Morgunblaðið - 06.11.1990, Page 36

Morgunblaðið - 06.11.1990, Page 36
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1990 - 36 AKUREYRI Aukaþing Alþýðusambands Norðurlands: Samþykkt að beina því til aðildarfélaga að stofna einn lífeyrissjóð á Norðurlandi Morgunblaðið/Rúnar Þór Skemmtilegt á skautum UNGA kynslóðin kunni vel að meta að geta rennt sér á skautum um helgina en vélfrysta skautasvellið á Akureyri var opnað á laugar- daginn. Krossanes; Prufukeyrsla um lielgina SAMÞYKKT var á aukaþingi Al- þýðusambands Norðurlands, AN, sem haldið var á Akureyri á laug- ardag, að beina því til aðildarfé- laga AN að þau samþykki að stofn- aður verði einn lífeyrissjóður á Norðurlandi, er taki til a.m.k. allra þeirra launamanna er starfa á samningssviði ASÍ. Bréf verða send út til aðildarfélaganna og gert ráð fyrir að svar um þátttöku í slikum sjóði liggi fyrir í lok mars á næsta ári. í tillögu miðstjórnar vegna sam- einingar lífeyrissjóðanna kemur fram að leitað verði eftir góðu samstarfi við stjórnir lífeyrissjóðanna á Norð- urlandi í þvi starfi sem framundan er. Stefnt verði að því að nýr lífeyris- sjóður taki til starfa eigi síðar en 1. janúar árið 1993. Kári Arnór Kárason formaður nefndar sem kjörin var á þingi AN á síðasta ári og falið var að fjalla um lífeyrissjóðamálið, sagði í fram- sögu sem hann hafði á ráðstefnu ÞÓRA Hjaltadóttir, formaður Al- þýðusambands Norðurlands, lýsti því yfir á aukaþingi AN sem hald- ið var á laugardag, að hún gæfi ekki kost á sér til endurkjörs sem formaður sambandsins á næsta reglulega þingi, en það verður haldið að ári. Þóra hefur gegnt formennsku í Alþýðusambandi Norðurlands frá alþýðusambandsins, að vitað hefði verið um all langt skeið að lífeyris- sjóðimir ættu við mikinn fortíðar- vanda að stríða og knýjandi nauðsyn væri á uppstokkun kerfisins. Slík uppstokkun stæði fyrir dyrum og því eðlilegt að Norðlendingar veltu því fyrir sér hvemig bregðast ætti við, með það að leiðarljósi að halda fjár- munum sjóðanna og ráðstöfunarrétt- inum yfír þeim heima í héraði. Lífeyrissjóðirnir ættu einnig við vanda af öðrum toga að etja, þjóðin væri að eldast og stöðugt hækkaði hlutfall þeirra sem ná lífeyrisaldri auk þess sem menn lifðu lengur eft- ir að þeim aldri væri náð. Fleirum þyrfti að greiða lífeyri í lengri tíma en reiknað hafí verið með þegar sjóð- unum var komið á fót. „Verði ekkert að gert mun byrði þeirra sem verða á vinnumarkaði um og fyrir miðbik næstu aldar vegna lífeyrisgreiðslna verða mikil og nánast óbærileg, ef sjóðir þeir sem við erum nú að safna í og mæta eiga þessum vanda verða að engu orðnir," sagði Kári. árinu 1981. „Það er ærið nóg að vera formaður í samtökum sem þess- um í tíu ár og mér fínnst fyllilega tímabært að hleypa að nýjum aðila í þetta starf," sagði Þóra. „Þetta hefur verið góður tími og ég vona að ég hafi getað hjálpað launafólki á Norðurlandi í kjarabaráttunni. Þetta starf hefur gefíð mér mikið, innsýn í marga þætti þjóðlífsins sem varla er hægt að fá annars staðar." Hann benti á að skipulag þessara mála væri óhagkvæmt í