Morgunblaðið - 06.11.1990, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NOVEMBER 1990
19
því í alla staði vægt sagt furðuleg-
ur eða getur það verið að hann sé
unninn af embættismönnum án vit-
undar og vilja stjórnar Landsvirkj-
unar. I þessu sambandi er rétt að
taka fram að skv. upplýsingum er
áætluð orkuþörf bræðslu á einu
tonni af brotamálmi 800 k/Wh á
móti 12-1300 k/Wh við framleiðslu
eins tonns af áli. Eins og áður^er
getið er heildarframleiðslugeta ís-
lenska Stálfélagsins áætluð
100.000 tonn árlega.
Umhverfismál -
Mengunarvarnir
Eins og að framan greinir hefur
það verið markmið forsvarsmanna
Sindra/Hringrásar að safna, for-
vinna og flokka brotamálm og síðan
flytja hann úr landi. Er því hér um
landhreinsun að ræða. íslenska
Stálfélagið ætlar sér hins vegar að
flytja inn brotamálma í stórum stíl
ráði það nokkurn tíma við kaup
hans og gera verksmiðju sína og
athafnasvæði að söfnunar- og
málmbræðslustað fyrir úrgangs-
málma frá erlendum ríkjum. í því
sambandi er rétt að benda á að við
bræðslu brotamáls er mengun um-
talsverð, vart minni en frá álverk-
smiðju þótt að hluta sé um önnur
mengandi efni að ræða.
Með þá vitneskju í huga er fram
kemur í grein Sigurðar Smára að
fyrirhugað sé að málmbræðsla hefj-
ist í þessum mánuði e_r löngu tíma-
bært að forráðamenn Islenska Stál-
félagsins og ekki síður umhverfis-
málaráðuneytið geri grein fyrir
væntanlegri mengun og þá um leið
þeim reglum sem fyrirtækinu hafa
verið settar varðandi mengunar-
varnir. í því sambandi er rétt að
benda á að verksmiðja þessi er við
bæjardyr Hafnarfjarðar, aðeins
spölkorn frá væntanlegu útivistar-
pg íþróttasvæði í Hafnarfjarðarbæ.
í yfirskrift greinar Sigurðar Smára
er spurt: Getur iðnaður og umhverf-
isvernd átt samleið? Því er hægt
að svara játandi með tilvísun til
endurvinnslu Sindra og Hringrásar
á brotamálmi en neitandi séu áætl-
anir íslenska Stálfélagsins hafðar
í huga.
Höfundur eryfirlæknir
Krabbameinslækningadeildar
Landspítalans.
aður er ekki meðtalinn, ráðhús, sem
þá var tæplega fokhelt. Fyrir tvö-
falda þá upphæð fengu íslendingar
allir greitt fyrir 400.000 læknis-
verk sérfræðinga, sem oft fólu í sér
flóknar læknisaðgerðir og rann-
sóknir. Með þetta í huga er erfitt
að staðhæfa, að kostnaður við sér-
fræðiþjónustu sé hár.
Lokaorð, vonandi!
Hörður byrjar grein sína á þeirri
fullyrðingu að upplýsingar gefnar
í grein hans 9. október séu réttar.
í niðurlagsorðum kallar hann tillög-
ur sínar í greininni þ. 9. október
rökstuddar. Ég ætla að ljúka þess-
um skrifum áður en eitthvað
kersknislegt, jafnvel ærumeiðandi
hrekkur út úr tölvu minni um þess-
ar broslegu fullyrðingar. Og læt þar
með lokið af minni hálfu frekari
umfjöllun um skrif Harðar Berg-
mann í þessum dúr, en er að sjálf-
sögðu reiðubúinn til rökræðu fari
hann að ijalla um þennan málaflokk
út frá staðreyndum.
Höfundur ergeðlæknir og
formaður Læknafélags
Reykjavíkur.
PHILtPS
Stórfyrirtækin Philips í Evrópu og Whirlpool í Banda-
ríkjunum hafa sameinast um framleiðslu á heimilistækjum sem
eiga fáa sína líka. Við þessa sameiningu er Philips Whirlpool
stærsti framleiðandi í heiminum á heimilistækjum.
Philips hefur um einnar aldar skeið haft forystu í fram-
leiðslu rafmagnstækja til heimilisnota auk umfangsmikillar
framleiðslu á sviði hátæknibúnaðar. Heimilistækin frá Philips
og dótturfyrirtækjum þess hafa hvarvetna verið í fararbroddi
hvað varðar öryggi, gæði og endingu.
Bandaríska fyrirtækið Whirlpool hefur einnig notið
sama trausts á bandaríkjamarkaði. Whirlpool ásamt
dótturfyrirtækjunum Kitchen Aid og Kaper eru merki sem
hafa um langan aldur táknað traust og endingu í hugum banda-
rískra neytenda. Sameiningin hefur í för með sér að Philips og
Whirlpool bjóða nú heimilis- og eldhústæki sem fullnægja
þörfum og kröfum vandlátustu neytenda.
Sameining þjónustukerfis um heim allan hefur í för með
sér traust viðskipti og áhyggj ulaust heimilishald fy rir viðskipta-
vini Philips Whirlpool.
Fyrir hönd Philips Whirlpool eru Heimilistæki hf. á
íslandi til þjónustu reiðubúin.
PHILIPS
Whirlpool
ö
Heimilistæki hf
SÆTÚNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNI SlMI 6915 20
'SOMKÍfUJUiK,
0fi04TOl»Illtí»Ííll
Metsölublað á hverjum degi!
ÍjSKjí- * ' -.4
Prófkjör sjálfstæðismanna Reykjanesi X Kjósum Árna Ragnar Árnason í öruggt sæti - Hann á erindi á Albinei Islands Helstu baráttumál Árna: ★ Aukin atvinnutækifæri ★ Nýtum íslenskar auðlindir og íslenskt vinnuafl ★ Aðstöðugjald í burtu ★ Minni ríkisumsvif ★ Aukin umhverfisvernd ★ Öflug neytendavitund og frjáls samkeppni ★ Jafn atkvæðisréttur allra landsmanna