Morgunblaðið - 06.11.1990, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NOVEMBER 1990
eða verr. Við sem þekktu'm hann
áttum traustan vin og öruggan.
Hann var tveggja manna maki
við vinnu og naut þar eins og ann-
ars staðar trausts, hann tók mál-
stað lítilmagnans og rétti hjálpar-
hönd í kyrrþey sem kannski lýsir
manninum best. Birgir var svo
óupphafinn af sjálfum sér og ræddi
sjaldan eða aldrei um eigin hag.
Vinur vina sinna.
Það kom okkur í fjölskyldunni
ekki á óvart hvernig hann studdi
eiginkonu sína í hennar erfíðu veik-
indum, sem hún átti í um tíma,
heldur undirstrikaði það hvern
mann hann hafði að geyma. Gott
var að sjá hans einlægu vináttu við
börnin sín, sem nú sakna sárt. Efst
í mínum huga á kveðjustund er
þakklæti til hans og fjölskyldu hans
fyrir góð kynni sem aldrei bar
skugga á.
Hallgerður
Svili minn Birgir Bogason er lát-
inn og verður kvaddur hinstu kveðju
í dag frá Fossvogskapellu.
Hann er sárt syrgður af fjöl-
skyldu, vinum og samferðamönnum
sem geta ekki áttað sig á því að
lífsglaður og hraustur maður er
ekki lengur meðal okkar í þessu
lífi. En skyndilegt fráfall manns á
besta aldri sem aldrei hafði kennt
sér meins skilur eftir sig spurningu
sem aldrei fæst svar við. Líðandi
stund hægir á sér og ættingjar
halla sér hver að öðrum í spyijandi
þögn, ráðvilltir og hið eina sem
þeir geta er að sameinast í minning-
unni um góðan dreng og fjölskyldu-
föður.
Birgir var sonur hjónanna Boga
Sigurðssonar sýningarstjóra frá
Vestmannaeyjum og Sigurlaugar
Eggertsdóttur Jónssonar frá
Nautabúi. Þau eignuðust 3 börn,
Elínu Sigrúnu, maki Páll Samúels-
son, Eggert, sölumaður, maki Þór-
hildur Kristjánsdóttir og yngstur
var Birgir. Þau hjónin hófu búskap
sinn í Vestmannaeyjum, en þegar
Birgir var 5 ára fluttist fjölskyldan
til Njarðvíkur þar sem þau bjuggu
í 2 ár.
Eftir dvölina í Njarðvík fluttist
fjölskyldan til Reykjavíkur þar sem
Bogi hóf störf sem sýningarstjóri
hjá Tjarnarbíói og síðan við Há-
skólabíó. Föður sinn missti Birgir
1980.
Birgir lauk námi í Samvinnu-
skólanum 1952 og hóf þá störf hjá
Landsmiðjunni í Reykjavík þar sem
hann starfaði í mörg ár. Hann
reyndist fyrirtækinu trúr og af-
kastamikill starfsmaður og vel lát-
inn af samstarfsmönnum sínum.
1976 stofnuðu nokkrir bændur í
Skagafirði fyrirtæki um slátrun og
afurðasölu. I mörg ár áður hafði
Birgir heimsótt Skagafjörðinri þeg-
ar hann gat komið því við og eign-
ast þar marga góða vini og hlotið
traust þeirra. Því fólu bændurnir
Birgi að reka fyrirtækið sem var
grunnur lífsafkomu þeirra, var
hann framkvæmdastjóri þess til
dauðadags.
Birgir giftist eftirlifandi konu
sinni, Svanhildi Ernu Jónsdóttur,
6. desember 1957 og eignuðust þau
5 börn. Sigrúnu Elínu, guðfræði-
nema, Kristján Einar, kennara,
sambýliskona hans er Angela Bert-
hold sjúkraþjálfari, Jón Gauta, sýn-
ingarstjóra, Sigríði Ósk, sem starfar
í utanríkisráðuneytinu og Boga
Örn, nema. Áður hafði Birgir eign-
ast son, Albert, sem er iðnnemi.
Heimili þeirra Birgis og Svanhild-
ar í Hraunbæ 55 var rómað fyrir
rausnarskap og gestrisni.
