Morgunblaðið - 04.11.1990, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 19909
sjoppustúlku á Hvolsvelli tekur
nokkuð pláss svo og lýsing blaða-
konunnar á stúlkunni til vitnis um
að landsmenn líkist víkingunum
forfeðrum sínum. Stúlkan hávax-
in og ljóshærð. Misskilnings gætir
í umfjöllun um eldfjöll fyrir austan
fjall og Katla sögð vera sprunga
í Heklu. Hún stóð agndofa uppi
á Pétursey í hávaðaroki og þótti
kostulegt að á varúðarskiltum
skyldu vera teiknaðar myndir af
hrapandi fólki.
Reykjavík fær dálitla umfjöllun
og Boyd er ekki hrifin af höfuð-
borginni. Hún segir: „Nær helm-
ingur hinna kvartmilljón íbúa búa
í höfuðborginni Reykjavík, sem
er þekktasti ferðamannastaður
landsins, en jafnframt sá sem er
þeirra minnst spennandi. Senni-
lega er Reykjavík ekki nógu göm-
ul til að hafa „karakter", sem
dæmi má nefna að árið 1911 voru
aðeins 12.000 Reykvíkingar.
Reykjavík nýtist manni best sem
miðstöð til ferðalaga í allar áttir,
til að skoða alla þessa fossa, Gull-
foss, Geysi og Þingvelli, þar sem
víkingarnir héldu sín lýðræðislegu
þing.
Það líður að enda greinarinnar,
en áður er greint frá kjöri Vigdís-
ar Finnbogadóttur í forsetaemb-
ættið; frásögn af kvennafrídegin-
um forðum daga er bankar lok-
uðu, karlar tóku að sér húsverk
og barnagæslu á meðan konurnar
flykktust út á götu í tilefni
kvennaárs Sameinuðu þjóðanna;
tungllandslagi og ljóshærðum
veðurbörðum sveitamönnum sem
skipta ekki skapi hvað sem á dyn-
ur.
9 600-1300 snúninga • Barnaöryggi ó
vinduhraði stjórnhnöppum
9 Örtölvustýrð • Innbyggður
9 Ryðfrír belgur bilanagreinir
9 30 mín. hraðþvottur • Fróbær íslenskur
9 Heitt og kalt vatn leiðarvísir
Verð 69.200,- afb.
Einnig fáanleg með þurrkara - verð 89.200,-
Heimasm iðjan
Kringlunni, sími 685440
Vogiie myndar
á „stærsta
jökli Evrópu“
LANDKYNNIN G
Land og þjóð fær vægt til orða tekið stórkostlega
kynningu í nóvemberhefti bandarísku útgáfunnar
af tískutímaritinu Vogue sem nýlega kom í verslanir
hér á landi. Rétt fyrir aftan mitt blað rekur hver
heilsíðumyndin aðra af íðilfögrum englakroppum
íklæddum tískufötum til notkunar við vetraraðstæður.
Og umhverfið er kunnuglegt: Jökulsárlón á Breiða-
merkursandi og þótt sýningarstúlkunum sé ætlað að
skína á myndunum gerir íslenskt umhverfi það einn-
ig. Og það er ekkert farið í grafgötur með hvar mynd-
irnar eru teknar. Það er talað um „dramatískt um-
hverfi" og að myndirnar séu teknar á „stærsta jökli
Evrópu, Vatnajökli". Þessum myndum fylgir alllöng
grein blaðamanns Vogue þar sem hún lýsir dvöl sinni
hér á landi. Við skulum kíkja aðeins á innihald greinar-
innar, en nokkrar mynda ljósmyndarans Hans Feure
fylgja einnig. Greinin ber heitið: Rivíera víkinganna.
Blaðamaðurinn, Blanche
McCrary Boyd, byijar í grein sinni
á því að útskýra „skapillsku"
landsins, sbr. eldfjöllin, jarðhi-
tann, goshverina og allt það. Það
stafi af landrekskenningunni,
landið sé ævinlega að gliðna í
vestur og austur og þar sem sé
sköpun verði aldrei lognmolla.
Síðan koma nokkur orð um landið
á hjara veraldar, á mörkum hins
byggilega heims og við hefði legið
á 18. öld að landsmenn hefðu
samþykkt að flýja land sem einn
maður, enda væri varla búandi
hér vegna öfga í náttúruöflunum.
Það væri annaðhvort sól á lofti
allan sólarhringinn svo mánuðum
skipti eða að sólin kæmist ekki
upp fyrir sjóndeildarhringinn svo
mánuðum skipti. En víkingarnir
hafi ekki látíð að sér hæða, þeir
hafi skrimt og dundað sér við það
áratugina löngu við hokurbúskap,
að rita hinar sígildu íslendinga
sögur, þar sem fram kæmi að
ástríður víkinga árið 1000 hafi
verið hinar sömu og búast mætti
við af nútímamönnum.
Lýsing á enskukunnáttu
sSCRVIS
ENSK ÞVOTTAVÉL
Húsasmiðjan
Skútuvogi s. 687700
■
VjS/QSd