Morgunblaðið - 06.11.1990, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 06.11.1990, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1990 13 Vetnisumræða á villigötum eftir Pál Kr. Pálsson Að undanfömu hefur nokkuð verið rætt um möguleika þess að hefja framleiðslu á vetni á íslandi og hugsanleg orkusölu íslendinga til slíkrar framleiðslu. Svo virðist sem ýmsir þeir er hafa tjáð sig um málið telji hér vera á ferðinni væn- legan kost fyrir okkur íslendinga í dag. Undirritaður hefur fylgst með þróun þessara mála erlendis undan- farin ár og telur vegna framan- greindrar umræðu rétt að koma eftirfarandi á framfæri: Rannsóknir á hagnýtingarmögu- leikum vetnis til brennslu á farar- tækjum eru komnar hvað lengst meðal nokkurra bifreiðaframleið- enda. Má þar t.d. nefna Daimler, BMW, General Motors og Mits- ubishi. Stærsta vandamálið sem enn er óleyst er flutningur vetnisins frá framleiðslustað til notkunarstaðar, dreifing og geymsla þess, á birgða- stöðum og í þeim flutningstækjum eða verksmiðjum sem ætlað er að brenna vetni. í nýlegri samantekt í fréttablaði þýska verkfræðingafélagsins kom fram að mat helstu sérfræðinga á sviði vetnis í ofangreindum fyrir- tækjum er að enn muni líða allt að þrír áratugir þar til vetni verður hagkvæmur valkostur sem orku- gjafi á flutningstæki. Samdóma nið- urstaða þeirra er að í millitíðinni muni koma fram ein tegund brennsluvéla sem sé samsett úr V^terkurog k./ hagkvæmur auglýsingamiöill! Niður með hita- kostnaðinn hefðbundinni bensínvél og raf- magnsmótor, svokallaður „hybrite“ mótor. í þessari samantekt kemur einnig fram, að þrátt fyrir að olíu- verð hækki verulega muni það vart leiða tila þess að vetnisvélin komi fyrr á markað. Það eina sem getur leitt til þess, að mati þessara sér- fræðinga, er aukning á súru regni, einkum í Evrópu. Meginástæðan fyrir þeim langa tíma sem á eftir að líða þar til vetni verður orðið orkumiðill í flutnings- tækjum er sú gríðarlega þróunar- OFNHITASTILLAR = HÉÐINN = VELAVERSLUN, SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER Páll Kr. Pálsson „Er það von undirritaðs að umræðan um mögu- leika okkar til þátttöku í þroun vetnisfram- leiðslu færist niður á raunsæisplan, einungis þannig mun árangur nást.“ vinna sem enn á eftir að eiga sér stað. Hins vegar er ekki útilokað að hagnýting vetnis heijist fyrr á af- mörkuðum svæðum og/eða til sér- tækra nota. í því sambandi má t.d. nefna notkun vetnis til að knýja almenningsfarartæki í stórborgum og hugsanlega notkun vetnis sem orkugjafa á skip og flugvélar. Sé litið á þessa hluti í samhengi og reynt að tengja þá möguleikum okkar er niðurstaða undirritaðs eft- irfarandi: — Mikilvægt er fyrir okkur íslend- inga að fylgjast vel með þróun- inni og taka þátt í því alþjóðlega rannsóknarstarfi sem unnið verður á næstu árum. — Við þurfum hins vegar að gera okkur grein fyrir að vetnisfram- leiðsla er vart valkostur í upp- byggingu orkufreks iðnaðar á íslandi í dag og ólíklegt að svo verði á næstu árum. Er það von undirritaðs að um- ræðan um möguleika okkar til þátt- töku í þróun vetnisframleiðslu fær- ist niður á raunsæisplan, einungis þannig mun árangur nást. Höfundur er forstjóri Iðntæknistofnunar. slík hólf) og þegar þú ferð úr bílnum kippirðu símanum með þér á augabragði. Þessi nýi sími er á stærð við þykka bók, þyngdin er aðeins rúm 2 kíló og Mobira ábyrgist gæðin alla leið í gegn! Kynntu þér afdráttarlausa yfirburði Mobira - og reiknaðu önnur dæmi til enda! It Hátsknihf. Ármúla 26,108 Reykjavík, sími 91-31500 og 91-36700 Tækin minnka- tæknin eykst! HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.