Morgunblaðið - 06.11.1990, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NOVEMBER' 1990
Endurviimsla — hringrás
eftir Þórarin
Sveinsson
í grein í Morgunblaðinu er birtist
21. október sl. undir fyrirsögninni
íslenska Stálfélagið, skrifuð af Sig-
urði Smára Gylfasyni, er fjallað um
félag er stofnað var fyrir 2 árum
og gefið þetta virðulega nafn. I
byijun greinarinnar segir að félagið
hafi strax í fyrravetur hafíð söfnun
á brotamálmi og vinnslu hans þann-
ig að efnið henti til málmbræðslu.
Jafnframt er tekið fram að málm-
bræðslan sjálf hefjist í þessum
mánuði. í næstu málsgrein er sagt
að með stofnun fyrirtækisins hafí
verið stigið stórt skref í þágu um-
hverfisvemdar og á þá höfundur
væntanlega við umhverfisvernd á
íslandi.
Er íslenska Stálfélagið að
finna upp hjólið?
Undirritaður, sem er fæddur og
alinn upp í Reykjavík, hefur haft
áhuga á umhverfismálum frá því
að hann komst til nokkurs þroska.
Vakti grein Sigurðar Smára því
athygli hans. Eftir lestur greinar-
innar eru lesendur skildir eftir með
þá tilfinningu að hér sé um algera
nýjung að ræða, þ.e. söfnun brota-
málms, flokkun hans, pressun og
brytjun, þ.e.a.s. endurvinnsla er
gerir efnið hæft til málmbræðslu á
nýjan leik.
Hveijar eru staðreyndir málsins
hvað þennan verkþátt varðar?
Undanfarin 40 ár hefur Endur-
vinnsludeild Sindra og síðan Hring-
rás er stofnað var sem sjálfstætt
fyrirtæki fyrir tæpum 2 árum flutt
út flokkaðan og brytjaðan brota-
málm að heildarmagni rúmlega
200.000 tonn. Að hluta til hefur
hér verið um að ræða hugsjóna-
starf og er rétt að undirstrika að
fyrirtækin hafa ekki notið neinna
opinberra styrkja hvað þennan
verkþátt varðar. Fyrirtækin hafa
því staðið að umhverfisvemd í bezta
skilriingi þess orðs og hafa forsvars-
menn fyrirtækja hérlendis verið
heiðraðir fyrir minna framtak.
Verðmæti útflutts brotamáls á
umræddum 40 ámm hefur verið
mjög sveiflukennt og rekstur þess-
ara eininga fyrirtækjanna því staðið
í járnum en hins vegar lætur nærri
að tekjur þjóðarbúsins í erlendum
gjaldeyri miðað við núvirði sé um
16 milljónir dollara vegna endur-
vinnslunnar.
Vekur það furðu hjá undirrituð-
um að greinarhöfundur, Sigurður
Smári, minnist ekki á þetta starf
og er það í reyndinni tilefni þessar-
ar greinar. Hvað varðar endur-
vinnslu fyrirtækjanna á sl. áratug
má m.a. nefna eftirtalin atriði:
Á áranum 1980-81 endurnýjaði
Endurvinnsludeild Sindra pressu
sína sem unnið getur úr 100 bflflök-
um daglega og hefur síðan safnað
þeim á eigin köstnað á söfnunarstöð
sinni til endurvinnslu, landinu til
blessunar. Ofangreind afkastageta
fullnægir þörfinni hérlendis fyrir
pressun og klippingu á öllum þeim
bflflökum og tækjum er til falla
hérlendis.
Auk söfnunar óg vinnslu á brota-
málmi frá Stór-Reykjavíkursvæð-
inu og Suðumesjum má nefna að
fyrirtækin hafa jafnframt staðið að
umhverfishreinsun, m.a. hvað
brotamálm varðar á eftirtöldum
stöðum: Akranesi, Grandarfirði'
Skagaströnd, ísafirði, Siglufirði,
Akureyri og nágrenni, Raufarhöfn,
Seyðisfirði, Neskaupstað, Selfossi
og í nágrannabyggðum á Suður-
landsundirlendinu.
Á undanfömum 18 máriuðum
hefur Hringrás þannig safnað, unn-
ið o g flokkað allt að 10.000 tonnum
sem þegar era flutt til bræðslu er-
lendis eða bíða tilbúin til flutnings
á athafnasvæði fyrirtækisins. Til
frekari upplýsinga má nefna að
fyrirtækin hafa staðið að söfnun
og útflutningi á rafgeymum í fjölda
mörg ár, og er áætlað magn árlega
250 tonn. Til viðbótar má nefna að
fyrirtækin hafa tekið til niðurrifs á
annan tug skipa.
