Morgunblaðið - 06.11.1990, Page 56

Morgunblaðið - 06.11.1990, Page 56
ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Kjaradeila FFSÍ og LÍÚ: Sáttafundur ekkiboðaður fyrr en í lok vikunnar GUÐMUNDUR Vignir Jósefsson, víiraríkissáttaseinjari, segist ekki boða fund með Farmanna- og fiskimannasambandi Islands og Landssambandi íslenskra út- vegsmanna fyrr en í seinni hluta þessarar viku, nema óskir um það komi frá félögunum sjálfum. / j. Guðmundur Vignir segir að gert sé ráð fyrir því að_ viðræður um kjarasamninga FFSÍ og Bylgjunn- ar, sem boðað hafa verkfall frá 20. nóvember næstkomandi, verði sam- hliða hjá ríkissáttasemjara. Hann segir að skylt sé að halda fund með deiluaðilum áður en verkfall skelli á, en þeir hafi ekki beðið um fund. Sjá frétt á bls. 24. Orkuverð til nýs álvers: Samning'a- fundur á fimmtudag 50 þúsundjólastjörnur Syðra-Langholti. UM ÞESSAR mundir eru blómaframleiðendur að setja á markað hinar vinsælu jólastjörnur. Arlega munu vera seldar 50—60 þúsund jólastjörnur hér á Iandi. Myndin er af Emil Gunniaugssyni, blómaræktanda á Flúðum, en á dögunum, sendi hann mikinn fjölda af jólastjörnum á markað. Algengasta verðið á jólastjörnum í blómabúðum er 700—1.000 krónur. _ sigt sigm. Skattur af hóffjöðrum til reiðvega FJORIR þingmenn Framsóknar- flokksins hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingu á lögum um fjáröflun til vegagerðar þar sem lagt til að greitt skuli sérs- takt innflutningsgjald, hóffjaðra- gjald, af hóffjöðrum. Einnig skuli gjald þetta lagt á innlenda fram- leiðendur. Er tekjum þessum ætlað að renna til vegagerðar til að gera reiðvegi samkvæmt reiðvegaáætlun, sem gerð verði til fjögurra ára í senn. í greinargerð með frumvarpinu segir að ef gert er ráð fyrir að 30 hóffjaðr- ir fari í járningu og járnað sé að jafnaði fimm sinnum á ári gæti tveggja krónu gjald á hveija hóffjöð- ur samtals gefið tekjur til reiðvega- gerðar sem nemi um 10 millj. kr. á ári. Margeir meðal efstu manna MARGEIR Pétursson lenti í 1.-6. sæti á Opna meistaramóti Vínar- borgar, sem lauk síðastliðinn laug-. ardag. Ásamt Margeiri urðu í 1.-6. sæti stórmeistararnir Gavrikov og Kras- enkov frá Sovétríkjunum, Ftacnik frá Tékkóslóvakíu og Woijtkewicz frá Póllandi, og alþjóðlegi meistarinn Kengis frá Sovétríkjunum. Þeir hlutu 7 vinninga af 9 mögulegum. FUNDUR samninganefndar stjórnar Landsvirkjunar og Atl- antsálshópsins um orkuverð til nýs álvers verður í London á fimmtudag og föstudag. Samninganefnd Landsvirkjunar hefur síðustu daga setið á fundum, -^n.a. með iðnaðarráðherra. Birgir ísleifur Gunnarsson, sem situr í nefndinni, sagði að þar hefði verið farið yfir stöðu orkusamningsins og ýmsar upplýsingar um málið, til að undirbúa samningafundinn. I samninganefndinni sitja, auk Birgis, Davíð Oddsson og Páll Pétursson, en nefndin starfar með stjórnarformanni Landsvirkjunar, Jóhannesi Nordál. Að sögn Páls Péturssonar mun hann fyrir hönd nefndarinnar, sitja fund álviðræðunefndarinnar með samningamönnum Atlantsáls, í Kaupmannahöfn í næstu viku, þar sem fjallað verður um fjárhagsleg- —- ar ábyrgðir í álverssamningunum. Húsbréfakerfið opnað fynr nýbyggingar í mánuðinum: Allt að 95% fæst lánað af verði fokheldrar íbúðar Fjármögnun og framkvæmdir verða markvissari, segir framkvæmdastjóri Verktakasambandsins HUSBREFAKERFI verður opn- að fyrir nýbyggingar ibúða þann 15. nóvember næstkomandi. Þá geta viðurkenndir byggingar- aðilar fjármagnað íbúðabygging- ar með húsbréfalánum sem nem- ur allt að 95% af verði fokheldr- ar íbúðar, að því tilskildu að þeir hafi ábyrgð banka á upphæð- inni. Að sögn Pálma Kristinsson- ar, framkvæmdastjóra Verk- takasambands íslands, mun þetta breyta verulega fjármögnun og skipulagi ibúðabygginga, sem geti orðið markvissari. Hann seg- ir ekki hægt að fullyrða hvort þessi breyting muni valda lækk- un byggingarkostnailar, það ráð- ist af því hvernig markaðurinn bregst við. Sameiginlegur