Morgunblaðið - 04.11.1990, Síða 40
Bögglapóstur
um ollt land
PÓSTUROGSÍMI
rogntiMjiMfe
V^terkur og
Ll hagkvæmur
auglýsingamiðill!
MORGUNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJA VÍK
TELEX 2127, POSTFAX 6SIS1I, POSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: ÍIAFNARSTRÆTI 85
SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1990
VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR.
Sandgerði:
Rak vélar-
.vana á sker
Björgunarsveitin Signrvon í
Sandgerði bjargaði á tíunda
tímanum í gærkvöldi manni úr
trillunni Frama ÍS, sem strandaði
um 300 metra frá hafnargarðin-
um í rjómalogni. Talið er bilun
hafi orðið i vél bátsins þegar hann
var að leggja í innsiglinguna og
við það hafi bátinn rekið upp á
sker.
Að sögn Sigtryggs Pálssonar,
formanns björgunarsveitar
innar Sigurvonar, voru björgunar-
sveitarmenn komnir á staðinn fáum
mínútum eftir strandið og náðu
.-manninum um borð í bát sinn.
Klukkan þrjú aðfaranótt laugar-
dagsins tókst fyrirhafnarlítið að losa
bátinn. Við skoðun fundust engar
skemmdir á bátnum.
Elsti Islend-
ingurinn er
106 ára í dag
ELSTI núlif-
andi Islend-
ingurinn,
Aldís Einars-
dóttir, verður
106 ára í dag,
4. nóvember.
Fimm ís-
lenskar kon-
ur hafa orðið
eldri en Aldís
en aðeins ein
Aldís Einarsdóttir
þeirra fullra 108 ára. Sú var
Halldóra Bjarnadóttir sem dó
er hún hafði lifað í 108 ár og
43 daga. Halldóra Iést 27.
nóvember 1981.
Aldís bjó lengi á Stokkahlöð-
um í Hrafnagilshreppi.
Hún sá'um sig sjálf með hjálp
ættingja sinna þar til hún lagð-
ist inn á Kristnesspítala í sept-
ember 1985 vegna Iungnasjúk-
dóms og dvelst hún þar enn.
Að sögn Halldórs Halldórs-
sonar, yfirlæknis á Kristnesspít-
ala, hefur Aldís daglega fóta-
vist, er fyllilega skýr og fylgist
vel með. Sjón hennar er nokkuð
góð þó að hún þurfi að nota
gleraugu. Heyrn hennar hefur
hrakað nokkuð undanfarið ár.
Aldís treystir sér ekki til að
ganga nema með stuðningi.
Boðin velkomin heim
ÞRIÐJI íslenski hjartaþeginn, Elín Birna Harðardóttir, kom til landsins
í byijun vikunnar frá Brompton-sjúkrahúsinu í London. Áður höfðu
Halidór Halldórsson og Helgi Harðarson undirgengist hjartaígræðslu,
en auk þess voru grædd lungu í Halidór. Það var Magdi Yacoub, próf-
essor í hjartaskurðlækningum við Brompton-sjúkrahúsið, sem stjórn-
aði aðgerðinni á Elínu eins og á Halldóri og Helga. Hann hefur nú
framkvæmt hátt í tólf hundruð slíkar aðgerðir frá því þær hófust við
Brompton-sjúkrahúsið 1980.
Nú bíða tvær íslenskar konur eftir hjartaígræðslu við Brompton-
sjúkrahúsið og ein bíður eftir lungnaígræðslu.
Jón A. Baldvinsson, sendiráðsprestur í London, segir að óverjandi
sé að senda íslenska sjúklinga utan til líffæraígræðslu meðan íslensk
lög um skilgreiningu á dauða aftra því að íslendingar leggi til líffæri
í sameiginlegan vestur-evrópskan líffærabanka.
Myndin var tekin er Halldór og Helgi færðu Elínu Birnu blómvönd
á heimili hennar í tilefni af heimkomunni.
Sjá: Nýtt hjarta - samur maður bls. 10-12.
Þýsk-íslensk ráðstefna um vetnisorku:
Gufuorka er talin álitlegur
kostur við vetnisframleiðslu
ÞÝSK-íslensk ráðstefna um notk-
un vetnis sem orkugjafa fram-
tíðarinnar var haldin í Hamborg
nýlega. Þar kynntu íslenskir full-
trúar orkuframboð á Islandi til
vetnisframleiðslu og kom fram
að fyrstu niðurstöður rannsókna
benda til að gufuorka sé álitlegur
kostur við vetnisframleiðslu, auk
vatnsorku.
Astæða þess, að Þjóðveijar sýna
vetni áhuga, er að sögn Sverr
is Schopka, sem sótti ráðstefnuna,
að vetni brennur
sem næst mengun-
arlaust. Það er
unnið úr vatni með
rafgreiningu og
þegar það brennur
myndast aftur
vatn.
