Morgunblaðið - 06.11.1990, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1990
Uppbygging athafnalífs
í Reykjaneskjördæmi
eftir Maríu E.
Ingvadóttur
Þar sem ég gef kost á mér í próf-
kjör sjálfstæðismanna í Reykjanes-
kjördæmi 10. nóvember nk., vil ég
hér greina frá nokkrum málefnum
sem ég hef kynnst í gegnum starf
mitt og vil gjarnan fá brautargengi
til að framkvæma á Alþingi, ásamt
fleiri góðum málum.
Nýjan kraft í atvinnulíf
kjördæmisins
Það þarf ekki að líta mörg ár
aftur í tímann til þess, er atvinnu-
leysi var lítið á þessu svæði og
meðallaun yfir landsmeðallagi. Geð-
þóttaákvarðanir stjómvalda í villt-
um dansi byggðastefnunnar hafa
ekki náð til Reykjaness og Suður-
nesja. Þar sem áður var blómleg
útgerð, er ekki lengur þorskvóta til
að dreifa, skipin em seld hvert af
öðru og kvótinn með.
Héðan frá suðvesturhominu er
stutt á gjöful fiskimið. Hér er líka
aðalflughöfn landsins, þaðan sem
flogið er daglega á helstu markaðs-
svæði okkar í Evrópu. Liggur þá
ekki beint við, að hér á svæðinu sé
byggð upp matvælaframleiðsla?
Hér em öll skilyrði þess að byggja
upp blómlega matvælaframleiðslu,
héðan á að flytja út matvæli í neyt-
endaumbúðum, gæðaframleiðslu á
góðu verði. Við eigum að gæta þess
fjársjóðs vel sem við eigum í þeirri
ímynd, að á íslandi sé ómenguð
náttúra og ómengað haf umhverfis.
Við gætum laðað að okkur iðn-
fyrirtæki, sem sýnt geta fram á
arðbæran rekstur að loknum hæfí-
legum uppbyggingartíma. Það er
eðlilegt að veita nýjum fyrirtækjum
ákveðna ívilnun, t.d. í formi lægri
gjalda, á meðan þau eru að koma
rekstrinum á traustan grunn.
ísland viðkomustaður í
Iangflugi
Lega landsins býður upp á það,
að hér verði viðkomustaður fyrir
flugvélar á leið yfir hafið. Ef vilji
er fyrir hendi, mætti byggja hér
upp fríhöfn, þar sem boðið væri upp
á fyrsta flokks verslanir og þjón-
„Það er furðulegt, að á
sama tíma og þessar
stórkostlegu breyting-
ar eru að eiga sér stað
í Evropu, skulum við
Islendingar sigla hrað-
byri á móti straumnum,
til aukinnar miðstýr-
ingar, vaxandi ríkisfor-
sjár og útþenslu ríkis-
báknsins. Eru þessi
ósköp í samræmi við
vilja meirihluta þjóðar-
innar?“
ustu. Lækka þyrfti lendingargjöld
og gera aðrar aðstæður eftirsóknar-
verðar fyrir erlend flugfélög. Hér
gæti orðið um arðbæran rekstur
að ræða, sem auk þess mundi skapa
mörg atvinnutækifæri.
Heilsustöðvar
í Reykjaneskjördæmi er að finna
mjög hentuga staði fýrir heilsu-
stöðvar. Má þar nefna Reykjalund,
Krýsuvíkursvæðið og svæðið um-
hverfis Bláa lónið. Glæsilegar
heilsustöðvar sem bjóða upp á
fyrsta flokks aðhlynningu, endur-
hæfingu og þjónustu, taka til sín
mikið vinnuafl og htiðarþjónustu
ýmiss konar.
Við skulum ekki vanmeta þátt
ferðamanna í atvinnusköpun fram-
tíðarinnar. Við skulum vinna mark-
visst að því, að okkar hluti af vax-
andi tekjum vegna ferðamanna-
þjónustu verði verulegur.
Uppbyggingu í stað
miðstýringar
Ef íslendingar ætla að halda sínu
efnahagslega sjálfstæði, þarf að
vinna markvisst að uppbyggingu
arðbærs atvinnulífs. Stjómvöld eiga
að skapa þannig ytri skilyrði, að
hægt sé að ná fram arðsemi í rekstri
fyrirtækja. Nú em austantjalds-
þjóðir, allslausar eftir vonlaust sós-
íalískt hagkerfi, hrópandi á hjálp
María E. Ingvadóttir
frá þeim, sem forystumenn þeirra
úthrópuðu fyrir skemmstu sem óg-
urlega kapítalista. Nú er hið hræði-
lega kapítalíska hagkerfí þeirra
eina von.