fundur Verktaka- sambandsins og Meistara- og verk- takasambands byggingamanna var haldinn í gær, þar sem þessi breyt- ing var kynnt. Nú er íjármögnun þríþætt. Verktaki notar eigið fé til að fjármagna framkvæmdir. Banki hans veitir ákveðna fyrirgreiðslu, lán að ákveðinni upphæð fyrir heild- arframkvæmdakostnaði, í þriðja lagi fjármagnar íbúðarkaupandi framkvæmdir og hefur það að jafn- aði verið veigamesta fjármögnunin. Því ræður sala íbúðarinnar að veru- legu leyti byggingahraðanum. Pálmi Kristinsson segir, að á síðustu árum hafi það gerst í vax- andi mæli, að íbúðasala hefur átt sér stað á seinni stigum fram- Framsókn vill að Ríkisendur- skoðun rannsaki húsbréfakerfið ÞINGFLOKKUR Framsóknarflokksins sendi forseta Alþingis bréf í gær, þar sem þess er farið á leit við forseta þingsins, að þeir óski eftir því að Ríkisendurskoðun athugi ýmsa þætti í sambandi við húsbréfakerfið, skv. gildandi lögum og ákvörðun stjórnvalda, um að það yfirtaki almenna húsnæðiskerfið. Þetta kom fram við utandagskrárumræður um vanda byggingarsjóðanna í sameinuðu þingi í gærkvöldi. Það var Alexander Stefánsson. sem greindi frá þessu þegar hann gagnrýndi harðlega að húsbréfa- kerfið skuli hafa verið tekið athug- unarlaust upp. í bréfi framsóknarmanna til for- seta þingsins er farið fram á, að Ríkisendurskoðun geri athugun á því, hvort húsbréfakerfið geti tekið við allri lánastarfsemi Byggingar,- sjóðs ríkisins og hversu miklir fjár- munir yrðu veittir í vaxtaafslátt í gegnum skattakerfið. Óskað er eft- ir því að lagt verði mat á áhættu ríkissjóðs, sem felst í ríkisábyrgð ,á .húsbréfum, útgefnum af Hús- næðisstofnun ríkisins í framtíðinni. í þriðja lagi er farið fram á að gerð verði sérstök grein fyrir mati Ríkisendurskoðunar á þeirri áhættu sem ríkissjóður tekur á sig umfram almennar reglur um ríkis- ábyrgðir vegna greiðsluerfiðleika. Þá er einnig spurt í bréfinu hvort rétt sé að veikleiki húsbréfakerfis- ins geti orðið mikill skaðvaldur i íslensku efnahagslífi, ef það lána- kerfi fær að starfa eitt og sér í fullu umfangi. Loks er farið fram á að samanburður verði gerður á húsbréfakerfi í nágrannalöndunum við húsbréfakerfið á íslandi. „Áríð- andi er að svar við þriðja lið fáist sem fyrst,“ segir í lok bréfsins. Jóhanna Sigurðardóttir, félags- málaráðherra, sagði við umræðurn- ar að hún teldi hér einkennilega að verki staðið. Sagði hún að Alex- ander væri fullkunnugt um að stjórnskipuð nefnd hefði starfað að þessum málum undanfarið, og að hún myndi skila af sér í lok vikunn- ar. Þar væri öllum þessum spurn- ingum svarað. Sjá frásögn af umræðum á Alþingi á blaðsíðu 34. kvæmdanna, fólk gangi í mun minna mæli en áður frá kaupum út á teikningar. Fólk vilji fremur sjá fyrir endann á framkvæmdum, áður en kaup eru gerð. Þetta hefur leitt af sér að byggingatími hefur í mörgum tilvikum verið langur, sem hefur síðan leitt til hærra íbúðaverðs. „Breytingin með opnun hús- bréfakerfisins fyrir nýbyggingar mun væntanlega leiða til þess að allt skipulag varðandi framkvæmd- ina verður markvissara, það er að segja bæði ijármögnun og fram- kvæmdir, sem síðan væntanlega getur leitt til hagræðingar og lækk- unar byggingarkostnaðar, segir Pálmi Kristinsson. „Húsbréfakerfið er lánakerfi sem lýtur markaðslögmálum varðandi vexti, framboð og eftirspurn, sem skiptir meginmáli fyrir hinn al- menna íbúðarkaupanda, þar af leið- andi fylgir þessari kerfisbreytingu veruleg óvissa varðandi þann kostn- að sem af því leiðir og hinn endan- legi íbúðarkaupandi mun að sjálf- sögðu bera að lokum, eins og annan fjármagnskostnað í framleiðslu- greinum. Kaupandi yfirtekur húsbréfalán- ið sem byggingaraðilinn hefur feng- ið til framkvæmdanna og getur síðan fengið viðbótarlán þegar íbúð er fulllokið. Það nemur samtals allt að 65% af endanlegu verði íbúðar- innar og ber íbúðarkaupandi af- .föll,“ .sagði Pálmi KristinssOn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.