Morgunblaðið - 30.12.1990, Page 6
MORGUN’BLADIÐ SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1990
* 1
Forsvarsmenn íslenska úthafs-
veiðifélagsins og eigendur tog
arans Andra I lentu í miklum
hremmingum í byijun ársins þar
sem ekki fengust veiðiheimildir fyr-
ir skipið. En hvar átti að fá aflann?
a) A Halanum.
b) Við Færeyjar.
c) Við strendur Alaska.
d) Suður af Azoreyjum.
2
Ein af skærustu stjornum banda-
rískrar sveitatónlistar heim
sótti ísland í febrúar og hélt þrjá
tónleika hérlendis. Þessi söngkona
heitir: a) Dolly Párton.
b) Loretta Lynn.
c) Tammy Wynette.
d) Emmylou Harris.
3
Islenskri leikkonu var boðið hlut-
verk í væntanlegri kvikmynd
sænska leikstjórans Sven Nykvist
en tökur hennar áttu að hefjast í
ágústmánuði. Leikkonan heitir:
a) Tinna Gunnlaugsdóttir.
b) María Ellingsen.
c) Guðrún Gísladóttir.
d) Lilja Þórisdóttir.
4
Stórt álfyrirtæki gekk til liðs við
Atlantal-hópinn eftir að Alusu
isse og Austria Metall misstu áhug-
ann á samstarfí við hópinn. Fyrir-
tækið heitir:
a) Alumin.
b) Alumax.
c) ICEAL.
d) Granges.
5
Nýkjörinn forseti Tékkóslóvakíu
heimsótti ísland á árinu og
hreifst mjög af landi og þjóð. Hann
heitir: a) Vaclav Havel.
b) Andrei Svoboda.
c) Alexander Dubcek.
d) Svejk.
6
Ungur íslendingur vakti athygli
á árinu er hann var ráðinn
aðstoðarforstjóri hjá risafyrirtæk-
inu Sony í Bandaríkjunum. Hann
er einnig þekktur fyrir ritstörf hér-
lendis. Hann heitir:
a) Jón Ólafsson
b) Ólafur Jóhann Ólafsson.
c) Jónas Hallgrímsson.
d) Ari Þorgilsson.
7
Borgar-og sveitarstjórnarkosn-
ingar voru haldnar í vor og
margir kallaðir til í þeim. Listi Sjálf-
stæðisflokksins á Fáskrúðsfirði var
athyglisverður því hann skipaði að
mestu stétt sem ekki lætur mikið
til sín taka í pólitík að öðru jöfnu.
Á listanum voru:
a) Sjö listmálarar.
b) Tólf húsmæður.
c) Átta trillukarlar.
d) Fimm barnaskólakennarar.
8
Flugleiðir fengu í apríl afhenta
hina fyrstu af nýju Boeing 757
þotum sínum. Hún hlaut nafnið:
a) Vigdís.
b) Aldís.
c) Hafdís.
d) Guðríður Þorbjarnardóttir.
33
Iágústbyrjun dró til tíðinda við Markarfljótsbrú og varð að loka henni fyrir umferð um stund. Hvernig stóð á því?
Verið var að reyna nýtt, íslenskt vatnamælingatæki.
b) Mannsöfnuður á brúnni og deilur um hreppamörk úti í fljótinu ollu umferðarteppu.
c) Eðlisfræðistofnun var með tilraunir, sem sýndu, að gijót léttist í vatni.
d) Grafið hafði frá einum brúarstöplinum.
P
Ahöfn á íslensku flutningaskipi
kom við sögu er ferjan
Scandinavian Star brann og fórst
suðvestur af Noregi með þeim af-
leiðingum að hátt á annað hundrað
manns létust. Áhöfn íslenska skips-
ins tókst að bjarga 39 manns af
feijunni. Skip þetta var:
a) Laxfoss.
b) Bakkafoss.
c) Stapafell.
d) Gullfoss.
10
egurðardrottning íslands var
kjörin með pomp og prakt að
venju í vor. Sú sem hlaut titilinn
að þessu sinni heitir:
a) Ásta Sigríður Einarsdóttir.
b) íris Eggertsdóttir.
c) Sigríður Stefánsdóttir.
d) Þórdís Steindóttir.
11
Landsbankihn bauð Sovétmönn-
um 550 milljóna króna lán að
áliðnu sumri. Hvers vegna?
a) Sovétmenn greiða mikla
vexti.
b) Lánið átti að nota til greiðslu
skulda við íslenska fískútflytj-
endur.
c) íslendingar vildu ekki taka
lán hjá bankanum vegna hárra
vaxta.
d) Lánið var til að liðka fyrir
innflutningi Moskowitsj-bíla.
12
Ibyijun maí fæddist barn í
Grímsey og þótti það nokkuð
merkur viðburður. Ekki af því að
fæðingin væri neitt óvenjuleg held-
ur vegna þess að:
a) Þetta var fyrsti strákurinn
sem fæddist þarna sl. 10 ár.
b) Þetta var fyrsta stúlkan sem
fæddist í Grímsey frá 1950.
c) Þetta var fyrsti strákurinn
sem fæddist á sjó við eyna.
d) Þetta var fyrsta stúlkan sem
fæddist í sjö ár.
13
Sjálfstæðisflokkurinn vann stór-
sigur í borgarstjómarkosning
unum í vor undir forystu Davíðs
Oddssonar. Hlaut flokkurinn 10
borgarfulltrúa. Sá sem skipaði 10.
sætið hefur ekki áður setið í borgar-
stjórn. Nafn þess fulltrúa er:
a) Ólafur Þ. Stephensen.
b) Sveinn Andri Sveinsson.
c) Páll Gíslason.
d) Guðrún Zoega.
14
að vakti athygli í borgarstjórn-
arkosningunum að þekktri
persónu úr sjónvarpinu voru greidd
20 atkvæði. Þessi persóna er:
a) Eiríkur Fjalar.
b) Ómar Ragnarsson.
c) Ragnar Reykás.
d) Sigrún Stefánsdóttir.
15
Miklar breytingar voru gerðar á
skipulagi Sambands íslenskra
samvinnufélaga á árinu. Þessari
breytingar fólust í að:
a) Forstjórum var fjölgað um
þrjá.
b) Deildarstjórum var fækkað
um tíu.
c) Helstu deildum var breytt í
hlutafélög.
d) Kaupfélögunum var breytt í
hlutafélög.