Morgunblaðið - 06.11.1990, Síða 42

Morgunblaðið - 06.11.1990, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÍ) ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1990 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú hefur mörgu að sinna í dag og veist varla á hveiju byija skal. Bæði vinna og heimili krefjast athygii þinnar á sama tíma. í kvöld getur þú þó slappað af í faðmi fjölskyídunnar. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú verður líklega að kúvenda dagskránni hjá þér í dag. Ein- hvetjir þeirra sem þú umgengst eru annað tveggja óákveðnir eða segja ósatt. Hjón skilja þó hvort annað ágætlega í kvöld. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 5» Þó að þú sért himinlifandi yfir þróuninni á vinnustað þínum og vaxandi tekjum skaltu gæta þin á þeim sem reyna að hagnast á tilfærslu fjármuna. Krabbi {21. júní - 22. júlí) Hjg Tjáskipti þín við náinn ættingja eða vín fara í handaskolum í dag. Kvöldið verður skemmtilegt og notalegt. Þú færð gððar frétt- ir af baminu þínu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú kemur ekki eins miklu í verk í vinnunni í dag og þú ætlaðir þér. Reyndu að komast hjá trufl- unum eins og þú getur og forð- astu tilhneigingu til að ýta hlut- unum á undan þér. Meyja (23. ágúst - 22. september) ái Þér finnst hegðun náins ættingja eða vinar eitthvað furðuleg í dag. Einhléypingar ættu að vara sig á yfirborðslegu fólki. Farðu að hitta vini þína í kvöld. Vog (23. sept. - 22. október) Óvæntir atburðir heima fyrir geta sett úr skorðum vinnuáællanir þínar i dag. Þér býðst tækifæri til að auka tekjur þínar og bæta stöðu þína. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Einhver ruglingur verður á dag- skránni hjá þér í dag þar sem þér berst ekki svar frá aðila sem þú átt stefnumót við. Þú verður að endurskoða áætlanir þínar núna þó að úr rætist þegar líður á daginn. Bogmaóur (22. nóv. — 21. desember) Þetta er ekki heppilegur dagur til innkaupa eða fjánnálavið- skipta almennt. Einhver gæti reynt að selja þér svikna vöru. Sinntu námi og bókþaldi í kvöld. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú verður að ætla þér rúman tíma til að svara spumingum sem beint er til þín núna. Komdu tímanlega á alla fundi sem þú sækir. í kvöld slappar þú af og hittir vini og kunningja. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Þér gengur illa að byija á verk- efni sem þú hefur fengið í hendur og þú gerir nokkrar árangurs- lausar tilraunir áður en þú nærð tökum á því. Einbeitingin styrkist eftir því sem líður á daginn. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú verður ekki ýkja hress með vin sem lætur þig bíða eftir sér í dag. Þú hefur miklar áhyggjur af óáreiðanleika annarra. AFMÆUSBARNIÐ er metnað- argjamt, en á auðvelt með að vinna með öðru fólki. Það hefur áhuga á listum og er búið 'leið- togahæfileikum. Það metur pen- inga mikils, en því helst ekki allt- af vel á þeim. Það getur sparað langtímum saman og eytt síðan á báða bóga af fullkomnu kæru- leysi. Stundum vinnur það myrkr- anna á milli, i annan tíma vill það helst ekkert hafa fyrir stafni. Það vill vera sjálfstætt, en hatar einveru. Stjörnuspána á aó lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staóreynda. DÝRAGLENS TOMMI OG JENNI FERDINAND Hl! MYNAME 15 LINU5.. MAV I 5IT WITM VOU ANP EAT LUNCH? © Hæ! Ég heiti Lalli ... má ég sitja hjá þér og borða hádegismatinn? Ég veit ekki ... hvenær ertu fæddur? Ég er fæddur í október. I UJA5 BORN IN PECEMBER tfr, Aren’t vou kinp of OLP F0R ME? Ég er fædd í desember. Ertu ekki aðeins of gamall fyrir mig? BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Þegar skiptingin er villt, eru kostimir margir. Það er ólíklegt að sagnir hafi gengið eins á nokkrum tveimur borðum í spili dagsins, sem kom upp hjá BR á miðvikudaginn: Austur gefur; enginn á hættu. Norður ♦ 10864 V 852 ♦ K1083 Austur ♦ 7 VÁ9743 ♦ ÁD96542 ♦ 86 Yestur ♦ 952 V KDG106 ♦ - ♦ G10753 Suður ♦ ÁKDG3 V- ♦ G7 ♦ ÁKD942 Mörg pör eiga opnun í fórum sínum fyrir spil vesturs, til dæm- is 2 hjörtu, sem sýna a.m.k. 5-4 í hjarta og láglit. Eftir þá byrjun gefst austur ekki upp undir 6 hjörtum. Sem vinnast ef sagn- hafí fer vel með samganginn. Einna mesta hættan stafar af trompi út. Vestur verður að stinga upp ás blinds og henda háu hjarta undir. Þá nær hann að trompa út tígulinn og taka trompin í lokin með því að spila sexunni að 97 og svína fyrir áttuna. En þar sem vestur passaði, opnaði austur gjaman á einum tígli. Suður á milljón möguleika; sumir skutu strax á 4 spaða af ótta við að AV fyndu hjartasam- legu, aðrir sögðu rólega 2 lauf eða dobluðu. í reynd vinnast aðeins 4 spaðar í NS, en taki vömin ekki stungurnar í upp- hafí er hugsanlegt að fá 11 slagi. En þá má sagnhafi ekki taka nema eitt tromp áður en hann snýr sér að laufmu. SKÁK Umsjón Margelr Pétursson Tveir kunnir stórmeistarar tefldu þessa stuttu skák á móti í Debrecen í Ungverjalandi í sumar: Hvítt Adoijan (2.520), Ungverja- landi, svart: Chernin (2.600), Sovétríkjunum, Drottningar- bragð, 1. c4 — Rf6 2. Rc3 — e6 3. Rf3 - d5 4. d4 - dxc4 5. e4 — Bb4 6. Bg5 — c5 7. Bxc4 — cxd4 8. Rxd4 — Bxc3+ 9. bxc3 - Da5 10. Bb5+ - Rbd7 11. Bxf6 - Dxc6+?! 12. Kfl - gxf6 13. h4! (Lobron lék skömmu áður 13. Rxe6?! — De5! og tapaði fyrir Szuszu Polgar.) 13. — Ke7 14. Hh3 - Da5 15. Hbl - Hd8 16. Dcl - Re5? 17. Dc5+ - Hd6 18. Hdl - Db6. 19. Rc6+! — bxc6 20. Dxd6+ — Ke8 21. Hg3! - Dxb5+ 22. Kgl og svartur gafst upp. Adorjan getur teflt allra manna bezt þegar hann nær sér á strik, en í þessu móti endaði hann samt í 9.-11. sæti af 12. þátttakendum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.