Hann segir Þjóð-
veija standa
fremst þjóða á sviði rannsókna á að
nota vetni sem orkugjafa. Þýska
ríkið styrkir þessar rannsóknir með
15 milijóna marka framlagi, eða sem
nemur um^.550 milljónum íslenskra
króna.
Á ráðstefnunni skýrðu Þjóðverjar
frá sameiginlegu verkefni Evrópu-
bandalagsins og Kanada, sem byij-
aði 1988 og á að standa yfir í 10
ár. Það miðar að því að flytja vetni
á tönkum frá Kanada til Þýska-
lands. í Hamborg verður strætis-
vögnum borgarinnar breytt, til þess
að þeir geti brennt vetni. Þar eru
nú um 850 vagnar. Stefnt er að því
að þeir verði knúðir vetni 1994.
Þá kom fram að Deutsche Airbus
Nígeríumenn leita aðstoðar hér
við að koma gjaldeyri úr landi
AÐILAR í Nígeríu hafa undanfarið leitað eftir aðstoð íslenskra
fyrirtækja við að koma úr landi umtalsverðu magni af gjaldeyri.
Til dæmis barst einu fyrirtækjanna boð um að fá um 100 milljón-
ir króna fyrir að lána bankareikning sinn í þessu skyni.
erlendra lánardrottna, og voru
Um er að ræða
greiðslur
fyrir ýmsa
verktakastarfsemi
sem unnin var í
Nígeríu fyrir vald-
arán hersins þar árið 1983. Nýju
valdhafarnir munu hafa fyrirskip-
að að allar greiðslur skyldu inntar
af hendi til erlendra verktaka í
því skyni að endurheimta traust
__________________________________
miklar fjárhæðir lagðar til ’nliðar
í þeim tilgangi.
Nígerískir kaupsýslumenn, sem
telja sig hafa möguleika á að ná
til sín einhverju af umræddu fjár-
magni, hafa meðal annars leitað
eftir aðstoð íslenskra fyrirtækja í
því skyni. Til þess að ná til sín
greiðslunum segja þeir að nauð-
synlegt sé fyrir þá að hafa aðgang
að bankareikningum traustra fyr-
irtækja í öðrum löndum og hafa
þeir óskað eftir að fá senda til sín
þijá óútfyllta en undirritaða reikn-
inga frá fyrirtækjunum, auk
þriggja eintaka af óútfylltu en
undirituðu bréfsefni þeirra og
jafnframt númer á bankareikningi
í viðskiptabanka fyrirtækjanna. í
staðinn bjóða þeir síðan vænan
skerf af umræddu fé.
Eitt íslensku fyrirtækjanna sem
Nígeríumenn hafa leitað til er Ice-
con, og sagði Páll Gíslason fram-
kvæmdastjóri þess að honum
væri kunnugt um að nokkuð mörg
íslensk fyrirtæki hefðu fengið
sambærileg bréf.
„Þetta er einhver leið hjá þeim
þarna í Nígeríu til að stela af
ríkinu, en þeir munu hafa sent
út óhemju magn af svona bréfum
til fyrirtækja í mörgum löndum.
Þetta lítur í byrjun út fyrir að
vera tiltölulega álitlegt, en menn
hafa verið eindregið varaðir við
að koma nálægt þessu, þar sem
nánast er óhugsandi annað en
þeir skaðist af þessu vegna hætt-
unar á því að þetta verði kært,“
sagði Páll.
verksmiðjurnar vinna að því að nota
vetni sem eldsneyti á flugvélar. Air-
bus hefur gert könnun á því að nota
íslenskt vetni á vélarnar og er gert
ráð fyrir að reynsluflug hefjist 1995
og að árið 2010 muni um 200 flug-
vélar í áætlunarflugi ganga fyrir
vetni.
Auk vetnisframleiðslu var rætt
um stóriðjumöguleika á íslandi
vegna vatns- eða gufuafls sem hér
er hægt að virkja, einnig um útflutn-
ing á rafmagni.
Af íslands hálfu sátu ráðstefnuna
Geir A. Gunnlaugsson og Garðar
Ingvarsson frá Markaðsskrifstofu
iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkj-
unar, Bragi Árnason, Þorsteinn Sig-
fússon og Páll Jensson frá Háskóla
íslands, Páll Kr. Páisson frá Iðn-
tæknistofnun, Jón Hálfdánarson frá
íslenska Járnblendifélaginu. Þá sátu
ráðstefnuna Dr. Sverrir Schopka og
Oswald Dreyer-Eimboke ræðismað-
ur íslands í Hamborg.
Ákveðið var að halda næsta fund
um vetnisframleiðslu hér á landi í
Reykjavík á fyrri hluta næsta árs.
Geir dreQur
sig i hle
Geir Gunnarsson alþingismaður
tilkynnti við upphaf aðalfund
ar kjördæmisráðs Alþýðubanda-
lagsins á Reykjanesi í Keflavík í
gær að hann gæfi ekki kost á sér
til áframhaldandi þingmennsku í
komandi alþingiskosningum.