Það er furðulegt, að á sama tíma
og þessar stórkostlegu breytingar
eru að eiga sér stað í Evrópu, skul-
um við íslendingar sigla hraðbyri á
móti straumnum, til aukinnar mið-
stýringar, vaxandi ríkisforsjár og
útþenslu ríkisbáknsins. Eru þessi
ósköp í samræmi við vilja meiri-
hluta þjóðarinnar?
Höfundur er viðskiptafræðingur
og tekur þátt í prófkjöri
sjálfstæðismanna. í
Reykjaneskjördæmi.
Allt barnastarf
skilar tekjum
eftír Hans Henttinen
JC-Reykjavík hefur staðið fýrir
átaki gegn vímuefnaneyslu ungs
fólks. I tilefni af því var þess farið
á leit við mig, sem starfsmann
Rauða krosshússins, að leggja um-
ræðunni lið í formi blaðagreinar.
Eftir tæplega fimm ára starf við
Rauða krosshúsið er engin spurning
í mínum huga að mikil vímuefna-
neysla er oftar en ekki afleiðing,
þ.e. orsökina er oftast að finna í
uppeldis- og félagslegum aðstæðum
einstaklingsins. Margir og oft sam-
verkandi þættir spila þarna inn í
og ætla ég ekki að fara nánar út í
þá enda er ég nánast hættur að sjá
tilganginn með umræðum um þau
'mál. Framkvæmdar hafa verið ótal
rannsóknir og fyrir liggja skjalfest-
ar upplýsingar um orsakavalda. Við
höfum nokkuð góða hugmynd um
hveijir eru í áhættuhópum og af
hveiju þeir eru þar en samt sjást
sjaldan merki um róttækar og
markvissar aðgerðir. Þegar við
síðan sjáum aðgerðir eru þær
sjaldnast á sviði forvarna.
þá verð ég að viðurkenna að ég er
orðinn svolítið pirraður á því að við
skulum stöðugt þurfa að vera með
„átak“ í hinu og þessu. Til að úti-
loka allan misskilning þá vil ég taka
fram að þessi pirringur beinist að
méstu að þeim ráðamönnum sem
móta stefnuna hveiju sinni. En á
meðan grunnskólinn hefur ekki það
svigrúm sem hann þarf til að sinna
þessum málum þá verð ég að sam-
þykkja nauðsyn þess að „fólkið
sjálft" taki til hendinni svo umræð-
an detti ekki niður.
Á ári hveiju ver íslenska þjóðin
ómældu fjármagni í meðferðarúr-
ræði tengdum vímuefnavandanum
og hleypur sú tala Iíklega á hundr-
uðum milljóna króna en á sama tíma
er það fjármagn sem fer í fræðslu-
og forvamarstarf skorið við nögl.
Hans Henttinen
Ég vil þó ekki trúa að ástæðan liggi
í takmarkaðri trú ráðamanna á
slíku starfi.
Hér á landi fyrirfinnst ekki vel
„Við getum aldrei talið
krónurnar sem sparast
með forvarnarstarfi en
það væri fróðlegt að fá
upplýsingar um krónu-
fjöldann sem fer í vímu-
efnafræðslu til nem-
enda grunnskólans.“
skipulagt og markvisst forvarnar-
starf í vímuefnamálum, þ.e. fræðsla
sem nær til allra einstaklinga í
ákveðnum aldurshópum. Ýmsir
hópar og félagasamtök hafa þó á
undanfömum árum gert tilraun til
að sinna þessu starfi, í gegnum fjöl-
miðla, bréfalúgur og skólakerfíð en
samræming og samvinna er mjög
takmörkuð.
Þegar talað er um miðstýringu
þá telst ég almennt ekki til stuðn-
ingsmanna þannig stjórnunar en
hún er nauðsynleg þegar um er að
ræða velferð bama og unglinga í
Vímuefni - áróðursviku JC
Reykjavíkur lýkur í dag
Ég ætla þess í stað að nota tæki-
færið og koma aðeins inn á forvam-
arstarf en það er sá þáttur sem ég
hef trú á að gæti skilað árangri ef
honum væri sinnt nægilega vel.
