Morgunblaðið - 06.11.1990, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 06.11.1990, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NOVEMBER 1990 Veljum skelegga konu í baráttusætið eftír Þórð Reykdal Látum ekki sama óhappið henda hér og í prófkjörinu í Reykjavík. Með fyllstu virðingu fyrir því ágæta fólki, sem skipar efstu sætin á sterkum framboðslista Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík, er ég þess fullviss að listinn hefði orðið enn sigurstranglegri hefðu fieiri konur verið í þeim hópi. Það skal fúslega viðurkennt að ég hefði verið í mjög miklum vanda, hefði ég átt að velja hver hinna mætu traustu karlmanna ætti að víkja úr sæti fyrir konu. Það er augljóst, að í Reykjavík hafa kon- urnar goldið „offramboðs" úrvals karla, sem ef til vill sést bezt á því að Guðmundur H. Garðarsson skyldi hafna í tólfta sæti. Baráttu hans fyrir hagsmunum aldraðra og leiðréttingar á starfsgrundvelli lífeyrissjóðanna hefði eldra fólkið viljað launa betur. Lovísa Christiansen er vel gefin, hugmyndarík og hörkudugleg kona, eins og þeir vita bezt sem hafa kynnzt henni í starfsemi Útivistar og margra annarra félaga. Enginn þarf því að efast um, að hún verður duglegur baráttumaður skipulagn- ingar ferðamála með verndun um- hverfisins að aðalmarkmiði, en þau mál er orðið mjög aðkallandi að taka föstum tökum án tafar. Ég veit líka að Lovísa styður eindregið hugmyndina um fækkun þing- manna og breýtta kjördæmaskipan, sem ég tel vera stærsta málið í íslenzkum stjórnmálum. Einmenn- ingskjördæmi verður að taka upp að nýju. Það er eina leiðin til að skapa festu og ábyrgð í íslenzkum stjórnmálum. Hér verða ekki rakin fleiri baráttumál Lovísu, en ég veit að hún verður öflugur málsvari okkar, eldri kynslóðarinnar, og mun af festu og einlægni styðja hvert það mál sem til heilla horfir fyrir land og þjóð. Hugmyndarík kona, sem veit hvað hún vill, er örugglega bezti kosturinn sem Sjálfstæðisflokkur- inn á í baráttusæti flokksins í Reykjaneskjördæmi. Hádegisverður á Hótel Holti Næstu vikur verður á Hótel Holti sér- stakt tilboð í hádeginu, sem samanstend- ur af forrétti, aðalrétti og eftirrétti, sem hver velur að vild. Þríréttaður hádegisverður á viðráðanlegu verði, án þess að slakað sé á gæðakröfum. Forréttir Rjómalöguö sjávarréttasúpa Villibráöarterrínem/rifsberjasósu Grænmetismús m/piparrót Pasta ogreykt flesk á jöklasalati Aðalréttir Ristaöur steinbítur m/ostasósu Gljáö hamborgarlæri m/rauövínssósu Eldsteikt heilagfiski m/kavíarsósu Hreindýrasmásteik m/eplasalati Gufusoöin rauösprettuflök m/skelfisksósu Steiktur lundi m/rúsínum í maltsósu Eftirréttir' Rjómaís m/vínberjasósu Kaka dagsins Verð frá kr. 995.* * Bergstabastrœti 37, Stmi 91-25700 Þröst í 6. sætið! Þórður Reykdal Tökum þátt í prófkjörinu og velj- um Lovísu í fjjórða sæti. Ilöfundur er fyrrverandi starfsmaður Flugleiða. eftírívar Benediktsson Sjálfstæðismenn í Reykjanes- kjördæmi velja í prófkjöri 10. nóv- ember framboðslista sinn til næstu alþingiskosninga. Undirritaður vill hér með vekja athygli sjálfstæðis- manna í kjördæminu á einum fram- bjóðanda, Þresti Lýðssyni. Þröstur býður flokknum krafta sína og sækist eftir 6. sæti listans. Margt mælir með því að velja Þröst í 6. sætið. Þarna er á ferð hörkuduglegur og ósérhlífinn fram- bjóðandi sem lætur ekki sítja við orðin tóm. Undirritaður kynntist Þresti þeg- ar hann var formaður handknatt- leiksdeildar UMFA í Mosfellsbæ, fyrir nokkrum árum, og víst er að það var góður skóli fyrir mig að fá að vinna með honum. Starf for- manns deildarinnar fórst Þresti frá- bærlega úr hendi. Alla sína vinnu innan deildarinnar skipulagði hann mjög vel jafnfrfamt því sem hann átti mjög auðvelt með að laða fólk til samstarfs. Auk þess hafði hann góða yfirsýn yfir rekstur deildarinn- ar, jafnt utan vallar sem innan. Þröstur var og er ekki einn af þeim sem sækjast eftir því að sitja í stjórnum bara til að vera þar að nafninu til, nei, hann vill vera virk- ur í starfinu og það er hann svo sannarlega, hvar sem hann ber nið- ur. Því er það engin spurning í mínum huga að við sjálfstæðismenn í Reykjaneskjördæmi þurfum ekki að hugsa okkur tvisvar um, hvað þá þrisvar, áður en við sameinumst um og merkjum við nafn Þrastar „Gjör