Morgunblaðið - 06.11.1990, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 06.11.1990, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1990 53 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS ítf KtfrKia 1 Þessir hringdu .. . Veski Svart kvenveski tapaðist í Bjór- höllinni 20. október. Finnandi er vinsamlegast beðinn að skila því þangað. Hjól Hjól fannst í Elliðaárdalnum. Upplýsingar í símum 678842 eða 83685. Gleraugu Gleraugu töpuðust við Nóatún 27. október. Finnandi er vinsam- legast beðinn að hringja í síma 32915. Gullarmband Breitt gullarmband, merkt á röngunni, tapaðist við Félags- heimili Seltjarnarness. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 666929. Taska Sú sem tók brúna leðurtösku í misgripum á Kaffigarði í Garðabæ laugardaginn 27. október er vin- samlegast beðin að skila henni aftur þangað og fá sína í staðinn. Niðrandi tónn H.Ó. hringdi: „Mér þykir alltaf leiðinlegt þeg- ar menn tala niðrandi um Island. Þess vegna leiðist mér að heyra fjöimiðlamenn, sem annars eru vandir að virðingu sinni, segja „hér á skerinu“. Þetta er leiðinda orðalag sem hver étur eftir öðrum um þessar mundir. Við eigum að virða landið okkar og ekki tala um það í niðrandi tón.“ Gullhringur Gullhringur með demöntum tapaðist á leiðinni frá Pósthús- stræti 2 yfir að Alþingishúsinu. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 697100. DBS-hjól Svart og silfurlitað DBS Classic- hjól fannst fyrir skömmu. Upplýsingar í síma 20304 fyrir hádegi. Sniglabandið Guðjón hringdi: „Ég er mikill aðdáandi Snigla- bandsins og tel að Sniglarnir séu þeir færustu á sínu sviði hér á landi. Vil ég vekja athygli á þess- ari ágætu hljómsveit. Það hefur hins vegar vakið furðu mína að plötur með Sniglabandinu eru hvergi fáanlegar. Ég hef farið í nokkrar plötuverslanir en hvergi fengið plötu með þeim.“ LAUSBLAÐA- MÖPPUR frá Múlalundi... ... þær duga sem besta bók. Múlalundur SfMI: 62 84 50 STfÖRNUKORT Persónulýsing, framtíðarkort, samskiptakort. Gunnlaugur Guðmundsson, Stjörnuspekistöðin, Miðbæjarmarkaðinum, Aðalstræti 9, sími 10377. mmmm Sjálfstæðisfólk I Reykjaneskjördæmi KÖTTUR Þessi köttur hefur vanið komur sín- ar heim til okkar í Bakkavör 11, Seltjarnamesi, í þó nokkuð langan tíma. Nú er okkur farið að gruna að hann hafi týnst. Hann er nú orðinn haltur og með sár á fram- fæti og á mjög bágt. Ef enginn gerir tilkall til hans verður að lóga honum og eru þeir sem kannast við hann vinsamlegast beðnir að hafa samband í síma 620137. Ósæmandi myndir Til Velvakanda. Eins og titill þessarar greinar ber með sér segi ég farir mínar ekki sléttar. Fyrir skömmu þurfti ég að fara í annars konar innkaupaleið- angur heldur en ég er vön. Að sjálf- sögðu fannst mér það ekki mikið mál að kaupa slöngu, svo ég fór í verslun eina á höfuðborgarsvæðinu sem selur slíkan varning. Þegar inn var komið vatt ég mér að búðar- borðinu og viti menn. Við mér blasti sjón sem ég hélt að væri bara á kaffistofum karlavinnustaða. A afgreiðsluborðinu sjálfu var mynd af allsnaktri kynsystur minni í, vægast sagt, ansi „bjóðandi" stell- ingu. Ég hugsaði með mér að best væri