Það er alltaf fagnaðarefni þegar
einstaklingar, hópar eða félagasam-
tök opna umræðuna um vímuefna-
vandann eða aðra þá þætti sem
miður fara í þjóðfélaginu. Án þess
að draga kjark og mátt úr öllu því
ágæta fólki sem gerir hvað það
getur til að halda lífi í umræðunni
eftír Kristínu
Alfreðsdóttur
Eins og komið hefur fram stóð
byggðarlagsnefnd 1 frá JC Reykja-
vík fyrir áróðursviku núna 27. októ-
ber til 3. nóvember. Greinar hafa
birst í dagblöðum eftir áhugafólk
og sérfræðinga um þetta efni og
nefndarmenn hafa fjallað um efnið
á Bylgjunni og Aðalstöðinni. Vegg-
spjöldum hefur verið dreift um alla
„Það er skylda allra
uppalenda að upplýsa
börnin sín um þann
skaða sem vímuefni
valda, hver svo sem þau
eru.“
borgina og stundaskrám hefur verið
dreift til allra nemenda í 8. bekkjum
í grunnskólum Reykjavíkur. Rit-
gerðarsamkeppni í þessum aldurs-
hópi lýkur í dag með verðlaunaaf-
hendingu í Austurbæjarskóla kl.
14.00. Þar fá höfundar þriggja
bestu ritgerðanna vegleg peninga-
verðlaun. Visa-ísland hefur styrkt
þetta verkefni og færum við þeim
bestu þakkir fyrir skjót og góð við-
brögð.
Alltof margir unglingar. ánetjast
vímuefni. Það er skylda allra upp-
alenda að upplýsa börnin sín um
þann skaða sem vímuefni valda,
hver svo sem þau eru. Fræðsla um
reykingar kom inn í skólana fyrir
mörgum árum og hefur árangur
orðið undraverður jafnt hjá ungling-
um sem fullorðna fólkinu. Fyrir
nokkrum árum þótti sjálfsagt að
púa reykjarsvælu í allar áttir án
nokkurs tillits til samferðafólksins.
í dag er viðhorfið allt annað og á
krabbameinsfélagið heiðurinn af
þeim stórkostlega árangri.
Það er því Ijóst að skipulögð
fræðsla og skipulagt átak um notk-
un vímuefna hefur jákvæð áhrif á
samfélagsheildina. Unglingar láta
ekki þrýsting frá jafnöldrum leiða
sig út í reykingar. Núna þykir það
ekki „flott“ að reykja og unglingar
þora að segja: „Nei takk.“ Fíkni-
efnaneysla unglinga er útbreiddari
en almenningur heldur og er áríð-
andi að foreldrar og aðrir uppalend-
ur kynni sér einkenni sem eru neysl-
unni samfara, svo að þeir geti grip-
ið í taumana og leiðbeint börnum
sínum framhjá þessum vágesti.
Áróðursviku byggðarlagsnefndar
1 hjá JC Reykjavík er lokið og er
Hársnyrtistofan Onix,
Grandavegi 47, sími 626162.
Nú er rétti tíminn til að fá sér permanent
í hárið. Við höfum permanentoliur fyrir
allar hárgerðir.
HÁRSNYRTING fyrir dömur og herra.
Sérstakt verð fyrir ellilífeyrisþega.
Visa - Euro - Samkorts þjónusta
Opið á laugardögum
Hrafnhildur Konráðsdóttir, hárgrm.
Helena Hólm, hárgrm.
víðri merkingu þess orðs. Sam-
kvæmt aðalnámskrá ber skólanum
að sinna fræðslu um áhrif og skað-
semi vímuefna en eins og almenn-
ingur veit þá hefur skólinn ekki
haft svigrúm til þess. Miðstýringar-
valdið er til staðar en það gegnir
bara ekki því hlutverki sem því ber
skylda til.
Allt starf með börnuin og ungl-
ingum kostar peninga en gallinn
er bara sá að tekjurnar skila sér
ekki í dag eða á morgun. Við sjáum
sjaldnast afrakstur starfsins fyrr
en eftir 10-20 ár. Starf Krabba-
meinsfélagsins í grunnskólanum er
kannski skýrasta dæmið um öflugt
og árangursríkt forvarnarstarf sem
skilar sér þegar til Iengri tíma er
litið.
Við getum aldrei talið krónurnar
sem sparast með forvarnarstarfi en
það væri fróðlegt að fá upplýsingar
um krónuijöldann sem fer í vímu-
efnafræðslu til nemenda grunnskól-
ans.
Höfundur er kennari aðmenntog
vcitir Rauða krosshúsinu forstöðu.
Kristín Alfreðsdóttir
ánægjulegt að hafa fylgst með því
hversu jákvæða umræðu hún hefur
skapað og jákvæðar undirtektir
þeirra sem til var leitað. Ég vil
nota þetta tækifæri og þakka
nefndinni fyrir vel unnin störf og
vona að umræða um fíkniefni hafi
vaknað á sem flestum heimilum í
landinu.
Höfundur er forseti JC
Reykjavíkur.