Morgunblaðið - 06.11.1990, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1990
Þing- og ríkisstjórakosningar í Bandaríkjunum:
Búist við auknum meirihluta
demókrata í fulltrúadeildinni
Washington. Reuter.
BANDARÍSKIR kjósendur ganga að kjörborði í dag í þing- og
ríkisstjórakosningum og er talið að demókratar auki meirihluta
sinn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, en það er nánast hefð að flokk-
ur forseta landsins tapi þegar kosið er á miðju kjörtímabili hans.
John Sununu, skrifstofustjóri
Hvíta hússins, sagði að takmark
repúblikana væri að tapa sem
minnstu í kosningunum. George
Bush forseti hefði verið jðinn við
að styðja frambjóðendur flokksins
og slakt gengi yrði ekki skrifað á
hans reikning.
Undanfarið hefur Bush ferðast
um landið þvert og endilangt og
komið fram á framboðsfundum
repúblikana. Hefur hann hlotið
misjafnar undirtektir vegna vax-
andi óánægju með gjörðir hans
og stefnu í efnahagsmálum.
Kosið er um öll sætin 435 í
fulltrúadeildinni, 34 af 100 sætum
öldungadeildar þingsins, 36 af 50
rikisstjórum, rúmlega 6.200 sæti
á þingum einstakra ríkja og þús-
undir embætta svo sem frá borgar-
stjórum niður í hundaeftirlits-
menn.
Demókratar ráða 258 sætum í
fulltrúadeildinni en repúblikanar
175 en tvö hafa verið auð. Demó-
kratar hafa farið með meirihluta
í deildinni frá 1955 og er búist
við að hann aukist eftir kosning-
amar í dag. Þeir hafa einnig meiri-
hluta í öldungadeildinni, eiga 55
sæti af 100, og kveðast stjórn-
málaskýrendur ekki búast við
breytingum á sætahlutfalli þar.
Sununu játaði á sunnudag að
líklega færu demókratar með sigur
af hólmi í dag og bættu við sig
allt að 12 sætum í fulltrúadeild-
inni.
Reuter
Siglt undir mannhafi
Gámaskip skríður undir Verrazano Narrows-brúna við Stateneyju í
New York sem er krökk af keppendum í New York-maraþonhlaupinu,
sem er nýhafið þegar myndin var tekin. Rúmlega 25.000 manns kepptu
í hlaupinu, sem háð var í fyrradag. Ætla má að hraði margs hlaupar-
ans sé mun meiri en hraði skipsins.
Bretland:
Forysta Thatcher
sætir gagnrýni
St. Andrcws. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
MICHAEL Heseltine, fyrrum varnarmálaráðherra í sljórn Margaret
Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, réðst harkalega að forystu
hennar fyrir íhaldsflokknum um helgina. Mikill órói er í flokknum
vegna afsagnar Sir Geoffreys Howe aðstoðarforsætisráðherra síðast-
liðinn fimmtudag. Búist er við framboði gegn Thatcher í leiðtogaem-
bætti íhaldsflokksins.
Heseltine neitar því að gagnrýn-
in, sem birtist í bréfi er hann skrif-
aði formanni deildar íhaldsflokksins
í kjördæmi sínu, sé til marks um
að hann ætli sér sæti flokksleið-
toga. Hann hefur jafnframt lýst
yfir því að hann ætli ekki að bjóða
sig fram gegn Thatcher.
Ýmsir aðrir frammámenn flokks-
ins líta á gagnrýnina sem tilraun
Heseltines til að veikja stöðu That-
cher, svo að hún sjái sig knúna til
að segja af sér. Margir þeirra hafa
brugðist harkalega við. Norman
Tebbitt, fyrrum formaður íhalds-
flokksins, sagði að gagnrýnin væri
bamaleg og vekti aðeins spurningar
um dómgreind Heseltines. Douglas
Hurd utanríkisráðherra tók í svip-
aðan streng og sömuleiðis Nigel
Lawson, fyrmm íjármálaráðherra,
en hann sagði af sér vegna ágrein-
ings um afstöðuna til Evrópubanda-
lagsins (EB).
