Morgunblaðið - 06.11.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.11.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1990 13 Vetnisumræða á villigötum eftir Pál Kr. Pálsson Að undanfömu hefur nokkuð verið rætt um möguleika þess að hefja framleiðslu á vetni á íslandi og hugsanleg orkusölu íslendinga til slíkrar framleiðslu. Svo virðist sem ýmsir þeir er hafa tjáð sig um málið telji hér vera á ferðinni væn- legan kost fyrir okkur íslendinga í dag. Undirritaður hefur fylgst með þróun þessara mála erlendis undan- farin ár og telur vegna framan- greindrar umræðu rétt að koma eftirfarandi á framfæri: Rannsóknir á hagnýtingarmögu- leikum vetnis til brennslu á farar- tækjum eru komnar hvað lengst meðal nokkurra bifreiðaframleið- enda. Má þar t.d. nefna Daimler, BMW, General Motors og Mits- ubishi. Stærsta vandamálið sem enn er óleyst er flutningur vetnisins frá framleiðslustað til notkunarstaðar, dreifing og geymsla þess, á birgða- stöðum og í þeim flutningstækjum eða verksmiðjum sem ætlað er að brenna vetni. í nýlegri samantekt í fréttablaði þýska verkfræðingafélagsins kom fram að mat helstu sérfræðinga á sviði vetnis í ofangreindum fyrir- tækjum er að enn muni líða allt að þrír áratugir þar til vetni verður hagkvæmur valkostur sem orku- gjafi á flutningstæki. Samdóma nið- urstaða þeirra er að í millitíðinni muni koma fram ein tegund brennsluvéla sem sé samsett úr V^terkurog k./ hagkvæmur auglýsingamiöill! Niður með hita- kostnaðinn hefðbundinni bensínvél og raf- magnsmótor, svokallaður „hybrite“ mótor. í þessari samantekt kemur einnig fram, að þrátt fyrir að olíu- verð hækki verulega muni það vart leiða tila þess að vetnisvélin komi fyrr á markað. Það eina sem getur leitt til þess, að mati þessara sér- fræðinga, er aukning á súru regni, einkum í Evrópu. Meginástæðan fyrir þeim langa tíma sem á eftir að líða þar til vetni verður orðið orkumiðill í flutnings- tækjum er sú gríðarlega þróunar- OFNHITASTILLAR = HÉÐINN = VELAVERSLUN, SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER Páll Kr. Pálsson „Er það von undirritaðs að umræðan um mögu- leika okkar til þátttöku í þroun vetnisfram- leiðslu færist niður á raunsæisplan, einungis þannig mun árangur nást.“ vinna sem enn á eftir að eiga sér stað. Hins vegar er ekki útilokað að hagnýting vetnis heijist fyrr á af- mörkuðum svæðum og/eða til sér- tækra nota. í því sambandi má t.d. nefna notkun vetnis til að knýja almenningsfarartæki í stórborgum og hugsanlega notkun vetnis sem orkugjafa á skip og flugvélar. Sé litið á þessa hluti í samhengi og reynt að tengja þá möguleikum okkar er niðurstaða undirritaðs eft- irfarandi: — Mikilvægt er fyrir okkur íslend- inga að fylgjast vel með þróun- inni og taka þátt í því alþjóðlega rannsóknarstarfi sem unnið verður á næstu árum. — Við þurfum hins vegar að gera okkur grein fyrir að vetnisfram- leiðsla er vart valkostur í upp- byggingu orkufreks iðnaðar á íslandi í dag og ólíklegt að svo verði á næstu árum. Er það von undirritaðs að um- ræðan um möguleika okkar til þátt- töku í þróun vetnisframleiðslu fær- ist niður á raunsæisplan, einungis þannig mun árangur nást. Höfundur er forstjóri Iðntæknistofnunar. slík hólf) og þegar þú ferð úr bílnum kippirðu símanum með þér á augabragði. Þessi nýi sími er á stærð við þykka bók, þyngdin er aðeins rúm 2 kíló og Mobira ábyrgist gæðin alla leið í gegn! Kynntu þér afdráttarlausa yfirburði Mobira - og reiknaðu önnur dæmi til enda! It Hátsknihf. Ármúla 26,108 Reykjavík, sími 91-31500 og 91-36700 Tækin minnka- tæknin eykst! HVÍTA HÚSIÐ / SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.