Systkinabörn þeirra hjóna minn-
ast heimsókna á heimili þeirra þar
sem allt var gert til þess að gera
daginn sem eftirminnilegastan. Þau
minnast Birgis með söknuði.
Tengdamóðir okkar, Guðrún
Kristjánsdóttir, þakkar Birgi hugul-
semi og ástúð sem hann sýndi henni
ætíð.
Ég og fjölskylda mín vottum
Svanhildi, börnum, móður og systk-
inum okkar dýpstu samúð. Vonum
að þeim hlotnist styrkur í_sorg sinni.
Páll Ólafsson
Fregnin af andláti Birgis kom
eins og þruma úr heiðskíru lofti.
Enn einu sinni kom hinsta kallið
okkur að óvörum, kippti út úr hring-
iðunni manni í blóma lífsins, manni
sem var fullur af starfsþreki, manni
sem skipti okkur miklu máli hvert
á sinn hátt.
Birgir var heimilisvinur okkar á
Varmalæk frá því ég fyrst man
eftir mér. Það var alltaf ákveðin
eftirvænting í loftinu þegar maður
vissi að Birgir var að koma. Birgir
var alltaf hress og kátur í góðra
vina hópi, það gustaði af honum.
Hann hafði skemmtilega ákveðnar
skoðanir á hlutunum, hvort heldur
það var á landsmálunum eða öðru,
og það var alltaf gaman að rökræða
hlutina við hann. Honum var sölu-
mennskan í blóð borin, hvort heldur
verið var' að hafa hestakaup og
prútta um milligjöf eða hann var
að selja kjöt fyrir Slátursamlag
Skagfirðinga hf. var gaman að
fylgjast með aðferðum hans.
Heimilisfólkið á Varmalæk fyrr
og nú sér á bak traustum vini þar
sem Birgir var, vini sem alltaf var
til staðar þegar að á þurfti að halda.
Fyrir það og allar góðu samveru-
stundirnar þökkum við. Eftirlifandi
konu hans, Svanhildi, og börnunum
færum við innilegustu samúðar-
kveðjur og biðjum um styrk þeim
til handa á þessari erfiðu stundu.
Megi minning Birgis lifa, minningin
um góðan dreng.
Heimilisfólkið á Varmalæk
fyrr og nú.
Jóliann Pétur Sveinsson.
I dag er Birgir frændi minn bor-
inn til hvfldar og mig langar að
minnast hans með fáum orðum.
Þegar ég frétti af skyndilegu láti
Birgis var mér illa brugðið, gat
þetta verið satt. Hann fór að heim-
an frá sér mánudagsmorguninn 29.
október sl. alveg eins og aðra
morgna, leið ekki vel en vildi samt
ekki leita læknis. Hann átti ekki
eftir að koma aftur í Hraunbæinn.
Þó slái mann köldu að hugsa til
þess að náinn ættingi og vinur fari
svona vil ég samt trúa því að hlut-
verk Birgis sé og verði það sem það
hefur verið og mig langar að minn-
ast. Frá því ég var smástrákur og
fékk að gista heimili Birgis og
Svanhildar í Laufásnum hefur Birg-
ir alltaf haft sérstök áhrif á mig.
Til margra ára skynjaði ég ekki
hvað það var sem hafði þessi áhrif
á mig. Er ég stækkaði og fór að
skilja betur umhverfi mitt held ég
að ég skilji þetta. Birgir bjó yfir
þeirri gæfu að geta gefið af sér,
hann hafði góða nærveru og skynj-
aði umhverfi sitt vel. Þeir sem áttu
Birgi að vin áttu sterkan vin sem
aldrei brást heilindin og sanngirnin.
