Morgunblaðið - 30.12.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.12.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 1990 B 25 VOGIIM 23. september - 22. október Það hefur löngum verið sagt um vogina að hún sé nokkuð reikul í rásinni, lengi að taka ákvarðanir og eigi erfítt með að vera sjálfri sér næg og vandi ekki alltaf val vina sinna eins og skyldi. Sumt af þessu er vissulega rétt en vogin réttlætir til dæmis það hve sein hún er til að ákveða þannig að það sýni að hún vilji grandskoða hvert mál og rasa ekki um ráð fram og það má til sanns vegar færa. Vogin er gefin fyrir allt sem er fallegt og þar með talið er oft hún sjálf. Hún hefur áhuga á öllu sem snertir listir og býr yfír hæfileikum sjálf í því efni sem hún er ekki viss um hvort séu nógu miklir til að duga henni til þess sem hún heldur að hún vilji - kannski. Voginni er brýn nauðsyn að styrkja sína sjálfsvitund og gera sér grein fyrir mörg- um og litríkum hæfíleikum sínum. Ef vogin hefur verið að bræða með sér að hana langi til að breyta einhvetju [ lífí sínu eða jafnvel söðla alveg yfir er árið 1991 kjörið til að drífa f því. Vogin fær stuðning frá þeim sem skipta hana mestu máli. Þær vogir sem eru á leið hvort sem er í námi eða starfi og eru dúsar við það ættu að halda sínu striki og láta ekki á sig fá þó stund- um blási á móti. Þ'etta fer ailt vel að lokum. Einhver misskilningur sem hefur verið á milli vogarinnar og nákom- ins ættingja og mætt þessa vinalegu sál leysist þegar á líður árið svo framarlega sem vogin hefur ekki klippt á sambandið. Vogin er opin fyrir nýjungum og tekst að gera alvöru úr hugmyndum sem hún hef- ur lengi verið að gæla við. í ástalífinu virðist meira fjör en oft endranær. Vogin er rómantísk og hefur mikla þörf fyrir hlýju og dómgreindin hefur stundum ekki verið upp á það allra besta. Það rætist úr því á nýju ári og til sam- banda og kynna er stofnað sem gætu orðið varanleg. Vogin sækist ekki eftir áhrifum og völdum í sjálfu sér en það þýðir ekki að hún eigi ekki sinn metnað, á nýju ári munu óvæntir atburðir gerast sem setja vogina í brennidepil einkum ef hún er í stjómmálum. Ekki er vikið að neinum tíma ársins sem er hagstæðari eða óhagstæð- ari fyrir vogina nema ef vera skyldi júlímánuðúr. Þá er voginni ráðlagt að hafa svona nokkuð hægt um sig og bíða átekta. Skarpur skilning- ur vogarinnar bregst henni ekki þá og sýnir að þrátt fyrir sveiflur og stundum fum og fát getur vogin verið áræðin og klár í kollinum og það sem mest er um vert þekkir sinn vitjunartíma. Talan níu kemur fyrir í stjörnukorti vogar árið út. STEINGEITIN 22. desember - 29. janúar Lánið leikur við steingeitina. Sagt er að flest það sem hún fæst við á nýju ári muni heppnast svona líka prýðilega en bent á í sömu andrá að þama sé steingeitin að ná árangri sem hún hefur unnið að mjög markvisst og lagt á sig mikið erfíði til að svo verði. Því steingetin veit það betur en margir aðrir að það er ekkert sem fæst fyrirhafnarlaust og steingeitin er bæði ósérhlífin og metnaðargjörn og vill standa sig helst best í öllu. Þrátt fyrir að steingeitin hafí næmt og ókyrrt taugakerfí er hún einnig gædd seiglu og hefur mikið úthald. Hún kemst að raun um það á nýja árinu að þeir atburðir sem verða eru ekki tilviljanir en þeir eru stórskemmtilegir og eftirsóknarverðir. Steingeitin færist við það öll í aukana og lætur að sér kveða, ekki síst steingeitur sem eru áberandi í menningarlífi eða í pólitísku starfí. Fyrir þær verður árið gjöfult. Samt gæti verið að steingeitin verði að leggja nokkuð hart að sér að innbyrða