íslenska Stálfélagið
Að framansögðu er ljóst að með
stofnun íslenska Stálfélagsins hf.
er ekki um nein tímamót að ræða
hérlendis, hvorki hvað varðar um-
hverfisvemd né endurvinnslu á
brotamálmum nema síður sé.
Stefna Hringrásar, áður Endur-
vinnsludeild Sindra, hefur verið að
safna, síðan endurvinna og flokka
brotamálm og gera þannig brota-
jámið að vinnanlegri vöru til málm-
bræðslu á nýjan leik. Hefur fyrir-
tækið flutt brotajámið flokkað til
málmbræðslna erlendis og þannig
stuðlað að hreinsun landsins eins
og að framan greinir.
íslenska Stálfélagið hf., sem í
reyndinni ætti að heita Alþjóða
Stálfélagið sé litið til hluthafaskrár,
virðist hafa önnur markmið. Skv.
tækjakaupum svo og stærð verk-
smiðjunnar varð ljóst að málm-
bræðslan gæti aldrei borið sig á
grandvelli þess brotajáms sem ár-
lega legðist til á íslandi. Kemur það
berlega í ljós í fyrmefndri grein
Sigurðar Smára að afkastageta
verksmiðjunnar er áætluð allt að
100.000 tonn árlega þó ekki falli
til hérlendis af brotajámi nema
u.þ.b. 14.000 tonn að mati kunn-
ugra. Einasta ráðið til þess að nýta
afkastagetuna er því að kaupa
brotamálm erlendis og flytja inn í
landið til bræðslunnar, enda segir
Sigurður Smári að þegar sé hafin
leit eftir því hráefni á viðráðanlegu
verði. Hlýtur hann þar að eiga við
markaðsverð brotajárns en hvort
það er viðráðanlegt fyrir íslenska
. Stálfélagið hf. er óljóst þar sem
Stálfélagið hefur t.d. enn ekki svar-
að tilboði forráðamanna Hringrásar
hf. um kaup á því brptajámi á
markaðsverði sem þegar er unnið
og flokkáð á umráðasvæði fyrirtæk-
isins og bíður þar útflutnings.
Markaðsverð - Orkuverð
í samningi þeim er íslenska Stál-
félagið gerði við fulltrúa Sorpeyð-
ingar höfuðborgarsvæðisins, en í
stjóm þess fyrirtækis sitja fulltrúar
þeirra sveitarfélaga sem að því
standa, kemur berlega fram að
Stálfélagið ætlar sér einokun á öllu
því brotajámi sem til fellur á svæð-
inu. í fyrmefndum samningi segir
að allt brotajáms þar með talin
bílflök skuli flutt á lóð Stálfélagsins
þeim að kostnaðarlausu en jafn-
framt skulu sveitarfélögin bera
kostnað af aftöppun allrá vökva úr
bílunum svo og að fjarla:ga raf-
geyma úr þeim.
Kostnaður Reykjavíkur vegna
flutnings og hreinsunar bfla nemur
á 3ja þúsund kr. per bílflak og er
áætlaður heildarkostnaður vegna
þessa þáttar eins nú þegar nokkrar
milljónir króna. Er furðulegt að sjá
flutningsvagna aka bílflökum í
gegnum Reykjavík nánast fram hjá
athafnasvæði Hringrásar til Is-
lenska Stálfélagsins í Hafnarfjarð-
arhrauni. Væntanlega telja forráða-
menn íslenska Stálfélagsins að hér
sé um viðráðanlegt verð að ræða
fyrir brotamálminn.
Væri fróðlegt að vita hvort samn-
ingar þeir sem nú standa yfir milli
annarra sveitarfélaga og íslenska
Stálfélagsins séu á svipuðum nót-
um. Þrátt fyrir þennan beina stuðn-
ing virðist rekstrargrandvöllur
málmbræðslu íslenska Stálfélags-
ins vægast sagt sagt tvísýnn ef
mrirka má orkuverð til málm-
bræðslu félagsins.
Á undanfömum vikum og mán-
uðum hefur mikil umræða farið
fram um raunveralegt kostnaðar-
verð við raforkuframleiðslu hér-
lendis. Skv. upplýsingum Lands-
virkjunar er áætlað kostnaðarverð
við raforkuframleiðslu um 16
mill/kWh. Jafnframt er áætlað að
Atlantsálbræðslan sem fyrirhugað
er að hefji rekstur sinn 1. ágúst
1994 muni greiða meðaltalsverð
18,3 mill/kWh og mun það vera
um 2 mill/kWh umfram kostnaðar-
verð skv. upplýsingum er koma
fram í Morgunblaðinu 10. október
sl. Eins og landsmönnum er kunn-
ugt telur stjóm Landsvirkjunar
orkusamninginn ekki nægjanlegan
góðan og hefur nú verið skipuð
samninganefnd á vegum Lands-
virkjunar til þess að reyna að ná
betri samningum.