Oft var það svo að tími Birgis til
að sinna sinni nánustu fjölskyldu
var af skornum skammti og mikið
álag hvíldi á Svanhildi með ekki
aðeins stóran barnahóp heldur einn-
ig með velkomna gesti, önnur börn
eins og mig. En allt gekk þetta
upp. Þegar afi minn lést gekk Birg-
ir til liðs við móður sína og varð
henni sú stoð sem hún þurfti á að
halda. Hann tók að sér ofan á allt
sitt álag að sjá um flest hennar
mál, ömmu minni til. mikils léttis
og greinilega sjálfum sér til mikillar
ánægju. Birgir kom til foreldra
minna fyrir síðustu jól með fullan
kassa af ijúpum og sagði: Ég fékk
þetta sent norðan úr Skagafirði,
eins og reyndar svo margt annað,
en hef bara ekkert við þetta að
gera og langar að skilja þetta eft.ir
hjá ykkur. Það var sama hvort hann
gaf hlut eða gaf af sjálfum sér,
alltaf kom það á réttum tíma. Um
leið og ég votta Svanhildi og börn-
unum mína dýpstu samúð vil ég
trúa að kraftar Birgis eigi eftir að
verða til góðs um ókomna framtíð,
bæði hér á jörðinni í formi góðra
minninga svo og á æðri stöðum.
Mig langar að ljúka þessari minn-
ingu með orðum hins vitra spekings
Lao-Tse:
Hinn vitri hefur sig ekki í frammi og er
engum fráhverfur. Menn missa hvorki
heyrnar né sjónar á honum, og hann reyn-
ist öllum eins og börnum sínum.
Bogi Pálsson
Birting nfmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldsiaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek-
in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til-
vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar
getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning-
argreinar birtist undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmæl-
isfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð
og með góðu línubili.
47
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR KJERÚLF,
elli- og hjúkrunarheimilinu Grund,
lést mánudaginn 5. nóvember.
Guðmundur Oddsson, Jórunn Jónsdóttir,
Sigurður Oddsson, Herdis Tómasdóttir,
og barnabörn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
KRISTÍN GEIRSDÓTTIR,
Njálsgötu 102,
Reykjavik,
lést á Landakotsspítala 3. nóvember.
Jarðarförin fer fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn 9. nóvember
kl. 15.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarstofnanir.
Anna G. Kristjánsdóttir,
Halldóra E. Kristjánsdóttir,
Daði Ágústsson,
Geir Kristjánsson,
Anna Gísladóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t Faðir okkar, JAKOB R. BJARNASON múrarameistari, lést á heimili sínu þann 1. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 8. nóvem- ber nk. kl. 13.30. Halldóra Jakobsdóttir, Bjarni Jakobsson, Gunnar Bergsveinsson.
t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og sonur, BIRGIR SIGMUNDUR BOGASON, Hraunbæ 55, Reykjavík, verður jarðsunginn í dag, 6. nóvember, kl. 15.00 frá Fossvogs- kirkju. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hans er góðfúslega bent á Hjartavernd eða Krabbameinsfélagið. Svanhildur Jónsdóttir, Bogi Örn Birgisson, Sigrún Elín Birgisdóttir, Albert Birgisson, Kristján Einar Birgisson, Elín Jóhannesdóttir, Angela Berthold, Eggert Bogason, Jón Gautí Birgisson, Sigurlaug Eggertsdóttir, Sigríður Ösk Birgisdóttir.
t
Hjartans þakkir til allra, er sýndu samúð og hlýhug við andlát og
útför ástkærrar móður okkar,
ÓLAFÍU EYLEIFSDÓTTUR,
Blikanesi 22,
Garðabæ.
Börn, barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
GUÐRÚNAR AÐALHEIÐAR JÓNSDÓTTUR
frá Laxárnesi f Kjós.
Bjarndís Friðriksdóttir, Karl Kristinsson,
Aðalheiður Ólafsdóttir, Sigurður Bjarnason,
Jóna Lárusdóttir, Matthías Magnússon,
Stefán Jónsson, Oddrún Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
ERFISDRYKKJUR
Tökum að okkur að sjá um erfisdrykkjur, stórar og
smáar, í glænýjum og notalegum sal, Ásbyrgi.
Kaffihlaðborð frá kr. 900,-
Upplýsingarí síma 91-687111.
ÍDTEL tgJAND
t
Öllum þeim, sem auðsýndu okkur hjálp og samúð í veikindum
og við fráfall
HARTMANNS KRISTINS GUÐMUNDSSONAR
frá Þrasastöðum,
sendum við bestu þakkir.
Sérstakt þakklæti til lækna og annars starfsfólks handlækninga-
deildar Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar fyrir frábæra hjúkrun og
hlýju.
Gæfan fylgi ykkur.
Kristín Halldórsdóttir,
börn og tengdabörn.