Mikill órói er í Ihaldsflokknum
vegna afsagnar Sir Geoffreys
Howe. Flestir þingmenn flokksins
em hlynntir EB, en vilja fara sér
hægt í frekari sameiningu.
A morgun, miðvikudag, flytur
Elísabet II drottning stefnuræðu
stjórnarinnar á nýju þingi. Á
fimmtudag verða umræður í neðri
málstofunni um stefnuræðuna. Það
ríður á miklu fyrir Thatcher hvern-
ig ræða hennar þá tekst. Nú tala
þingmenn flokksins opinskátt um
að boðið verði fram gegn henni í
leiðtogakjöri flokksins, en sam-
kvæmt skipulagsreglum breska
íhaldsflokksins má bjóða sig fram
gegn leiðtoga flokksins á hveiju ári
í þijár vikur eftir stefnuræðu þjóð-
höfðingjans. Síðasti dagur til fram-
boðs á þessu ári verður 29. nóvemb-
er.
Verði boðið fram gegn Thatcher
nú í haust, má telja líklegt, að fleiri
greiði atkvæði gegn henni en í
fyrra. Þá er talið næsta víst að hún
eigi litlá möguleika á að sigra í
næstu kosningum sem verða í
síðasta lagi árið 1992,
Brundtland vonast til
að sitja út kjörtímabilið
Ósló. Reuter.
RÍKISSTJÓRN Verkamannaflokksins sór embættiseið í Noregi á
laugardag og við það tækifæri sagðist Gro Harlem Brundtland for-
sætisráðherra vonast til að henni tækist að sitja út kjörtímabilið eða
til ársins 1993. f sljórninni sitja 19 ráðherrar og eru níu þeirra
konur. Sagði Brundtland að helsta markmið stjórnarinnar væru að
vinna bug á atvinnuleysi en auk þess setti hún umhverfismál og
velferð barna á oddinn.
Brundtland, sem tók við starfi
forsætisráðherra í þriðja sinn, sagð-
ist búast við að á brattann yrði að
sækja fýrir stjórnina en gerði samt
ráð fyrir að sitja fram að næstu
kosningum. Stjóm Verkamanna-
flokksins tók við af samsteypustjórn
sem Jan P. Syse, leiðtogi Hægri-
flokksins, veitti forystu.
Stjórnmálaskýrendur sögðust
telja góðar líkur á að stjórn Verka-
mannaflokksins héldi velli þó þing-
menn flokksins væru í miklum
minnihluta í þinginu, eða 63 af
165. Hún yrði þó að semja við aðra
flokka um hvert einasta mál og
töldu þeir að hún myndi eiga erfitt
með að fá fjárlagafrumvarp sitt
samþykkt nema með talsverðum
breytingum. Sögðust þeir efins um
að áhugi væri hjá flokkunum á
myndun nýrrar samsteypustjórnar
í bráð með tilliti til þess ágreinings
sem varð stjóm Syse að falli. Á því
myndi stjórn Brundtland væntan-
lega lengi fljóta.
Norðmenn hafa heitið fullum
stuðningi við samningaviðræður
Fríverslunarbandalagsins Evrópu
(EFTA), sem þeir eru aðilar að, og
Evrópubandalagsins (EB) um evr-
ópska efnahagssvæðið (EES). Deil-
ur um afstöðuna til EB urðu stjórn
Syse að falli en um helgina sagðist
Brundtland myndu reyna að hleypa
nýju lífi í viðræður þessar. Ákvörð-
un um hugsanlega umsókn um að-
ild að EB yrði þó ekki tekin fyrst
um sinn.
Miðflokkurinn, sem er málsvari
bænda og var einn þriggja flokka
sem aðild áttu að samsteypustjóm
Syse, hefur heitið stjóm Bmndtland
stuðningi. Hörð andstaða flokksins
gegn samningum við EB eða aðild
að bandalaginu leiddi til falls stjórn-
ar borgaralegu flokkanna. Með
stuðningi við stjóm Verkamanna-
flokksins segja stjórnmálaskýrend-
ur að ekki sé lengur hægt að telja
flokkinn til hinna borgaralegu
flokka, hann hafi skipað sér á bekk
með sósíalískum flokkum.
