Morgunblaðið - 30.12.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1990
B 15
Haukur Ingólfsson
Líney Sigurðardóttir
þess að til átaka komi. Deilan er
mikil prófraun á samstöðu ríkja í
Sameinuðu þjóðunum. Þá verður
manni minnisstæð sameining þýsku
ríkjanna og um leið undirritún friðar-
samninga milli ríkja eftir seinni
heimsstyijöldiiia.
Að lokum vill undirritaður nota
tækifærið og óska Grindvíkingum
sem og öðrum lesendum Morgun-
blaðsins gleðilegra jóla og friðar á
nýju ári um leið og hann þakkar
þeim sem lögðu honum lið á liðnu ári.
STURLA PÁLL
STURLUSON,
SUÐUREYRI:
Kvótakerfið
útrýmingar-
stefna gagn-
vart lands-
byggðinni
Af erlendum vettvangi er innrás
íraka í Kúvæt manni efst í huga
enda eru mjög alvarlegir hlutir
þar að gerast sem áhrif geta
haft á alla heimsbyggðina í kom-
andi framtíð. Þá hefur verið at-
hyglisvert að fylgjast með gangi
mála í austantjaldslöndunuin og
þeirri miklu spennu sem þar nú
ríkir undir niðri.
Innan skeijagarðsins eru margar
minningar frá ’90 og ekki allar
jafn góðar. Sú markvissa útrýming-
arstefna sem ráðuneyti sjávarút-
vegs hefur markað gagnvart lands-
byggðinni og þó sérstakleg Vest-
firðingum með tilhögun kvótakerf-
isins er sú minning sem svörtust er
í huganum nú um áramót.
Þá svíða mann minningar undan
því skilningsleysi sem stjórnvöld
hafa sýnt lífbrú þeirri sem flugfé-
lagið Ernir hf. á ísafirði hefur byggt
upp á Vestfjörðum til sérfræðinga
og sjúkrahúsa í Reykjavík. Sólar-
geislinn í ár er hins vegar sú ákvörð-
un samgönguráðherra að gera hug-
myndir um jarðgöng á Vestfjörðum
að veruleika.
Úr heimabyggð er harðstjórn
vetrar konungs fyrri hluta árs með
tilheyrandi fannfergi eitt af því sem
enn situr í huga manns, einnig sú
Frímann Ólafsson.
Kári Jónsson
harka og mannvonska sem spratt
upp á yfirborðið í kringum sveitar-
stjórnarkosningarnar í sumar, þótt
flestir séu nú búnir að jarða í sér
púkann. Sumarið bætti hins vegar
alveg upp harðan vetur og var al-
veg einstaklega gott og sólríkt. Þá
leitar oft á hugann sú staðreynd
að við Súgfirðingar þurftum að
horfa á eftir nokkrum kjarnafjöl-
skyldum úr byggðarlaginu í at-
vinnuleysinu í sumar en sem betur
fer hefur þeirri þróun verið snúið
við. Hér er aðeins brotabrot af
minningum ársins 1990 en látum
gott heita að sinni með nýárskveðj-
um til allra landsmanna.
HALLGRÍMUR
MAGNÚSSON,
GRUNDARFIRÐI:
Fijósemi í
héraðinu
HVAÐ var helst í fréttum á árinu
sem er að líða? Þetta er nokkuð
erfið spurning og reyndar ekki
hægt að svara henni fyrr en búið
er að svara annarri spurningu,
nefnilega spurningunni: Hvað er
frétt? Um þá spurningu mætti
hins vegar skrifa þykkar og
lærðar bækur.
Fréttir verða oft þeim mun
merkilegri sem þær snerta
mann sjálfan meira á einhvern hátt.
Persaflóadeilan snertir okkur epn
ekki mikið. Hún leiðir þó óneitan-
lega hugann að ógnun kjarnorku-
vopnanna, og einnig þurfum við að
borga fleiri krónur, þegar við kaup-
um bensín á bílinn og það á dögum
þjóðarsáttarinnar margfrægu. Sú
sátt er ein af stórfréttum þessa
lands og snertir flesta Islendinga
talsvert mikið og hefur orðið tilefni
til mismunandi skemmtilegra um-
ræðna í fjölmiðlum nú um langa
hríð.
