Morgunblaðið - 06.11.1990, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1990
.1-
Dómkórinn að syngja undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar fyrir fram-
an Tómasarkirkjuna í Leipzig.Á innfeldu myndinni er Marteinn H.
Friðriksson, stjórnandi Dómkórsins.
Tónlistardagar Dómkirkj-
unnar tileinkaðir Leipzig
ÁRLEGIR Tónlistardagar Dómkirkjunnar verða haldnir í níunda sinn
dagana 7.—11. nóvember næstkomandi, og er efnisskrá þeirra að þessu
sinni helguð borginni Leipzig í Þýskalandi. Meðal annars verður frum-
flutt kórverkið „Multum facit, qui multum diligit“ eftir S. Thiele, rekt-
or tónlistarháskólans í Leipzig, en það samdi hann sérstaklega fyrir
Dómkórinn. Höfundurinn er staddur hér á landi í boði kórsins, og
stjórnar hann sjálfur frumflutningi verksins.
Tónlistardagar Dómkirkjunnar
eru haldnir til að efla og kynna
kirkjutónlist, og sjá kór Dómkirkj-
unnar og stjómandi hans um fram-
kvæmd á þeim. Markmiðið er að
kynna eitt tónskáld sérstaklega á
hveiju ári, en árlega er tónskáld
beðið að semja sérstaklega fyrir flytj-
endur á Tónlistardögum.
Sumarið 1989 fór Dómkórinn í
tónleikaferð um Austur-Evrópu og
söng þá meðal annars í Leipzig. Sú
ferð heppnaðist mjög vel að sögn
Marteins H. Friðrikssonar, stjóm-
anda kórsins, en hann stundaði ein-
mitt nám við tónlistarháskólann í
Leipzig. „I menningarborginni Leipz-
ig var á sínum tíma einn af bestu
tónlistarskólunum, og í borginni
lærðu eða störfuðu Bach, Mend-
elssohn, Reger, Hessenberg og Thi-
ele, en hann var byrjaður að kenna
við tónlistarháskólann þegar ég var
þar á síðasta námsári, og var hann
þá orðinn mjög þekkt nafn þó ungur
væri. íslensk tónskáld hafa einnig
stundað nám í Leipzig, og má þar
til dæmis nefna Hallgrím Helgason,
Jón Leifs og Pál ísólfsson. Við höfum
að miklu leyti tengt efnisskrá Tón-
listardaganna að þessu sinni þessum
nöfnum," sagði hann.
S. Thiele fæddist árið 1934 í
Chemnitz í Þýskalandi. Hann nam
tónlist í Leipzig og Beriín hjá Weis-
manri, Weyrauch og Spies. Árið 1962
varð hann kennari og síðar prófessor
við tónlistarháskólann í Leipzig, en
á þessu ári hann var gerður að rekt-
or skólans. S. Thiele hefur samið
mörg kórverk, einkum trúarlegs eðl-
is, en einnig verk fyrir orgel, píanó
og hljómsveit auk kammertónlistar.
Tónlistardagar Dómkirkjunnar
hefjast miðvikudaginn 7. nóvember
kl. 20.30 með kórtónleikum. Þá syng-
ur Dómkórinn undir stjórn Marteins
H. Friðrikssonar, en organleikari
verður Orthulf Prunner. Á efnis-
skránni eru kórlög eftir Hessenberg,
Brahms, Bach, Pál ísólfsson,
Hallgrím Helgason og orgeltónlist
eftir Bach.
Laugardaginn 10. nóvember verða
orgeltónleikar, en við orgelið verður
Marteinn H. Friðriksson. Á efnis-
skránni er orgeltónlist eftir Mend-
elssohn, Reger, Jón Leifs, Hallgrím
Helgason og Bach.
