Morgunblaðið - 04.11.1990, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ ATVINIMA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR l NÓVEMBER 19909
1ÍMISLEGT
Brúðarkjólaleiga Fríðu
Hef nýverið opnað brúðarkjóla-
leigu. Eingöngu kjólar.
Sjón er sögu ríkari.
Upplýsingar í síma 92-12229
eða 92-13266.
K.ENNSLA
Vélritunarkennsla
Nóvembernámskeið eru að byrja.
Vélritunarskólinn, s. 28040.
Wélagslíf
I.O.O.F. 3 = 1721158 = Sp.
□ MÍMIR 599011057 - 1 Atk Fr|
I.O.O.F. 10 = 1721158 'h =
□ GIMLI 599005117 = 1
O HELGAFELL 59901157 IVA/
INNS. STM.
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Almenn samkoma í kvöld
kl. 20.00.
Blæðinga-
sjúkdómafélag
íslands
Fræðslufundur verður haldinn
þriðjudaginn 6. nóvember kl.
20.30 í Holiday Inn, kjallara.
Efni:
1. Sýnt myndband um sjálfs-
meðferð.
2. Fréttir af alþjóðaþingi blæðara.
Stjórnin.
Ljósgeislinn
Skyggnilýsingafundur verður
með Terry Evans miðvikudaginn
7. nóvember kl. 20.30 í Síðu-
múla 25.
Ljósgeislinn.
Húsmæðrafélag
Reykjavíkur
hefur sýnikennslu í matreiðslu á
margskonar kjúklingaréttum í
Félagsheimilinu á Baldursgötu 9
miðvikudagskvöldið 7. nóvem-
ber kl. 20.30. Allir velkomnir
meðan húsrúm leyfir.
I/EGURINN
A'Éí r Kristiö samfélag
Þarabakki 3
Kl. 11: Samkoma og barnakirkja.
Lofgjörð. Prédikun orðsins.
Kl. 20.30: Kvöldsamkoma. Jesús
læknar og veitir nýja von.
Vertu með á fagnaðarstund.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3 S 11798 19533
Sunnudagur 4. nóv. kl. 13.
Fjöruskoðun á
stórstraumsfjöru
Gengið um Leirvog og Blika-
staða kró. Skemmtileg fjöru-
ganga fyrir alla í næsta nágrenni
höfuðborgarinnar. Verð 800 kr.,
frítt f. börn m. fullorðnum. Brott-
för frá Umferðarmiöstöðinni,
austanmegin.
Munið aðventuferð í Þórsmörk
30. nóv,—2. des. og áramóta-
ferðina 29. des.—1. jan.
Verið með!
Ferðafélag fslands.
Félag austfirskra
kvenna
Fundur mánudaginn 5. nóvem-
ber á Hallveigarstöðum kl.
20.00. Bingó.
Trú og líf
Smlðjuvcgl 1 . Kópavogl
Samkoma i dag kl. 14.00. Bill
Davidson frá Bandaríkjunum
predikar og syngur í félagsheim-
ili íþróttahússins við Strandgötu,
Hafnarfirði. Barnagæsla á
staðnum. Allir velkomnir.
tahjólp
Samhjálparsamkoma verður i
Fíladelfíukirkjunni, Hátúni 2, í
dag kl. 16.30. Mikill söngur og
margir vitnisþuröir. Samhjálpar-
kórinn og Gunnbjörg Óladóttir.
Stjórnandi Óli Ágústssori.
Allir velkomnir.
Auðbrckka 2 • Kópavcciur
Sunnudagur: Almenn samkoma
í dag kl. 16.30.
Þriðjudagur: Biblíulestur kl.
20.30.
Laugardagur: Unglingasamkoma
kl. 20.30.
Skipholti 50b, 2. hæð
Samkoma og sunnudagaskóli í ■
dag kl. 11.00. Ásmundur Magn-
ússon predikar.
Allir innilega velkomnir!
Haustátak 1990
Samkoma í kvöld kl. 20.30 á
Háaleitisbraut 58. Upphafsorð:
Helgi Elíasson. Vitnisburður:
Kristbjörg Gísladóttir. Söngur:
Laufey Geirlaugsdóttir. Ræðu-
maður: Egil Sjaastad.
Bænastundir kl. 20.00. Kaffi eft-
ir samkomuna.