Á landsbyggðinni hefur umtal
um skipulag fiskikvóta flokkast
undir stórfréttir, enda snerta þær
fréttir flesta, sem þar búa. Við sem
kjósum að njóta hversdags þeirrar
náttúrufegurðar og kyrrðar sem
• sveitir landsins veita, hugsum
áhyggjufull um það hvernig óheppi-
legt kvótakerfi gæti smátt og smátt
neytt okkur til að segja skilið við
þessi gæði í skiptum fyrir skarkaia
og mengun stórborgarinnar.
Af fréttum úr byggðarlaginu
finnst mér það stórfrétt þegar sjó-
manni er bjargað úr lífsháska hér
úti á firði eins og gerðist í vonsku-
veðri á sumardaginn fyrsta síðast-
liðinn. Þessi frétt snertir okkur í
Grundarfirði mikið, en fáa aðra.
Sama má segja um frjósemi héraðs-
ins. Hér fæddust 25 börn á árinu,
þar af einir tvíburar og nú fyrir
skömmu þríburar. Þeim atburði var
reyndar sjónvarpað og strákarnir
þrír dregnir úr móðurkviði fyrir
augum alþjóðar.
Að lokum er mér hugleikin ein
frétt sem fyrir mig var stórfrétt,
þótt hún snerti fáa aðra, en það
var þegar ég var beðinn um að
gerast fréttaritari Morgunblaðsins
á miðju þessu ári. Þetta var mér
sérlega ánægjuleg frétt. Nýr heim-
ur opnaðist. Smám saman fór ég
að sjá umhverfi mitt í nýju ljósi,
og við hvern atburð sem gerist
núorðið velti ég fyrir mér spurning-
unni: „Er þetta frétt?“
LÍNEY SIGURÐAR-
DÓTTIR, ÞÓRS-
HÖFN:
Gott atvinnu-
ástand o g
ágætt mannlíf
ENN eru að koma áramót og allt-
af er eitthvað, sem ekki hefur
komist í verk, þrátt fyrir góð
áform. Líða árin alltaf svona
hratt?
*
Ymislegt hefur gerst á þessu
líðandi ári, bæði heima fyrir
og erlendis. Miklar viðsjár eru í heim-
inum og eru ógnvekjandi þær hörm-
ungar, sem dynja yfir marghijáða
íbúa fyrir botni Persaflóa. Ekki er
enn séð fyrir, hver endirinn verður
á þeirri deilu, en komi til stríðs, mun
það hafa ófyrirsjáanlegar afleiðing-
ar. Því er það ósk mín, og sjálfsagt
allrar heimsbyggðir, að friðsamleg
lausn fínnist á Persaflóadeilunni.
í Austur-Evrópuríkjunum hafa
merkir atburðir gerst. Það er fall
kommúnismans sem hrynur án blóðs-
úthellinga, nema helst í Rúmeníu.
Þama hrynur heil þjóðfélagskenning
í mola og segja má, að öll ríkin, sem
fylgt hafa þessari stefnu, séu gjald-
þrota. Þar með er viðurkennt, að
kommúnisminn er úrelt stefna, sem
ekki lifði nema u.þ.b. 70 ár.
Í samskiptum okkar íslendinga við
útlönd ber hæst viðræður EFTA og
EB. Við erum lítil þjóð á eyju úti í
hafi og er alltaf spurning, hvort og
hvernig okkur tekst að vemda okkar
sérstæðu menningu, þegar allt
stefnir í samruna. Hins vegar hefur
reynslan sýnt, að svona stefnur og
bandalög era langt í frá eilífar eða
langlífav.
Á innlendum vettvangi er þjóðar-
sáttin margrædda að mínu mati það
merkilegasta, sem er að gerast á
þessu ári. Það er óneitanlega sér-
stakt, að atvinnurekendur og verka-
lýðsfélög skuli taka saman höndum
á móti ríkisstjórninni til þess að
spoma við verðbólgunni.
Umræður um skattahækkanir og
samanburður á skattabyrði hér og í
öðram löndum fínnst mér fráleitt
dæmi og á almenningur ekki að
hlusta á slíkan talnaleik.
Með minni yfirbyggingu í þjóðfé-
laginu, hvort sem er í ráðuneytum
eða annarstaðar, á að vera hægt að
ná saman sparnaði og forða þannig
launþegum frá síaukinni byrði.
Hér í minni heimabyggð hefur sitt-
hvað gerst, sumt farið miður og ann-
að betur. Er slíkt alltaf matsatriði
hvers og eins. Þó held ég að öryggis-
leysi í læknismálum og heilbrigðis-
þjónustu hafi haft áhrif á fólkið hér
og óánægja mikil með það ástand.