Sunnudaginn 11. nóvember hefst
messa kl. 11 í Dómkirkjunni. Prestur
verður sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson,
og sr. Hjalti Guðmundsson þjónar
fyrir altari. Dómkórinn syngur, en
flutt verða messuvör eftir Jón Þórar-
insson. Organleikari verður Marteinn
H. Friðriksson. Sama dag hefjast
síðan tónleikar kl. 17. Einsöngvari
verður Signý Sæmundsdóttir, ein-
leikari á selló Bryndís Halla Gylfa-
dóttir og einleikari á orgel Hörður
Áskelsson. Dómkórinn syngur, en á
efnisskránni er „Multum facit, qui
multum diligit“, eftir S. Thiele, ein-
söngslög eftir Jón Leifs, svíta fyrir
selló eftir Bach og orgeltónlist eftir
Pál ísólfsson.
Á Alþingi þarf fólk meö mikla reynslu af sveitarstjórnamálum
og brennandi áhuga á atvinnumálum.
SIGRÍÐUR
sat í sveitarstjórn i 12 ár, þar af 6 ár sem
oddviti;
situr í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og i
5 manna framkvæmdastjórn hans;
- er formaður Landssambands sjálf-
stæðiskvenna;
- er íslenskufræðingur og hefur starfað
við kennslu síðastliðin 14 ár.
Framboð Sigríðar Önnu styrkir Sjálfstæðisflokkinn
til sigurs í komandi kosningum.
r
l
í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi laugardaginn 10. nóvember nk.
Kosningaskrifstofa í símum: 52140, 52755 og 53143.
öruggtsæti
Kjósum Sigríði Önnu Þórðardóttur
Þjóðskjalasafn íslands:
Skjöl í 800 ár
VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti íslands, opnaði á laugardag sýningu á
íslenskum skjölum frá 1185 til 1989 í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Þjóð-
skjalasafn íslands efnir til sýningarinnar sem ber heitið Skjöl í 800
ár. Sýningin stendur yfir til 30. nóvember næstkomandi.
Skjölum á sýningunni má skipta
í tvo flokka. I fyrri flokknum eru
skjöl frá miðöldum, úr fórum skjala-
safna kirkjunnar og fornar heimildir
um eignir manna. Meðal skjala, sem
tilheyra þessum flokki, er elsta frum-
bréf á norrænu, Reykholtsmáldagi,
en fyrri hluti þess er frá 1185. Önn-
ur skjöl í þessum flokki tengjast einn-
ig Reykholti á einn eða annan hátt.
Má þar nefna embættisfærslur,
skráningu kirkjubóka, eignarheim-
ildir, vísitasíur og prestþjónustubæk-
ur.
í seinni flokknum eru skjöl og
heimildir um réttarríki og stjómar-
far. Má þar sjá konungsbréf frá
16.öld með eiginhandarundirritum
konunga jafnt og forsetabréf
íslenska lýðveldisins, allt til ársins
1989 þegar Vigdís Finnbogadóttir
skrifaði undir lög um aðskilnað
dóms- og umboðsvalds í héraði.
Á sýningunni er auk þess vakin
athygli á því að frumheimildir, sem
Þjóðskjalasafnið varðveitir, liggja til
grundvallar sagnfræði- og söguleg-
um ritum íslenskum. I því samhengi
má benda á eiginhandaráritun Jóns
Hreggviðssoanr í embættisbók próf-
asts í Reykholti 3. október 1692 þar
sem hann biður sér aflausnar. Einnig
má nefna heimildir um fólkið á Sjö-
undá, Natan Ketilssson og Sunnevu-
málið. Á sýningunni er einnig vakin
athygli á ferli skjala frá því þau
koma á safnið uns þeim er komið
fyrir með ýmis konar hjálpargögnum
svo að not megi hafa af þeim upplýs-
ingum sem þau veita. Þá má sjá
hvernig eyðingaröflin hafa leikið
merkar heimildir og sömuleiðis
hvemig brugðist hefur verið við með
viðgerðum á skjölum.
