldunnar.
Elín Birna sagði að hún hefði verið
mun betur sett en Svala, sem getur
lítið hreyft sig án súrefnistækja og
og lyfja. Ársæll sagði að méð stuðn-
ingi vandamanna gat hann keypt
lítinn bíl í London og þau hjónin
nutu þess að aka um í nágrenni
London^ í tilbreytingarleysi biðar-
innar. Ársæll sem er vélvirki fékk
frí úr vinnunni og kvaðst hann hafa
mætt miklum skilningi á sínum
vinnustað. Hann var sömuleiðis
ánægður með þátt almannatrygg-
inga í kostnaði vegna veikinda konu
hans, en hann fékk greidda dagpen-
inga sem fylgdarmaður hennar, auk
þess sem tryggingakerfið stendur
straum af ferðakostnaði öllum og
lækniskostnaði.
„Ég þarf að fara mjög hægt af
stað. Ég get þó ekki gert hvað sem
er en það er mikill munur frá því
sem var,“ sagði Elín Birna.
„Hjartað var orðið alltof stórt,
og veikindi mín og Helga eru mjög
svipuð, við veikjumst bara á sitt
hvorn hátt. Læknar telja að sjúk-
dómurinn hafi verið að þróast í mér
í tvö til þrjú ár. Hann uppgötvaðist
fyrir tæplega tveimur árum og þá
var ég orðin mjög veik,“ sagði Elín
Birna.
Fyrir nákvæmlega ári síðan fór
Elín Birna í rannsókn í London og
tekinn inn í biðröð. Hún var slðan
lögð inn á Brompton-sjúkrahúsið í
lok janúar á þessu ári og þurfti að
bíða í sex mánuði áður en grætt
var í hana nýtt hjarta.
„Það var vissulega undarleg til-
finning að vera með hjarta annarr-
ar manneskju, það var mjög óraun-
verulegt fyrst eftir aðgerðina. En
ég reyni að vera ekki að hugsa
neitt mikið um það núna. Það er
skrítin tilfinning en maður breytist
ekki neitt,“ sagði Elín Birna.
H ALLDÓR Halldórsson var
fyrsti íslendingurinn sem gekkst
undir hjarta- og lungnaígræðslu
og var náið fylgst með sögu hans
í fjölmiðlum hér á landi. Halldór
hefur nú náð góðri heilsu. Hann
leikur knattspyrnu með félögum
sínum einu sinni í viku og vinnur
70% starf á Reykjalundi sem að-
stoðarmaður líffræðings. Hall-
dór er, eins og gefur að skilja,
vel að sér í málefnum hjarta-
sjúklinga og hefur fylgst með
starfseminni á Bronton-sjúkra-
húsinu frá því hann útskrifaðist
þaðan.
etta er talin ein besta stofnun
í heiminum í dag á sviði
líffærafiutninga og sú stofnun sem
hefur mesta reynslu í slíkum að-
gerðum. Þeir hófu hjartaflutninga
árið 1980 en lungnaflutningar hó:
fust 1984-’85,“ sagði Halldór. „í
fyrstu voru nokkur afföll vegna
höfnunar sjúklinga á líffærum en
eftir að Iyfið cyclosporin kom á
markað fljótlega eftir að lungna-
flutningar hófust urðu afföll mun
minni,“ sagði Halldór.
Halldór sagði að í júní síðastliðn-
um hefði 1.100 líffæraflutningurinn
verið framkvæmdur undir stjórn
Yacoubi og af þeim fjölda sjúklinga
sem hefur gengist undir líffæra-
flutninga við Brompton-sjúkrahúsið
væru um 700 manns lifandi, sem
þó væri óraunhæf tala þar sem
cyclosporin var ekki komið á mark-
að á fyrstu árunum. Nú væru
lífslíkur mun meiri.
Halldór sagði að bið væri yfir-
leitt lengri eftir líffærum ef um
væri að ræða bæði hjarta- og lung-
naígræðslu. Aðgerðin sjálf væri
hins vegar jafnvel styttri vegna
þess að ekki þyrfti að tengja æðar
á milli hjarta og lungna. Eftirlit er
á hinn bóginn mun meira með sjúkl-
ingum sem hafa gengist undir lung-
naígræðslu og helgast það .fyrst og
fremst af því að lungun eru óvarð-
ari fyrir alls kyns sýkingum.
Halldór hefur sótt fundi sem
haldnir eru á Brompton-sjúkrahús-
inu fyrir sjúklinga sem bíða aðgerð-
ar. Hann sagði að eina helgi síðasta
sumar hefðu læknar sjúkrahússins
grætt ný líffæri I 16 sjúklinga, en
þá helgi hefði verið óvenjumikið af
banaslysum.
Halldór sagði að læknar gætu
ekki notað öll líffæri sem kæmu
inn, það færi eftir ástandi þeirra
auk þess væri ekki alltaf vilji til
þess að gefa líffæri.
„Það ganga margir með kort á
sér þar sem því er lýst yfir að nota
megi líffæri viðkomandi manns láti
hann lífið. Einnig er oft haft sam-
band við aðstandendur deyjandi
fólks og þess farið á leit við þá að.