Þórarinn Sveinsson
„Undanfarin 40 ár hef-
ur Endurvinnsludeild
Sindra og síðan Hring-
rás er stofnað var sem
sjálfstætt fyrirtæki fyr-
ir tæpum 2 árum flutt
út flokkaðan og brytj-
aðan brotamálm að
heildarmagni rúmlega
200.000 tonn. Að hluta
til hefur hér verið um
að ræða hugsjónastarf
og er rétt að undir-
strika að fyrirtækin
hafa ekki notið neinna
opinberra styrkja hvað
þennan verkþátt varð-
ar.“
Með þessar staðreyndir í huga
hlýtur það að vekja undran að skv.
samningi milli íslenska Stálfélags-
ins og Landsvirkjunar er féláginu
aðeins ætlað að greiða 7 mill/kWh.
Er ljóst að hér er rafmagn selt langt
undir kostnaðarverði og í því sam-
bandi er rétt að benda á, m.t.t.
nýrra virkjana vegna álsamninga
að hugtakið umframorka er ekki
lengur til. Þessi orkusamningur er
Hafa skal það
sem sannara reynist
eftirHögna
Óskarsson
Augnlæknirinn minn hefur sagt
mér, að sjón mín sé, miðað við ald-
ur og aðrar aðstæður, í þokkaleg-
asta lagi. En augnlæknirinn er sér-
fræðingur og því óvarlegt að treysta
áliti hans varðandi sýn mína yfir
almannahagsmuni og svo meinta
„sérhagsmuni“ mína, ef marka má
orð Harðar Bergmann í Morgun-
blaðsgrein hans frá 23. síðasta
mánaðar. Greinina kallar hann
„Sérhagsmunagæsla bli'ndar, for-
manni Læknafélags Reykjavíkur
svarað". Félagar mínir innan al-
mennu heilsugæslunnar hafa hins
vegar ekkert kvartað undan meintri
„sérhagsmunagæslu", nema síður
sé, þeir hafa meira að segja margir
verið ánægðir með greinarkom mitt
um heilbrigðismál í þessu blaði fyr-
ir nokkra. Sú grein fór hins vegar
fyrir btjóstið á Herði Bergmann.
„Sérhagsmunagæslan“
Það er; undarleg „sérhagsmuna-
gæsla“ sérfræðings í stofurekstri
að standa fyrir auknum þrýstingi á
stjórnvöld tii að hraða uppbyggingu
heimilis- og heilsugæslukerflsins
eins og fram kom í þessu greinar-
komi mínu. Sömuleiðis er það und-
arleg „sérhagsmunagæsla“ af hálfu
Læknafélags Reykjavíkur (LR) og
sérfræðingaveldisins þar, að skipa
heilsugæslulækni sem formann í
nefnd, sem á að gera tillögur um
aukna samhæfingu og hagkvæmni
í rekstri allrar heilbrigðisþjónustu á
Stór-Reykjavíkursvæðinu í næstu
framtíð. Eri þetta eru dæmi um þau
mál, sem LR er að vinna að um
þessar mundir. Kannski er það þá
svo eftir allt saman, að „sérhags-
munir“ undirritaðs og LR séu, þeg-
ar grannt er skoðað, hagsmunir
allra aðila, þ.e. neytenda, veitenda
og greiðenda, en ekki bara hags-
munir þröngs hóps.
Þegar grein Harðar Bergmann
er skoðuð nánar, sérstaklega ásök-
un hans um „sérhagsmunagæslu"
mína, þá fer fyrir honum eins og
oft áður, að hann lítur framhjá
aðalatriðum og snýr út úr öðru.
Dæmi um það fyrra er, að hann
leiðir algjörlega hjá sér að ijalla um
meginástæður þess, hvers vegna
mikill vöxtur hefur verið í þjónustu
sérfræðinga utan sjúkrahúsa und-
anfarinn áratug. Þó var ýmsum
þeirra ástæðna lýst í grein minni.
Dæmi um það seinna er þegar
hann snýr út úr einföldum stað-
reyndum um rekstrarkostnað.
Launatengd gjöld upp á 30% era
ekki tilkomin vegna tilrauna lækna
til að magna upp þennan kostnaðar-
lið, hér er um lögbundnar greiðslur
að ræða. Lífeyrissjóður og orlof
gera rúm 20%, ýmsir smáskattar
til ríkisins og greiðslur f ýmsa sjóði
gera 10% í viðbót. Allt þetta gerir
um 30%.