að horfa í aðra átt svo þessi viðbjóður væri ekki fyrir augum mér. Það tók ekki betra við, því á næsta vegg voru tvö plaköt af sömu gerð. Þá fauk nú heldur betur í mig. Verslun, þar sem við mátti búast að kvenfólk ræki inn nefið öðru hvoru bar ekki meiri virðingu fyrir því en þetta. Að sjálfsögðu fór ég burtu án þess að kaupa nokkum skapaðan hlut. Nú, sagan er ekki búin, því ég fór í næstu búð sem ég vissi að verslaði með slöngur. Þar leist mér betur á. Hugguleg búð og kurteisir afgreiðslumenn. „Eitthvað meiri siðmenningarbrag- ur á þessari búð,“ hugsaði ég. Þeg- ar ég var búin að fá slönguna, sem mig vantaði, gekk ég að afgreiðslu- borðinu ... og viti menn. í formi saklauss dagatals var mynd af fá- klæddri konu í ögrandi stellingu. Það vantaði ekki, pappírinn í daga- talinu var fínn og afgreiðslufólkið merkti, að mér sýndist, samvisku- samlega við hvern dag sem leið. Mér var allri lokið og fór heim slöngulaus — og reið. Látum vera ef þessir þurfandi menn hefðu slíkt „skraut" hangandi í prívatherbergj- um fyrirtækja sinna. En að láta það hanga fyrir allra augum bak við búðarborð er gjörsamlega óþolandi. Ég er alveg handviss um, að ég er ekki fyrsti viðskiptavinurinn með siðferðiskennd í þessum búðum. En kannski sá fyrsti sem lætur ekki bjóða sér þetta. Ég er orðin hund- leið á að sjá „opnar og bjóðandi" kynsystur hanga uppi á öllum veggjum og tek því ekki lengur þegjandi. Svona myndaval er í alla staði óeðlilegt og ósæmandi. Ég held að það sé kominn tími til að konur og karlar með einhveijá sið- gæðisvitund fari að láta í sér heyra. Við þurfum ekki að láta svona ófagnað vaða yfir okkur. Eyrún Ingadóttir ÞAÐ ER ÓÞARFI AÐ SKJÁLFA ÞÓTT HANN BLÁSI K0LDU Alllr hita- og kæliblásararnir eru geeðaprófaðir af sérfræðingi Blikksmiðjunnar I hita- og kælitækni. Hita-og kæliblásararnirfrá Blikksmiðjunni eru löngu landsþekktir fyrir gæði og afköst. Þeir eru sérstaklega hannaðir fyrir íslenskt vatn sem tryggir þeim hámarks endingu. Ef þú þarft að hita eða kæfa bílskúrinn,- tölvuherbergið, verkstæðið, vinnusalinn, húsbygginguna eða kæliklefann þá höfum við lausnina. Hafðu samband og við veitum fúslega allar nánari upplýsingar um verð og tæknileg atriði BLIKKSMIÐJAN Skrifstofa stuðningsmanna Árna M. Mathiesen er aö Bæjarhrauni 12, Hafnarfiröi. Símar: 51727, 52088 og 650211 Opiö virka daga kl. 16 - 22 og kl. 10 -18 um helgar. Stuðningsmenn eru hvattir til að mæta. Alltaf heitt á könnunni. Tryggjum Árna 3. sætið. Stuðningsmenn - Hárlos - Kláði - Flasa - Litun - Permanent MAIMEX Jóna Björk Grétarsdóttir: Ég missti megnið af hár- inu 1987 vegna veikinda. Árið 1989 byrjaði hárið fyrst að vaxa aftur, en það var mjög lélegt; það var svo þurrt og dautt og vildi detta af. Síðan kynntist ég Manex hársnyrtilínunni og það urðu mjög snögg um- skipti á hári mínu til hins betra. Eftir 3ja mánaða notkun á Manex prótein- inu, vítamíninu og sjampóinu er hár mitt orðið gott og enn í dag finn ég nýtt hár vera að vaxa. vítamín sérstaklega fyrir hár, húð og neglur. MANEXsjampó MANEXnæring Dreifing: S. 680630.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.