Morgunblaðið - 04.11.1990, Page 30

Morgunblaðið - 04.11.1990, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 4. NOVEMBER 19909 w VÁTRYGGINGAFÉLAG ÍSLANDS HF Útboð Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir, sem skemmst hafa í umferðaróhöppum: Daihatsu Charade TS árgerð 1990 MMC Galant 2000 GSS árgerð1989 Daihatsu Charade árgerð 1988 Suzuki Swift GA árgerð1988 Dodge Aries Wagon árgerð 1988 Daihatsu Charade árgerð 1988 Chevrolet Monza árgerð 1987 Ford Escort árgerð 1987 Lada Vaz árgerð 1987 MMC Colt diesel árgerð1987 Honda Civic árgerð 1985 Renault CTXE árgerð 1984 Toyota Corolla 1600 árgerð 1983 VW Golf árgerð 1982 VW Derby árgerð 1979 Volvo 244 árgerð 1976 o.fl. Bifreiðirnar verða sýndar á Höfðabakka 9, Reykjavík, mánudaginn 5. nóvember 1990, kl. 12-16. Tilboðum sé skilað til Vátryggingafélags ís- lands hf., Ármúla 3, Reykjavík, eða umboðs- manna, fyrir kl. 17.00 sama dag. Vátryggingafélag Islands hf. - ökutækjadeild - Utboð Húsnæðisnefnd Stokkseyrarhrepps óskar hér með eftir tilboðum í byggingu þriggja íbúða raðhúss úr steynsteypu skv. teikningu nr. 90-38 frá teiknistofunni Staðalhús. Heildargrunnflötur er 300 m2 og rúmmál 1026 m3. Húsið verður byggt við Hásteins- veg 7-11 á Stokkseyri og skilist fullfrágeng- ið ásamt lóð, sbr. útboðsskilmála, þann 20. febrúar 1992. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Stokkseyrarhrepps og á teiknistofunni Stað- alhús, Síðumúla 31, Reykjavík, gegn 20.000,- kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð mánudaginn 19. nóv- ember 1990 kl. 14.00 á skrifstofu Stokks- eyrarhrepps að viðstöddum bjóðendum. Húsnæðisnefnd Stokkseyrarhrepps. Útboð Hjúkrunarheimilið Eir Bygginganefnd hjúkrunarheimilisins Eirs óskar hér með eftir tilboðum í jarðvinnu vegna nýbyggingar við Gagnveg í Reykjavík. Helstu magntölur eru: Uppgröftur: 7000 m3. Sprengingar: 2250 m3. Fyllingar: 2100 m. Byggingagirðing: 470 m. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Stefáns Ólafssonar hf., Borgartúni 20, Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 6. nóv- ember 1990 gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skilað á skrifstofu Skjóis, Kleppsvegi 64, Reykjavík, þar sem þau verða opnuð föstudaginn 16. nóvember 1990 kl. 10.00. BORQARTÚNI20 105 REYKJAVlK VERKFRÆÐISTOFA STEFANS ÖLAFSSONAR HF. fm. CONSULTING ENGINEERS Skúrar til flutnings (niðurrifs) Tilboð óskast í bárujárnsklædda timbur- skúra, sem standa á lóðinni Suðurgata 5 í Reykjavík. Skúrarnir skulu fjarlægðir af lóð- inni innan skamms frests. Skúrarnir verða ekki fluttir í heilu lagi. Frekari upplýsingar fást hjá Eggerti Stein- þórssyni í síma 694710 (milli kl. 8.00-16.00 alla virka daga). Tilboð sendist á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Suðurgata 5“. TILKYNNINGAR Lögtök Að kröfu gjaldheimtustjórans í Reykjavík og að undangengnum úrskurði verða lögtök lát- in fara fram án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda, en ábyrgð Gjaldheimtunnar, að átta dögum liðnum frá birtingu auglýsingar þessarar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Vanskilafé, álagi og sektum skv. 29. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda, fyrir7.-9. greiðslutímabil með eindög- um 15. hvers mánaðar frá ágúst til október 1990. Reykjavík 1. nóvember 1990. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Auglýsing um kosningarrétt íslenskra ríkis- borgara, sem búsettir eru erlendis Samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis hafa íslendingar, sem flust hafa af landi brott og sest að erlendis, kosningarrétt hér í átta ár frá því þeir fluttu lögheimili sitt, talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag. Eftir það falla menn sjálfkrafa af kjörskrá nema sér- staklega sé sótt um að fá að halda kosningar- rétti. Einungis, þeir sem einhvern tíma hafa átt lögheimili á íslandi, geta haft kosningar- rétt