allt það sem þetta hefur í för með sér. Það gæti komið niður á fjölskyldulífinu og það vill steingeitin slst svo að hún leggur sig fram um að sporna gegn því sem gæti veikt fjölskylduböndin. En stundum verður ekki bæði sleppt og haldið. Þó það sem hér hefur verið sagt eigi aðallega við ytra hringinn en ekki innri raunveruleikaheim steingeitar hefur allt sínar hæðir og lægð- ir. Seinni partinn í maí koma upp einhver vandamál í sambandi við heilsufarið en gefið er til kynna 1 kortinu að steingeitin muni yfirvinna veikindin. Allt árið hvílir nokkuð þungt á steingeitinni að það er hún sem verður að taka ákvarðanirnar og kveða upp úr með ýmislegt sem hún vildi gjaman vera laus við. Hún skýtur sér ekki undan þessu en allt tekur sinn toll og þrátt fyrir fimi steingeitar í klifrinu verður hún búin að fá sig fullsadda í árslok. Það er að segja bara um tíma. Rómantíkin hefur oft verið litríkari. Svo virðist sem steingeitin verði að ýta henni að nokkru til hliðar í bili. SPORÐDREKINN 23. október - 21. nóvember Sporðdrekinn veit að hann getur allt sem hann viil. Hann er eitt kröftugasta og jafnframt dularfyllsta merki stjörnuhringsins og fáir vinna stærri sigra en hann. Engir bíða heldur stærri ósigra þegar þannig skipast veður. Besti tími sporðdreka á liðnu ári var fyrri hluti ársins og iokin. Um miðbikið var þetta dálítið losaralegt. Nú er að hefjast handa, fylgja eftir því sem vannst á árinu í öllum skilningi. Sporðdrekinn er samt ekki alveg sáttur við stöðu sína þó flestir væru það í hans sporum. Óþol hans er fullmikið, hann mætti hægja ferðina aðeins. Margþætta reynslu skyldi nýta í stað þess að skilja hana eftir á hlaupunum. í febrúar fínnst sporðdrekanum að farg sem hefur legið á honum sé að léttast. Hann getur heill hellt sér út í það sem hann vill takast á við, hvort sem það eru störf sem krefjast líkamlegrar áreynslu eða andleg störf. Honum fylgir heppni í því sem hann tekur sér fyrir hendur á árinu og því afslappaðri sem honum er því betur gengur. Orðstír sporðdrekans er allur á réttri leið, þeim eru götumar greið- ar svo fremi þeir nemi stöku sinnum staðar og horfíst í augu við sjálfa sig. Þeir ættu að skilja að fortíðinni verður ekki breytt og það á ekki að eyðileggja núið með því að hafa áhyggjur af framtíðinni. Þó sporðdrekinn fáist við margt með góðum árangri mætti ráð- leggja honum á nýju ári að forðast að dreifa kröftum sínum jafnmikið og hann hefur gert. Hann ætti sömuleiðis að gefa gaum að ýmsu smálegu sem virðist ekki mikilsvert en hann getur af sinni alkunnu skarpskyggni komið auga á nýja möguleika. Einhvers konar stríð í tilfinningalífi margra sporðdreka hefur leitt af sér umrót og breytingar. Þar gildir að sýna hreinskilni og koma fram af heiðarleika. Sporðdrekinn er oft sakaður um að vera grimmur og kaldur og fæstir þola bit hans. Samt má hafa sporðdreka góða með því að treysta þeim fyrir viðfangsefnum sem væri á fárra færi að ráða við, sýna þeim hóflega þolinmæði og dást að þeim með ákveð- inni kaldhæðni. Það fer vel í þennan sérstæða einstakling. Það verður sem sagt engin kyrrstaða á árinu hjá sporðdrekanum, hvort sem er f eiginlegum eða óeiginlegum skilningi. En sporðdrekinn verður að vera sjálfs síns herra í því sem öðru og hugmyndaauðgin og sköpunargáfan ráða ríkjum. Sveigjanleikinn er sem fyrr í lægri kantinum. Smávandamál í sambandi við heilsufar koma upp í mars og apríl. Fyrri helmingur júlímánaðar er óljós í kortinu en lagst er gegn ferða- lögum. Talan einn birtist víða. VATNSBERINN 20. janúar - 19. febrúar Það er meiri kyrrð í kringum vatnsberann