Við væntum þess að sjá þig.
SÍK, KSH, KFUM, KFUK.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Safnaðarsamkoma í dag kl.
11.00. Ræðumaður Hallgrímur
Gðumundsson. Barnagæsla.
Samhjálparsamkoma í dag kl.
16.30. Sunnudagaskóli á sama
tíma kl. 16.30. Munið eftir kaffi-
sölu systrafélagsins í dag kl.
15.00-16.30 og að samkomu
lokinni. Athugið hækkað verö.
Allur ágóði rennur til líknarmála
um jólin. Allir hjartanlega vel-
komnir.
Hvítasunnukirkjan
Völvufelli.
Sunnudagaskói í dag. kl.
11.00.
*Hjálpræðis-
herinn
) Kirkjustræti 2
Sunnudagaskóli kl. 14.00. Hjálp-
ræðissamkoma kl. 20.30. Ræðu-
maður Sigmund Dalehaug.
Mánudag kl. 16.00. Heimilasam-
band.
Samkomur í Ffladelfíukirkjunni,
Hátúni 2, með Roger Larson frá
þriðjudegi 6. nóvember til
sunnudags 11. nóvember, alla
daga kl. 20.00. Lofsöngur og
bæn frá kl. 19.40.
Allir hjartanlega velkomnir.
li ÚTIVIST
ORÓFIHHII • REYKJAVÍK • SÍMIAÍMSVAItl 1460/
Sunnudagur 4. nóv.
Kl. 09 Reykjavíkurgangan
4. ferð og síðasta gangan i
Rangárvallasýslu. Gengið frá
Skarðsseli eftir skemmtilegri
leið niður með Þjórsá að Nauta-
vaði. Þar .gefst þátttakendum
kostur á að fara á hestunr yfir
Þjórsá. Næsta ferð Reykjavíkur-
göngunnar verður um Árnes-
sýslu. Brottför frá BSÍ, bensín-
sölu. Stansað við Árbæjarsafn,
Fossnesti á Selfossi og við Grill-
skálann á Hellu.
Kl. 13.00 Miðdalsheiði
Gengið frá Nátthagavatni að
Krókatjörn. Létt ganga fyrir alla
fjölskylduna um skemmtilegt
vatnasváeði. Brottför frá BSÍ -
bensínsölu. Stansað við Árbæj-
arsafn. Sjáumst.
Útivist.
FERÐAFÉLAG
ÍSIANDS
ÖLDUGÖTU 3 S= 11798 19533
Miðvikudagur7. nóv.
Myndakvöld
Ferðafélagsins
Vestfirðir
og Hvítárnesgangan
Myndakvöld verður að venju í
Sóknarsalnum, Skípholti 50a, og
hefst stundvíslega kl. 20.30.
Fyrir hlé mun Skúli Gunnarsson
sýna myndir úr sumarleýfisferð
Ferðafélagsins á Vestfirði (Vest-
fjarðahringnum). Þar koma við
sögu staðir eins og Látrabjarg,
Þingeyri, Selárdalur, Svalvogar,
Lokinhamrar, ísafjarðardjúp
með Æðey o.fl. Eftir hlé verður
sýnt myndband Magnúsar
Sveinssonar úr nokkrum af af-
mæliSgöngunum vinsælu frá
Reykjavík í Hvítárnes og einnig
verða sýndar litskyggnur úr
göngunum eftir því sem tími leyf-
ir. Dregið verður í happdrætti
afmælisgöngunnar.
Góðar kaffiveitingar á vegum
félagsmanna i hléi. Ferðafé-
lagsspilin verða til sölu, en
ágóði þeirra rennur í bygginga-
sjóð. Fjölmennið, jafnt félagar
sem aðrir. Við minnum einnig
á nóvembertilboð nýrra félags-
manna.
Félagsheimilisbyggingin,
Mörkinni 6
Nú vantar margar vinnufús-
ar hendur í sjálfboðavinnu á
næstunni við nýbyggingu
Ferðafélagsins. Nánari upp-
lýsingar á skrifstofunni. Allir
velkomnir!
Ferðafélag íslands.
RABA UGL YSIN'
[[ ' HÚSNÆÐIÓSKAST
íbúð óskast
Af sérstökum ástæðum vantar fullorðin hjón
góða 4ra-6 herb. íbúð með bílskúr til leigu í
2-3 ár.