hér. Kosningarréttur fellur niður ef ís- lendingur gerist ríkisborgari í öðru ríki. Kosn- ingarrétturinn miðast við 18 ára aldur. Þeir, sem búsettir hafa verið erlendis skem- ur en átta ár, talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag, munu verða teknir á kjörskrá án umsóknar. Þurfa því þeir, sem flust hafa af landinu eftir 1. desember 1982, ekki að sækja um skráningu á kjörskrá miðað við 1. desember 1990. Þeir, sem búsettir hafa verið erlendis lengur en átta ár (þ.e. fluttu af landi brott fyrir 1. desember 1982), þurfa að sækja um það sérstaklega að verða teknir á kjörskrá. Úm- sókn skal senda Hagstofu íslands á sérstöku eyðublaði. Sé umsókn fullnægjandi, skráir Hagstofa íslands umsækjanda á kjörskrár- stofn. Slík skráning gildir í fjögur ár og þarf þá að endurnýja hana með nýrri umsókn. Eyðublöð fyrir slíkar umsóknir fást í sendiráð- um íslancfe erlendis, sendiræðisskrifstofum, skrifstofum kjörræðismanna og hjá fasta- nefndum við alþjóðastofnanir. Einnig er hægt að fá eyðublöðin á afgreiðslu Hagstof- unnar. Umsækjandi verður sjálfur að undirrita um- sókn sína. Umsókn þarf að hafa borist til Hagstofu ís- lands fyrir 1. desember nk. til þess að um- sækjandi verði tekinn á kjörskrá fyrir næstu kosningar. íslendingar, sem búsettir eru erlendis, verðá skráðir á kjörskrá þar sem þeir seinast áttu lögheimili samkvæmt þjóðskrá. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 2. nóvember 1990. Alþjóðlegt bóknúmer— bókaútgefendur athugið Alþjóðlegt bóknúmer (ISBN) þarf að komast á öll íslensk rit, 4 blaðsíður eða meira. Landsbókasafn íslands, þjóðdeild, sér um úthlutun slíkra númera. Sækja þarf um núm- erin á sérstökum eyðublöðum, er fást í Landsbókasafni íslands, þjóðdeild. Komið, skrifið eða hringið í síma 13080 eða 16864. Umsjón með bóknúmerum hefur Regína Eiríksdóttir, bókavörður, og er hún við virka daga fyrir hádegi. Landsbókasafn Islands, pósthólf 1210, 121 Reykjavík. Tilkynning Hér með tilkynnist að þann 1. október sl. gengu Ásgeir Magnússon hdl. og Sveinbjörn Sveinbjörnsson hdl. til samstarfs við lög- mennina Jón Eiríksson og Rúnar Mogensen, eigendur lögmannastofu í Hamraborg 12, Kópavogi. Höfum við saman stofnað með okkur firmað Lögmenn Hamraborg sf., sem yfirtekur rekstur lögmannastofunnar. Lögmenn Hamraborg sf., Hamraborg 12, sími 43900, 200 Kópavogi, Jón Eiríksson hdl., Rúnar Mogensen, hdl., Ásgeir Magnússon, hdl., Sveinbjörn Sveinbjörnsson hdl. Iðnþróunarfélag Þingeyinga og atvinnumálanefnd Húsavíkurkaup- staðar auglýsir eftir Frumkvöðli til að útfæra.viðskiptahugmynd til framkvæmd- ar á Húsavík. Hér er um að ræða verkefni sem kostgr um kr. 100.000.000,- (fyrirliggjandi til- boð), þarfnast um 500 fm húsnæðis og um 5 starfsmenn. Iðnþróunarfélag Þingeyinga mun aðstoða við þróun málsins og Húsavíkurkaup- staður mun eftir atvikum aðstoða við uppbygg- ingu fyrirtækisins. Ef áhugi er fyrir hendi, vinsamlegast hafið sanriband við Ásgeir Leifsson, iðnráðgjafa, í síma 96-42070. Húsavík er vinalegur bær við Skjálfanda með um 2-500 íbúa með góða þjónustu og góðar samgöngur. Mosfellsbær - LSw>deiliskipulag Tillaga að deiliskipulagi 1. áfanga íbúða- byggðar vestan Tangahverfis í Mosfellsbæ auglýsist hér með samkæmt ákvæðum skipulagslaga og reglugerða gr. 4.4. nr. 318/1985. Tillagan nær yfir svæði vestur af núverandi byggð í Brekku- og Grundartanga, vestur á móts við býlið Lágu-Hlíð. Fyrirhugað er að á svæðinu rísi 20 íbúðir í einbýlishúsum, 53 íbúðir í raðhúsum og 15 íbúðir í fjölbýli, sam- tals 88 íbúðir. Skipulagsuppdrættir verða til sýnis á skrifstofu Mosfellsbæjar, Hlégarði frá kl. 8.00-15.30, alla virka daga frá 5. nóvem- ber til 7. desember 1990. Athugasemdum og ábendingum, ef einhverj- ar eru, sakl skila skriflega til bæjarstjórnar Mosfellsbæjar innann ofangreinds kynning- artíma. Tæknifræðingur Mosfellsbaejar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.