fjórðungn- um, sjóðir væru of margir, en með sameiginlegum sjóði ætti að vera hægt að ná rekstrarkostnaði veru- lega niður, en hann væri of hár hjá mörgum sjóðanna. Kostnaður við rekstur sjóðanna á Norðurlandi var um 40 milljónir á síðasta ári, en eign- ir þeirra í árslok 1989 voru 5,5 millj- arðar króna. Vélsleðamenn; Vetrarstarf- ið að hefjast Trúnaðarmenn Landssam- bands islenskra vélsleðamanna í Eyjafirði gangast fyrir fundi í Vín á fimmtudagskvöld, en vetr- arstarf félagsins er nú að hefjast, en það felst m.a. í lengri og skemmri ferðum á vélsleðum. Stjóm landssambandsins er kosin til tveggja ára í senn og er núver- andi stjóm skipuð félögum úr Þing- eyjarsýslu, en sú næsta verður skip- uð Austfirðingum. Trúnaðarmenn í Eyjafirði efna til almenns fundar í Blómaskálanum Vín á fimmtudagskvöldið, 8. nóv- ember og hefst hann kl. 21. A fund- inum verður samin áætlun vetrarins, en fyrirhugað er að halda sýningu á nýjum vélsleðum, fjölskyldudag og jafnvel að bjóða upp á námskeið í hjálp í viðlögum og meðferð áttavita og lórantækja auk árshátíðar. Á fundinum verða sýndar nýjar mynd- ir frá framleiðendum vélsleða, frá keppnum síðasta vetrar og fleira. Fréttatilkynning UNNIÐ er að lokafrágangi vegna enduruppbyggingar Krossanesverksmiðjunnar og er stefnt að því að prufukeyra vél- ar og tæki um næstu helgi. Gangi allt að óskum verður verksmiðjan tilbúin til að taka á móti loðnu eftir helgina. Jóhann Pétur Anderssen fram- kvæmdastjóri Krossaness sagði uppbygging verksmiðjunnar hefði gengið ágætlega og yrði í vikunni unnið að ýmiss konar smærri verk- efnum. „Það styttist í að við getum byijað, við erum að vona að hægt verði að prufukeyra nú um helg- ina. Ætli við látum verksmiðjuna ekki ganga í tvo til þrjá sólar- hringa og vinna bein til að byija með, en síðan erum við tilbúnir að taka á móti loðnu,“ sagði Jóhann, en þessa viku verður beinum safn- að svo nóg verði til er verksmiðjan verður ræst að nýju, eftir rúmlega tíu mánaða stöðvun. Þijú loðnuskip, Súlan EA, Þórð- ur Jónasson EA og Örn KE hafa landað afla hjá verksmiðjunni und- anfarin ár og sagði Jóhann að góð orð hefðu fengist um að þau mynd- ur áfram sjá verksmiðjunni fyrir hráefni. Skipin eru nú á leið á Kolbeinseyjarsvæðið í leit að loðnu og sagðist Jóhann vona að eitthvað kæmi út úr þeirri leit, þar sem verksmiðjurnar á Norðurlandi ættu mikið undir veiðum á haustmánuð- um komið. Alþýðusamband Norðurlands; Þóra gefur ekki kost á sér til formennsku Gjalddagi húsnœðislána var 7. nóvember. Gerðir þú ráð fyrir honum? 16. nóvember leggjast dráttarvextir á lán með lánskjaravísitölu. 7. desember leggjast dráltan/extir á lán með byggingarvísitölu. Gjalddagar húsnœðislána eru: 7. febrúar- 7. maí - 7. ágúst- 7. nóvember. Sum lán hafa fjóra gjaiddaga á ári, önnur aðeins einn. SPARAÐU ÞÉR ÓÞARFA ÚTGJÖLD AF DRÁTTARVÖXTUM OG VANSKILAKOSTNAÐISÍÐAR. HAFÐU ALLTAF NÆSTU GJALDDAGA INNI í MYNDINNI. Óh HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK ■ SÍMI 696900 ER1NÓVEMBER INNI í MYNDINNI HJÁÞÉR?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.