Jan P. Syse sagði um helgina að
hægrimenn myndu ekki freista þess
að knésetja stjórnina við fyrsta
tækifæri. „Við munum sýna ábyrgð
í andstöðu,“ sagði Syse og bætti
við að Evrópumálin gætu átt eftir
að reynast stjórn Verkamanna-
flokksins sem púðurtunna.
Níu konur ráðherrar í Noregi
Ráðherralisti norsku stjórnarinnar var birtur þegar stjórnin sór emb-
ættiseið í konungshöllinni í Ósló á laugardag. Nítján ráðherrar sitja í
stjórninni og eru níu þeirra konur:
Forsætisráðherra ............... Gro Harlem Brundtland
Utanríkisráðherra ................ Thorvald Stoltenberg
Fjármálaráðherra ..................... Sigbjem Johnsen
Olíu- og orkumálaráðherra ............ Finn Kristensen
Varnarmálaráðherra ............... Johan Jorgen Holst
Iðnaðarráðherra .............................. OleKnapp
Ráðherra sveitarstjórnarmála: ........... Kjell Borgen
Félagsmálaráðherra ..................... Tove Veierod
Menningarmálaráðherra ................. Áse Kleveland
Þróunarmálaráðherra .................... Grete Faremo
Samgönguráðherra .......................... KjellOpseth
Neytenda- og fjölskyldumálaráðherra ... Matz Sandman
Mennta-og kirkjumálaráðherra ........ Gudmund Hernes
Dómsmálaráðherra ......................... KariGjesteby
Umhverfisráðherra ................... Torbjorn Berntsen
Sjávarútvegsráðherra ................. Oddrun Pettersen
Viðskiptaráðherra ........................ EldridNordbo
Atvinnumálaráðherra ............ Tove Strand Gerhardsen
Landbúnaðarráðherra ................ Gunhild Oyangen
Lenín og Nikulás keisari
á Rauða torginu
Þúsundir manna í rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni söfnuðust saman á
Rauða torginu í Moskvu á sunnudag til að fagna áformum um að
endurbyggja Kazan-dómkirkjuna á torginu. Margir þeirra héldu á
myndum af Nikulási keisara, eins og sjá má hér að ofan. Yfír þeim
gnæfði hins vegar risastór mynd af byltingarleiðtoganum Vladímír
Lenín, sem sett var upp í tilefni af árlegri sýningu Rauða hersins á
torginu á byltingarafmælinu er minnst verður á morgun. Lenín var
mjög í nöp við rétttrúnaðarkirkjuna, taldi hana hlynnta keisaranum.
Kazan-dómkirkjan var reist árið 1636 til minningar um sigur Rússa
yfir Pólveijum en eftirmaður Leníns, Jósef Stalín, lét rífa hana nákvæm-
lega þremur öldum síðar er ofsóknir kommúnista gegn kirkjunni stóðu
sem hæst.
Rússar gera
sinn fyrsta við-
skiptasamning
Moskvu. Reuter.
STJÓRN Rússlands, stærsta lýð-
veldis Sovétríkjanna, gerði um
helgina fyrsta viðskiptasamning
sinn við erlent ríki án afskipta
sovéskra stjórnvalda.
Sovéska fréttastofan TASS
skýrði frá því á sunnudag að Viktor
Jaroshenko, utanríkisviðskiptaráð-
herra Rússlands, hefði undirritað
fimm ára viðskiptasamning við
Möltu. Einnig var gengið frá sam-
ingi um að Rússar seldu þangað
60.000 tonn af kolum og fengju í
staðinn ýmsan varning sem þá van-
hagar um.
Stjórn Rússlands stefnir að því
að gera fleiri slíka samninga án
afskipta sovésku stjórnarinnar. Hún
hefur einnig hleypt af stokkunum
umbótaáætlun, sem miðar að því
að koma á einkavæðingu og mark-
aðshagkerfi.