á næsta ári en hefur verið á því sem er að ljúka. Stöðugleiki og festa sem hentar mörgum vatns- berum vel einkum febrúarfólki og hefur svona allt að því fengið nóg af sviptingum upp á siðkastið þó margt hafí verið lærdómsríkt og vatnsberinn komi margefldur að styrk út úr því öllu. Þetta nær einnig til einkalifsins og vegna þess að vatnsberinn hefur á tilfinningunni að hann ráði við flest sem að höndum ber eftir síðasta árið getur hann líka leyft sér að njóta nýrra þátta sem hafa setið á hakanum. Sumum vatnsberum hættir til að vera með annan fótinn og hálfan hugann við framtíðina; nú væri ráð að huga að augnablikinu. Ef vatnsberi lætur eftir sér að taka á móti áhrifum og straumum sem bjóðast á árinu verður þetta algert metár hvað varðar innri ánægju og ytri árangur, svo sem í starfi helst í hendur við hið fyrrnefnda. Vatnsberinn hefur staðið á tímamótum sem gera að verkum að hann skilur það sem liðið er og litur á það öðrum augum en fyrr. Hann skilur að hann hefur fengið að njóta ýmislegs sem fáum er gefið og að það má einnig græða á því að leita í sjóð minninga og reynslu ekki síður en fjármuna enda er ekki peningafíkn i eðli sannra vatnsbera. Sambönd vatnsbera styrkjast og til nýrra mætti stofna, stundum gæti það orðið til hinnar mestu gleði; gallinn er bara hvað vatnsberinn er vandfysinn á þá sem gera miklar tilfínningalegar kröfur. Vatnsber- inn ætti sem sagt að fara varlega í að stofna til ástasambanda á fyrstu mánuðum ársins en hins vegar er trúlegt að seinni hluti þess sé langtum hagstæðari í þeim 'efnum. Einkum virðist tíminn frá því í október og til jóla heppilegur. Þar sem mörgum vatnsberum hefur vegnað vel í starfi á árinu geta þær vænst þess að hafa af þvi ávinning og fjárhagurinn batnar hjá ýmsum og óvæntur vinningur kemur í góðar þarfír. Það er ekki minnst á neinar sérstakar lukkutölur enda er vatnsberanum það meira í sjálfs- vald sett en ýmsum öðrum að búa til eigin lukkudaga. Alls konar áhrif og umsvif sem vatnsberar hafa á umhverfi sitt örva hann og kitla hann og hann skyldi láta öfund eða afbrýðissemi vegna velgengni sem vind um eyru þjóta. Krafturinn er fyrir hendi allt árið og það er í mörgum vatnsberum sköpunarþörf samfara praktísku innsæi sem skyldi nýtt út í æsar. BOGMAÐURINN 22. nóvember - 21. desember Tvennt kemur afar skýrt fram í stjörnukorti ársins fyrir bogmenn: peningar og völd eða einhvers konar áhrif. En þetta flýtur að sönnu ekki fyrirhafnarlaust upp í hendurnar á bogmanni, hann verður að hafa fyrir því og sýna mikinn sjálfsaga svo að ekki fari allt úr böndun- um. Lögð er áhersla á að bogmaður temji sér nýjar aðferðir eða fínni nýjar leiðir en ef svo lánlega tekst til virðist flest ganga honum í haginn. Bogmaðurinn er alltaf sagður ferðaglaður, opinn, ör, skrafhreyfinn og oft yfírborðskenndur. Hið síðasta á sérstaklega við um nóvemberbog- menn og þá sem eru fæddir fyrstu vikuna í desember. Aðrir bogmenn hafa oft mjög djúpan skilning og næma skynjun og forðast að hleypa fólki og hugmyndum jafn greiðlega að sér og þeir sem eru í fyrstu tveimur vikum merkisins. En allir bogmenn eru gæddir ljúfmennsku og þeir eru hjálpfúsir og vilja hvers manns vanda leysa. Að visu eftir sínu eigin höfði og því getur greiðasemin stundum birst sem afskiptasemi. Á nýja árinu fer bogmaðurinn létt með að sameina ánægju og starf og ferðalög eru áberandi sem veita bogmanninum hina sýn og fersk viðhorf. Þó svo að menn boði breytingar á ýmsum sviðum f grennd við bogmanninn vill hann ekki breyta til þess eins, hann vill skilja til- ganginn með þeim og síðan er