Upplýsingar sendist auglýsingadeild Mbl.
merktar: „Róleg hjón - 8156“ fyrir 10. nóv-
ember.
Húsnæði óskast
Óskum eftir að taka á leigu einbýlishús/rað-
hús/stóra íbúð á höfuðborgarsvæðinu.
Ábyrgir leigjendur - traustar greiðslur.
Upplýsingar í síma 618064.
Hjálp!
Okkur bráðvantar 2ja herbergja íbúð strax
fyrir 68 ára gamla móður okkar, sem hefur
búið í sama leiguhúsnæðinu í 40 ár. Betri
meðmæli eru ekki til. Traustar mánaðargreiðsl-
ur. Upplýsingar í símum 672413, Kristrún og
667763, Ásgerður.
Húsnæði óskast
CIC myndbönd á íslandi óska eftir húsnæði
undir söluskrifstofu sína, sem opnuð verður
á næstunni.
Um er að ræða söluskrifstofu, sem selur
myndbönd til myndbandaleiga og er í eigu
Háskólabíós og Laugarásbíós.
Æskileg stærð er 80-130 fm og nauðsynlegt
er að húsnæðið sé á jarðhæð.
Upplýsingar um húsnæðið sendist skriflega
fyrir 9. nóvember til skrifstofu Háskólabíós
eða skrifstofu Laugarásbíós, ásamt hug-
myndum um verð, leigutíma og annað sem
máli skiptir.
CIC myndbönd á íslandi.
KVÓTI
Tilsölu
varanlegur djúprækju- og þorskkvóti.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl., merkt:
„Kvóti - 8753“.
Kvóti - kvóti
Okkur vantar kvóta fyrir togarana okkar,
Arnar og Örvar.
Upplýsingar í símum 95-22690 og 95-22620.
Skagstrendingur hf.,
Skagaströnd.
Framtíðarkvóti
Óskum eftir að kaupa framtíðarkvóta af ufsa
og karfa.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt:
„K - 12567“ fyrir 15. nóvember.
Framtíðarkvóti
Óskum eftir að kaupa framtíðardjúprækju-
og þorskkvóta.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt:
„K - 12568“ fyrir 15. nóvember.
Erum kaupendur að kvóta
Ögurvík hf.
Sími 91 -25466.
BÁTAR — SKIP^
Línubátur
Óskum eftir línubát til leigu eða í viðskipti
strax. Mjög góð aðstaða í landi.
Upplýsingar í símum 94-7777 og 94-7784.
Snæfell hf., Flateyri.
Línubátar - línubátar
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir línubátum í
viðskipti. Útvegum beitu og aðstöðu til beitn-
ingar. Höfum mjög góða aðstöðu. Sækjum
afla á eftirtalda löndunarstaði:
Suður með sjó og einnig til Þorlákshafnar
og nágrennis.
Upplýsingar í síma 19520 og 11870 í vinnu-
tíma.
Þeir fiska sem róa, ef
þeir eiga síld
Til sölu nýfryst beitusíld.
Upplýsingar hjá Fiskiðju Sauðárkróks hf. í
síma 95-35207 (Magnús).
HÚSNÆÐIÍBOÐI
Jól í Hollywood
Ný, stór og skemmtileg íbúð á mjög góðum
stað í Hollywood til leigu frá 13. desmeber
til 5. janúar '91. Hentugt fyrir tvenn pör.
Allt fylgir.
Tilboð merkt: „ Hollywood - 14182“ sendist
auglýsingadeild Mbl. fyrir 12. nóvember.
Vilt þú vera skipti-
nemi í eitt skólaár?
ASSE minnir á að umsóknarfresturinn um
námsdvöl í Bandaríkjunum, ensku- og frönsku-
mælandi Kanada, Þýskalandi, Hollandi, Ítalíu,
Japan, Englandi og á Norðurlöndunum rennur
út 15. nóvember.
Ef þú ert fædd/ur 1975-1973 getur þú sótt um.
Láttu ekki tæklfæri, sem aldrei kemur aftur
framhjá þér fara.
Allar upplýsingar á skrifstofu ASSE, Lækjar-
götu 3, Rvík, sími 91-621455.