Hörður veltir því svo fyrir sér
hvort samninganefnd Trygginga-
stofnunar ríkisins kyngi því, að
kostnaður við rekstur læknastofu
nemi helmingi brúttótekna. Já, það
gerir samninganefndin, meira að
segja mjög auðveldlega. Það er
auðskilið í ljósi þeirrar staðreyndar,
að þegar ríkisvaldið gerir samninga
við einstaka lækna um greiðslur
fyrir afnot af aðstöðu á sjúkrahúsi
fyrir læknisverk, sem unnin eru
samkvæmt gjaldskrá, læknisverk,
sem einnig má vinna á einkastofum
sérfræðinga, þá krefjast sjúkrahús-
in 40-43% af brúttótekjum viðkom-
andi lækna, aðeins fyrír rekstrarað-
stoðuna. Þar ofaná koma margum-
rædd launatengd gjöld, um 30%.
Eru þá eftir 27-30%, sem era laun
læknisins. Vona ég að þetta opni
endanlega augu Harðar Bergmann
fyrir þessum augljósu staðreyndum,
þannig að hann haldi ekki áfram
að fjalla um. þennan þátt umræð-
unnar með klút ofstækis bundinn
fyrir bæði augu.
Meðferð tilvitnana
Þó svo að útúrsnúningar og
blinda á borðliggjandi staðreyndir
geri málflutning Harðar ótrúverð-
ugan, þá eru það aðrir þættir í
umfjöllun hans um heilbrigðismál,
sem eru sýnu alvarlegri. Hörður
styður oft mái sitt með tilvitunum
í menn, sem gegna ábyrgðarstöðum
\ heilbrigðiskerfmu, en án þess að
kanna frekar áreiðanleikann að
baki tilvitnanna. Gott dæmi um
Högni Óskarsson
„Þó svo að útúrsnún-
ingar og blinda á borð-
liggjandi staðreyndir
geri málflutning Harð-
ar ótrúverðugan, þá
eru það aðrir þættir í
umfjöllun hans um heil-
brigðismál, sem eru
sýnu alvarlegri.“
þetta er að finna í umræddri grein
Harðar þar sem hann vitnar í okkar
ágæta borgarlækni. Vitnað er í
Tímaviðtal við borgarlækni frá
1987, þar sem hann segir að sér-
fræðiþjónustan sé margfalt dýrari
fyrir samfélagið en almenna þjón-
ustan. Því miður styður borgar-
læknir ekki mál sitt með tölum
þama.
Þetta hefur hins vegar verið
kannað nýlega. í ljós hefur komið,
að meðaltalsverð hvers læknisverks
hjá sérfræðingi er litlu dýrara en
hjá lækni á heilsugæslustöð. Beinn
samanburður er þó erfiður, því eðli
málsins samkvæmt era mörg sér-
fræðingsverkin dýr, t.d. skurðað-
gerðir, ýmsar rannsóknir, löng við-
töl og fleira, sem ætti að hækka
meðaltalið. Á móti kemur, að ýmis-
legt í rekstrarkostnaði heilsugæslu-
stöðvar er vinna, sem er unnin af
öðram en lækninum, t.d. heima-
hjúkrun og ungbarnaeftirlit svo
eitthvað sé nefnt, þannig að meðal-
talstalan gefur heldur ekki rétta
mynd. Það helsta, sem getur valdið
óhagkvæmni í heilbrigðisþjón-
ustunni utan sjúkrahúsa er ef boð-
skipti milli þessara tveggja hópa
íækna era ekki greið. Læknar hafa
staðið sig misvel í þessu, en hafa
nú gert átak til að bæta um.
I þeim tveimur blaðagreinum
Harðar, sem hafa orðið tilefni skrifa
minna í blaðið nú, víkur hann sér
hjá því að varpa fram meginspurn-
ingunni: Er íslenska heilbrigðis-
þjónustan of dýr?
Það er miklum fjármunum varið
í rekstur heilbrigðisþjónustunnar.
Svo á einnig að vera. En það á þá
einnig að gera miklar kröfur til
þjónustunnar. Það er gert, stundum
í of miklum mæli. Sem því miður
bitnar oft á neytendum, sbr. ómark-
vissan niðurskurð á fjárveitingum
til sjúkrahúsa. En ef skoðaðir eru
einstakir þættir, t.d. kostnaður við
alla sérfræðiþjónustu utan sjúkra-
húsa og bornir saman við kostnað
á öðrum sviðum þjóðlífsins, þá kem-
ur margt skrýtið í ljós.
Það er ótrúlegt en satt, að á
síðasta ári greiddi íslenska ríkið
fyrir alla sérfræðiþjónustu utan
sjúkrahúsa, þar með taldar rann-
sóknarstofur, upphæð, sem ekki er
nema tvöfalt hærri en Reykjavíkur-
borg hafði greitt í hönnunarkostnað
við ráðhúsíð á síðasta vori. Fyrir
þá peninga fengu Reykvíkingar
hannað, þ.e. annar byggingarkostn-