hann fús að aðlaga sig því nýja. Raunar er aðlögunarhæfni bogmanns með betra móti á árinu og aflar bog- manni virðingar víðar-en hann bjóst við. Bogmenn eru margir leitandi og stundum fínnst þeim að enginn hafí fundið stórasannleik nema þeir. Það kann að vera eitthvað til í þessu en þeir ættu samt að sýna varfærni í yfirlýsingum, ella kemur þetta allt út sem yfirlæti. Hjá þeim bogmönnum sem hafa gert breytingar á heimilishögum hefur verið nokkuð ókyrrt en það fer að jafna sig. Ný kynni takast og ekki að vita nema þau geti leitt til sambúðar eða altjent góðrar vináttu. Miðbik ársins besti og skemmtilegasti tími ársins. Bogmaðurinn hefur ekki undan að framkvæma það sem hann hefur lengi ætlað sér og það virðist allt leika í höndum hans. Það eru náin tengsl milli þess og samskipta við manneskju sem stendur bogmanni mjg nærri og mun hvetja hana til dáða. Bogmaðurinn getur því hlakkað tii árs sem verður hressandi og fullt af góðum og uppbyggilegum atvikum. Talan fímm skyldi höfð í huga. FISKARNIR 20. febrúar - 20. mars Fiskar eru sagðir bliðlyndir og viðkvæmir og ekki nógu harðir af sér þegar á móti blæs. Þetta er ofsagt því margt fólk í fiskamerkinu eru hugdjarfír og hressir einstaklingar en þeir hika ekki við að sýna tilfinningar sinar ef þeim býður svo við að horfa og fínnst það langt frá að vera veikleikamerki. Þeir eru margir ábyrgir og standa vel fyr- ir sínu. Fiskarnir lenda í einhverjum kröggum síðla janúar og um miðjan júní en annars sigla þeir sléttan sjó hvað varðar samskipti við annað fólk. í starfínu verður þeim vel ágengt og ná þar áþreifanlegum ár- angri. Þeir láta eftir sér að beita nýstárlegum aðferðum en þeir reka sig á óheilindi og baktjaldamakk. Þessir viðkvæmu fiskar eiga erfítt með að sætta sig við slíkt og vilja ætla flestum það besta. Vináttan er fiski mikilvægust á nýja árinu en samt mega fiskarnir ekki gleyma ættingjum og öðrum nákomnum; þeir þurfa að sinna sínu eins og þeim er vel ljóst. Aihafnasemi fiska er með mesta móti og hann virðist vera í ljómandi góðu formi. Samt eru einhveijir óleystir hnútar og þá er um að gera að beita lagni og ráðast til atlögu í stað þess að synda í burtu eins og fískum þykir stundum freistandi. Eins og gerist jafnan innan allra stjörnumerkja en ekki síst í þeim tvískiptu er togstreita ráðandi í fískum þegar þeir þurfa að takast á við sum viðfangsefni sín. Þeir viljaminni láta þá reka á reiðanum jafnvel þó þeir séu allir af vilja gerðir. Sumir fiskar hafa breytt um lífshætti og tekið upp nýtt og hollara líferni en þeir vita að þeir mega samt sem áður gæta sín því freisting- ar eru sem fyrr á hverju strái. Það lítur út fyrir að apríl verði góður tími fyrir fískana og lukkan er með þeim - að undanskildum áðurnefndum smákröggum í júní- fram á haustið. Eitthvað kjarkleysi grípur þá fiska og þeim vex allt í augum og fínnst meira af þeim krafíst en þeir eim tilbúnir að gefa. Þetta mál verða fiskar að leysa einir og'sjálfír en fólk i hrútsmerki gæti reynst hjálplegt svo fremi fiskarnir átti sig á hvert þeir eiga að snúa sér. Fiskunum verður það hvatning á árinu að finna að þeir geta haft áhrif og þau til góðs. Sjálfsímynd fiska er einatt nokkuð óburðug. Þeir reyna að bæta sér hana upp með hrokafullri framkomu en það klæðir þá ekki og fólk kímir að þeim fyrir vikið eða hættir að taka þá hátíðlega. Nýja árið ber í sér margt það sem getur orðið til að styrkja trú þeirra á sjálfa sig og eftir öllum sólarmerkjum að dæma verður þetta um margt þvf hið besta fískaár f langan tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.