þeir veiti leyfi fyrir sitt leyti. Hér
á landi kveða lög á um að maður
telst ekki látinn fyrr en hjartað er
hætt að slá. Um þessi mál hefur
verið rætt á kirkjuþingi sem nú
stendur yfir. Einnig á að taka þetta
fyrir á þingi í vetur og væntanlega
verður þessari skilgreiningu breytt
til samræmis við lög annarra þjóða,
en þaf telst maður formlega dáinn
ef heilinn er dauður.“
Halldór sagði að samkvæmt
breskum lögum fengi hjartaþeginn
ekki að vita nein deili á hjartagjaf-
anum. Reglurnar kveða jafnframt
á um að læknir sem úrskurðað hef-
ur mann látinn getur ekki grætt
hjarta þess manns í hjartaþega.
Halldór fékk þó á sínum tíma að
vita hve gamall hjartagjafi hans
var. „Ég las í blaði á Harefield-
sjúkrahúsinu um mann sem grætt
var í nýtt hjarta og fékk hann það
frá konu sem var á sama sjúkra-
húsi og hann. Konan þurfti nýtt
hjarta og lungu en maðurinn ein-
göngu hjarta. Hjarta konunnar var
grætt í manninn en sjálf fékk hún
hjarta og lungu annars staðar frá.
Maðurinn hafði hitt hana áður, fyr-
ir aðgerðina, og hafði fengið að
vita að hann hefði fengið hjarta
ungrar konu. Þá fór hann að spyrj-
ast fyrir um þetta og fékk að vita
að þessi tiltekna kona var hjarta-
gjafinn. Þannig fór að hún hlustaði
á hjartaslátt hans í hjarta sem hún
var einu sinni með sjálf.“
TILBOÐ ÓSKAST
í Isuzu P/U S. 4 W/D, árgerð ’88 (ekinn 21
þús. mílur), Dodge Ramcharger S.E. 150
Royal árgerð ’84 og aðrar bifreiðar er verða
sýndará Grensásvegi 9, þriðiudaginn 6. nóv-
ember kl. 12-15.
Ennfremur óskast tilboð í Mercedes Benz
malarbifreið 2628 K. 32, árgerð ’82, valtara
(Vibrating- „Alexander 130“) árgerð ’84
og Caterpillar ógangfæra Ijósavél, 83 kw.,
árgerð ’83.
Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.
Lögum um slulgreiningu
á dauöa veröi breytt
SegirJón A. Baldvinsson, sendiráósprestur
Jón A. Baldvinsson, sendirúðsprestur í London.
JÓN A. Baldvinsson, sendiráðs-
prestur í London, sem hefur
haft veg og vanda af því að
taka á móti og styðja og hjálpa
íslenskum hjartaþegum, kveðst
ekki sjá neitt því til fyrirstöðu
að íslendingar breyti lögum
sínum um skilgreiningu á
dauða í samræmi við lög ann-
arra þjóða, þ.e. að dauði verði
miðaður við heiladrep.
að er ékki hægt að starf-
rækja líffæraflutninga án
þess að sú skilgreining sé fyrir
hendi og hún er nú orðið fyrir
hendi I öllum Vestur-Evrópuríkj-
um og núna síðast breyttu Danir
lögum sínum til samræmis við
það. Sé miðað við hjartadauða
eins gert er á íslandi þá er líffæ-
rið orðið ónothæft þegar giæða á
það í líffæraþega. Það er iðulega
slysfarir sem leiða til heiladauða
þótt önnur h'ffæri hinna siösuðu
starfi eðlilega,“ sagði Jón.
Hann sagði að prófessor Yaco-
ub hefði sent hjartalæknum á
íslenskum sjúkrahúsum bréf í
fyrra þar sem hann óskaði eftir
því að íslendingar gerðust þátt-
takendur í líffærabanka sem þjóð-
ir Vestur-Evrópu starfrækja sam-
eiginlega. Bréf Yacoubi var undir-
rótin að frumvarpi sem heilbrigð-
isráðherra hefur Iagt fram á þingi
um lög um skilgreiningu á dauða.
„Frá mínu sjónarhorni er það
óverjandi að við séum að senda
fólk utan í líffæraflutninga meðan
við viljum ekki sjálf taka þátt í
að útvega líffæri," sagði Jón.
Jón sagði að óhemjulangur bið-
listi væri eftir líffæraflutningum
við Brompton-sjúkrahúsið. Hins
vegar væri aldrei hægt að segja
við sjúkling að hann va;ri númer
eitt eða annað á biðlistanum því
hver og einn einstaklingur hefur
sínar sérþarfir. Öll þau einkenni
sem þurfa að vera fyrir hendi á
því líffæri sem líffæraþegi þarf
eru skráð inn á tölvu. Þar kemur
inn undirflokkun, blóðflokkur,
stærð líffæris, vefjarsamsetning
og margt fleira. Þegar líffæri fell-
ur til einhvers staðar í kerfinu sem
nær yfir Vestur-Evrópu og Bret-
landseyjar sem fellur að þörfum
tiltekins sjúklings með vissum frá-
vikum þá kemur nafn þess sjúkl-
ings upp í tölvunni. Sá sjúklingur
getur verið einn um þetta llffæri
en það gætu verið fleiri en einn
sjúklingur sem gæti nýtt sérþað.