Nær þrotlaus vinna þeirra heima-
manna, sem hafa með læknamálin
að gera, hefur þó borið þann árang-
ur, að Akureyrarlæknar þjóna hér
til skiptis núna. Léleg læknisþjónusta
getur leitt til flótta úr byggðarlaginu
og er slík þjónusta því ein af undir-
stöðum búsetu hér.
Almennt má segja, að atvinnu-
ástand hafi verið gott héma á árinu
og ágætt mannlíf. Vissulega er
margt sem lífgar upp á mannlífið og
í ár er fólksfjölgun, en undanfarin
ár hefur fækkað, eða talan staðið í
stað. Það er vel, ef augu landsmanna
eru að opnast fyrir því, að töluverðir
kostir fylgja því, að búa í litlu þorpi
úti á landi. Staðreynd er, að hér er
miklu minni streita og hraði heldur
en t.d. í Reykjavík. Öryggi og fijáls-
ræði barna er hér miklu meira, eink-
um í umferðinni. Þetta allt vegur
býsna þungt að mínu áliti.
KÁRIJÓNSSON,
LAUGARVATNI:
Snarræði
drengja kom í
veg fyrir stór-
bruna
Mér er helst minnisstætt frá
liðnu ári mikil snjóalög á norðan-
verðum Vesttjörðum og langvar-
andi ófærð. Á Núpi gerðust að-
drættir stöðugt erfiðari og
langtímum voru snjóbíll og vél-
sleðar helstu samgöngutæki á
landi. Verður ekki annað en
dáðst að starfsmönnum Vega-
gerðarinnar sem alltaf fundu
aftur löngu horfna vegi hvort
sem var á láglendi eða í brött-
ustu skriðum, án allra kennileita
að því er virðist.
Umskipti urðu mikil á persónu-
högum þegar undirritaður
fluttist suður að Laugarvatni eftir
þriggja ára skólastjórn að Núpi.
Við starfi tók Sigurður Blöndal
áður kennari í Breiðholtsskóla.
Ánægjulegt var að sjá þegar hafist
var handa við að steypa brú á
Lambadalsodda og gerð vegfylling-
ar yfir Dýrafjörðinn. Þar er um
ótrúlega mikilvæga samgöngubót
að ræða.
Ég vil þakka Vestfirðingum öll-
um, einkum Dýrfirðingum, góða
samvist og samvinnu á árinu sem
er að líða.
Ánægjulegasta fréttin sem und-
irritaður flutti landsmönnum var
án efa þegar tveir 12 ára piltar
komu með snarræði sínu og dugn-
aði í veg fyrir stórbruna í blokkar-
íbúð á Selfossi í sumar. Sást þar
best hve fræðsla og þjálfun í með-
ferð slökkvitækja getur verið af-
drifarík, jafnvel þegar börn eiga í
hlut. Þar sem ég hef verið nokkuð
viðriðinn fijálsíþróttimar á Suður-
landi á árinu get ég ekki annað en
minnst glæsilegs sigurs HSK í 1.
deild FRÍ. Sama lið vann einnig
stærsta sigur sem unnist hefur í
fijálsíþróttakeppni á Landsmótum
UMFI frá upphafi.
Af innlendum vettvangi öðrum
finnst mér athyglisvert hver afdrif
bráðabirgðalaga ríkisstjómarinnar
á eigin samninga við BHMR á Al-
þingi hafa orðið og hvernig þjóðar-
sáttin er notuð í því máli.
Laugarvatn er mér hins vegar
mál framtíðarinnar. Þar er ýmislegt
á döfinni, vonandi staðnurti,
menntafólki og íþróttum þjóðarinn-
ar til heilla. Gleðilegt nýtt ár.
GUNNAR EIRÍKUR
HAUKSSON,
ÞINGEYRI:
Ekið yfir
Dýrafjörð
næsta sumar
Þ AÐ er erfitt að gera upp á
milli atburða og raða þeim niður
eftir því hversu markverðir þeir
eru.
A
Aerlendum vettvangi var margt
markvert að gerast. Þó finnst
mér áframhaldandi þróun Austur-
Evrópuþjóða til lýðræðisáttar það
sem einna hæst ber, ásamt innrás
íraka inn í Kúvæt og þeim eftir-
mála sem fylgdi. Ástandið í ísrae
er þannig að mér finnst þjóðir
heimsins ekki geta lokað augunum
lengur. Samskiptin við Arabaríkin
verða að taka til gagngerrar endur-
skoðunar.