Á sýningunni getur að líta ýmis-
legt forvitnilegt myndefni, ennfrem-
ur eru sýndar örfilmur af kirkjubók-
um og skjölum sem varða Grindavík-
urslaginn 1532. Þá er sýnt hvernig
skjalaskrár eru unnar á tölvutæku
formi.
Sýningarnefnd skjalasýningarinn-
ar skipa þau Áslaug Jónsdóttir, Björk
Ingimundardóttir og Gunnar Sveins-
son. Magnús H. Ólafsson, arkitekt,
aðstoðaði við uppsetningu sýningar-
innar.
Truls Mörk, sellóleikari. Leif Ove Andsnes, píanóleikari.
Mörk og Andsnes hjá
Tónlistarfélaginu
FYRSTU tónleikar Tónlistarfélagsins í íslensku óperunni verða í
kvöld, þriðjudag, kl. 20.30. Þar koma fram þeir Truls Mörk selló-
leikari og Leif Ove Andsnes pínaóleikari. Listamennirnir eru ekki
einungis meðal þekktustu tónlistarmanna í heimalandi sínu, Nor-
egi, heldur hafa þeir báðir unnið sér frægð á alþjóðlegum vett-
vangi, þótt ungir séu.
Truls Mörk fæddist í Bergen
1961 og hóf sellónám hjá föður
sínum og síðan hjá Frans Helmer-
son. Hann hefur unnið til fjölda
verðlauna í alþjóðlegri samkeppni
og hefur komið fram sem einleik-
ari með mörgum fremstu hljóm-
sveitum heims og frægum hljóm-
sveitarstjórum. Flutningur hans á
Sellókonsert eftir Elgar á Prom-
enade-tónleikum í London árið
1989 vakti gífurlega hrifningu svo
og flutningur hans á Sellókonsert
eftir Lutoslavski með Fílharmóníu-
hljómsveitinni í Osló undir stjórn
höfundar fyrr á árinu hefur verið
nefndur sögulegur tónlistarvið-
burður. Árið 1991 mun hann m.a.
leika nokkrum sinnum • með
Fílharmóníuhljómsveitinni í Israel
og ferðast um Austur-Þýskalans
þar sem hann mun bæði koma fram
með hljómsveitum og halda sjálf-
stæða tónleika. I janúar á næsta
ári mun hann frumfiytja nýjan
sellókonsert eftir Ketil Hvoslef,
sem er pantaður af Sinfóníuhljóm-
sveitinni í Þrándheimi. Hann hefur
nú þegar leikið mörg verk inn á
hljómplötur og flutningur hans á
Brahms-sónötum hefur verið til-
nefndur „The Critic’s Choice 1989“
í tímaritinu „Grammophone".
Leif Ove Andsnes þarf vart að
kynna fyrir tónlistarunnendum hér
á landi síðan hann tók þátt í Tón-
listarhátíð ungra norræna einleik-
ara hér 1988. Þessi tvítugi píanó-
leikari er nú mjög eftirsóttur um
allan heim. Hann er yngsti einleik-
arinn sem komið hefur fram á loka-
tónleikum Bergenhátíðarinnar.
Það var árið 1988 þar sem flutn-
ingur hans á Píanókonsert eftir
Grieg vakti gífurlega hrifningu. Á
síðasta ári hélt hann sína fyrstu
tónleika í Bandaríkjunum, í
Kanada (Lanaudiere-hátíðinni) og
í Bretlandi (Edinborgarhátíðinni).
Á þessu ári gerði hann hljóðritun-
arsamning við Virgin Classics.
Á efnisskrá tónleikanna á
þriðjudag er Adagio og Allegro op.
70, Funf Stucke im Volkston op.
102 og Drei Fantasiestúcke op. 73
eftir Schumann og Sónata op. 65
í g-moll eftir Chopin. Nýlega kom
út hljóðritun þeirra félaga á þess-
um verkum hjá Simax. Aðgöngu-
miðasala verður við innganginn.
(Fróttatilkynning)