rétt, þol ei órétt“ eftírLilju Hallgrímsdóttur Á aðalfundi Samtaka sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu (SHH), sem haldinn var í Kjalarneshreppi 20. okt. sl., var samhljóða sam- þykkt ályktun um kjördæmaskipt- ingu og jöfnun atkvæðisréttar. í ályktuninni er skorað á þingmenn að endurskoða ákvæði stjórnar- skrár og laga um kosningar til Al- þingis, með það fyrir augum að misvægi atkvæða verði leiðrétt þannig að atkvæðisréttur lands- manna- verði sem jafnastur, enda um grundvallarmannréttindi að ræða. í Reykjavíkur- og Reykjaneskjör- dæmum hefur mikil fólksfjölgun átt sér stað á sl. 30 árum frá því að núverandi kjördæmaskipan var inn- leidd. Breytingar þær sem gerðar vóru á lögum 1987 eru hvergi nærri fullnægjandi og Ijóst er að veruleg- ur munur er á vægi atkvæða eftir kjördæmum samanber töfluna sem hér fylgir. Lýðræðisleg stjórnskipun hlýtur að snúast um það að sérhver kjós- andi hafi jafnan rétt til að eignast fulltrúa sinn á Alþingi. Því þarf að hraða endurskoðun stjórnarskrár íslendinga og þá sérstaklega hvað varðar kjördæmamálin. Ná þarf víðtæku samkomulagi um kjör- dæmaskipunina þannig að hún verði til þess fallin að skapa festu og frið um stjórn landsins. Kjör- „Það er ekki einungis brýnt fyrir íbúa Reykj- aneskjördæmis að kjör- dæmaskipan verði end- urskoðuð, heldur er það nauðsynlegt fyrir þjóð- ina alla.“ dæmapot og kjördæmarígur eyðir allt of mikilli orku og tíma þing- manna. Þingmenn virðast ekki allt- af hafa þjóðarhag í huga, ef velja þarf á milli hagsmuna kjördæmis og þjóðarhags. Með áföngum mætti fækka þingmönnum, kjósa hluta Kjördænii Fjöldi % Fjöldi % íbúafjöldi pr. þingm. Skipt núv. fj. þingm. eftir íbúat. Þingm. ef fj. þeirra á Vestfj. er óbr. & íb.tala ræður Þingm. ef fj. þeirra á Reykjan. er óbr. & íb.tala ræður Reykjavík 18 28,57 95,799 38,06 5.322 24 47 17 Reykjanes 11 17,45 61.086 24,27 5.553 15 30 11 Vesturland 6 9,52 14.798 5,88 -2.466 4 7 3 Vestflrðir 5 7,94 10,096 4,01 2.019 2 5 2 Norðurl. v. 5 7,94 10.553 4,19 2.111 3 5 2 Norðurl. ey. 7 11,11 26.105 10,37 3.729 7 13 5 Austurland 5 7,94 13.163 5,23 2.633 3 7 2 Suðurland 6 9,52 20.097 7,98 3.350 5 10 4 Samt. meðalt. 63 100,00 251,697 100,00 3.398 63 124 46 Hversvegna eru kvenna- listakonur á móti álveri? eftír Aðalstein Jóhannsson Menn velta nú fyrir sér spurning- unni um það, hvers vegna kvenna- listakonur séu á móti álveri. Álverk- smiðja hefur verið starfandi hér á landi um árabil. Þeir sem þar hafa starfað eru nokkuð einróma um vinnustaðinn, að hann sé mjög til fyrirmyndar, starfsmenn fari í læknisskoðun með stuttu millibili og sé þannig vakað yfir heilsufari þeirra. Fréttamaður sjónvarpsstöðvar var á ferð í Suður-Karólínu, þar sem Alumax-fyrirtækið (einn af Atl- antsál-aðilum) rekur álver, og greindi hann frá því fyrir skemmstu að þarna væri fullkomnari hreinsi- búnaður heldur en í Straumsvík, þar væri t.d. ekki sjáanleg nein blá- móða umhverfis verksmiðjuna, en hennar gætir óneitanlega nokkuð hér. Fréttamaðurinn greindi líka frá því að konur ynnu þarna í veruleg- um mæli og líkaði þeim starfið vel. Fyrirhugað álver á Keilisnesi mun vera áætlað í líkingu við þetta. Nú er því vert að spyrja, hvort þessi fregn hafi haft einhver áhrif á við- horf Kvennalistans. „ Fréttamaðurinn greindi líka frá því að konur ynnu þarna í verulegum mæli og líkaði þeim starfið vel. Fyrirhugað álver á Keilisnesi mun vera áætlað í líkingu við þetta.“ Talið er að hér bætist við u.þ.b. 1.500 manns á vinnumarkaðinn árlega. Frystihús landsins eru mörg nýlegir og góðir vinnustaðir sem kostað hefur verið miklu til, jafnvel svo að segja má að allt sé flísalagt í hólf og gólf og upphitun að góðu marki. En samt er það svo, að veru- leg vöntun er á vinnuafli. Útvegun fólks mun hafa verið reynt til hlítar nú á haustmánuðum, og frést hefur að sjávarplássin vestra, Bolung- arvík, Flateyri, Þingeyri, Bíldudalur og fleiri staðir ráðgeri að flytja inn fólk frá Ástralíu. Þaðn hafa komið allmargar stúlkur á undanförnum árum og þær gefist vel. En ekki er þetta eins og vera ætti. Aðalsteinn Jóhannsson Hvað er til ráða? Vilja kvenna- listakonur svara með orðum og at- höfnum? Höfundur er tæknifræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.