Af málum hér innanlands ber
hæst umræðuna um samstarf Evr-
ópuþjóða og hver hlutur íslands
eigi að vera í því samstarfi. Þjóðar-
sáttin, svo kallaða, hefur líka sett
sinn svip á umræðuna hér innan-
lands, og þar á ég helst við þá
uppákomu er ríkisstjórnin braut
gerða samninga við BHMR. Stöð-
ugleiki í efnahagslífinu setur já-
kvæðan svip á þetta ár, en spurning
er þó hversu varanlegur hann verð-
ur.
Og ef yið færum okkur vestur á
firði, nánar tiltekið til Dýrafjarðar,
þá er mér minnisstætt, hversu gott
veðrið var hér í sumar (munur held-
ur en rigningin fyrir sunnan), eftir
erfiðan vetur. íþróttafélagið Höfr-
ungur hélt velheppnaða og minnis-
stæða afmælishátíð helgina 16.-17.
júní og er ekki laust við að Þingeyr-
ingar séu stoltir af. Þá kom góða
veðrið sér vel.
Byijað var að brúa Dýrafjörð og
sjáum við fram á að við getum
ekið yfir hana næsta sumar. Yerður
það til mikilla bóta næsta vetur.
Haustið hefur verið milt og gott
hér við Dýrafjörð, sem og fyrri
part vetrar. Á Þingeyri njótum við
góðs af því að hér er tijágróður
mikill. Þannig löðum við fleiri en
einn „þröst“, því fuglalíf í görðum
hefur verið fjölbreytt eins og svo
oft áður. Silkitoppur og gráþrestir
hafa verið hér í reynitijánum eftir
að skógarþrestimir héldu á brott
frá okkur í haust.
PÉTUR ÍSLEIFSSON,
VOPNAFIRÐI:
Íþróttalífið
með líflegasta
móti
ÞEGAR þetta er ritað (22. desemb-
er) er það veðrið sem fyrst kemur
upp í hugann, en það hefur verið
mjög gott til landsins í haust, allt
að 17 gráðu hiti um miðjan desem-
ber, snjólaust með öllu og vegir
eins og að sumarlagi í allar áttir.
Annars er veður ævinlega með því
besta sem gerist á landinu á Vop-
nafirði eins og allir eiga að vita.
Atvinnulíf hefur verið nokkuð
gott í ár. Fjögur fyrirtæki hafa
verið stofnuð upp úr öðrum og hefur
rekstur þeirra gengið vel. Fisk-
vinnsla hefur verið með lélegra móti
í ár, lítið um yfirvinnu og nokkrir
dagar fallið út vegna hráefnisleysis.
„Kvótinn“ er alltaf að minnka og
veldur það þeim sem byggja alla sína
afkomu á því sem sjórinn gefur
nokkrum áhyggjum. Hvort minnk-
andi vinnu er að þakka eða breyttum
tíðaranda þá hefur fæðingum barna
fjölgað í ár og er það vel.
Efnahagsumhverfið hefur verið
með besta móti á árinu, verðbólgu
hefur verið haldið niðri og skulum
við vona að svo verði áfram.
Ekki má gleyma að minnast á
íþróttalífið á árinu, en það var með
allra líflegasta móti. Heimsmeistara-
mót í handknattleik var haldið í
Tékkóslóvakíu og að vanda voru
gerðar miklar kröfur til landans að
höggva mann og annan og vinna
gull og ékkert annað en gull en eins
og oft áður þá gekk það ekki eftir,
enda við ramman reip að draga.
Okkar menn gerðu eins vel og þeir
gátu og eiga þeir heiður skilið fyrir
allt sem þeir hafa lagt á sig fyrir
land og þjóð. Því miður er landinn
oft og tíðum kröfuharður og ósann-
gjarn þegar ekki gengur allt upp.
íslensk knattspyrnulið náðu góð-
um árangri í Evrópukeppninni en
árangur Fram var þó sínu bestur.
Heimsmeistaramótið í knattspyrnu
sem haldið var á Ítalíu í sumar var
hápunkturinn í íþróttalífinu í ár.'
Af erlendum vettvangi er það innr-
ás íraka í Kúvæt og ástandið við
Persaflóa, ólga í austantjaldslöndum,
afsögn Margrétar Thatcher og margt
fteira mætti telja.
Að endingu vil ég nota tækifærið
og senda öllum landsmönnum nær
og fjær bestu nýárskveðjur héðan frá
Vopnafirði..